Morgunblaðið - 14.09.2007, Side 33

Morgunblaðið - 14.09.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 33 ✝ Sigurgeir Svan-bergsson fædd- ist í Lögmannshlíð ofan Akureyrar 6. júní 1924. Hann lést á Landakotsspítala 6. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Svan- berg Sigurgeirsson vatnsveitustjóri, f. 14.6. 1887, d. 11.6. 1961, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 4.11. 1899, d. 4.2. 1926. Alsystkini Sigurgeirs eru Sigurður Björgvin, f. 1920, Fanney Soffía, f. 1922, og Laufey, f. 1923. Systkini hans samfeðra eru: Guð- rún Ingibjörg, f. 1927, Hörður, f. Synir þeirra eru Reynir Elís og Sigurgeir. Sigurgeir og Guðfinna slitu samvistum. Seinni kona Sigurgeirs er Mar- grét Finnbogadóttir, f. 11.8. 1915. Dætur hennar eru: 1) Valgerður Jóhannesdóttir, f. 11.7. 1939, gift Sigurði Sverri Guðmundssyni, f. 15.5. 1938. Börn þeirra eru: Bryn- dís Margrét, Bjarki og Berglind. 2) Rafnhildur R. Jóhannesdóttir, f. 9.6. 1943, gift Agnari Olsen, f. 9.3. 1943. Börn þeirra eru: Margrét, Laufey og Sigurgeir. Sigurgeir ólst upp á Akureyri til sautján ára aldurs, en þá flutti hann til Reykjavíkur og réðst til Eimskipafélags Íslands. Hann starfaði síðan nær samfellt á skip- um félagsins til ársins 1965. Það ár stofnuðu þau hjónin bílaleiguna Vegaleiðir, sem þau ráku til ársins 1980, en þá varð Sigurgeir að láta af störfum vegna heilsubrests. Sigurgeir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 14. september, kl. 13. 1929, Héðinn, f. 1933, d. 1994, og Regína, f. 1935, d. 1975. Sigurgeir kvæntist 1947 Guðfinnu Helgadóttur, f. 12.8. 1925. Börn þeirra eru: 1) Edda, f. 2.4. 1947, gift Þórði Kristinssyni, f. 20.6. 1946. Börn þeirra eru: Kristinn, Guð- finna Helga, Sig- urgeir og Edda Björg. 2) Helgi, f. 17.3. 1949, kvæntur Gerði Garðarsdóttur, f. 1.6. 1952. Dætur þeirra eru Guðríður Hrund og Helga Dröfn. 3) Svanberg, f. 26.11. 1950, kvæntur Rannveigu Ásu Reynisdóttur, f. 26.9. 1951. Meistari er allur. Mér finnst við hæfi að nefna pabba meistara því það hefur hann ávallt verið í mínum huga og mun ætíð verða. Orðið meistari var honum tamt, ávarpaði alla sem meistara. „Sæll meistari“ eða „hvað segir meistarinn?“ varð honum oft á orði þegar hann kastaði kveðju á vini og kunningja. Fáir ver- skulda þó þessa nafnbót sem hann. Eins og meistara sæmir þá gortaði hann hvorki né kvartaði yfir afrek- um sínum eða sorgum, talaði aldrei um íþróttaafrek sem hann vann í fæðingarbæ sínum Akureyri ungur að árum. Ekki heldur hörmungar stríðsáranna er hann missti marga af sínum bestu vinum þegar ms. Goða- fossi var sökkt af þýskum kafbáti hér uppi í landsteinum, en pabbi hafði tekið sér frí þá örlagaríku ferð. Tal- aði heldur ekki um það þegar hann stuttu síðar munstraði sig um borð í ms. Dettifoss sem einnig var sökkt af þýskum kafbáti og hann bjargaði sér við illan leik úr köldum sjónum með því að komast á björgunarpramma. Ekki var skilið við sjóinn að svo komnu nema stuttan tíma heldur áfram haldið næstu 20 árin um borð í ms. Lagarfossi. Eftir það tóku ár