Morgunblaðið - 14.09.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.09.2007, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is HÁLFTÍMA eftir að nýr hópur hóf veiðar í Hítará í fyrradag, stóð veiðieftirlitsmaður einn veiðimannanna að því að beita maðki í Langa- drætti. Maðkveiði er óheimil í Hítará eftir 30. júní. Rúmum klukkutíma síðar hafði eftirlits- maðurinn staðið allar stangirnar að því að veiða með maðki. Að sögn Páls Þórs Ármanns, framkvæmdastjóra Stangaveiðifélags Reykja- víkur, var veiðimönnunum hiklaust vísað úr ánni. Mættu sumir þeirra óhikað til leiks vopn- aðir kaststöngum, á meðan aðrir munu hafa beitt maðki á flugustangir. „Þetta er mjög gróft brot,“ sagði Páll en stjórn félagsins mun ræða málið og má búast við því að hinir brotlegu verði reknir úr félag- inu, fái ekki að kaupa veiðileyfi hjá því og jafn- vel að aðrir veiðileyfasalar verði upplýstir um hverjir áttu hlut að máli. Mennirnir munu hafa veitt áður í Hítará á þessum tíma. „Við höfum verið að auka eftirlit með veiði- svæðum okkar og vorum búnir að ráða mann í viðbótareftirlit, m.a. í Hítará og hann var þarna að athuga búnað veiðimanna. Það var fyr- irsjáanlegt að þessir menn mættu til leiks með þá ætlun að brjóta reglurnar. Þetta er eitthvað það grófasta sem við höfum séð,“ sagði Páll. 21 birtingur á tveimur vöktum Nú þegar næturfrostið er farið að gera vart við sig og dagarnir styttast óðum, þá fer sjó- birtingurinn að sjást í Skaftafellssýslunum. Holl sem er við veiðar í Vatnamótunum, við Skaftá, var komið með 21 sjóbirting um hádegi í gær, eftir tvær vaktir. „Þetta er mjög góð veiði,“ sagði Ragnar Johnsen á Hörgslandi. „Þetta eru fallegir fiskar, til að mynda tveir tíu punda í morgun og einn tólf punda í gær- kvöldi. Það er mikið af fiski mætt á svæðið, þótt hann taki misvel. Menn sjá hann stökkva tals- vert úti í grugginu. Feðgar sem voru hér í gær- morgun fengu þrjá af bökkunum, sjö, átta og fimmtán punda. Hollið þar á undan náði í 20 fiska. Þetta hefur verið ágætt upp á síðkastið, engin stór bingó, en kannski breytist það með hollinu sem er hér núna.“ Fréttir eru farnar að berast úr öðrum sjó- birtingsám eystra, sem gefa til kynna að birt- ingurinn sé að mæta. Stjórn Stangaveiðifélags Keflavíkur var í Geirlandsá um síðustu helgi og veiddi fjóra laxa og átta sjóbirtinga, þar af einn sem vó 14 pund og mældist 85 cm. Kvennaholl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftártungu á miðvikudag landaði fjórum sjóbirtingum, þar af einum átta punda, en þær misstu einnig þrjá eftir langa viðureign. Munu þeir allir hafa verið stórvaxnir og rétti einn þeirra upp tvo króka á Ein þeirra laxveiðiáa sem sjaldan fréttist af er Reykjadalsá í Borgarfirði. Veiðimenn sem voru þar í vikunni sögðu mikið af laxi í ánni, en þeir veiddu fimm, þar af 76 cm hæng, stærsta fiskinn færðan til bókar í sumar. Hollið þar á undan náði 13, á maðkinn, en hollið á undan þeim lenti í mokveiði á stangirnar tvær á tveimur dögum, lönduðu 40 löxum. Samkvæmt nýjustu veiðitölum á vef Lands- sambands veiðifélaga, angling.is, frá því á mið- vikudagskvöld, er enn góð laxveiði víða. Eystri- Rangá hefur nokkur liðið fyrir skolað vatn en tölurnar eru makalausar: 5.153 laxar. Í