Morgunblaðið - 14.09.2007, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
JÓN Þórarinsson tónskáld fagnaði
níræðisafmæli sínu í gær. Af því
tilefni fluttu Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, Selkórinn og Ágúst Ólafsson
söngvari Völuspá, viðamesta verk
Jóns, á tónleikum hljómsveit-
arinnar í Háskólabíói í gærkvöldi,
en Jón átti um árabil sæti í stjórn
hljómsveitarinnar. Jón samdi Völu-
spá í tilefni Þjóðhátíðarinnar 1974.
Kom víða við í menningunni
Jón hefur alla tíð verið atkvæða-
mikill í íslensku menningarlífi.
Hann stundaði tónlistarnám við
Tónlistarskólann í Reykjavík og hjá
Paul Hindemith, tónskáldinu
kunna, við Yale-háskólann. Á ár-
unum 1947-68 var hann yfirkennari
í tónsmíðum og tónfræði við Tón-
listarskólann í Reykjavík, 1968-79
yfirmaður lista- og skemmtideildar
Sjónvarpsins, auk fjölmargra ann-
arra starfa að tónlistarmálum.
Sönglög Jóns hafa alla tíð notið
mikilla vinsælda, en meðal þeirra
eru perlur á borð við Fuglinn í
fjörunni og Íslenskt vögguljóð á
hörpu.
Blómvöndur frá hljómsveitinni
Jóni var fagnað innilega við lok
flutningsins á Völuspá, og Helga
Hauksdóttir, fyrrverandi tónleika-
stjóri hljómsveitarinnar og sam-
starfskona Jóns þar, færði honum
myndarlegan blómvönd frá hljóm-
sveitinni í tilefni dagsins.
Fjölskylda Jóns samfagnaði hon-
um á tónleikunum, Sigurjóna Jak-
obsdóttir eiginkona hans, börn og
barnabörn.
Jóni Þórarinssyni níræðum
fagnað með flutningi Völuspár
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Afmæli Jón Þórarinsson 90 ára,
ásamt fjölskyldu sinni. Á myndinni
eru, sitjandi fremst: Katrín, Sig-
urjóna Jakobsdóttir eiginkona
Jóns, Anna María, Jón Þórarinsson,
Agnes og Þorsteinn Jónsson. Í aft-
ari röð: Benedikt Jónsson, Magnús
H. Magnússon, Hallgerður Jóns-
dóttir, Anna María Jónsdóttir og
Sara Margrét.
Þakklæti Helga Hauksdóttir
færði Jóni blómvönd frá
hljómsveitinni í tilefni dags-
ins og flutnings Völuspár.
KARLMAÐUR var dæmdur í
Hæstarétti í gær í tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka
bíl að fyrrum eiginkonu sinni sem
tókst með naumindum að forða sér.
Var talið sannað að maðurinn hefði
stofnað lífi og heilsu konunnar í aug-
ljósan háska. Staðfesti rétturinn dóm
Héraðsdóms Reykjaness.
Atvikið varð 17. desember árið
2005 en konan kærði það 25. desem-
ber eftir að hún fékk jólapakka frá
manninum en í pakkanum var kaðall
með hengingarhnút.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar,
að maðurinn hafi ekið bíl yfir steyptan
kant á bílastæði fyrir utan veitinga-
stað að Smáratorgi í Kópavogi og í átt
að konunni. Af gögnum málsins verði
ráðið að maðurinn hafi á þessum tíma
borið þungan hug til konunnar. Vitni
báru, að maðurinn hefði gefið bílnum
inn og ekið í átt að konunni, sem gekk
eftir kantinum fyrir framan bílinn.
Málið dæmdu Markús Sigur-
björnsson og Ólafur Börkur Þor-
valdsson og Helgi I. Jónsson dóm-
stjóri.
Stofnaði lífi konu
í augljósan háska
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 36
ára gamlan karlmann, Luis Da Silva
Concalves, í þriggja og hálfs árs
fangelsi fyrir að hafa þröngvað kven-
manni með ofbeldi til samræðis og
annarra kynferðismaka á heimili
sínu. Maðurinn, sem er portúgalskur
ríkisborgari, var jafnframt dæmdur
til að greiða konunni 1.000.000 kr. í
skaðabætur.
Maðurinn var með dómi héraðs-
dóms dæmdur í fjögurra ára fangelsi
og til þess að greiða fórnarlambinu
1.200.000 kr. Hæstiréttur staðfesti
niðurstöðu héraðsdóms um sakfell-
ingu og heimfærslu til refsiákvæða,
en dómurinn taldi jafnframt sannað
að maðurinn hefði þvingað konuna til
munnmaka. Héraðsdómur hafði
sýknað manninn af þeirri háttsemi,
meðal annars með vísan til þess að
kærandi hefði ekki skýrt frá munn-
mökunum fyrir dómi.
Þrátt fyrir að finna manninn sek-
an um fleiri ákæruþætti en héraðs-
dómur, lækkaði Hæstiréttur refs-
ingu ákærða um hálft ár og
miskabætur kæranda um 200.000
krónur. Niðurstöðu sinni til stuðn-
ings vísaði dómurinn til forsendna
héraðsdóms um ákvörðun refsingar
og rétt til miskabóta og fyrri for-
dæma Hæstaréttar.
Þorði ekki að kalla á hjálp
Konan kærði manninn til lögreglu
fyrir rétt rúmu ári en þau höfðu hist
á öldurhúsi í Reykjavík og seinna um
kvöldið haldið heim til mannsins
ásamt systur konunnar og félögum
mannsins. Fyrir lögreglu bar konan
að hún og maðurinn hefðu farið sam-
an inn í herbergi þar sem maðurinn
hefði klætt hana úr fötunum og því
næst ráðist á hana, gripið um brjóst
hennar, kreist þau, bitið og klipið í
þau.
