Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Eggerts-dóttir fæddist í Vatnshorni í Skorradal 16. sept- ember 1931. Hún lést á Landspítala Fossvogi hinn 4. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Aðal- heiður Lilja Jónsdóttir, f. 8.8. 1910, d. 29.3. 2001, og Eggert Guð- mundsson bóndi í Vatnshorni og Bakkakoti í Skorradal, síðar á Bjargi í Borgarnesi, f. 20.10. 1897, d. 19.8. 1979. Kristín var elst fimm systkina. Systkini hennar eru Guðmundur, f. 24.4. 1933, maki Bergþóra Elva Zebitz, f. 16.4. 1930, d. 31.8. 1985, Jóna Eggerts- dóttir, f. 10.1. 1937, Guðrún, f. 25.3. 1940, og Jón Agnar, f. 5.1. 1946, d. 11.2. 1993, maki Ragn- heiður Jóhannsdóttir, f. 27.7. 1955. Fjölskylda Kristínar fluttist að Bjargi árið 1938. Hún gekk í barnaskóla í Borgarnesi en síðan lá leiðin í Kvennaskólann í Reykja- vík og í Húsmæðra- skólann á Varma- landi. Á Kvenna- skólaárunum veiktist móðir henn- ar alvarlega og Kristín varð að koma heim og hjálpa til við að hugsa um heimilið og yngri systkini sín. Árið 1953 fór Kristín til Kaup- mannahafnar þar sem hún lærði til matreiðslu og til- einkaði sér dönsku smurbrauðs- listina. Hún flutti heim 1959 og vann á veitingastöðum í Reykjavík til ársins 1968 þegar hún var ráðin forstöðukona á kaffistofu Nor- ræna hússins við opnun þess. Þar starfaði hún til loka ársins 2000. Undanskilin eru árin 1981-1984 þegar hún starfaði hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Eftir starfslok dvaldist Kristín yfir sum- artímann á Bjargi þar sem hún starfaði við ferðaþjónustu. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Með Kristínu fer heimur ljóss og bjartra lita er varpaði glæsileika á okkur hin sem fengum að hrífast með og njóta nærveru hennar. Stolt með prýði, gjöful án þess að biðjast greiða, skapandi unnandi þess fagra og einstaka í lífinu. Geislandi augna- ráð hennar vakti yfir líðan okkar hinna, oft án orða en aldrei án lifandi umhyggju og gjafa á réttum stund- um. Nákvæm í vali og gjörðum, hugs- andi um það sem best væri, bauð hún okkur inn í heim sinn og litadýrð hans. Þar dvaldi ég frá fæðingu og naut ríkidæmis hjarta hennar. Með þér Stína fer síðasta móðir mín í líf- inu, móðir mín, móðir þín og þú er gafst mér traust, ást og frelsi til að halda út í lífið. Ég lifi með ykkur enn og ásókn minninganna kætir mig: Úti á túni á Bjargi með smáan lófa í hendi þinni, með gapandi augu að fylgjast með mátun stórmunstraðs sam- kvæmiskjóls, með vellíðunarsvip við stórglæsilegt matarborðið á heimili þínu, með símtólið við hönd úti í heimi. Nálægð þín var mikil og björt. Hinar ótalmörgu veislur í Norræna húsinu koma til mín. Léttleiki ríkti ætíð undir þinni umsjá, verkgleði og nákvæmni er við hinar kepptumst við að fylgja fullar aðdáunar og vilja til að gera enn betur en áður. Stemn- ingin í kaffistofunni er sameinaði okkur allar og gladdi var þín smíði, töfrar er lifa enn. Þú kunnir að meta það einstaka er getur gert hverja konu, hvern mann að listamanni. Fágaður frumleiki, skörp hugsun og vilji til að auðga líf annarra með skáldskap, myndlist og fagurhönnuð- um hlutum fylgdu þér ætíð. Í þínum heimi lifði listin góðu lífi, einstök veisluhlaðborð og sérhannaðir kjólar er settu svip sinn á okkur hin. Ég þakka fyrir að hafa fengið að dvelja í þínum litríka heimi og gert hann að mínum. Orð hafa löngum ekki verið til yfir þá sem búa hjarta næst. