Morgunblaðið - 14.09.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 15
ÚR VERINU
LYFJAFRÆÐIDEILD
Dagskrá:
14. september
Opið hús í Haga, húsi lyfjafræðideildar, Hofsvallagötu 53, kl. 15:00-17:00
15. september
Málstefna um lyfjafræði í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 13.00-16.30
13:00 Inngangsorð: Elín Soffía Ólafsdóttir, forseti lyfjafræðideildar
13:05 Ávarp: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
13:15 Drug development today: Dr. Jan A. M. Raaijmakers, prófessor við Háskólann í Utrecht,
Hollandi, og Director of External Scientific Collaborations Northern Europe,
GlaxoSmithKline, Northern Europe
14:00 Líftæknisamheitalyf – ný tækifæri: Sigurður Óli Ólafsson, aðstoðarforstjóri Actavis
14:45 Kaffihlé
15:05 Pharmaceuticals, pharmacists and society – the role of pharmacy education: Lowell J.
Anderson, lyfjafræðingur, Sc.D., fyrrverandi forseti American Pharmaceutical Association
15:50 Frumlyfjaþróun – ferli nýrra lyfjaefna á markað: Dr. Kristján Guðmundsson, Group Leader,
GlaxoSmithKline, USA
16:30 Lokaorð: Elín Soffía Ólafsdóttir, forseti lyfjafræðideildar
Fundarstjóri: Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor, formaður afmælisnefndar
50 ÁRA AFMÆLI LYFJAFRÆÐINÁMS VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS 14. OG 15. SEPTEMBER 2007
www.hi.is
Lyfjafræðinám við Háskóla Íslands
í hálfa öld (1957-2007)
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
H
S
K
3
89
44
0
9/
07
bmvalla.is
Söludeild :: Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050
Opið mánudaga til föstudaga 8–18
og laugardaga 9–14.
Uppspretta af
hugmyndum fyrir
sælureitinn þinn!
Nýja handbókin er komin
Handbókin okkar kveikir ótal nýjar hugmyndir.
Landslagsarkitekt okkar í Fornalundi aðstoðar þig síðan
við að breyta garðinum þínum í sannkallaðan sælureit.
Hringdu í síma 412 5050 og fáðu tíma í ráðgjöf.
Pantaðu handbókina í síma 800 5050
eða á bmvalla.is
ar
gu
s
0
7
-0
4
7
1
Stella
HEILDARAFLI í ágúst var 89.095
tonn. Það er nánast jafnmikill afli og
var í ágúst 2006, þá var aflinn 89.566 t.
Botnfiskaflinn í ágúst 2007 var
38.943 tonn en aflinn var 39.068 tonn í
ágúst í fyrra, samkvæmt bráða-
birgðatölum Fiskistofu..
Þorskaflinn var rúmlega þúsund
tonnum minni í nýliðnum ágúst en í
ágúst 2006, eða 10.115 tonn á móti
11.421 tonni í fyrra.
Landað var 30 þúsund tonnum af
norsk-íslenskri síld í ágúst 2007 en
aflinn í ágúst í fyrra var rúmlega 32
þúsund tonn. Íslensk skip lönduðu
eins og áður var nefnt 13 þúsund
tonnum meiri makrílafla í ágúst 2007
en í ágúst 2006. Í fyrrasumar fór fyrst
að bera verulega á makríl í afla. Kol-
munnaafli í nýliðnum ágúst var hins-
vegar slakur. Heildarafli fiskveiðiárs-
ins 2006/2007, samkvæmt þessum
bráðabirgðatölum, var 1.419.427
tonn. Þar af var botnfiskaflinn
507.572 tonn. Á síðasta fiskveiðiári
var heildaraflinn 1.291.221 tonn en
botnfiskaflinn var þá 532.401 tonn.
Heildarafli íslenskra skipa á árinu var
orðinn 1.049 þúsund tonn í lok ágúst
2007. Það er 83 þúsund tonnum meiri
afli en á sama tíma á síðasta ári þegar
heildaraflinn janúar – ágúst var 966
þúsund tonn.
Í lok fiskveiðiársins 2006/2007 voru
eftirstöðvar botnfiskaflamarks meiri
en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári.
Talsvert meira þorskaflamark var nú
flutt til næsta fiskveiðiárs en í fyrra.
Mikið aflamark var líka eftir í ýsu og í
ufsa.
Heldur
meiri afli
$%& %'
(
) &%' *
+', -
.-/
0
-
/.1
1.-/
1
+', 02- -2
0 1
1..0
//-
00
.1-
//.
) ', 3 4 4 ', %' ', 02 - %' -2
„ÞAÐ er hrein og tær snilld hvernig
ríkisstjórninni tekst í allri þessari
umfjöllun að skauta framhjá þeirri
staðreynd að það eru sjómenn sem
verða fyrir mestu skakkaföllunum
vegna niðurskurðar þorskkvótans.
Það er hreinlega nánast ómögulegt
að sjá nokkurn skapaðan hlut í þess-
um svokölluðu mótvægisaðgerðum,
sem með beinum hætti hjálpar sjó-
mönnum. Það eina, sem þarna kemur
fram er að verið er að beina þeim í
aðra vinnu en sjómennsku,“ segir
Árni Bjarnason, forseti Farmanna-
og fiskimannasambands Íslands.
„Það sem snýr beint að þessu áfalli,
sem við sjómenn höfum orðið fyrir, er
nánast ekki neitt. Það er með ólík-
indum fyrst verið er að telja upp hin
og þessi fórnarlömb í málinu að sjó-
menn séu algjörlega afskiptir hvað
varðar alla umfjöllun og tínt er til að
gera eigi. Það er hvergi hægt að
tengja það við þá gífurlegu skerðingu
sem verður á kjörum sjómanna, að
minnsta kosti ákveðnum hópi þeirra.“
Um 20% tekjuskerðing
„Þeir sem hafa verið í þeirri að-
stöðu að geta stundað þorskveiðar
lungann úr árinu, verða hreinlega
fyrir 30% kjaraskerðingu. Það er
ekki öðru vísi. Það er ekki ofmetið að
segja að skip, sem leggur töluverða
áherzlu á þorskveiði, en veiðir líka
aðrar tegundir í bland, að þar sé
skerðingin að minnsta kosti 20%. Það
er hætt við því að það yrði rekið upp
ramakvein innan annarra stétta ef
þær ættu að sætta sig við slíka kjara-
skerðingu. Það er því ótrúlegt að
hlusta á fólk vera að tala um ein-
hverja menningartengda viðreisnar-
áætlun, sem kemur stöðu sjómanna
ekkert við. Það er langur vegur frá
því að þetta hjálpi sjómönnum til að
halda sjómennsku áfram. Maður á
mjög erfitt með að átta sig á því hvers
vegna þessu er svona háttað. Það er
ekki að merkja annað en að áhugi og
hugur ráðamanna beinist í flestar átt-
ir aðrar en að sjávarútveginum. Það
er ekki hægt að skilja þessi skilaboð
öðru vísi,“ segir Árni.
Sjómenn algjörlega afskiptir