Morgunblaðið - 20.08.2007, Side 26

Morgunblaðið - 20.08.2007, Side 26
26 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðjón Bjarna-son bílstjóri fæddist í Bæj- arstæði á Akranesi 16. desember 1911. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Brynjólfsson bóndi og sjómaður, f. í Móakoti á Akra- nesi 15. ágúst 1873, d. 28. mars 1955 og Hallfríður Steinunn Sigtryggsdóttir, f. í Bræðraparti 20. maí 1874, d. 26. apríl 1962. Guðjón ólst upp í Bæj- arstæði á Akranesi ásamt fimm systkinum: Ásmundi, f. 11. júlí 1903, d. 1. janúar 2000, Sigtryggi, f. 7.mars 1899, d. 14. apríl 1980, Guðjóni, f. 12. september 1900, d. 9. ágúst 1907, Haraldi, f. 8. janúar 1905, d. 16. janúar 1998 og Dóru, f. 27. desember 1912, d. 11. janúar 1997. Guðjón kvæntist 31. maí 1941 Ingibjörgu S. Sigurðardóttir, f. á Oddsstöðum í Lundareykjadal 29. apríl 1919. Þau hónin bjuggu lengst af á Suðurgötu 103, sem þau byggðu og kallað var Bæj- arstæði, en fluttu sig 1984 á Höfðagrund 1, en þar voru reist hús fyrir eldri borgara. Þau eign- uðust fimm börn: 1) Sigurður, f. 17. mars 1942, maki Gígja Garð- arsdóttir, f. 18. sept- ember 1944, 2) Vig- dís Hallfríður, f. 27. október 1946, maki Kristján Jóhann- esson, f. 21. febrúar 1945, 3) Ástríður, f. 2. júlí 1949, d. 20. ágúst 1949, 4) Bjarni, f. 7. ágúst 1954, maki Margrét Grétarsdóttir, f. 12. febrúar 1958, og 5) Ástríður Lilja, f. 15. nóvember 1955, maki Mar- geir Þorgeirsson, f. 24. september 1955. Barnabörn Guðjóns og Ingi- bjargar eru 14 og barna- barnabörn eru 7. Guðjón starfaði við ýmislegt, var skrifari, verslunarmaður, bíl- stjóri, vélaviðgerðamaður, hjóla- viðgerðamaður og slökkviliðs- og eldvarnareftirlitsmaður. Skáti var hann síðan Skátafélagið á Akranesi var stofnað 1926. Heyrnatæki þurfti hann að nota vegna heyrnarleysis síðan um 1940 en það virtist ekki há honum mikið. Útför Guðjóns verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar að minnast hans tengdapabba míns með nokkrum orðum. Fyrst þegar ég hitti hann var hann að gera við bilaða þvottavél í Þvotta- og efnalauginni sem var á neðri hæðinni í Bæjarstæði. Móttök- urnar voru hlýjar eins og alltaf síðan. Það æxlaðist nefnilega þannig að við Dísa fluttum til Vestmannaeyja og vorum löngum stundum fjarri þeim Ingu og Guðjóni. Ferðalög voru dýr og erfið en heimsóknirnar voru þeim mun meira tilhlökkunarefni hvort sem við fórum á Skagann eða þau komu til okkar út í Eyjar. Hann hafði yndi af því að segja manni frá mörgu sem á daga hans hafði drifið og náð- um við oft góðu sambandi og varð ég margs fróðari af honum bæði um vél- ar og margt annað. Til dæmis var hann mjög næmur fyrir sumu sem aðrir ekki sjá eða vita af, en hann fór dult með þessa vitneskju. Margt sem hann upplifði í leiguakstrinum fór ekki lengra og alveg ómögulegt að fá hann til að segja manni frá þannig hlutum. Hann gat ekið með Björn Blöndal sem leitaði að bruggurum og þegar það var búið fór hann með við- skiptavini á þessa sömu staði en sagði ekki orð um hverja hann hefði verið að keyra eða hvað hann vissi. Já, hann var mikill öðlingur og svo var hann líka skáti alveg frá sama ári og Skátafélagið á Akranesi var stofnað. Sá félagsskapur var honum afar hjartfólginn og var hann til dæmis tvisvar gerður að heiðursfélaga. Það var líka alveg magnað hvað hann kunni af revíutextum. Hann gekk oft um gólf og sönglaði fyrir munni sér og maður heyrði að það runnu uppúr honum textarnir. Hann var með sér- staklega gott minni og þurfti maður stundum að passa sig á að segja hon- um ekki tvisvar sömu hlutina. Þá sagði hann: Þú varst búinn að segja mér þetta. Eftir að þau Inga fluttu á Höfða- grund 1 fékk hann sér bílskúr