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir. Elsku Kristín, eða Stína eins og ég hef alltaf kallað þig, mikið finnst mér erfitt að þurfa að kveðja þig á þessum tíma. Ég var að hugsa svo mikið um þig þessa dagana og um morguninn áður en ég fékk símhringingu frá föð- ur mínum hugsaði ég svo sterkt til þín og sagði með sjálfri mér „ég hringi í hana Stínu mína í kvöld“. Ég hefði svo viljað að ég hefði hugsað það tveim dögum áður en svona er þetta, við fáum engu ráðið um það hvenær við förum en ég veit að við eigum eftir að hittast aftur og þá verður gaman hjá okkur eins og alltaf þegar við höfum verið saman. Ég og Stína frænka unnum saman í Norræna húsinu fyrst þegar ég var 16 ára og þá yfir sumarið. Nokkrum árum seinna fór ég að vinna hjá henni aftur í kaffiteríunni og þá var ég fast- ráðinn. Alltaf fann ég hlýju frá henni og hún stóð með mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, einnig var hún óspar á að hrósa mér fyrir það sem ég gerði vel. Þegar ég hætti að vinna í Norræna húsinu var Stína vön að hringja í mig af og til og hef ég fengið ófá símtölin frá henni á þessum ár- um. Mér hlýnar við þá tilhugsun þeg- ar ég hugsa til þess þegar hún hringdi til mín stuttu eftir að ég flutti hingað út til Danmerkur, eða á síð- asta ári, mikið var gott að heyra frá henni. Hún hafði þá reynslu að hafa átt heima hérna í Danaveldi og gam- an var að spjalla við hana um það sem ég var að ganga í gegnum á þeim tíma. Það eru svo margar minningar sem ég á um þig, elsku Stína mín, en ég ætla að láta þetta duga hér en fast ætla ég að halda í minningarnar um þig sem eru mér svo mikilvægar. Takk fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér. Kæra fjölskylda, ég samhryggist ykkur innilega á þessum tímamótum en ég veit að Stína á eftir að lifa á minningunum sem við öll eigum um hana. Hrefna Björnsdóttir. Þú varst einn af föstu þáttunum í tilveru okkar. Hvenær sem við þurft- um á hjálp þinni að halda varstu til staðar. Þú reyndist okkur sérstak- lega vel á erfiðum tímum við föður- missi. Heimsóknir okkar til þín á yngri árum eru með fyrstu minning- um okkar af Reykjavík, miðborginni og Vesturbænum. Við munum seint gleyma þeim ferðalögum sem við fórum í með þér bæði innanlands og til Danmerkur. Innblástur sá er þú veittir okkur um íslensk fræði, matargerð og listir hafði án nokkurs vafa áhrif á ákvarð- anir okkar um námsval. Þín verður sárt saknað. Eggert Sólberg og Magnús Elvar. Okkur systrum langar í örfáum orðum að minnast vinkonu okkar, og fyrrverandi vinnufélaga, Kristínar Eggertsdóttur, sem lést í síðastlið- inni viku. Fyrir um það bil nítján ár- um hóf Rósa störf á Kaffistofu Nor- ræna hússins og nokkrum árum síðar bættist Björg í þann skemmtilega og fjölbreytta hóp kvenna sem starfaði á kaffistofunni á þessum tíma. Árin urðu mörg, veislurnar og þorrablótin enn fleiri og erfitt reynd- ist að slíta sig frá sjarma Norræna hússins þar sem Kristín og síðar Sigga réðu ríkjum. Ákveðinn hópur ákvað því að stofna matarklúbb sem haldist hefur síðan, en á sinn hátt er það Kristín sem hefur tengt okkur allar saman og komum við án efa til með að sakna hennar í þeim hópi. Þeim sem kynnst hafa Kristínu leyndist ekki að hún var einstök per- sóna sem ekki fór alltaf troðnar slóðir í lífi sínu en það sem stendur eftir í minningunni er einlægur velvilji hennar í garð okkar systra og tryggð sem ekki dvínaði þrátt fyrir að leiðir skildust frá Norræna húsinu. Við sendum innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Kristínar, blessuð sé minning hennar. Rósa og Björg. Kristín var Borgfirðingur að ætt og uppruna nema móðir hennar Að- alheiður Lilja Jónsdóttir, sem kom af hinu víðlenda