Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÍSLENDINGAR eru í fararbroddi varð-
andi nýtingu jarðhita og vatnsorku, þess
vegna erum við hér,“ segir orkumálaráð-
herra Indónesíu, dr. Purnomo Yusgiantoro,
og telur að fjárhagsleg geta Íslendinga og
þekking þeirra á sviði endurnýjanlegra
orkugjafa sé mikil. Hann var í gær við-
staddur þegar undirrituð var í húsakynnum
Orkuveitu Reykjavíkur viljayfirlýsing um
samstarf í orkumálum og virkjanaleyfi í
Indónesíu.
Íslenska fyrirtækið Reykjavik Energy In-
vest hyggst fjárfesta í þróun jarðvarma-
svæða þar sem indónesíska ríkisfyrirtækið
Pertamin Geothermal Energy (PGE) hefur
nýtingarréttinn. Ráðherrann segir brýnt
fyrir Indónesa að þróa aðra orkugjafa en ol-
íu og gas þótt þeir eigi mikið af hvoru-
tveggja í landi sínu. „Við gerum okkur vel
grein fyrir því í Indónesíu núna að við erum
ekki einvörðungu framleiðendur á orku
heldur einnig neytendur,“ segir Yusgian-
toro. „Við erum um 220 milljónir og vitum
að einn góðan veðurdag munu olía, gas og
kol verða uppurin. Ef við finnum engar nýj-
ar lindir verður olían búin eftir 20 ár og gas-
ið eftir 60 ár, kolin eftir um 150 ár.
En við ráðum yfir meiri jarðvarma en
nokkur önnur þjóð, gætum framleitt 27.000
megavött en við nýtum hana ekki nema að
litlu leyti, um 3%. Við viljum gera betur og
þá tel ég að við þurfum að eiga samstarf við
aðrar þjóðir eins og Íslendinga.
Við erum vissulega að reyna að finna
meira af jarðefnaeldsneyti og lengja þannig
líftíma þeirrar vinnslu en fleira kemur til.
Brennsla þessara efna veldur losun koldíox-
íðs. Það er nú til tækni sem hægt er að nota
til að fanga þessa losun en það sem við vilj-
um gera er að vinna endurnýjanlega orku.
Við eigum mikið af jarðvarma og getum
einnig nýtt vatnsorku, vindorku, lífmassa og
sólarorku.“
Pertamina annast olíu- og gasvinnslu í
Indónesíu en fyrirtækið er í ríkiseigu eins
og algengt er í olíuauðugum þróunarlöndum.
Hann er spurður hvort ríkið einoki ennþá
allan olíu- og gasmarkaðinn í Indónesíu,
hvort einkarekin fyrirtæki geti auðveldlega
haslað sér þar völl.
„Áður einokaði Pertamina þetta svið en
nú er landið opið gagnvart erlendum fyr-
irtækjum til að keppa á öllum orkumark-
aðnum. Ásamt fulltrúum PGE eru með okk-
ur fulltrúar nokkurra aðila úr
einkageiranum, þ.á m. bandarískum en einn-
ig indónesískum fyrirtækjum, og taka þátt í
ráðstefnunni hér í Reykjavík.“
Ráðherrann er nýkominn af fundi OPEC,
Samtaka olíuútflutningsríkja, sem hafa lengi
haft á stefnuskránni að reyna að tryggja að
verðsveiflur séu ekki of miklar á heims-
markaði. Hann er spurður hvers vegna það
gangi ekki betur en raun ber vitni.
„Ríki samtakanna ráða nú aðeins yfir um
30% af heimsmarkaðnum. Það eru einkum
Rússland, Mexíkó, Noregur og Bretland
sem skipta með sér afganginum. Það eru því
margir aðilar sem hafa þarna áhrif og ekki
má gleyma því að neytendur geta ráðið
miklu um framvinduna með hegðun sinni.
Og þeir sem versla með vöruna geta einn-
ig haft mikil áhrif. Allir vita að á veturna er
eftirspurnin meiri og þess vegna eru alltaf
til birgðir. En af einhverjum ástæðum er
ekki gripið til þeirra til að lækka markaðs-
verðið núna,“ segir Purnomo Yusgiantoro,
orkumálaráðherra Indónesíu.
Samstarf um jarðvarma
Morgunblaðið/Kristinn
Ánægðir Orkumálaráðherra Indónesíu, Purmon Yusgiantoro, kampakátur með Össuri Skarp-
héðinssyni iðnaðarráðherra og Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra REI.
Í HNOTSKURN
»Hvergi í heiminum mun vera jafnmikiðaf nýtanlegum jarðhita og í Indónesíu
eða um 27.000 megavött, um 40% af nýt-
anlegri jarðhitaorku í heiminum.