þar nærri en ég held að bíll hafi aldrei komið þar inn en mörg reiðhjólin komu þar og fóru oft í betra standi en ný. Hann kunnu nefnilega að teina hjólin en það hafði oft verið gert vit- laust af þeim sem settu þau saman ný. Hann gerði tilraunir til að kenna mér að teina en einhvern veginn lukkaðist það ekki hjá mér að ná því alveg. Hann lærði á sínum tíma að gera við hjól í Erninum hjá Gúberg en hann var danskur og átti stundum erfitt með að gera sig skiljanlegan og kallaði þá á Guðjón og sagði; þú skilja mig. Núna er mjór göngustígur inn að viðgerðarborðinu og hjólum sem ekki hafa verið sótt er staflað báðum megin. Svo var hann ökukennari og kenndi mörgum að keyra bíl. Öll þessi störf sem hann gegndi, eins og t.d. hjá slökkviliðinu, fórust honum vel úr hendi þó að hann væri algjör- lega heyrnarlaus nema að hafa heyrnartæki sem var sett bakvið eyr- að á honum og haldið föstu með spöng sem var yfir höfuðið en míkra- fónninn var í hulstri í skyrtuvasanum eða í bolnum. Það var víst oft ansi mikill hávaði í Bæjarstæði eftir böll en þá var Guðjón búinn að taka af sér heyrnartækið og svaf rótt. Núna seinni árin eftir að við Dísa eignuð- umst landið okkar fékk hann mikinn áhuga á öllu því sem fram fór í Bjark- arási, en svo nefndum við landið. Ég kallaði hann oft yfirverkstjór- ann, en hann hafði gott auga og mikið verksvit og vildi fá að fylgjast með öllu, hvort það væri nú rétt gert. Ég mun sakna hans mikið, það var gott að ráðfæra sig við hann, en hann er örugglega á góðum stað núna og þakka ég honum samferðina og bið góðan Guð um að varðveita hann. Kristján Jóhannesson. Einn af elstu skátum Íslands, Gaui í Bæjarstæði á Akranesi hefur kvatt á 96. aldursári. Hann var virkur í skátastarfi til síðasta dags. Ég heim- sótti hann á Sjúkrahús Akraness tveimur dögum fyrir andlátið. Við rifjuðum upp sameiginlegar minn- ingar frá skátadögum okkar á ferða- lögum og skátamótum. Minni hans á eldri tíma var ótrúlegt. Hann fylgdist líka með ungu skátunum, sem nú dvelja á alheimsmóti skáta, Jambo- ree, í Englandi. Það kallaði fram minningar hans þegar hann sem ung- ur maður fór á Jamboree í Hollandi 1937. Hann lýsti fyrir mér upplifun, sinni þegar sjálfur Baden Powell heimsótti tjaldbúðir íslensku skát- anna. Samleið okkar í skátastarfinu er orðin löng. Mitt fyrsta skátapróf tók ég undir súðinni á loftinu í gamla Bæjarstæði 1943 en þar bjuggu Inga og Gaui. Seint gleymast söngvarnir við varðeldana: ,,Hér eru skátar að skemmta sér“ – ,,Kveikjum eld“ – ,,Þýtur í laufi, bálið brennur“ og sam- eining í Bræðralagssöng skáta, sem boðar frið í hrjáðum heimi. Gaui var einn þeirra Skagamanna sem settu svip sinn á mannlífið á Akranesi. Hann eignaðist sinn fyrsta bíl 1930 og var þekktur fyrir að kom- ast leiðar sinnar eftir lítt troðnum vegaslóðum í sveitum Borgarfjarðar og fyrir Hvalfjörð á fyrstu árum bílanna. Þá var sex tíma akstur milli Akraness og Reykjavíkur ef allt gekk vel en gat tekið heilan dag þegar vilp- ur voru í vegunum og Gaui þurfti að grjótbera undir bílinn og ,,tjakka“ hann upp oft á leiðinni. Þá kom sér vel einstök þolinmæði hans og frá- bær þekking á bílum og vélbúnaði. Alltaf komst hann á leiðarenda með bros á vör. Á stríðsárunum átti Gaui tvo fólksbíla og vörubíl, rak reiðhjóla- verkstæði og gerði við reiðhjól Skagamanna, lék á trommur í hljóm- sveit, var lykilmaður slökkviliðsins og foringi skátanna. Í því hlutverki kynntist ég honum best. Margar ferðirnar fór hann með okkur krakk- ana á vörubílnum sínum eftir árfar- vegi Berjadalsárinnar upp að skátas- kálanum við Akrafjall. Í vetur kom Gaui sem oftar á fund hjá rekkum og svönnum á Akranesi. Eins og venju- lega var hann