Morgunblaðið - 20.08.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.08.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 15 MENNING B Æ JA R Ú T G E R Ð IN · A 4 Bæ jarhát íð Mosf el l sBæ jar DaG sKr á DaGaNa 23. - 26 . áGÚs t 20 06 sjá DaGsKrá á www.Mos.is EFTIRNAFNIÐ hefur alla ævi þvælst fyrir rit- höfundinum Katrin Himmler og sérstaklega þar sem Heinrich Himmler var ná- frændi hennar. Fyrir skemmstu kom út bókin The Himmler Brothers: A German Fam- ily History þar sem Katrin segir sögu fjölskyldu sinnar. Við nánari eftirgrennslan á gögn- um fjölskyldu sinnar kom ýmislegt í ljós um afa hennar, Ernst, og bræð- ur hans Heinrich og Gebhart. Þeir bræður virðast hafa verið einróma í skoðunum um réttmæti gjörða SS- sveitanna, sem Heinrich Himmler var í forsvari fyrir. Ernst, afi Katrinar, gaf meira að segja Heinrich upp nafn vinar síns, sem var hálfur gyðingur. Svikin kostuðu vininn lífið. Amma Katrinar sendi svo matargjafir til þeirra naz- ista sem biðu dauðadóms eftir stríð- ið. Ekki höfðu allir óbeit á Hitler Katrin segir það mikilvægt fyrir alla Þjóðverja að horfast í augu við glæpi sem forfeður margra hafa drýgt. „Meirihluti ungs fólks í dag veit mikið um Helförina en stendur í þeirri trú að forfeður þeirra hafi haft óbeit á Hitler og öllu sem hann stóð fyrir og hafi jafnvel hýst gyðinga á flótta á heimilum sínum. Það er alla- vega það sem flestir reyna að trúa þó svo að veruleikinn sé allt annar,“ segir Katrin. Horfst í augu við fortíðina Bók um Himmler- bræðurna þrjá Bók Katrin Himmler DJASS-trommuleikarinn Max Roach, sem helst var þekktur fyrir að hafa búið til bebop-stíl, lést í New York um helgina, 83 ára að aldri. Ekki er vitað hvað olli dauða tónlistarmanns- ins, sem lést í svefni. Roach, sem fæddist í Norður- Karólínu árið 1924, var sjálf- lærður tónlist- armaður. Á unglingsaldri lék hann með hús- bandi hins þekkta klúbbs í New York-borg, Monroe’s Uptown House. Hann þróaði bebop-stílinn þegar hann lék undir með Charlie Parker, Dizzie Gillespie og félögum á Monro- e’s og á öðrum áhrifamiklum klúbb- um New York-borgar. Roach var einnig ötull talsmaður fyrir réttindum blökkumanna. Max Roach látinn Max Roach SÆNSKI leikstjórinn Suzanne Osten og sálgreinandinn Ann- Sofie Bárány halda námskeið fyrir íslenskt leikhúsfólk dag- ana 20. til 24. ágúst og fjalla þar um ástina og hvernig henni hefur reitt af í íslensku sam- félagi síðustu hundrað árin. Námskeiðið er haldið á veg- um Þjóðleikhússins og Nor- ræna hússins. Í tengslum við námskeiðið mun Norræna húsið sýna þrjár kvikmyndir eftir Suzanne Osten og hún mun einnig halda fyr- irlestra í Norræna húsinu um kvikmyndavinnu sína og leikritið Babydrama. Námskeið Hvernig reiðir ástinni af? Suzanne Osten ÞÝSKA leikstjórateymið Rim- ini Protokoll heldur í kvöld fyr- irlestur um verk sín og aðferðir í húsnæði leiklistardeildar Listaháskóla Íslands að Sölv- hólsgötu 13 klukkan 20. Frá stofnun teymisins árið 2000 hefur Rimini Protokoll unnið framsæknar sýningar á mörkum raunveruleika og leiks. Á laugardaginn sýna svo nemendur 2. árs námsbraut- arinnar Fræði & framkvæmd afrakstur vinnu- stofu undir leiðsögn Rimini Protokoll. Nánari upplýsingar um Rimini Protokoll má finna á www.rimini- protokoll.de Leiklist Framsæknar sýningar LEIKSÝNINGIN Killer Joe verður tekin aftur upp til sýn- inga í Borgarleikhúsinu í byrj- un september og er miðasala þegar hafin á vef leikhússins. Sýningin hlaut átta tilnefn- ingar til Grímunnar í júní síð- astliðnum, þar á meðal sem besta sýning ársins. Leikarar í Killer Joe eru Björn Thors, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Jör- undur Ragnarsson, sem tekur við hlutverki Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Leiklist Killer Joe aftur á svið Úr Killer Joe. Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is „ÉG ER svona gamall kennarahundur. Byrjaði að kenna fimmtán ára gamall – var þá að kenna jafnöldrum mínum á klarínett, á vegum Lúðra- sveitar Reykjavíkur í svefnherberginu heima í Árbæ! – og hef eiginlega verið viðloðandi kennslu á einn eða annan hátt síðan,“ segir Guðni Franzson, klarínettuleikari og músíkant með meiru. Hann stendur í stórræðum þessa dagana því nú á fimmtudag, hinn 23. ágúst klukkan 17, opnar Tóney, ný miðstöð fyrir tón- list, tónlistarkennslu og hreyfingu. Kennsla hefst síðan 3. september. Ógrynni möguleika Tóney er hugsuð sem miðstöð fyrir mús- íkáhugamenn á öllum aldri. Þangað geta hljóðfæraleikarar og áhugasamir tónfræðanemendur sótt tíma; einnig fólk sem hugsanlega lærði einhvern tímann á hljóðfæri en flosnaði upp úr námi eða missti áhugann. Já, og svo auðvitað þeir sem kunna bara ekki neitt. Loks verða fyrirlestrar og fræðakúrsar, tón- smiðjur, kennslustundir í notkun nótnaskrifta- og upptökuforrita (t.d. Sibelius, Pro Tools, Live og Rea son). Einnig er kennt „Ekta Pilates“ sem er byggt á líkamsræktarkerfi Josephs Pilates en þetta er heildræn líkamsþjálfun fyrir líkama og sál sem styrkir og mýkir. Guðni kveður slíka þjálfun hafa reynst tónlistarfólki vel, meðal ann- ars hljóðfæraleikurum úr Sinfóníunni, en þessi þjálfun byrjaði í fyrra á Tóney. Lára Stefánsdóttir danshöfundur leiðir „Ekta Pilates“ á Tóney en í framtíðinni er gert ráð fyr- ir að dansinn komi sterkar inn. Samstarf við skóla á öllum stigum Athygli vekur að væntanlega hefja þrír grunn- skólar á höfuðborgarsvæðinu samstarf við Tóney í haust; Sæmundarskóli, Landakotsskóli og Tjarnarskóli. „Þangað fara kennarar frá okkur og setja upp ákveðið prógramm. Þetta kemur inn fyrir hefð- bundna tónmenntakennslu í skólanum,“ segir Guðni. Starfsmenn Tóneyjar ýta úr vör og leggja net sín hér og þar. Miðstöðin er líka öðrum þræði hugsuð sem áningarstaður. „Þú getur sest að á Tóney, en fæstir gera það til langs tíma eða eins og er um marga eyj- arskeggja, þeir eru í raun alltaf á leið eitthvað annað,“ segir Guðni. Von Guðna er jafnframt sú að með tíð og tíma hefjist samstarf við leikskóla og framhaldsskóla um skipulagða kennslu. Sérstaða Tóneyjar sker sig að ýmsu leyti frá hinum hefðbundnu tónlistarskólum. „Í fyrsta lagi er kennt í 10 vikna önnum,“ seg- ir Guðni, „haust, vetur, vor og sumar, en einnig verða styttri námskeið og fyrirlestrar.“ Helstu músíksviðin verða klassík, djass, heims- og til- raunatónlist, „en hugmyndin er þó sú að fólk geti í raun lært á hvað sem er þá fram líða stundir“ Í farvatninu eru sérstakar deildir fyrir bar- okkmúsík og eldri tónlist en einnig deild fyrir et- hníska og þjóðlega tónlist. Einstaklingar móta nám sitt að mestu sjálfir, og þurfa að sýna sjálfstæði, en fá vissulega nauð- synlegt aðhald frá leiðbeinendum og kenn- urunum. Nemendum á Tóney gefst svo kostur á því að taka formleg próf, enda verður námið mið- að við opinbera námsskrá, þar sem það á við og fyrir þá sem slíkt kjósa. Úrvalslið kennara Fjöldi valinkunnra fræðimanna, tónskálda og tæknimanna sér um námskeið og handleiðslu nemenda í Tóney. „Hér er hópur af fólki sem hefur margvíslega sýn og ólíkar aðferðir, fólk úr ólíkum geirum tón- listar. Tónskáld, fræðimenn, hljóðfæraleikarar, tækniséní og grúskarar, koma að starfinu í einni eða annarri mynd. Flest eiga það sameiginlegt að starfa að tónlist öllum stundum og hafa tak- markaðan tíma til hefðbundinnar kennslu en vilja gjarnan miðla og láta gott af sér leiða, starfsumhverfi Tóneyjar hentar þeim vel.“ Fróðlegt verður að sjá hvernig starfsemi Tón- eyjar þróast í framtíðinni, enda um spennandi og metnaðarfullt innlegg í íslenska tónlistarkennslu að ræða. Nýr tónlistarskóli hefur rekstur Guðni Fransson stofnar tónlistarmiðstöðina Tóney í Síðumúla 8 Morgunblaðið/Kristinn Fjölhæf fjölskylda Guðni Franzson, Lára Stefánsdóttir og sonur þeirra, Stefán Franz. Allar nánari upplýsingar og skráning eru á www.toney.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.