»Stefnt er að því að nær tífalda orku-framleiðslu með jarðhita í landinu fyrir
árið 2025 í um 9.500 vött.
» Indónesar eiga þegar samstarf umorkumál við Japani, Bandaríkjamenn
og Nýsjálendinga.
»Samið hefur verið um nýtingu jarð-varma á alls 15 svæðum, sums staðar er
framleiðsla hafin en vitað er um rösklega
250 jarðhitasvæði í landinu.
Viljayfirlýsing um fjár-
festingar í Indónesíu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ALLGÓÐAR líkur eru á að sam-
komulag takist um breytingar á
veikindarétti sem m.a. myndi hafa í
för með sér að stofnaður yrði svo-
kallaður Áfallatryggingasjóður
með rúmlega 10 milljarða veltu á
ári. Sjóðnum er ætlað að fjár-
magna bætur til launþega sem eiga
við langvinn veikindi að stríða og
jafnframt stuðla að aukinni end-
urhæfingu.
ASÍ og Samtök atvinnulífsins
hafa allt þetta ár rætt hugmyndir
um breytingar á veikinda-, slysa-
og örorkuréttindum á almennum
markaði. Fyrstu hugmyndir voru
kynntar í verkalýðshreyfingunni í
vor og komu þá fram efasemdir frá
nokkrum verkalýðsfélögum, sér-
staklega í Starfsgreinasamband-
inu. Nú er búið að móta tillögurnar
betur, gera á þeim vissar breyt-
ingar og reikna út tryggingafræði-
legan kostnað við kerfisbreyt-
inguna.
En hvers vegna eru menn að
ræða breytingar á veikindarétti? Á
því eru nokkrar skýringar. Í fyrsta
lagi eru menn sammála um að ekki
hafi verið unnið nægilega mark-
visst í því að koma fólki sem hefur
veikst eða slasast út á vinnumark-
aðinn aftur. Núverandi kerfi horfi
of mikið á örorkuna í stað þess að
horfa á vinnugetuna. Þess vegna
tala menn um að það þurfi að fjár-
festa í þjónustu og endurhæfingu.
Í þessu samhengi er rétt að geta
þess að örorkulífeyrisþegum hefur
á síðustu 10 árum fjölgað um 74%.
Þeir voru 13.230 um síðustu ára-
mót eða 7,2% af öllum íbúum
landsins á aldrinum 16-66 ára.
Í öðru lagi hefur verkalýðshreyf-
ingin margoft rætt um að það séu
gloppur í núverandi ákvæðum um
veikindarétt launþega. Launþegar
vinna sér inn fullan veikindarétt á
12 mánuðum. Ef fólk skiptir um
vinnu á það hins vegar á hættu að
tapa réttindum.
Bætir stöðu langveikra og
einnig réttindi á fyrsta ári
Þær breytingar sem nú er verið
að boða hafa því mesta þýðingu
fyrir tvo hópa, annars vegar fólk
sem lendir í alvarlegum slysum eða
veikindum og getur ekki stundað
vinnu í langan tíma. Hins vegar
batna réttindi fólks á fyrsta ári
vegna þess að veikindaréttur þess
mun flytjast á milli vinnuveitenda.
Markmið breytinganna er einnig
að launafólk búi við samræmd rétt-
indi og vernd óháð starfsgrein ef
það lendir í áföllum og veikindum
og er fjarri vinnu um lengri tíma.
Núverandi kerfi er flókið og færir
launafólki sem verður fyrir lang-
vinnum veikindum mismunandi
réttindi eftir starfssviðum. Eftir að
greiðslum frá vinnuveitenda lýkur
taka við sjúkrasjóðir verkalýðs-
félaganna og greiða bætur. Einnig
koma bæði lífeyrissjóðir og Trygg-
ingastofnun ríkisins til skjalanna.
Áfallatryggingsjóður tryggir
fólki 60% launa í 5 ár
Hugmyndir aðila vinnumarkað-
arins eru um að til verði nýr sjóður
sem kallaður hefur verið Áfalla-
tryggingasjóður. Honum er ætlað
að greiða bætur til fólks sem er
enn óvinnufært eftir að greiðslu-
skyldu vinnuveitenda lýkur.
Grunnréttur hjá Áfallatrygginga-
sjóði verður 60% af meðaltekjum
síðustu 6 mánaða ef þessar hug-
myndir ganga eftir. Sé viðkomandi
metinn óvinnufær að hluta reiknast
bætur hlutfallslega. Réttur til
greiðslna frá Áfallatryggingasjóði,
að viðbættum greiðslum frá at-
vinnurekenda getur varað í allt að
5 ár.
