Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 250. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Epli, gulrætur og enginn viðbættur sykur! Aðeins 46 hitaeiningar í 100 g SUNGIÐ FYRIR FÓLK HÖRÐUR TORFA MEÐ NÝJA PLÖTU OG SÍNA ÁRLEGU HAUSTTÓNLEIKA >> 42 HEIMA ER BEST HEIMILI OG HÖNNUN Á 48 SÍÐUM HÆSTIRÉTTUR hefur gert karl- manni á fertugsaldri, Americo Luis Da Silva Concalves, að sæta þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa þröngvað konu til samræðis og annarra kynferðismaka með ofbeldi. Þá var manninum gert að greiða konunni eina milljón króna í miska- bætur þar eð verknaðurinn, sem var að áliti héraðsdóms hrottalegur og ruddalegur, var talinn til þess fallinn að valda konunni sálrænum örðug- leikum. Fjölskipaður héraðsdómur hafði fyrr á árinu komist að þeirri niður- stöðu að hæfileg refsing fyrir brot mannsins væri fjögur ár og hæfileg- ar miskabætur konunnar 1,2 millj- ónir króna. Hæstiréttur mildaði því refsingu mannsins um hálft ár og lækkaði bætur konunnar um 200 þúsund krónur. Þrátt fyrir að hafa ákvarðað manninum vægari refsingu en héraðsdómur fann Hæstiréttur manninn sekan um að hafa þröngvað konunni til munnmaka en af þeim þætti ákærunnar hafði maðurinn verið sýknaður í héraði. Sérhver sakfelling sigur Réttargæslumaður konunnar í Hæstarétti, Steinunn Guðbjarts- dóttir, segir að niðurstaða Hæsta- réttar valdi sér vonbrigðum. Niður- staða héraðsdóms hafi verið í betra samræmi við hve gróft brotið var og líkamlegar og sálrænar afleiðingar þess. Helsta starf réttargæslumanns í sakamáli sé að halda uppi bótakröfu brotaþola og það sé erfitt að sætta sig við að miskabætur, sem í raun eru aðeins til málamynda, skuli lækkaðar í Hæstarétti. Halldóra Halldórsdóttir, starfs- kona Stígamóta, segir það ekki aðal- atriðið að refsingin hafi verið milduð og miskabætur lækkaðar fyrir Hæstarétti. „Við lítum á sérhverja sakfellingu í málum sem þessum sem sigur út af fyrir sig,“ segir Halldóra og kveður dóminn ekki vægan miðað við fyrri fordæmi réttarins.  Sérstaklega hrottaleg | 4 3½ ár fyrir nauðgun Í HNOTSKURN »Við ákvörðun refsingar erlitið til þess að brot manns- ins var sérstaklega hrottalegt. »Brotaþoli bar auðsæ merkiofbeldisins, m.a. á brjóst- um og kynfærum. Hæstiréttur mildaði refsingu mannsins og lækkaði miskabætur þótt hann hefði verið fundinn sekur um fleiri ákæruatriði fyrir Hæstarétti en í héraði FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VAXANDI líkur eru á að sam- komulag náist um víðtækar breyt- ingar á veikinda-, slysa- og örorku- réttindum á almennum markaði. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafa allt þetta ár rætt þessar hugmyndir og nú liggur fyrir samkomulag um meginþætti málsins. Forysta ASÍ leitar nú eftir um- boði aðildarfélaganna til að ganga frá samkomulaginu á grundvelli þeirra tillagna sem liggja fyrir. Stefnt er að því að ganga endanlega frá málinu í vetur með gerð nýrra kjarasamninga, en gildandi kjara- samningar renna út um áramót. Fyrstu hugmyndir voru kynntar í verkalýðshreyfingunni í vor og komu þá fram efasemdir frá nokkr- um verkalýðsfélögum, sérstaklega í Starfsgreinasambandinu. Nú er búið að móta tillögurnar betur og gera á þeim vissar breytingar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins líst mönnum betur á tillögurnar nú en í vor og vaxandi líkur eru á að sam- komulag takist. Það eru þó enn efa- semdaraddir innan verkalýðshreyf- ingarinnar og ýmis atriði á eftir að útfæra. Meira til sjúkrasjóða Það sem veldur einkum auknum stuðningi við tillögurnar innan Starfsgreinasambandsins er að í upphaflegum hugmyndum var rætt um að atvinnurekendur myndu greiða minna í sjúkrasjóði verka- lýðshreyfingarinnar. Nú er hins veg- ar talað um að þessar greiðslur verði auknar um 0,25% prósentustig og verði 1,25%. Tillögurnar gera ráð fyrir að útgjöld sjóðanna aukist. | 12 Meiri samstaða Morgunblaðið/Júlíus „ÞAÐ áttaði sig enginn á þessum haug fyrr en við lentum í honum,“ sagði Reynir Jóhannsson, bílstjóri rútunnar sem ekið var inn í aur- skriðu á Vesturlandsvegi í Kolla- firði í fyrrinótt. Reynir sagði að sem betur fer hefði hann verið búinn að draga mikið úr ferðinni vegna þess að hann sá að bíl var snúið við á veg- inum. Var honum síðan ekið á móti rútunni með háu ljósin á. Vissi Reynir síðan ekki fyrri til en hann var kominn inn í skriðuna. Rúmlega 60 manns, aðallega starfsmenn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, voru í rútunni og voru meiðsl á fólki minniháttar. Farþegarnir urðu hins vegar að vaða yfir aurinn til að komast í aðra rútu, sem flutti fólkið áfram, en það var á leið suður á Keflavíkur- flugvöll. „Þetta fór betur en á horfðist,“ sagði Guðjón Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Höfða. | 6 Allt í einu fastur í skriðu var á leið í móttökuna í þjóðminja- safninu. Joseph slóst í för með hon- um er hann heyrði hver væri heið- ursgestur móttökunnar. Joseph segist ekki hafa vitað fyrr en nýlega að vinur hans væri orðinn forsætis- ráðherra. Hann bætir við: „En ég vissi að Geir myndi ná langt þegar hann sagði við mig: Morgunblaðið hefur engan fréttaritara í Wash- ington en ég er að hugsa um að bjóða mig fram til þess hlutverks. Og hann fór og fékk sig skráðan sem slíkan og sat svo í kjölfarið alla fréttamanna- fundi varðandi Watergate-málið og við – hinir námsmennirnir – sátum eftir grænir af öfund.“ | Miðopna ÞAÐ urðu fagnaðarfundir með þeim Geir H. Haarde forsætisráðherra og Francis Joseph í móttöku sem Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands gagnvart Írlandi, hélt í þjóðminjasafninu írska í gær- kvöldi. Geir og Joseph námu saman við John Hopkins-háskólann í Wash- ington fyrir meira en þrjátíu árum. Joseph er forstöðumaður skrif- stofu Evrópuþingsins í Dublin. Þeir Geir hafa haldið sambandi í gegnum árin en nokkuð er um liðið síðan þeir hittust síðast. Síðdegis í gær var Joseph á leið heim úr vinnu er hann rakst á finnska sendiherrann á Írlandi, sem Óvæntur fundur skólabræðra Morgunblaðið/Davíð Logi Vinir Geir H. Haarde forsætisráð- herra og Francis Joseph. Morgunblaðið/Kristinn Heimili og hönnun 14 | 09 | 2007

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.