Suðurlandi, nánar til- tekið Þingvallasveit og fann mann sinn Eggert bónda í Skorradalnum. Þaðan fluttu þau til Borgarness að Bjargi. Við vitum fátt um hvernig það gerðist en Vigfús veitingamaður átti jörðina. Hann var bróðir Eggerts og vitum við ekki betur en að þeim hafi komið vel saman. Borgarfjörðurinn og Borgarnes áttu ætíð sterk ítök í Kristínu og þar dvaldi hún oft í fríum sínum en mest þó að sumarlagi og eftir að hún hætti í föstu starfi hjá Norræna Húsinu í Reykjavík. Við kynntumst Kristínu fyrst í Norræna húsinu á allra fyrstu starfs- tíð þess en hún var meðan reyndustu starfsmanna hinnar nýbyggðu, nor- rænu stofnunar eftir að Ivar Eskel- and hafði verið ráðinn forstjóri húss- ins. Það kom reyndar fljótlega í ljós hve vel Kristín Eggertsdóttir kunni til verka. Hún hafði dvöl í Danmörku að baki og átti auðvelt með að stjórna starfsfólkinu, sem kom úr ýmsum áttum og stundum með ólíka mennt- un. Kaffistofa hússins varð sam- komustaður fjölmargra Reykvíkinga um árabil og þangað komu margir til að skoða bygginguna sem finnski arkitektinn heimsþekkti hafði teikn- að. Allt innanhúss og utan var til mik- illar prýði í borgarmynd höfuðborgar Íslands. Svona mátti byggja hús í Vatnsmýrinni. Ekki varð til að spilla heimsókninni að viðurgerningurinn hjá Kristínu var hinn besti. Kristín bjó seinni árin ein í íbúð sinni vestur í bæ, en hún var sjaldan ein. Þegar maður bankaði uppá hjá henni, var þar býsna margt fólk í heimsókn, systkini hennar og börn þeirra, aðrir nákomnir ættingjar, ýmsir sem vissu að betri og hlýlegri gestgjafi var ekki til í borginni. Þegar hún efndi sjálf til veislu voru margir boðnir og velkomnir og mörg málefni voru rædd á stuttri kvöldstund. Það er bæði satt og rétt að segja að Kristín Eggertsdóttir var góð og vönduð manneskja. Lítillát, ætíð viðbúin að rétta öðrum hjálparhönd í starfi og einkalífi. Við munum sakna hennar og vottum systkinum og systkinabörnum einlæga samúð. Else Mia Einarsdóttir og Hjörleifur Sigurðsson. Með mikilli eftirsjá kveðjum við í dag okkar góðu vinkonu Kristínu Eggertsdóttur, sem lést skyndilega hinn 4. september sl. Efst í huga er þakklæti fyrir áratuga samveru við Kristínu á frábærum vinnustað í Norræna húsinu. En þar stýrði Kristín kaffistofunni af miklum skör- ungsskap frá 1968 til byrjunar nýrr- ar aldar að þrem árum undanskild- um. Kristín var einstaklega trygglynd og gjafmild kona og naut fjölskylda mín þeirrar gæfu að eiga hana að vini. Hún gaf okkur líka hlut- deild í sinni góðu, samheldnu fjöl- skyldu, sem er og verður okkur ætíð mikils virði. Ég þakka fyrir að hafa fengið að ferðast oft með henni inn- anlands og utan og betri ferðafélaga er varla hægt að hugsa sér. Ég þakka fyrir frábærar stundir á ferðalögum með Kristínu um Norðurlöndin ásamt vinnufélögum. Ógleymanlegar eru ferðir sem við fórum tvær einar saman til Kanarí og Kína. Ferðin til Kína dró reyndar dilk á eftir sér. Kristín batt vináttubönd við son minn og tengdadóttur sem við heim- sóttum þar og valdi nafn á son þeirra. Þegar hann var svo skírður á Íslandi tók hún fúslega að sér að verða guð- móðir drengsins Baldurs. Baldur leit alla tíð á hana sem aðra ömmu sína á Íslandi og talar oft um hana og Guð- mund bróður hennar sem er guðfaðir hans. Við Gústi þökkum fyrir allar góðu og gjöfulu samverustundirnar með Kristínu og sendum fjölskyldunni hennar, sem nú á um sárt að binda hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristínar Egg- ertsdóttur Margrét Guðmundsdóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við