Hún hefði beðið hann um að hætta
en hann hefði hent henni á bakið á
rúmið, stigið hægri fæti sínum ofan á
hægri fót hennar, barið hana í
brjóstin með vinstri hendi, en með
þeirri hægri hefði hann klipið í hana í
kynfærin og sett fingur í kynfæri
hennar. Hann hefði tekið kodda og
þrýst honum að hálsi hennar, barið
hana með hendinni um allan líkam-
ann og í höfuðið ýmist með flötum
lófa eða krepptum hnefa. Þar næst
hefði maðurinn tekið um ökkla henn-
ar, snúið upp á hann og skellt fæt-
inum upp að vegg og snúið henni á
magann. Síðan hefði hann farið með
lim sinn í leggöng hennar og viðhaft
harkalegar samfarahreyfingar.
Konan kvaðst viss um að ákærði
hefði haft sáðlát við samfarirnar,
enda hefði hún verið útötuð í sæði
um líkama og andlit og hann hefði
slegið hana í andlitið fram og til baka
með limnum og margsinnis kallað
„bitch“ og „fuck me.“ Konan sagðist
ekki hafa þorað að kalla á hjálp, en
oft beðið manninn um að hætta. Kon-
an fór á neyðarmóttöku sama kvöld
og atburðirnir áttu sér stað þar sem
hún fékk viðeigandi læknisskoðun.
Hrottafengið og
alvarlegt brot
Héraðsdómur taldi að framburður
konunnar væri skýr og nákvæmur
og fengi hann styrka stoð í fram-
burði vitna sem sáu konuna strax
eftir atburðinn og heyrðu frásögn
hennar af ofbeldi og nauðgun
ákærða. Þá þóttu áverkar þeir sem
konan bar við komu á neyðarmót-
töku algjörlega koma heim og saman
við lýsingu hennar á verknaði
ákærða og tilurð áverkanna.
Við ákvörðun refsingar í héraðs-
dómi var horft til þess að brotið var
mjög alvarlegt og sérstaklega
hrottalegt. Konan hefði verið beitt
endurteknu, grófu ofbeldi á meðan á
nauðguninni stóð og óskir hennar
um að ákærði léti af háttseminni
hefðu verið virtar að vettugi. Þá
hefði konan borið greinileg merki
um ofbeldið við skoðun hjá lækni,
ekki síst á viðkvæmum líkamshlut-
um, svo sem brjóstum og kynfærum,
en kynfæri hennar voru svo illa leik-
in að ekki reyndist unnt að skoða þau
hefðbundinni kvenskoðun.
Þá kemur fram að konan hafi þurft
að glíma við alvarlegar afleiðingar
árásarinnar, bæði líkamlegar og
andlegar.
Nauðgunin talin sér-
staklega hrottaleg
Karlmaður dæmdur í 3½ árs fangelsi í Hæstarétti
Í HNOTSKURN
»Hálfum sólarhring eftirnauðgunina fór konan á
Neyðarmóttöku.
» Í ástandsskýrslu lækniskemur fram að konan sitji
í hjólastól þar sem hún sé með
bundið um ökkla og ekki
göngufær.
»Úti um allan líkamannkenni hún eymsla og „æi“
og „ói“ við minnstu snertingu
á brjóstum, klofi, andliti, öxl-
um og ökkla.
»Um tilfinningalegt ástandsegir í skýrslunni að konan
sé í losti, fjarræn, sitji í hnipri
og endurlifi árásina.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt tvítugan pilt í nítján mán-
aða fangelsi, m.a. fyrir tilraun til
vopnaðs ráns í 10-11 verslun í júní
sl. Honum var jafnframt gert að
greiða 400 þúsund krónur í sakar-
kostnað.
Pilturinn var einnig ákærður fyrir
að aka bifreið án tilskilinna réttinda
og þjófnað á leikjatölvu úr verslun
Hagkaupa. Hann játaði öll brotin og
kvaðst m.a. hafa stolið leikjatölv-
unni, sem kostaði 70 þúsund krónur,
til að gera upp fíkniefnaskuld.
Hvað varðar vopnaða ránið, þá
skýrði pilturinn frá því að hann
hefði þurft að útvega fjármagn til að
greiða handrukkurum, sem voru
farnir að hóta honum. Skuldin var
upp á 150 þúsund krónur.
Pilturinn réðst inn í 10-11 versl-
unina vopnaður hnífi og hafði í
frammi ógnandi tilburði í garð af-
greiðslustúlku. Stúlkan þekkti pilt-
inn, þar sem hann hafði áður unnið í
versluninni. Hún greindi svo frá að
hann hefði haldið hnífinum u.þ.b.
fjörutíu sentímetrum frá andliti
hennar, rifið af henni talstöð og ýtt
inn á lager.
Þar hafi pilturinn reynt að opna
peningaskáp sem ekki tókst og þeg-
ar viðskiptavinur kom inn í versl-
unina flúði hann á brott.
Héraðsdómarinn Gunnar Aðal-
steinsson kvað upp dóminn. Hulda
Elsa Björgvinsdóttir, fulltrúi lög-
reglustjórans á höfuðborgarsvæð-
inu, sótti málið og Bjarni Hauksson
hdl. varði piltinn.
Dæmdur
fyrir vopn-
að rán
Stal leikjatölvu til
að gera upp skuld