Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 B 33
Kaffiheimur
er framsækið fyrirtæki
í rekstri kaffibara sem starfar undir merkjum Te
& Kaffi. Kaffiheimur leggur metnað sinn í að
vera með stílhreina kaffibari þar sem áhugi á te
og kaffi fær að dafna. Núna vantar gott, áhuga-
samt fólk í vinnu í fullt starf. Starfsstöðvar í
Kópavogi og í Reykjavík. Nánari upplýsingar
veitir Laufey í síma 864 9661. Einnig er hægt að
senda inn umsókn á laufey@kaffiheimur.is.
Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga sem hefur
áhuga á þróun og eflingu starfs fyrir börn og unglinga
á vettvangi frítímans
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur I Bæjarhálsi 1
Sími 411 5000 I Bréfsími 411 5009 I www.itr.is I itr@itr.is
Helstu verkefni frístundamiðstöðvar-
innar Tónabæjar eru:
Yfirumsjón með öllu barna- og unglingastarfi ÍTR á
þjónustusvæði Tónabæjar
• 3 félagsmiðstöðvar: Tónabær, Bústaðir og
Þróttheimar
• 8 frístundaheimili
• Annað félags- og tómstundastarf fyrir börn
og unglinga í hverfinu
• Forvarnarstarf
• Hverfasamstarf og þverfaglegt samstarf við
aðrar stofnanir
Helstu verkefni forstöðumanns:
Að vera leiðandi á sviði frítímaþjónustu og skapa
jákvæða umgjörð fyrir borgarbúa til frístundaiðkunar
Ábyrgð á starfsemi sem heyrir undir Tónabæ
Yfirumsjón með frítímastarfi fatlaðra barna á vegum ÍTR
Fjármála- og starfsmannastjórnun
Skipulagning og áætlanagerð
Menntunar– og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Stjórnunarreynsla
Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar
Reynsla af tómstundastarfi æskileg
Tungumálakunnátta
Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar
og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upp-
lýsingar veitir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri tóm-
stundamála ÍTR, sími 411 5000, netfang:
soffia.palsdottir@reykjavik.is og Ragnheiður E.
Stefánsdóttir, starfsmannastjóri ÍTR, netfang:
ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is
STAÐA FORSTÖÐUMANNS
FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐVARINNAR
TÓNABÆJAR ER LAUS TIL UMSÓKNAR
Umsóknarfrestur
er til 27. ágúst 2007
Umsóknum skal skilað rafrænt á itr@itr.is
eða til
Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur, B
æjarhálsi 1,
110 Reykjavík, merkt forstöðumaður – Tóna
bær
Þroskaþjálfafélag
Íslands
óskar að ráða í 50% starf
á skrifstofu félagsins. Umsóknir berist félaginu
í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur
er til 1. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Salóme Þórisdóttir í
síma 564 0225 eða 894 0225.
Skrifstofustarf
Heildverslun óskar eftir að ráða starfs-
mann til almennra og fjölbreyttra
skrifstofustarfa, sem allra fyrst.
Vinnutími 08.30-17.00.
Leitum eftir einstaklingi með:
Stúdentspróf eða sambærilega
menntun.
Þekkingu á viðskiptahugbúnaði.
Umsókn skal skilað á augl.deild Mbl. eða
á box@mbl.is, fyrir fimmtudaginn
16. ágúst, merkt: „20415“.
Kerfisfræðingur
Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða
kerfisfræðing. Starfið felst í vinnu við tölvukerfi
skólans sem þjónustar bæði kennslu og rann-
sóknastarf. Starfsmaðurinn verður hluti af 4-5
manna teymi sem starfar við rekstur tölvukerfis
og tilheyrir rekstrarsviði skólans. Næsti yfir-
maður er kerfisstjóri. Um er að ræða fullt starf
og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskóla-
menntun í tölvufræði eða kerfisfræði. Mikil-
vægir eiginleikar í starfinu eru sjálfstæði,
frumkvæði, þjónustulund og vilji til samstarfs.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi
og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þorvaldur
T. Jónsson rekstrarstjóri eða Guðjón Helgi Þor-
valdsson kerfisstjóri í síma 433 5000 eða tölvu-
pósti thorvaldur@lbhi.is / gudjon@lbhi.is.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Umsóknir
sendist til rekstrarstjóra Landbúnaðarháskóla
Íslands, 311 Hvanneyri.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir
geta gilt í sex mánuði.
Landbúnaðarháskóli Íslands er nýr háskóli er byggir á grunni
þriggja stofnana, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins,
Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskólans á
Reykjum. Skólinn er í örri þróun og býður upp á fjölbreytt
nám á sviði náttúrufræða, umhverfismála og skipulagsfræða,
auk hefðbundinna landbúnaðargreina.
