Morgunblaðið - 14.09.2007, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Löggan verður nú varla lengi ein um bissnesinn.
VEÐUR
Brestir virðast vera komnir í sam-starf bandamanna í Afganistan,
samkvæmt frétt á fréttavef Int-
ernational Herald Tribune í gær.
Þar er haft eftir embættismönnum
að þau lönd, sem eigi hermenn í suð-
urhluta Afganistans þar sem átök
eru mest, gagnrýni skort á hern-
aðarlegum stuðningi frá öðrum Atl-
antshafsbandalagsríkjum.
Í greininnikemur fram
að nú þurfi Bret-
ar, Kanadamenn
og Hollendingar
að taka lykilákv-
arðanir um
hvort þeir ætli
að endurnýja
skuldbindingar
sínar. Hollend-
ingar stjórna um
þessar mundir herjum bandamanna
í suðrinu þar sem átök við talibana
og liðsmenn al-Queda fara vaxandi.
Gefið er til kynna að Hollendingar,
sem hafa skuldbundið sig til að vera
með 2.000 hermenn í Afganistan til
2008, líti svo á að of fáar þjóðir vilji
hjálpa í suðrinu.
Í þeim efnum er einkum horft tilÞjóðverja. 3.200 þýskir hermenn
eru í landinu, en þeir eru í Kunduz í
norðrinu og gilda strangar reglur
um verkefni þeirra. Angela Merkel
kanslari hefur þegar hafnað beiðni
Jaaps de Hoops Scheffers, fram-
kvæmdastjóra NATO, um að flytja
hluta af þessum hermönnum suður.
Aðrar stórar Evrópuþjóðir, þar ámeðal Ítalir og Spánverjar, eru
jafntregar til að senda herlið til suð-
urhlutans. Þá virðist enginn vilja
taka við stjórninni í suðrinu af Hol-
lendingum. Scheffer á ekki von á að
það breytist og óánægður: „En ef
Afganistan er mikilvægasta verk-
efni NATO ættu löndin að standa við
loforð sín.“
Hvar standa íslensk stjórnvöld íþessari umræðu um Afganist-
an?
STAKSTEINAR
Jaap de Hoop
Scheffer finnst litlir
kærleikar með
bandamönnum í
NATO.
Brestir í bandalagi?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"
:
*$;<
! "
#$
& ! '#$
*!
$$; *!
# $ %
$
&
"
!'"
=2
=! =2
=! =2
#&%
(
)*"+
>$ -
;
(# "
)
%*'#
%
*
)
+
$
+
%
*
"
/
,
!-
+
+
'
.
/ & !
'#$
,- "..
"! / "
!"(
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
1
1
0 20 20 0 20 20 20 12
1
1
1
1
1
1
1
12
1
1
1
1
1
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ágúst Ásgeirsson | 13. september
Í Spa er hugurinn
í París
Er ökuþórarnir 5 höfðu
verið spurðir út í
íþróttina fékk banda-
rískur blaðamaður orð-
ið. Óvænt spurði hann
þá alla um stríðið í
Írak. Þeir litu hver á
annan og gerðu sig ekki líklega til
svara. Bað hann þá Robert Kubica
að byrja þar sem Pólland ætti her-
menn í Írak. „Hér erum við í form-
úlu-1, ég ræði bara um hana hér,“
sagði Kubica...
Meira: formula.blog.is
Bryndís Böðvarsdóttir | 13. september
Randver rekinn!
Finnst mér þetta því
sorgleg aðför að góðum
leikara og liðsheild
Spaugstofunnar. Mér
finnst að þeir eigi að
standa saman, einn
fyrir alla og allir fyrir
einn. Mótmæla þessu saman. Það
yrði nú ekki lítið óvinsælt ef Spaug-
stofumenn neituðu að vinna án
Randvers. Það yrði líka óvinsælt ef
Rúv tæki þá ákvörðun að sleppa
Spaugstofunni, sem hefur svona
mikið áhorf.
Meira: baenamaer.blog.is
Páll Helgi Hannesson | 13. september
Hver ber ábyrgðina …
Ef hið opinbera fer í
rekstur sem kann að
vera utan hefðbundins
rekstrarsviðs þess þá á
auðvitað að nýta þá
kosti sem opinber
rekstur hefur umfram
einkarekstur og öll stjórnsýsla og
framvinda á að vera opin... Ég er að
tala um verkefni eins og djúpbor-
anirnar, jarðhita-verkefni OR í
gegnum Enex o.s.frv. Samstarf hins
opinbera við einkafyrirtæki í slíkum
verkefnum þarf að ræða …
Meira: pallheha.blog.is
Gestur Guðjónsson | 13. september
Fjallið tók jóðsótt og
fæddist mús
Miðað við þær yfirlýs-
ingar sem ríkisstjórnin
hefur gefið um mót-
vægisaðgerðir frá því
að þorskkvótinn var
ákveðinn, verður að
segjast hreint eins og
er að þær aðgerðir sem kynntar
voru í gær séu ómarkvissar og fálm-
kenndar og munu því miður kannski
síst gagnast þeim sem raunverulega
verða fyrir skerðingunni og í afar
litlum mæli strax. Er greinilegt að
greiningarvinnan hefur ekki verið
unnin í samvinnu við sveitarfélögin,
útgerðirnar eða fiskvinnsluna.
Stóru fréttirnar eru þær að núver-
andi ríkisstjórn er svo lánsöm að
taka við það góðu búi að hægt sé að
svipta út milljörðum í lange baner.
Hin stóra fréttin er að fjár-
málaráðherra virðist sætta sig við að
þeir sjómenn sem missa vinnuna úti
á landi fari út úr greininni. Ann-
aðhvort að þeir flytji í bæinn þar
sem atvinnustig er hátt eða að þeir
fari í byggingaiðnaðinn, í viðhald
húsa eða í vegagerð eða fá að slá inn
gögn frá Þjóðskjalasafni. Óvíst er að
þeir snúi nokkurn tíma til baka og
því er reynsla þeirra og þekking far-
in út úr greininni. Einnig var athygl-
isvert að hann lýsti því yfir í sjón-
varpinu í gær að honum er alveg
sama þótt einhverjir sjómenn í
Grindavík missi vinnuna. Það er
spurning hvort ríkisstjórn Samfylk-
ingarinnar hafi sömu sýn.
Mér er gersamlega fyrirmunað að
ná 10,5 milljörðum út úr þeim til-
lögum sem lagðar eru til í frétta-
tilkynningu fjármálaráðuneytisins.
Hvorki Mogganum né Fréttablaðinu
virðist takast það heldur. Frétta-
blaðið nær 11,8 milljörðum og tekur
þar ekki tillit til þeirra 2,4 milljarða
sem sagðir eru óráðstafaðir og sam-
lagning Moggans er algerlega út í
hött. Það sem þó er athyglisverðast
er að einungis 0,5 af þessum meintu
10,5 milljörðum beinast beint til út-
gerðunum sem þó verða beint fyrir
skerðingunni. Ekkert er sem dæmi
fjallað um lækkun flutningskostn-
aðar eða jöfnun aðstöðu við flutn-
inga. Það sem mun gerast í fram-
haldinu mun líklegast verða enn
frekari fækkun einyrkja og smærri
útgerða og enn frekari samþjöppun í
greininni.
Meira: gesturgudjonsson.blog.is
BLOG.IS