Ytri- Rangá og Hólsá er mok, veiðin komin í 4.631 en vikan gaf hátt í 500 laxa. Í Þverá og Kjarrá hafa veiðst 2.250, 55 í vikunni, en 2.084 í Selá í Vopnafirði, þar af 170 í liðinni viku. Fimmta á listanum er Norðurá með 1.456. spúnaþríkrækju. Allir tóku fiskarnir í Bjarna- fossi, efsta veiðistað. Rangárnar á toppnum Það fer lítið fyrir meðalhófinu í veiðiám landsins; eftir langvarandi þurrka sumarsins hafa margar ánna verið í flóðum síðustu daga. Veiðimenn sem voru í Langá í vikunni fengu að kynnast því, en eftir að hafa gefið 25-30 laxa á dag, óx verulega í ánni og veiði féll niður í þriðj- ung af því. Fluguveiðimönnum gekk ekki neitt en einungis veiddist á maðkagræjur með pungsökkum. Til marks um vatnsmagnið í ánni, auðnaðist bara veiðimönnum á stærstu jeppum að komast yfir vaðið fyrir ofan Koteyr- arbrot og flæddi yfir vélarhlífar bílanna. En Koteyrarbrotið heldur miklu af fiski og veidd- ust sjö þar á þriðjudag. VEIÐI | Eitthvað það grófasta sem við höfum séð, segir framkvæmdastjóri SVFR Holli vísað úr Hítará fyrir að beita maðki í stað flugu Ljósmynd/Gísli Harðarson Stærstur Hörður Blöndal veiddi í vikunni stærsta lax sumarsins í Reykjadalsá í Borgarfirði, 76 cm hæng sem tók rauða Frances keilutúpu í Eyjafljóti. Var fiskinum sleppt aftur í ána. DOKTOR Þorkell Helga- son orkumálastjóri hefur óskað eftir því við iðnað- arráðherra að fá lausn frá embætti orkumálastjóra frá og með 1. janúar næstkomandi af persónu- legum ástæðum. Iðnaðar- ráðherra hefur þegar orð- ið við óskinni. Jafnframt hefur ráðherra veitt Þor- keli leyfi frá daglegum störfum embættisins frá og með 1. október nk. til að sinna fræðastörfum og skrifum um orkumál. Starfar áfram að verkefni á sviði kosningamála og fræðimennsku Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, að- stoðarorkumálastjóri og staðgengill orku- málastjóra, mun gegna störfum embættisins á fjórða ársfjórðungi þessa árs að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Orku- stofnun. Þorkell, sem verður 65 ára á þessu hausti, tók við embætti Orkumálastjóra fyrir rétt- um 11 árum, eða 12. september 1996, af Jak- obi Björnssyni. Orkustofnun var stofnuð ár- ið 1967. Skv. upplýsingum Orkustofnunar hyggst Þorkell starfa áfram í hlutastarfi, en á öðr- um vettvangi, að verkefni sem honum hefur lengi verið hugleikið en það er á sviði kosn- ingamála og fræðimennsku í því sambandi. Lætur af emb- ætti orkumála- stjóra í árslok Þorkell Helgason ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra hefur skipað þjóðleikhúsráð til næstu fjögurra ára. Verður Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra, formaður ráðsins. Samkvæmt leiklist- arlögum er þjóðleik- húsráð skipað fimm mönnum. Ráðherra skipar formann og vara- formann úr hópi ráðsmanna. Félag íslenskra leikara tilnefnir einn fulltrúa og Félag leik- stjóra á Íslandi annan en þrír eru skipaðir án tilnefningar. Auk Ingimundar sitja í ráðinu Halldór Guðmundsson, varaformaður, skipaður án tilnefningar, Kolbrún Halldórsdóttir, skipuð án tilnefningar, Randver Þorláksson, til- nefndur af Félagi íslenskra leikara og Ásdís Skúladóttir, tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi. Varamenn í ráðinu eru Ólafur Þ. Steph- ensen, skipaður