Landbúnaðarháskóli Íslands
-Háskóli í hörkusókn-
Áhugaverð störf
Leikskólinn Hulduberg óskar eftir deildarstjóra, leik-
skólakennurum og starfsmönnum til starfa sem
fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Unnið er eftir metnaðarfullri námskrá, meginmark-
mið er að rækta tengsl barnsins við náttúruna og
umhverfið.
Hulduberg er sjö deilda leikskóli og þar dvelja um
160 börn yfir daginn.
Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi
Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Kjör annarra starfsmanna eru samkvæmt
kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar eru
bæði karlar og konur hvött til að sækja um störfin.
Upplýsingar um störfin veita:
Þuríður Stefánsdóttir leikskólastjóri og
Guðrún Viktorsdóttir aðstoðarleikskólastjóri
í símum 586 8170 og 867 0727.
Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu
Mosfellsbæjar: www.mos.is/Stjórnsýsla
Fræðslu- og menningarsvið
HB Grandi á Akranesi
Forstjóri HB Granda segir að sjávarútvegs-
fyrirtækið ætli sér að reisa nýtt fiskiðjuver
á Akranesi þar sem aflamark félagsins í
þorski muni dragast saman á næsta fisk-
veiðiári þannig að bein sókn í þorsk verði
ómöguleg. Aðspurður segir hann að engin
ákvörðun hafi verið tekin um framtíð at-
hafnasvæðis fyrirtækisins í Reykjavík.
HB Grandi sendi Faxaflóahöfnum erindi í
dag þar sem óskað er eftir því að þær flýti
uppbyggingu á landfyllingu og hafnargarði
á Akranesi svo fyrirtækið geti hafist handa
við uppbyggingu nýs hús síðla árs 2009.
Hann segir flutninginn vera í takt við þá
stefnu Faxaflóahafna sf. um að megin
fiskveiðihöfn Faxaflóahafna verði á Akra-
nesi.
Eggert segir að það liggi ekki fyrir hversu
margir muni koma til með að starfa í nýja
fiskiðjuverinu. Þá sé óljóst hvernig málin
muni þróast á næstu tveimur árum. Í dag
starfa um 180 starfsmenn við botnfisk-
svinnslu í Reykjavík og á Akranesi. Hann
segist þó ekki eiga von á því að á þessu
tímabili verði gripið til fjöldauppsagna.
Ákvörðun HB Granda um að flytjast brott
frá Reykjavík hefur talsverða þýðingu fyrir
framtíð Reykjavíkur sem sjávarpláss. Egg-
ert segir að litið sé á starfsemi Faxaflóa-
hafna, þ.e. svæðið á milli Reykjavíkur og
Akraness, sem eitt atvinnusvæði í dag.
„Akranes hefur verið kynnt sem megin
fiskihöfnin. Þannig að ég held að þetta
passi mjög vel við stefnu hafnanna í því
samhengi,“ segir Eggert og bætir við að
tækifærin til frekari uppbyggingar séu
mjög góð á Akranesi.
20 þúsund börn fá frístundakort
Innleiðing svonefnds frístundakorts í
Reykjavík hefst þann 1. september næst-
komandi. Öll börn á aldrinum 6-18 ára
með lögheimili í Reykjavík eða tæplega 20
þúsund börn eiga rétt á styrk til þátttöku í
íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfsemi við
innleiðingu kortsins.
Meginmarkmið frístundakortsins er að
veita öllum reykvískum ungmennum á
aldrinum 6-18 ára tækifæri til að taka þátt
í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efna-
hag eða félagslegum aðstæðum.
Með frístundakortinu má greiða að hluta
eða að öllu leyti fyrir íþrótta-, lista- og
æskulýðsstarfsemi á vegum félaga og
samtaka sem starfa í Reykjavík og ná-
grannasveitarfélögunum. Frístundakortið
stuðlar að jöfnuði í samfélaginu og fjöl-
breytileika í tómstundastarfi.
Indverskt sendiráð á Íslandi
Ríkisstjórn Indlands samþykkti í gær að
opna sendiráð í fjórum löndum, þar á með-
al á Íslandi. Indverskir fjölmiðlar hafa eftir
P. R. Dasmunsi, ráðherra upplýsingamála,
að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að
gæta pólitískra og efnahagslegra hags-
muna Indlands.
Indverjar munu einnig opna sendiráð í
Gvatemala, Níger og Malí. Þá verður opn-
uð ræðismannsskrifstofa í Guangzhou í
Kína. Gert er ráð fyrir að sendiráðin verði
opnuð á þessu fjárhagsári.
Íslendingar opnuðu sendiráð í Nýju-Delhi í
mars á síðasta ári.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
ÞETTA HELST …