með myndavélina sína og tók myndir af mannskapnum með bros á vor. Úti var myrkur, strekk- ingsvindur og snjófjúk. Ég spurði hver hefði ekið fyrir hann. ,,Það var ekkert vandamál, Bragi minn. Ég ók sjálfur. Þessi bíll ratar hingað niður í skátahús og aftur til baka inn á Höfðagrund,“ sagði hann og hló sín- um glaða, smitandi hlátri. Gaui hefur fylgt skátastarfinu á Akranesi frá upphafi, árið 1926. Allan þann tíma hafa hugsjónir skátahreyf- ingarinnar verið hans leiðarljós. Við hlið hans var Inga, eiginkona hans, sem allra vanda leysti og aldrei taldi eftir sér að takast á við verkefnin með honum. Börnin þeirra hafa einn- ig verið virk í starfi og máttarstólpar í skátastarfinu. Verður seint full- þökkuð sú fyrirmynd sem þau hjón sýndu með fórnfúsu starfi sínu. Við Elín og börnin okkar, Þorvald- ur og Bryndís, sendum systkinunum frá Bæjarstæði Sigga, Dísu, Bjarna, Ástu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur vegna andláts góðs vinar. Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Bragi Þórðarson. Guðjón Bjarnason, eða Gaui í Bæj- arstæði sem hann oft var kallaður, er fallinn frá. Okkur langar að minnast hans með nokkrum orðum og þakka honum löng og gifturík kynni. Það eru nær sjötíu ár frá því að Guðjón og Ingibjörg Sigurðardóttir, ein Oddsstaðasystra, hófu sambúð og giftust. Upp frá því hefur samband fjölskyldnanna verið náið, tíðar sam- göngur þeirra til okkar að Oddsstöð- um og frá okkur til þeirra á heimili þeirra á Akranesi. Börn þeirra voru öll mörg sumur á Oddsstöðum og hafa þannig verið hluti af okkar fjöl- skyldu. Þegar Guðjón kom í heimsókn að Oddsstöðum, sem oft var, var hann sívinnandi við að dytta að hlutum og gera við vélar, sem hann kallaði jafn- an að „sansa“. Hann var alltaf ljúfur í umgengni, vinsamlegur, býsna gam- ansamur og sagði vel frá. Við sendum börnum hans og fjöl- skyldum innilegustu samúðarkveðj- ur við fráfall þessa sómamanns og þökkum nú fyrir að hafa haft sam- skipti við hann og kynni af góðu einu. Blessuð sé minning hans. Hanna, Ragnar og fjölskyldur frá Oddsstöðum. Guðjón Bjarnason ✝ Birgir Árni Þor-valdsson, sjó- maður á Grenivík, fæddist á Akureyri 22. mars 1968. Hann lést á Akureyri 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Aðalheiður Kristín Ingólfs- dóttir húsmóðir og Þorvaldur Signar Aðalsteinsson sjó- maður. Systkini Birgis eru Ingólfur Örn sjómaður í Reykjanesbæ, Þorvaldur leik- skólakennari á Akureyri og Andr- ea Margrét fulltrúi hjá Mílu á Akuereyri. Birgir kvæntist Sigrúnu Rósu Kjart- ansdóttur, þau skildu 2006. Börn þeirra eru Logi, f. á Akureyri 28. júní 1993, Kjartan, f. á Akureyri 25. apríl 1995, Viktoría Sól, f. á Akureyri 15. júlí 1997, Benjamín Árni, f. á Akureyri 15. ágúst 2002 og fóstursonur Birgis, Óðinn Guðmanns- son, f. á Akureyri 23. ágúst 1991. Útför Birgis verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag er hjarta okkar fullt af sorg og söknuði þegar við fylgjum vini okkar Birgi Árna í hans hinstu för eftir öll þessi ár. Eftir að hafa fylgst með honum vaxa úr grasi og sjá hve góðan mann hann hafði að geyma, þá er svo sárt þegar svona snöggt og ótímabært andlát ber að. Maður spyr sig af hverju þú en fær engin svör. Biggi var sviphreinn, hár, þrekinn, ljóshærður og myndarlegur maður sem auðvelt var að eiga samleið með. Hann lætur eftir sig fjögur ung börn og einn fósturson sem okkur er mikið hugsað til um þessar mundir. Biggi hafði sjómennsku að atvinnu og stundaði hana öll sín ár og þá að- allega hjá Samherja. Hann var vel lið- inn af skipsfélögum og hafði það orð á sér að hann væri glettinn og glaður líkt og við minnumst hans. Þó auðvitað eins og við öll hin ætti