Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 B 9 FRÁBÆR VINNUSTAÐUR HEKLA | Laugavegi 172–174 | Pósthólf 5310 | 125 Reykjavík | Sími 590 5000 | Fax 590 5005 | hekla@hekla.is | www.hekla.is Sölumaður vélavarahluta – Sales, Spare Parts Sölumenn veita ráðgjöf og selja varahluti eftir óskum viðskiptavina. Hæfniskröfur: • Reynsla af sölu varahluta er kostur. • Góð tölvuþekking. • Hæfni til að afla upplýsinga. • Sjálfstæð vinnubrögð. Bifvélavirki og/eða vélvirki – Mechanic Óskað er eftir bifvélavirkjum og/eða vélvirkjum til starfa á bíla- og vélaverkstæði HEKLU. Boðið er upp á úrvals aðstöðu á báðum verkstæðum, gott tæknilegt umhverfi ásamt góðum möguleikum á þjálfun og endurmenntun. Hæfniskröfur: • Sveinspróf er æskilegt en góð reynsla af viðgerðum og viðhaldi er kostur. • Áhugi og þekking á bílum og/eða tækjum. • Góð tungumálakunnátta. • Góð tölvukunnátta. Vinnutími á verkstæðunum er frá kl. 8–16 en vegna mikillar eftirspurnar er vinna í boði til kl.18 á virkum dögum. Verkstæðismóttaka – Service Advisor Óskað er eftir starfsmönnum í verkstæðismóttöku á bíla- og vélasviði til að sjá um tímabókanir, skrá upplýsingar í verkbókhaldskerfi, veita upplýsingar um stöðu verkefna og sjá um útskrift reikninga að þjónustu lokinni. Verkstæðismóttaka bílasviðs er á Laugavegi 174 en verkstæðismóttaka vélasviðs er í Klettagörðum 8–10. Hæfniskröfur: • Reynsla af sambærilegu starfi. • Áhugi og þekking á bílum og/eða tækjum. • Útsjónarsemi og þjónustulund. • Góð tungumálakunnátta. • Góð tölvukunnátta. Smurþjónusta á vélaverkstæði – Lubrication Service Starfsmaður í smurþjónustu sinnir daglegri smurþjónustu á vélaverkstæði. Boðið er upp á fullkomna aðstöðu til þjónustu á stærri tækjum. Hæfniskröfur: • Reynsla af sambærilegum störfum. HEKLA er eitt öflugasta bílaumboð landsins. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og tækifæri til að vinna með hópi framúrskarandi starfsmanna. Við leitum að fólki sem hefur jákvætt viðmót, góða þjónustulund og er tilbúið að veita viðskiptavinum okkar afburðaþjónustu. VÉLASVIÐ BÍLA- OG VÉLASVIÐ Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá í gegnum heimasíðu HEKLU, www.hekla.is, eða til Valdísar Arnórsdóttur starfsmannastjóra á netfangið va@hekla.is. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2007.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.