hinstu kveðju góða vinkonu, Kristínu Eggertsdótt- ur ættaða frá Bjargi við Borgarnes. Okkur hjónum var brugðið við fréttir af andláti Kristínar, enda ekki ýkja- langt síðan við töluðum saman í síma og sagðist hún vera svo heppin að vera stálhraust og finna hvergi til. Krsitín stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík veturinn ’47-’48 en vegna aðstæðna heimafyrir varð hún að hætta námi. Síðar fór Kristín til Kaupmanna- hafnar og lærði smurbrauðsgerð og var hún listasmiður á því sviði eins og allri annarri matargerð. Kom það vel í ljós við rekstur hennar á kaffistofu Norræna hússins til margra ára og veit ég að margir söknuðu Kristínar þaðan. Í Kaupmannahöfn kynntist maðurinn minn, sem þar var við nám, þeim systkinum Kristínu og Guð- mundi og hefur sú vinátta haldist síð- an. Kristín var ákaflega traust og vönduð kona, fróð og víðlesin. Hún var mikill fagurkeri enda bar heimili hennar vott um það, m.a. stórt bóka- safn og falleg listaverk. Kristín tók höfðinglega á móti gestum sínum. Í byrjun júní sl. sátum við hjónin kvöldverðarboð hjá henni ásamt Jónu og Guðmundi systkinum hennar ásamt fleiri gestum. Nutum við návistar hópsins og var kvöldið einstaklega notalegt. Við söknum vinar í stað og þökkum fyrir áralanga vináttu. Við sendum fjölskyldu Kristínar innilegar samúð- arkveðjur. Þuríður og Jón Sveinsson. Ég kynntist Kristínu þegar ég hóf störf hjá henni í veitingastofu Nor- ræna hússins. Með okkur tókst góður vinskapur þótt hún væri töluvert eldri, en þar sannaðist að aldur er afstæður. Hún kom á fót hinni vinsælu kaffistofu í Norræna húsinu um það leyti sem húsið var opnað og rak hana með glæsibrag, þar sem alltaf var boðið upp á nýbakað með kaffinu, unnið á staðnum. Hún sá um margar stór- veislur, bæði fyrir forseta og fyrir- menn, innlenda sem erlenda. Mig minnir að hún hafi sagt mér að hún hafi lært í Tívolí í Kaupmanna- höfn, allavega vann hún þar. Var út- lærð smurbrauðsjómfrú í köldum borðum, sem þá voru mjög vinsæl. Hún hafði næmt auga fyrir því hvað var bæði fallegt og bragðgott, enda voru veisluborðin hennar stórglæsi- leg og girnileg á að líta. Eftir erfiðan dag og að loknum undirbúningi fyrir stórar móttökur settumst við niður, ánægðar með gott dagsverk. Á þeim stundum sagði hún mér skemmtilegar sögur af sam- ferðafólki sem við báðar þekktum. Þetta voru góðar stundir. Eitt sinn sagði hún okkur hjónun- um, kankvís á svip, að hún væri lærð „köld jómfrú“, sem lýsir hennar góða húmor. Hún var hafsjór af fróðleik um menn og málefni, kunni ósköpin öll af vísum og ljóðum og gat brugðið fyrir sig smellnum setningum úr frægum bókmenntum þegar við átti. Hún var líka frábær yfirmaður, hún lét starfs- fólk sitt blómstra í starfi og tók aldrei af því heiðurinn ef vel hafði tekist til og hrósaði því í hástert og sýndi því fullkomið traust. Einhvern veginn er það nú svo, að undanfarið hefur mér orðið mikið hugsað til hennar og ætl- aði ég alltaf að hringja í hana til að fá hjá henni uppskriftina að innbakaða laxinum og marineraða skelfiskinum. Einnig til að heyra hvernig hún hefði það. En oft frestar maður því til morguns sem hægt er að gera í dag og aldrei varð úr símtalinnu. Að lok- um vil ég þakka Kristínu fyrir frá- bært og skemmtilegt samstarf. Um- hyggju og hlýhug, tillitssemi og vináttu. Og allt það sem ég lærði af henni hvað varðar mat og veisluum- stang. Svo þessar skemmtilegu sögur sem hún sagði og ég vitna oft í. Það er gott að minnast slíkrar konu. Uppskriftirnar fæ ég seinna hjá henni. Fjölskyldu og aðstandendum