hann sínar erf- iðu stundir þó að hann bæri þær ekki á borð fyrir aðra heldur héldi þeim alltaf fyrir sjálfan sig. Hann átti góða samleið með börn- um og elskuðu þau hann þar sem hann kom alltaf fram við þau eins og jafn- ingja og fannst gaman að bregða á leik með þeim. Hann hafði gaman af íþróttum og var alltaf gaman að þræta við hann um boltann þar sem hann var harður United-maður en það lið er okkur ekki að skapi, hitt liðið var heimafélagið KA sem hann studdi í blíðu og stríðu alla sína tíð. Biggi, þar sem þetta er lokakveðjan okkar til þín þá viljum við þakka þér fyrir allar góðar stundir, allt sem þú sagðir og gerðir á meðan við fengum að hafa þig hjá okkur verður ávallt minning í hjörtum okkar. Ég er líka hreykinn að geta sagt að sonur minn Birgir Freyr er skírður í höfuðið á þér og sagði hann alltaf stoltur eftir að hafa hitt þig „ég hitti nafna“ eða „ég spjallaði við nafna“. Nú held ég að það sé mál að hætta en við ætlum að láta litla bæn fylgja og hún er á þessa leið; Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðf. Hjálmar Jónsson.) Farðu í friði og hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig alla tíð, elsku drengur. Við vottum foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og þó sérstaklega börn- um hans. Megi góði guð leiða ykkur og gefa ykkur styrk á þessu erfiðu tímum. Kær kveðja frá okkur öllum, þið er- uð ávallt í bænum okkar. Guðrún, Ester Ósk, Birgir Freyr, Hallur og Sigurður. Það er óhætt að segja að mér var öllum lokið þegar þau hörmulegu tíð- indi bárust að hann Biggi væri allur. Óharðnaður unglingurinn sem réðst kornungur um borð í togarann Snæ- fell EA 740 og ég sá á undur skömm- um tíma umbreytast í úrvals sjómann sem rótaðist undan, sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Segja má að á Snæfellinu hafi verið sami kjarninn árum saman og á þeim tíma hafi myndast djúp samkennd og vinátta sem aldrei slitnar þótt árin líði og langt sé í dag milli okkar gömlu skipsfélaganna. Síðar lágu leiðir okk- ar aftur saman á Akureyrinni EA 10 þar sem við vorum samskipa í allmörg ár. Oft kom hann upp í brú til mín til að ræða málin, lífið og tilveruna, þar sem skiptust á skin og skúrir eins og gerist og gengur hjá mörgum mann- inum. Þegar á móti blés og hlutirnir voru ekki að ganga upp hjá okkur félögum þá lét hann einatt sömu orðin falla og mér er nær að halda að þau séu upp- haflega frá honum komin. Þessi skrítna setning sem er blanda af ís- lensku og ensku mun ávallt koma upp í hugann þegar ég minnist Bigga en hún var einfaldlega: Þetta er heavy dæmi. Það sem nú hefur gerst er svo sann- arlega heavy dæmi og í raun það þungbærasta sem maður hefur upp- lifað í áraraðir. Það eru atburðir af þessum toga sem leiða mann í sannleikann um hversu lífið er hverfult og í raun full- komlega óskiljanlegt. Mig skortir orð til að lýsa einlægri samúð minni með þeim mörgu sem um sárt eiga að binda. Guð gefi ykkur foreldrunum Öllu og Valda bátsmanni, vini og skips- félaga í áraraðir, systkinum, börnun- um, fyrrverandi eiginkonu og tengda- foreldrum, styrk til að takast á við þetta þungbæra áfall. Minningin um góðar stundir með góðum dreng mun lifa hjá mér og þeim fjölmörgu skips- félögum sem áttu samleið með Birgi Þorvaldsyni í gegn um lífsins ólgusjó. Árni Bjarnason. Birgir Árni Þorvaldsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR Lindargötu 57, Reykjavík, sérstakar þakkir færum við starfsfólki Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umhyggju og hlýtt viðmót. Guðrún K. Sigurðardóttir, Kjartan Stefánsson, Klara Sigurðardóttir, Þröstur Lýðsson, Árni Geir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.