Annað meginhlutverk Áfalla-
tryggingasjóðs er að greiða fyrir
úrræðum sem stuðlað geta að því
að fólk nái vinnufærni að nýju.
Sjóðinum er ætlað að bera kostnað
af ýmsum endurhæfingarúrræðum
sem ekki eru hluti af hinu almenna
heilbrigðiskerfi. Sjóðurinn er ekki
hugsaður sem stór stofnun í
Reykjavík, heldur mun þjónustan
eiga sér stað í gegnum þjónustu-
fulltrúa sjúkrasjóðanna. Sjóðurinn
mun einnig greiða fyrir vinnu sér-
fræðinga sem meta vinnugetu og
setja fram áætlun um endurhæf-
ingu sem hentar hverjum og ein-
um. Kostnaður lífeyrissjóðanna
vegna greiðslu örorkulífeyris hefur
vaxið mikið á síðustu árum sam-
hliða fjölgun öryrkja. Sú breyting
sem nú er rætt um að gera kemur
til með að draga úr útgjöldum líf-
eyrissjóðanna. Áætlað er að þessi
lækkun nemi 1,5% af heildarlauna-
greiðslum. Þær tillögur sem nú
liggja á borðinu gera ráð fyrir að
iðgjald atvinnurekenda í lífeyris-
sjóði lækki úr 8% í 7% og að þessi
lækkun renni í Áfallatrygginga-
sjóð. Ekki eru nema nokkur ár síð-
an samið var um að vinnuveitendur
hækkuðu greiðslur í lífeyrissjóði úr
6% í 8%.
Breytt kerfi mun einnig draga
verulega úr útgjöldum Trygginga-
stofnunar vegna greiðslu örorkulíf-
eyris, endurhæfingarlífeyris,
sjúkradagpeninga og slysatrygg-
inga. Þessar breytingar eru háðar
því að stjórnvöld samþykki að
leggja þennan þátt örorkubóta inn
í nýja sjóðinn.
Reiknað er með að útgjöld
Áfallatryggingasjóðs geti numið
rúmlega 10 milljörðum króna á ári,
þar af 8 milljarðar vegna fram-
færslugreiðslna til fólks sem hefur
veikst eða slasast.
Breytingar á veikindarétti
Tillögurnar gera ráð fyrir að
greiðslur launa í veikinda- og
slysatilfellum frá vinnuveitendum
verði 2 mánuðir. Fyrsta árið ávinn-
ur starfsmaður sér inn rétt til
launa í veikindatilfellum í 2 daga
fyrir hvern unninn mánuð. Þessar
tillögur gera ráð fyrir að veikinda-
réttur hjá vinnuveitendum muni al-
mennt styttast og sparnaður at-
vinnulífsins vegna þessa muni
nema 0,28% af launagreiðslum.
Þessa breytingu þarf hins vegar
að skoða í samhengi við aukin út-
gjöld sjúkrasjóða stéttarfélaganna.
Miðað er við að réttindi sjóðanna
verði stöðluð og að fyrstu 10 mán-
uðina eftir að greiðslum vinnuveit-
enda lýkur greiði sjúkrasjóðirnir
30% af tekjum síðustu sex mánaða,
en gert er ráð fyrir að þessar
greiðslur komi til viðbótar grunn-
réttindum Áfallatryggingasjóðs.
Til að mæta þessum kostnaði munu
vinnuveitendur greiða hærra ið-
gjald í sjóðinn; gjaldið fer úr 1% í
1,25%.
Í útreikningum ASÍ kemur fram
að fyrsta árið muni réttindi launa-
fólks vegna veikinda og slysa nema
92%, sem er umtalsvert betra en í
núverandi kerfi. Þessi réttindi
verði 80% á næstu tveimur árum
og 70% á næstu tveimur árum þar
á eftir. Meðalréttindin eru 78-82%
í dag, en verða 88% í nýju kerfi.
ASÍ og Samtök atvinnulífsins vinna að tillögum um Áfallatryggingasjóð og breytingar á veikindarétti
Árlega velta
yrði um 10
milljarðar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Réttindi Markmið með breytingum á veikindarétti er m.a. bæta stöðu
þeirra sem eiga við langvinn veikindi að stríða og auka endurhæfingu.
Í HNOTSKURN
»Tillögurnar gera ráð fyrirað mótframlag atvinnu-
rekenda í lífeyrissjóði lækki
úr 8% í 7%, en lækkunin renni
í Áfallatryggingasjóð.
»Gert er ráð fyrir að trygg-ingagjald atvinnurekenda
lækki um 1,13% og ríkið losni
jafnframt undan framlögum
til endurhæfingar og kostnaði
við greiningu á vinnugetu
fólks á vinnumarkaði.
Samtals verður iðgjald í
Áfallatryggingasjóð 2,13%.