Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN Fjölbreytt safnaðar- starf í Grafarvogs- söfnuði SEGJA má að vetrarstarfið hafi byrjað síðasta sunnudag, annars verður starfið í vetur sem hér segir: Almennar guðsþjónustur eru í Grafarvogskirkju alla sunnudaga kl. 11. Barnaguðsþjónustur – sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar og einnig er sunnudagaskóli í Borgar- holtsskóla kl. 11. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta í sunnu- dagaskólann með börnunum sínum og eiga þar saman góðar stundir. Grafarvogsdagurinn verður hald- inn 8. september og verður guðs- þjónusta við Hamraskóla kl. 13.15. Prestar safnaðarins þjóna fyrir alt- ari, séra Bjarni Þór prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Unglingakór og Krakkakór kirkj- unnar. Stjórnendur eru Gróa Hreinsdóttir organisti og Svava Kr. Ingólfsdóttir kórstjóri. Eldri borgarar hittast í kirkjunni á hverjum þriðjudegi kl. 13. 30. Far- ið verður í hina árlegu og skemmti- legu haustferð þriðjudaginn 11. september kl. 10. 30 frá Graf- arvogskirkju. Farið verður upp í Borgarfjörð að Fossatúni og að Borg á Mýrum. Í Fossatúni verður snæddur hádegisverður í glæsilegu veitingahúsi. Helgistund verður á Borg á Mýrum. Vinsamlega látið skrá ykkur í Grafarvogskirkju. Sameiginleg haustmessa eldri borgara verður í Hvítasunnukirkj- unni miðvikudaginn 12. sept. kl. 14. Foreldramorgnar hefjast fimmtudaginn 20. september kl. 10- 12 í Grafarvogskirkju og eru viku- lega. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi sam- verustundir. Sögustund með börn- unum. TTT, fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, verður í skólum hverfisins. Auglýsingar með tímasetningu birt- ast síðar. Æskulýðsfélag sem er fyrir ung- linga í 8.-10. bekk er með fundi á mánudagskvöldum kl. 20 í Grafar- vogskirkju. Þar er margt gert, t.d. leynigestir, ljósmyndamaraþon, þrautafundir, keiluferð, óvissu- fundur o.fl. Landsmót æskulýðs- félaga verður haldið á Hvamms- tanga 19.-21. okt. og þangað munum við fjölmenna. Fleiri ferða- lög verða í vor. Opið hús verður fyrir ferming- arbörn annan þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 20. Þar verður ým- islegt á döfinni. Dagskrá verður auglýst í fermingarfræðslunni. Safnaðarfélagið er með fundi á mánudögum annan hvern mánuð. Fyrsti fundur vetrarins verður mánudaginn 1. október kl. 20. Kirkjukórinn hefur þegar hafið vetrarstarfið undir stjórn Harðar Bragasonar, organista og kór- stjóra. Nýir félagar boðnir vel- komnir. Alfa-námskeið verður haldið í janúar 2008 ef næg þátttaka fæst. Um er að ræða 10 vikna fræðslu- námskeið um kristna trú og tilgang lífsins. Krakkakór fyrir sjö og átta ára börn. Æfingar eru á mánudögum kl. 17.30-18.30. Árgjald kr. 5.000. Kórstjóri: Gróa Hreinsdóttir (uppl. í síma 699-1886 /groahreins@- gmail.com). Barnakór fyrir börn frá níu ára aldri. Æfingar eru á þriðjudögum kl. 17.15-18.30. Árgjald kr. 8.000. Kórstjóri: Svava Kr. Ingólfsdóttir (uppl. í síma 867-7882 / svavaki@- simnet.is). Unglingakór fyrir 12 ára og eldri. Æfingar eru á þriðjudög- um kl. 16.-17.45 og fimmtudögum kl. 16.30-18. Árgjald kr. 12.000 greiðist við innritun. Kórstjóri: Svava Kr. Ing- ólfsdóttir (uppl. í síma 867-7882 / svavaki@simnet.is). Kyrrðarstundir í Grafarvogs- kirkju verða í hádeginu á miðviku- dögum kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lok- inni stundinni. Allir velkomnir. Stundirnar hefjast miðvikudaginn 5. september. Sorgarhópur sem fjallar um sorg og sorgarviðbrögð mun starfa í vet- ur, líkt og síðastliðna vetur. Prest- ar kirkjunnar sjá um skráningu í hópinn og hefst starfið í janúar 2008 og verður á mánudögum í 10 skipti. Ætlað þeim sem hafa misst nána ástvini. Bænahópur hittist á hverju sunnudagskvöldi kl. 20 í kirkjunni og er hann öllum opinn. Al-Anon er með fundi á föstu- dagskvöldum kl. 20. AA-hópur hittist á laugardags- morgnum kl. 11. Atburðir helgarinnar í Hallgrímskirkju LAUGARDAGUR 8. sept. Orgel- smiðjan Johannes Klais í Bonn í Þýskalandi heldur upp á 125 ára af- mæli fyrirtækisins um nk. helgi. Hið mikla orgel Hallgrímskirkju er eitt af flaggskipum orgelsmiðjunn- ar og var ásamt 14 öðrum Klais- orgelum víðs vegar um heiminn valið til þátttöku í afmælishátíða- haldinu. Fyrirtækið sendi eigend- um hinna útvöldu orgela beiðni um að velja ungan orgelleikara til að leika orgeltónlist í hádegisbæna- stund laugardaginn 8. september. Þannig munu samdægurs 15 Klais- orgel í öllum heimshornum hljóma til að minnast afmælis hins virta fyrirtækis. Í Hallgrímskirkju verð- ur orgelandakt klukkan 12. Guðný Einarsdóttir leikur orgelverk eftir Dietrich Buxtehude og Jón Nordal, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófast- ur flytur ritningarlestur og bæn. Sunnudagur 9. sept. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar organista. Barnastarfið verður undir stjórn Magneu Sverrisdóttur djákna. Kyrrðarstundir í hádegi á fimmtudögum hefjast nk. fimmtu- dag 13. sept. og verða hvern fimmtudag. Tónlist, hugvekja, bæn- ir. Léttur hádegisverður í safnaðar- sal. Kirkjustarf eldri borgara í Reykjavíkur- prófastsdæmum KIRKJUSTARF eldri borgara er nú að hefjast á ný eftir sumarfrí og af því tilefni verður samkirkjuleg guðsþjónusta í Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu nk. miðvikudag, 12. september, kl. 14. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra predikar. Lög- reglukórinn syngur og leiðir al- mennan söng og Geir Jón Þórisson syngur einsöng. Kórstjóri er Guð- laugur Viktorsson. Undirleikari er Óskar Einarsson. Stjórnandi guðs- þjónustunnar er Vörður L. Traustason. Eftir guðsþjónustuna er öllum viðstöddum boðið að þiggja kaffi- veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Þessi guðsþjónusta er samstarfs- verkefni Ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma, Hvítasunnukirkj- unnar Fíladelfíu, Óháða safnaðar- ins og Fríkirkjunnar í Reykjavík og er henni útvarpað á Lindinni fm 102,9. Allir eru velkomnir og eru eldri borgarar sérstaklega hvattir til að taka þátt í guðsþjónustunni sem markar upphaf vetrarstarfins. Fyrsta fjölskylduhátíð haustsins í Hafnar- fjarðarkirkju SUNNUDAGINN 9. september hefst barnastarf Hafnarfjarðar- kirkju með pomp og prakt. Þá verð- ur haldin fyrsta fjölskylduhátíð vetrarins og byrjar hún kl. 11 í safnaðarheimilinu. Í vetur eru tveir sunnudagaskólar starfandi á veg- um kirkjunnar að venju, en báðir koma saman einu sinni í mánuði þegar er fjölskylduhátíð. Á hátíð- inni leikur hljómsveitin Gleðigjaf- arnir undir söng en hana skipa leið- togar barnastarfsins. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja og báðir prestarnir taka þátt. Eftir stundina er öllum boðið upp á góð- AKRANESKIRKJA: | Æðruleysismessa kl. 20. Fallegir sálmar, stutt hugleiðing og reynslusaga. Hinn landskunni tónlistar- maður Þorvaldur Halldórsson leiðir söng- inn. Kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. AKUREYRARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organ- isti: Arnór B. Vilbergsson. Messa í Kjarna- lundi kl. 15. Sr. Svavar A. Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Rebbi refur, Engilráð, Gulla gæs; einhver þeirra lætur sjá sig. Láttu sjá þig og taktu pabba, mömmu afa og ömmu með þér. Kaffi, Fylkisgulrætur, kex, ávaxtasafi og kaffi á eftir. ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskóli og messa kl. 11. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Börnin taka þátt í upphafi messunnar, en fara svo niður í safnaðarheimili ásamt leiðtogunum Elíasi og Hildi Björgu. Fundur með fermingar- börnum næsta vors og foreldrum þeirra að messu lokinni. Kaffisopi eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarbörn og for- eldrar boðin velkomin. Upphaf sunnu- dagaskólans og nýir sunnudagaskólakennarar boðnir vel- komnir. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina og útskýrir í predikun boðskap messuformsins. Bjartur Logi Guðnason og Álftaneskórinn leiða tónlistina. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestar sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Gísli Jónasson. Upphaf fermingarstarfs. Vænst er þátttöku fermingarbarna vors- ins 2008 og foreldra þeirra. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í umsjá Jóhanns, Lindu og Nínu Bjargar. Kaffisopi eftir messuna og síðan fundur með foreldrum fermingar- barna. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Söngur, fræðsla, bænir og þakkir. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátttöku með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir messar. Organisti Renata Ivan, kór Bústaðakirkju syngur, molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Yrsa Þórðardóttir. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, B hóp- ur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttar veitingar að messu lokinni. www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Í messunni verður fermd Liv Elísabet Frið- riksdóttir, Kvistalandi 23, 108 R. Barna- starfið á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R. Tryggvadóttur. Verið velkomin. FÍLADELFÍA | English service at 12.30 pm. Entrance from the main door. Eve- ryone Welcome. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Hafliði Kristinsson, fjöl- skyldu- og hjónaráðgjafi. Gospelkór Fíla- delfíu leiðir lofgjörð. Barnakirkja fyrir 1-13 ára. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bein úts. á Lindinni og www.gospel.is. Sam- koma á Omega frá Fíladelfíu kl. 20. filadelfia@gospel.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón hafa Edda, Hera og Skarphéðinn. Góð stund fyrir alla fjöl- skylduna. Kvöldvaka kl. 20. Kristín Ein- arsdóttir fjallar um götubörn í Mongólíu. Kór kirkjunnar leiðir söng. Organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson. Kaffi í safn- aðarheimilinu að lokinni kvöldvöku. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Þema dagsins er Jesús og börnin. Við syngjum bæði gamla og nýja barnasálma. Skírt verður, helgi- sagan sögð og leikbrúðurnar koma í heim- sókn. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir þjónar og henni til aðstoðar er Nanda María. Anna Sigga og Carl Möller leiða tónlistina. Andabrauð. FRÍKIRKJAN KEFAS | Vitnisburðarsam- koma kl. 20 í umsjá Ragnars B. Björns- sonar. Söngkonan og lagahöfundurinn Jani Varnadeau kemur í heimsókn ásamt hljómsveit. Á samkomunni mun tónlistar- hópur kirkjunnar leiða lofgjörð og að sam- komu lokinni verður kaffi og samfélag. Ath. að eftirleiðis verða samkomurnar kl. 14. Allir velkomnir. FÆREYSKA sjómannaheimilið: | Kl. 17 er samkoma á Færeyska sjómannaheim- ilinu Brautarholti 29. Söngur og ræður með fólkið frá Leirvík í Færeyjum. Allir vel- komnir, kaffi og spjall eftir samkomu. GLERÁRKIRKJA | Messa og barnasam- vera kl. 11. Sameiginlegt upphaf. For- eldar, afar og ömmur, eru hvött til að fjöl- menna með börnunum. Grafarholtssókn | Fjölskyldumessa í mið- rými Ingunnarskóla kl. 11. Upphaf barna- starfs. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dregið um fermingardaga. Prestar: sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Fundur með fermingarbörnum úr Borga-, Engja-, Korpu-, Rima- og Víkurskóla. Sunnudagaskóli kl. 11. sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA Borgarholtsskóli | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón: Gunnar æskulýðsfulltrúi og Dagný. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA: | Morgunverður kl. 10. Bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju Irenu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhanns- son. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Dúett syngja Gústaf og Ari Gústafssynir. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarnason. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduhátíð kl. 11. Hljómsveitin Gleði- gjafar syngja. Barna og unglingakórarnir leiða söng. Báðir prestar kirkjunnar þjóna. Söngur – sögur – myndir. HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson pré- dikar og þjónar fyrir altari, ásamt messu- þjónum. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Björns Steinar Sólbergssonar organista. Barna- starfið er í umsjón Magneu Sverrisdóttur djákna. HÁTEIGSKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Umsjón barnastarfs Erla Guðrún Arnmundardóttir og Páll Ágúst Ólafsson. Organisti Douglas A. Brotchie. Prestur Tómas Sveinsson. Heilsustofnun NLFÍ | Guðsþjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudaga- skóli kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Al- menn samkoma kl. 17. Mæðgurnar Ingi- björg Jónsdóttir og Rannveig Óskarsdóttir stjórna og tala. Allir eru velkomnir HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík: | Sam- koma sunnudag kl. 20. Umsjón: Ester Daníelsdóttir og Wouter van Gooswilligen, kafteinar. Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Lofgjörðarsamkoma fimmtudag kl. 20 í umsjá Esterar Daníels- dóttur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Barna- starfið hefst að nýju kl. 11 með fjölbreyttri dagskrá. Einnig fræðsla fyrir fullorðna. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. Kynningarkvöld á Alfa námskeiðinu vin- sæla á þriðjudag kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Í dag verður fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Fermingar- börn taka virkan þátt í samkomunni, lesa texta, útskýra hvern þátt guðsþjónust- unnar og flytja leikþátt. Prestar og æsku- lýðsfulltrúi kirkjunnar taka þátt í athöfn- inni. KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Fé- lagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Lenka Mátéová, nýr organisti kirkjunnar, spilar og stjórnar söng. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30. Umsjón Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ým- ir. Landspítali: Landakot | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, org- anisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Upphaf ferming- arstarfsins og eru fermingarbörn og for- eldrar sérstaklega hvött til að mæta. Stuttur fundur á eftir. Barnastarfið er í safnaðarheimilinu með Rut, Steinunni og Aroni. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi. LAUGARNESKIRKJA: | kl. 11 messa og sunnudagaskóli. Sóknarprestur og með- hjálpari þjóna. Sunnudagaskólinn er í höndum sr. Hildar Eirar og hennar sam- starfsfólks. Kl. 20.30 kvöldmessa. Stein- unn Valdís Óskarsdóttir segir ögursögu, Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur, kór, prestar og meðhjálpari þjóna. Messukaffi LÁGAFELLSKIRKJA: | Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Prestur Ragnheiður Jónsdóttir. Kór Lágafellskirkju syngur. Organisti Jónas Þórir. Sunnudagaskólinn í kirkjunni kl. 13. Umsjón Hreiðar Örn og Jónas Þórir. LINDASÓKN í Kópavogi: | Fyrsta messa og sunnudagaskóli vetrarins í Salaskóla. Kynning á vetrarstarfinu, Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Keith Reed, Guð- mundur Karl Brynjarsson þjónar. MÖÐRUVALLAKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudaginn 9. sept- ember. kl. 11 f.h. Komum með eitthvað sem tilheyrir haustinu og leggjum á altar- ið. Fundur með fermingarbörnum og for- eldrum þeirra á eftir. Allir velkomnir. Sóknarprestur. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Kammerkór Háskólans í Varsjá, Col- legium Musicum syngur. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrím- ur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimil- ið. Kaffi og spjall eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: | Guðþjónusta kl. 14 sr. Pétur Þorsteinsson. Upphaf barna- starfsins og verður flutt leikrit, foreldrar/ forráðamenn hvattir til að koma með börnum sínum. Bjóðum velkomin til starfa nýjan organista og kórstjóra Kára Allans- son. Getum bætt við söngfólki í kórinn. Heitt á könnunni og maul eftir messu. Salt kristið samfélag | Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð. Saltaðar samkomur kl. 17. Ræðumaður; Bill Jessup. Jeni Varnadeau og hljómsveit syngja nokkur lög. Mikil lof- gjörð og fyrirbæn. Velkomin. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Barna- samkoma kl. 11.15 í lofti safnaðarheim- ilisins. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga, mynd í möppu. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan söng. Organisti Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA: | Kynning- arguðsþjónusta fyrir fermingarbörn kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir tón- listarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Prestur er Sig- urður Grétar Helgason. Sunnudagaskól- inn er á sama tíma. Minnum á æskulýðs- félagið kl. 20. Velkomin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. STRANDARKIRKJA | Hin árlega uppskeru- messa sunnudag kl. 14.30 (ath. breyttan tíma). Fagnað og þakkað fyrir uppskeru jarðarinnar. Ræðuefni: Maður og náttúra. Organisti Julian Edwards Isaacs. Prestur Baldur Kristjánsson. Vegurinn kirkja fyrir þig | Kl. 11 sam- koma. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Högni Valsson kennir, lofgjörð og fyrir- bæn. Létt máltíð að samkomu lokinni. All- ir velkomnir. Kl. 19 samkoma. Björg Davíðsdóttir segir okkur frá dvöl sinni í Kenýa. Söngkonan Jeni Varnadeau tekur lagið. Samfélag í kaffisal. Allir velkomnir. VÍDALÍNSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Friðrik Hjartar þjónar, Helga Rós Indr- iðadóttir syngur einsöng, Rósa Ægisdóttir leikur á flautu. Kór Vídalínskirkju syngur, Jóhann organisti. Barn skírt. Fermingar- börn og foreldrar boðaðir sérstaklega til fundar í kirkjunni kl. 12.20. Súpa eftir messu í umsjón Lionsklúbbanna í Garða- bæ. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Guðsþjón- usta 9. september kl. 11. Gunnhildur Halla Baldursdóttir, nýr organisti kirkj- unnar, kynnt og mun kór kirkjunnar síðan leiða söng undir hennar stjórn. Meðhjálp- ari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (lúk. 17) Ytri-Njarðvíkurkirkja KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.