Morgunblaðið - 08.09.2007, Page 40

Morgunblaðið - 08.09.2007, Page 40
40 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN Fjölbreytt safnaðar- starf í Grafarvogs- söfnuði SEGJA má að vetrarstarfið hafi byrjað síðasta sunnudag, annars verður starfið í vetur sem hér segir: Almennar guðsþjónustur eru í Grafarvogskirkju alla sunnudaga kl. 11. Barnaguðsþjónustur – sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar og einnig er sunnudagaskóli í Borgar- holtsskóla kl. 11. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta í sunnu- dagaskólann með börnunum sínum og eiga þar saman góðar stundir. Grafarvogsdagurinn verður hald- inn 8. september og verður guðs- þjónusta við Hamraskóla kl. 13.15. Prestar safnaðarins þjóna fyrir alt- ari, séra Bjarni Þór prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Unglingakór og Krakkakór kirkj- unnar. Stjórnendur eru Gróa Hreinsdóttir organisti og Svava Kr. Ingólfsdóttir kórstjóri. Eldri borgarar hittast í kirkjunni á hverjum þriðjudegi kl. 13. 30. Far- ið verður í hina árlegu og skemmti- legu haustferð þriðjudaginn 11. september kl. 10. 30 frá Graf- arvogskirkju. Farið verður upp í Borgarfjörð að Fossatúni og að Borg á Mýrum. Í Fossatúni verður snæddur hádegisverður í glæsilegu veitingahúsi. Helgistund verður á Borg á Mýrum. Vinsamlega látið skrá ykkur í Grafarvogskirkju. Sameiginleg haustmessa eldri borgara verður í Hvítasunnukirkj- unni miðvikudaginn 12. sept. kl. 14. Foreldramorgnar hefjast fimmtudaginn 20. september kl. 10- 12 í Grafarvogskirkju og eru viku- lega. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi sam- verustundir. Sögustund með börn- unum. TTT, fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, verður í skólum hverfisins. Auglýsingar með tímasetningu birt- ast síðar. Æskulýðsfélag sem er fyrir ung- linga í 8.-10. bekk er með fundi á mánudagskvöldum kl. 20 í Grafar- vogskirkju. Þar er margt gert, t.d. leynigestir, ljósmyndamaraþon, þrautafundir, keiluferð, óvissu- fundur o.fl. Landsmót æskulýðs- félaga verður haldið á Hvamms- tanga 19.-21. okt. og þangað munum við fjölmenna. Fleiri ferða- lög verða í vor. Opið hús verður fyrir ferming- arbörn annan þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 20. Þar verður ým- islegt á döfinni. Dagskrá verður auglýst í fermingarfræðslunni. Safnaðarfélagið er með fundi á mánudögum annan hvern mánuð. Fyrsti fundur vetrarins verður mánudaginn 1. október kl. 20. Kirkjukórinn hefur þegar hafið vetrarstarfið undir stjórn Harðar Bragasonar, organista og kór- stjóra. Nýir félagar boðnir vel- komnir. Alfa-námskeið verður haldið í janúar 2008 ef næg þátttaka fæst. Um er að ræða 10 vikna fræðslu- námskeið um kristna trú og tilgang lífsins. Krakkakór fyrir sjö og átta ára börn. Æfingar eru á mánudögum kl. 17.30-18.30. Árgjald kr. 5.000. Kórstjóri: Gróa Hreinsdóttir (uppl. í síma 699-1886 /groahreins@- gmail.com). Barnakór fyrir börn frá níu ára aldri. Æfingar eru á þriðjudögum kl. 17.15-18.30. Árgjald kr. 8.000. Kórstjóri: Svava Kr. Ingólfsdóttir (uppl. í síma 867-7882 / svavaki@- simnet.is). Unglingakór fyrir 12 ára og eldri. Æfingar eru á þriðjudög- um kl. 16.-17.45 og fimmtudögum kl. 16.30-18. Árgjald kr. 12.000 greiðist við innritun. Kórstjóri: Svava Kr. Ing- ólfsdóttir (uppl. í síma 867-7882 / svavaki@simnet.is). Kyrrðarstundir í Grafarvogs- kirkju verða í hádeginu á miðviku- dögum kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lok- inni stundinni. Allir velkomnir. Stundirnar hefjast miðvikudaginn 5. september. Sorgarhópur sem fjallar um sorg og sorgarviðbrögð mun starfa í vet- ur, líkt og síðastliðna vetur. Prest- ar kirkjunnar sjá um skráningu í hópinn og hefst starfið í janúar 2008 og verður á mánudögum í 10 skipti. Ætlað þeim sem hafa misst nána ástvini. Bænahópur hittist á hverju sunnudagskvöldi kl. 20 í kirkjunni og er hann öllum opinn. Al-Anon er með fundi á föstu- dagskvöldum kl. 20. AA-hópur hittist á laugardags- morgnum kl. 11. Atburðir helgarinnar í Hallgrímskirkju LAUGARDAGUR 8. sept. Orgel- smiðjan Johannes Klais í Bonn í Þýskalandi heldur upp á 125 ára af- mæli fyrirtækisins um nk. helgi. Hið mikla orgel Hallgrímskirkju er eitt af flaggskipum orgelsmiðjunn- ar og var ásamt 14 öðrum Klais- orgelum víðs vegar um heiminn valið til þátttöku í afmælishátíða- haldinu. Fyrirtækið sendi eigend- um hinna útvöldu orgela beiðni um að velja ungan orgelleikara til að leika orgeltónlist í hádegisbæna- stund laugardaginn 8. september. Þannig munu samdægurs 15 Klais- orgel í öllum heimshornum hljóma til að minnast afmælis hins virta fyrirtækis. Í Hallgrímskirkju verð- ur orgelandakt klukkan 12. Guðný Einarsdóttir leikur orgelverk eftir Dietrich Buxtehude og Jón Nordal, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófast- ur flytur ritningarlestur og bæn. Sunnudagur 9. sept. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar organista. Barnastarfið verður undir stjórn Magneu Sverrisdóttur djákna. Kyrrðarstundir í hádegi á fimmtudögum hefjast nk. fimmtu- dag 13. sept. og verða hvern fimmtudag. Tónlist, hugvekja, bæn- ir. Léttur hádegisverður í safnaðar- sal. Kirkjustarf eldri borgara í Reykjavíkur- prófastsdæmum KIRKJUSTARF eldri borgara er nú að hefjast á ný eftir sumarfrí og af því tilefni verður samkirkjuleg guðsþjónusta í Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu nk. miðvikudag, 12. september, kl. 14. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra predikar. Lög- reglukórinn syngur og leiðir al- mennan söng og Geir Jón Þórisson syngur einsöng. Kórstjóri er Guð- laugur Viktorsson. Undirleikari er Óskar Einarsson. Stjórnandi guðs- þjónustunnar er Vörður L. Traustason. Eftir guðsþjónustuna er öllum viðstöddum boðið að þiggja kaffi- veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Þessi guðsþjónusta er samstarfs- verkefni Ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma, Hvítasunnukirkj- unnar Fíladelfíu, Óháða safnaðar- ins og Fríkirkjunnar í Reykjavík og er henni útvarpað á Lindinni fm 102,9. Allir eru velkomnir og eru eldri borgarar sérstaklega hvattir til að taka þátt í guðsþjónustunni sem markar upphaf vetrarstarfins. Fyrsta fjölskylduhátíð haustsins í Hafnar- fjarðarkirkju SUNNUDAGINN 9. september hefst barnastarf Hafnarfjarðar- kirkju með pomp og prakt. Þá verð- ur haldin fyrsta fjölskylduhátíð vetrarins og byrjar hún kl. 11 í safnaðarheimilinu. Í vetur eru tveir sunnudagaskólar starfandi á veg- um kirkjunnar að venju, en báðir koma saman einu sinni í mánuði þegar er fjölskylduhátíð. Á hátíð- inni leikur hljómsveitin Gleðigjaf- arnir undir söng en hana skipa leið- togar barnastarfsins. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja og báðir prestarnir taka þátt. Eftir stundina er öllum boðið upp á góð- AKRANESKIRKJA: | Æðruleysismessa kl. 20. Fallegir sálmar, stutt hugleiðing og reynslusaga. Hinn landskunni tónlistar- maður Þorvaldur Halldórsson leiðir söng- inn. Kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. AKUREYRARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organ- isti: Arnór B. Vilbergsson. Messa í Kjarna- lundi kl. 15. Sr. Svavar A. Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Rebbi refur, Engilráð, Gulla gæs; einhver þeirra lætur sjá sig. Láttu sjá þig og taktu pabba, mömmu afa og ömmu með þér. Kaffi, Fylkisgulrætur, kex, ávaxtasafi og kaffi á eftir. ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskóli og messa kl. 11. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Börnin taka þátt í upphafi messunnar, en fara svo niður í safnaðarheimili ásamt leiðtogunum Elíasi og Hildi Björgu. Fundur með fermingar- börnum næsta vors og foreldrum þeirra að messu lokinni. Kaffisopi eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarbörn og for- eldrar boðin velkomin. Upphaf sunnu- dagaskólans og nýir sunnudagaskólakennarar boðnir vel- komnir. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina og útskýrir í predikun boðskap messuformsins. Bjartur Logi Guðnason og Álftaneskórinn leiða tónlistina. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestar sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Gísli Jónasson. Upphaf fermingarstarfs. Vænst er þátttöku fermingarbarna vors- ins 2008 og foreldra þeirra. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í umsjá Jóhanns, Lindu og Nínu Bjargar. Kaffisopi eftir messuna og síðan fundur með foreldrum fermingar- barna. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Söngur, fræðsla, bænir og þakkir. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátttöku með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir messar. Organisti Renata Ivan, kór Bústaðakirkju syngur, molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Yrsa Þórðardóttir. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, B hóp- ur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttar veitingar að messu lokinni. www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Í messunni verður fermd Liv Elísabet Frið- riksdóttir, Kvistalandi 23, 108 R. Barna- starfið á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R. Tryggvadóttur. Verið velkomin. FÍLADELFÍA | English service at 12.30 pm. Entrance from the main door. Eve- ryone Welcome. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Hafliði Kristinsson, fjöl- skyldu- og hjónaráðgjafi. Gospelkór Fíla- delfíu leiðir lofgjörð. Barnakirkja fyrir 1-13 ára. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bein úts. á Lindinni og www.gospel.is. Sam- koma á Omega frá Fíladelfíu kl. 20. filadelfia@gospel.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón hafa Edda, Hera og Skarphéðinn. Góð stund fyrir alla fjöl- skylduna. Kvöldvaka kl. 20. Kristín Ein- arsdóttir fjallar um götubörn í Mongólíu. Kór kirkjunnar leiðir söng. Organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson. Kaffi í safn- aðarheimilinu að lokinni kvöldvöku. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Þema dagsins er Jesús og börnin. Við syngjum bæði gamla og nýja barnasálma. Skírt verður, helgi- sagan sögð og leikbrúðurnar koma í heim- sókn. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir þjónar og henni til aðstoðar er Nanda María. Anna Sigga og Carl Möller leiða tónlistina. Andabrauð. FRÍKIRKJAN KEFAS | Vitnisburðarsam- koma kl. 20 í umsjá Ragnars B. Björns- sonar. Söngkonan og lagahöfundurinn Jani Varnadeau kemur í heimsókn ásamt hljómsveit. Á samkomunni mun tónlistar- hópur kirkjunnar leiða lofgjörð og að sam- komu lokinni verður kaffi og samfélag. Ath. að eftirleiðis verða samkomurnar kl. 14. Allir velkomnir. FÆREYSKA sjómannaheimilið: | Kl. 17 er samkoma á Færeyska sjómannaheim- ilinu Brautarholti 29. Söngur og ræður með fólkið frá Leirvík í Færeyjum. Allir vel- komnir, kaffi og spjall eftir samkomu. GLERÁRKIRKJA | Messa og barnasam- vera kl. 11. Sameiginlegt upphaf. For- eldar, afar og ömmur, eru hvött til að fjöl- menna með börnunum. Grafarholtssókn | Fjölskyldumessa í mið- rými Ingunnarskóla kl. 11. Upphaf barna- starfs. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dregið um fermingardaga. Prestar: sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Fundur með fermingarbörnum úr Borga-, Engja-, Korpu-, Rima- og Víkurskóla. Sunnudagaskóli kl. 11. sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA Borgarholtsskóli | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón: Gunnar æskulýðsfulltrúi og Dagný. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA: | Morgunverður kl. 10. Bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju Irenu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhanns- son. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Dúett syngja Gústaf og Ari Gústafssynir. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarnason. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduhátíð kl. 11. Hljómsveitin Gleði- gjafar syngja. Barna og unglingakórarnir leiða söng. Báðir prestar kirkjunnar þjóna. Söngur – sögur – myndir. HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson pré- dikar og þjónar fyrir altari, ásamt messu- þjónum. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Björns Steinar Sólbergssonar organista. Barna- starfið er í umsjón Magneu Sverrisdóttur djákna. HÁTEIGSKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Umsjón barnastarfs Erla Guðrún Arnmundardóttir og Páll Ágúst Ólafsson. Organisti Douglas A. Brotchie. Prestur Tómas Sveinsson. Heilsustofnun NLFÍ | Guðsþjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudaga- skóli kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Al- menn samkoma kl. 17. Mæðgurnar Ingi- björg Jónsdóttir og Rannveig Óskarsdóttir stjórna og tala. Allir eru velkomnir HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík: | Sam- koma sunnudag kl. 20. Umsjón: Ester Daníelsdóttir og Wouter van Gooswilligen, kafteinar. Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Lofgjörðarsamkoma fimmtudag kl. 20 í umsjá Esterar Daníels- dóttur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Barna- starfið hefst að nýju kl. 11 með fjölbreyttri dagskrá. Einnig fræðsla fyrir fullorðna. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. Kynningarkvöld á Alfa námskeiðinu vin- sæla á þriðjudag kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Í dag verður fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Fermingar- börn taka virkan þátt í samkomunni, lesa texta, útskýra hvern þátt guðsþjónust- unnar og flytja leikþátt. Prestar og æsku- lýðsfulltrúi kirkjunnar taka þátt í athöfn- inni. KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Fé- lagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Lenka Mátéová, nýr organisti kirkjunnar, spilar og stjórnar söng. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30. Umsjón Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ým- ir. Landspítali: Landakot | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, org- anisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Upphaf ferming- arstarfsins og eru fermingarbörn og for- eldrar sérstaklega hvött til að mæta. Stuttur fundur á eftir. Barnastarfið er í safnaðarheimilinu með Rut, Steinunni og Aroni. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi. LAUGARNESKIRKJA: | kl. 11 messa og sunnudagaskóli. Sóknarprestur og með- hjálpari þjóna. Sunnudagaskólinn er í höndum sr. Hildar Eirar og hennar sam- starfsfólks. Kl. 20.30 kvöldmessa. Stein- unn Valdís Óskarsdóttir segir ögursögu, Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur, kór, prestar og meðhjálpari þjóna. Messukaffi LÁGAFELLSKIRKJA: | Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Prestur Ragnheiður Jónsdóttir. Kór Lágafellskirkju syngur. Organisti Jónas Þórir. Sunnudagaskólinn í kirkjunni kl. 13. Umsjón Hreiðar Örn og Jónas Þórir. LINDASÓKN í Kópavogi: | Fyrsta messa og sunnudagaskóli vetrarins í Salaskóla. Kynning á vetrarstarfinu, Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Keith Reed, Guð- mundur Karl Brynjarsson þjónar. MÖÐRUVALLAKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudaginn 9. sept- ember. kl. 11 f.h. Komum með eitthvað sem tilheyrir haustinu og leggjum á altar- ið. Fundur með fermingarbörnum og for- eldrum þeirra á eftir. Allir velkomnir. Sóknarprestur. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Kammerkór Háskólans í Varsjá, Col- legium Musicum syngur. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrím- ur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimil- ið. Kaffi og spjall eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: | Guðþjónusta kl. 14 sr. Pétur Þorsteinsson. Upphaf barna- starfsins og verður flutt leikrit, foreldrar/ forráðamenn hvattir til að koma með börnum sínum. Bjóðum velkomin til starfa nýjan organista og kórstjóra Kára Allans- son. Getum bætt við söngfólki í kórinn. Heitt á könnunni og maul eftir messu. Salt kristið samfélag | Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð. Saltaðar samkomur kl. 17. Ræðumaður; Bill Jessup. Jeni Varnadeau og hljómsveit syngja nokkur lög. Mikil lof- gjörð og fyrirbæn. Velkomin. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Barna- samkoma kl. 11.15 í lofti safnaðarheim- ilisins. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga, mynd í möppu. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan söng. Organisti Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA: | Kynning- arguðsþjónusta fyrir fermingarbörn kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir tón- listarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Prestur er Sig- urður Grétar Helgason. Sunnudagaskól- inn er á sama tíma. Minnum á æskulýðs- félagið kl. 20. Velkomin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. STRANDARKIRKJA | Hin árlega uppskeru- messa sunnudag kl. 14.30 (ath. breyttan tíma). Fagnað og þakkað fyrir uppskeru jarðarinnar. Ræðuefni: Maður og náttúra. Organisti Julian Edwards Isaacs. Prestur Baldur Kristjánsson. Vegurinn kirkja fyrir þig | Kl. 11 sam- koma. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Högni Valsson kennir, lofgjörð og fyrir- bæn. Létt máltíð að samkomu lokinni. All- ir velkomnir. Kl. 19 samkoma. Björg Davíðsdóttir segir okkur frá dvöl sinni í Kenýa. Söngkonan Jeni Varnadeau tekur lagið. Samfélag í kaffisal. Allir velkomnir. VÍDALÍNSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Friðrik Hjartar þjónar, Helga Rós Indr- iðadóttir syngur einsöng, Rósa Ægisdóttir leikur á flautu. Kór Vídalínskirkju syngur, Jóhann organisti. Barn skírt. Fermingar- börn og foreldrar boðaðir sérstaklega til fundar í kirkjunni kl. 12.20. Súpa eftir messu í umsjón Lionsklúbbanna í Garða- bæ. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Guðsþjón- usta 9. september kl. 11. Gunnhildur Halla Baldursdóttir, nýr organisti kirkj- unnar, kynnt og mun kór kirkjunnar síðan leiða söng undir hennar stjórn. Meðhjálp- ari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (lúk. 17) Ytri-Njarðvíkurkirkja KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.