Kristínar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Heiðrún Bára Jóhannesdóttir. Í dag kveðjum við heiðurskonuna og dugnaðarforkinn Kristínu Egg- ertsdóttur, samstarfskonu okkar til margra ára. Þegar Norræna húsið hóf starfsemi árið 1968 var mikilvægt að ráða gott starfsfólk, sem mótaði stefnuna í fyrstu. Óhætt er að segja að vel tókst til, þegar Ivar Eskeland, fyrsti forstjóri Norræna hússins, réð Kristínu sem forstöðumann kaffistof- unnar. Kaffistofan átti í upphafi að vera einskonar „testofa“ fyrir gesti hússins. Fyrr en varði var kaffistofan í Vatnsmýrinni orðin ein af vinsæl- ustu kaffihúsum borgarinnar og átti marga fastagesti, sem komu jafnvel daglega til að lesa norrænu dagblöðin og fá sér girnilegt smurt brauð, glæsilega síldarrétti eða annað sem Kristín töfraði fram á diskana. Kristín hafði mikinn metnað fyrir hönd Norræna hússins og laðaði fólk að með sinni hlýju og glaðlegu fram- komu. Hún var einnig lagin að finna góðar samstarfsstúlkur sem unnu með henni árum saman, þótt vinnu- aðstaðan væri stundum erfið. Í Nor- ræna húsinu reyndi mikið á samstarf fólksins. Það stóð þétt saman í starfi og leik eins og stór samhent fjöl- skylda. Aldrei var skemmtilegra en þegar mikið var um að vera í húsinu. Álagið var mikið á kaffistofuna þegar stórar veislur eða móttökur voru á döfinni, sem var æði oft. Norræna húsið var sérstakur vinnustaður, sem hélst vel á starfsfólki. Sumir reyndu að hætta og vinna annars staðar, en eftir einhverja mánuði eða ár komu þeir oftast aftur. Kristín var ein þeirra sem skiptu um starfsvettvang um tíma. Hún vildi fá sér léttari vinnu á skrifstofu. En eftir þrjú ár fékk hún kall frá Norræna húsinu og kom til baka eins og svo margir aðrir og var vel fagnað af bæði starfsfólki og gestum. Þá fengum við aftur „Kristínarkaffið“, sterkt og gott. Og „ekta súkkulaði“ – ekki kakó – við ýmis tækifæri. Kristín var skartkona og fylgdist vel með tískunni. Hún var listhneigð og hafði áhuga á góðum bókmennt- um. Bar fallegt heimili hennar þess vitni. Við áttum saman yndislega stund þegar hún bauð okkur heim til sín í maí sl. Að leiðarlokum erum við þakklát Kristínu fyrir samfylgdina öll þessi ár. Aðstandendum hennar sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Kristínar Eggertsdóttur. Frá fyrrverandi samstarfsfólki í Norræna húsinu Margrét Guðmundsdóttir. Kveðja frá Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík Kristín Eggertsdóttir var ein af okkar traustustu félagskonum. Framsóknarkonur í Reykjavík hafa gegnum árin myndað afar sterk tengsl, tengsl sem náð hafa langt út fyrir flokksstarfið. Þetta hefur einatt vakið eftirtekt annarra félaga og þeir hafa velt fyrir sér hvað það er sem hnýtir félagskonur svona sterkum böndum. Fyrir utan sannfæringu okkar um að samvinna og jöfnuður séu best til þess fallin að skapa far- sælt þjóðfélag, þá var það tvímæla- laust vinnan við undirbúning funda, ráðstefna og ekki síst við fjáröflun, sem skóp samheldnina. Kristín sat í stjórn félagsins um árabil og einnig átti hún sæti á fram- boðslistum flokksins. Afar minnis- stæð ráðstefna eða samkoma var haldin á vegum FFK á stjórnarárum Kristínar til söfnunar handa munað- arlausum börnum á Indlandi. Við fengum Harald Ólafsson mannfræð- ing og Þóru Einarsdóttur til að segja frá landi og þjóð. Síðan skipulagði Kristín og eldaði stórkostlegan ind- verskan mat. Þá var það ekki jafn al- gengt og nú á tíðum að hafa slíkan mat á borðum. Allt heppnaðist þetta Kristín Eggertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.