án tilnefningar, Helga Vala Helgadóttir, skipuð án tilnefningar, Andri Snær Magnason, skipaður án tilnefningar, Edda Arnljótsdóttir, tilnefnd af Félagi ís- lenskra leikara, Brynja Benediktsdóttir, til- nefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi. Skipaður formaður þjóð- leikhúsráðs Ingimundur Sigfússon Á FUNDI í bæjarráði Sandgerðisbæjar síð- astliðinn þriðjudag var tekið fyrir bréf frá Ís- landspósti þar sem tilkynnt var að póstnúm- erið 235 Keflavíkurvöllur væri nú orðið 235 Reykjanesbær. Bæjarráðið gerði ekki athugasemdir við erindið en í fundargerð leggur það hins vegar áherslu á að póstnúmer Sandgerðisbæjar gildi innan bæjarmarka Sandgerðisbæjar. Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi S-lista Samfylkingar og óháðra í Sandgerði, vekur athygli á því í tölvupósti að í þessari athuga- semd felist sú skoðun bæjarráðs að póstnúm- erið 245 Sandgerði eigi að gilda alls staðar innan bæjarmarka Sandgerðisbæjar og þar með talið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Flugstöðin og stærstur hluti flugbrauta Keflavíkurflugvallar eru nefnilega í Sand- gerði. Togast á um póstnúmer Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UNNIÐ var að endurbótum á þaki Alþingishússins fyrr í sumar og lokið fúguviðgerðum á útveggjum hússins. Skipt var um skífur á þak- inu og mænir hússins og þakrenn- ur endurnýjað og unnið að ýmsum lagfæringu. M.a. hefur merki Kristjáns níunda á húsinu verið hreinsað, samkvæmt upplýsingum Helga Bernódussonar, skrifstofu- stjóra Alþingis. ,,Innan dyra hefur verið haldið áfram lagfæringum og snyrting- um. Það komu ný húsgögn í húsið síðastliðið vor og haldið hefur verið áfram við að koma þeim endanlega fyrir og ganga frá,“ segir hann. Öll húsgögn hafa verið end- urnýjuð nema í þingsal ,,Að öðru leyti er þeim breyting- um, endurbótum og viðhaldi á hús- inu sem hefur verið í gangi und- anfarin ár að mestu leyti lokið,“ en það er ekki á dagskránni í dag,“ segir hann. Þingsetning Alþingis fer fram mánudaginn 1. október næstkom- andi. Geir H. Haarde forsætisráð- herra mun svo flytja stefnuræðu sína á þinginu þriðjudagskvöldið 2. október. Ákveðið var árið 2002 að ráðast í endurbætur á Alþingishúsinu öllu. Að loknum endurbótum innan- húss var ákveðið að velja ný hús- gögn í Alþingishúsið. „Það er búið að endurnýja öll húsgögn í húsinu nema í þingsalnum og það mun auðvitað koma til umræðu síðar að endurnýja húsgögn í þingsalnum segir Helgi en tekur jafnframt fram að ýmis smærri verkefni sem snúa að endurbótum í Alþingishús- inu séu eftir, m.a. endurnýjun á loftræstikerfi hússins. „Þakviðgerðum og viðgerðum á útveggjum er lokið, a.m.k. í bili, en þetta er að sjálfsögðu eilíft við- haldsverkefni,“ segir Helgi. Endurbótum og viðhaldi á þinghúsinu er að mestu lokið Í HNOTSKURN »Alþingi kemur saman tilfundar 1. október en sum- arþinginu sem kom saman í lok maí sl. var frestað 13. júní. »Árið 2002 var ákveðið aðráðast í endurbætur á Al- þingishúsinu öllu. Engar heildstæðar viðgerðir höfðu þá verið gerðar á húsinu frá 1881. »Framkvæmdunum varskipt í nokkra áfanga.Morgunblaðið/FrikkiLagfæringar Konungskórónan, merki Kristjáns níunda, var hreinsuð. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.