bílaleigunnar við. Byrjað með tveimur VW bjöll- um, síðan bætt við flotann eftir því sem efni réðu þar til flotinn var yfir 60 bílar og Vegaleiðir orðin ein stærsta bílaleiga landsins og braut- ryðjandi í þeirri atvinnugrein og afl- aði þjóðinni tekna. Áður óþekktir hæfileikar komu síðan í ljós þegar pabbi hætti störf- um vegna heilsubrests langt um ald- ur fram. Listrænir hæfileikar fengu að njóta sín í formi útskurðar og glerlistar. Mörg verka hans prýða nú heimili ættingja og viðhalda minn- ingu um meistara. Það er komið að kveðjustund, ekki fleiri meistarataktar í þessu lífi. Bet- ur hefði ég viljað sjá þjóð okkar launa honum ævistarfið með því að veita honum þá aðstöðu og umönnun sem honum bar en tveggja ára bið á biðlistum nægði því miður ekki. Hann krafðist þó einskis frekar en fyrri daginn, hélst reisn sinni fram á síðustu stundu. Hans verður minnst sem sérlega ljúfs, góðs og örláts manns. Snyrtimennska var honum í blóð borin, virðing fyrir öllum og öllu sem hann umgekkst var honum dyggð. Og eitt tel ég víst að honum verður fagnað sem sönnum meistara á öðru tilverustigi. Öllum ástvinum pabba færi ég dýpstu samúðarkveðjur. Svanberg Sigurgeirsson. Með söknuði minnist ég tengda- föður míns Sigurgeirs Svanbergs- sonar sem ég kynntist fyrir um þremur áratugum. Sigurgeir var sérstaklega prúður, kurteis og hlýr maður enda uppskar hann virðingu þeirra sem honum kynntust. Okkur Helga manni mínum þótti vænt um hversu áhugasamur hann var um mikilvægar ákvarðanir í lífi okkar. Hann var dætrum okkar og barna- barni góður afi og langafi. Sigurgeir hafði yndi af myndlist og má segja að hann hafi kveikt áhuga okkar hjóna á þeirri listgrein, enda bar heimili Sigurgeirs og Mar- grétar konu hans þess merki. Sam- bandið við hann jókst með árunum, þó svo að það hafi ekki verið eins mikið og við hefðum kosið. Ég minnist þess hve notalegt það var þegar tengdapabbi renndi í hlað með ilmandi bakkelsi snemma á laugardags- eða sunnudagsmorgn- um, þá var mikið talað og rifjaðar upp gamlar minningar hans. Það verður okkur ógleymanlegt hversu þakklátur hann var okkur, þegar við héldum upp á afmælið hans í sumar, hversu gaman honum þótti að vera með fjölskyldu sonar síns. Börnin hans þrjú voru honum mikils virði og notaði hann hvert tækifæri sem gafst til þess að sýna þeim það. Ég er þakklát fyrir allar samveru- stundirnar með tengdapabba. Blessuð sé minning Sigurgeirs Svanbergssonar. Gerður Garðarsdóttir. Nú er komið að kveðjustund. Okk- ur langar að minnast afa okkar Sig- urgeirs Svanbergssonar í fáum orð- um. Þótt stundirnar með afa hafi verið allt of fáar voru þær okkur ómetanlegar. Hvað hann gladdi okk- ur með umhyggu sinni og áhuga á hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann reyndi alltaf að sjá til þess að okkur skorti ekkert þegar foreldrar okkar brugðu sér af bæ. Listaverkin sem hann vann og gaf okkur, hvort sem það voru útskurð- arverk, glerlist eða teikningar, sýndu hversu mikill hæfileikamaður hann var. Þessi listaverk munu ávallt minna okkur á hann. Guð geymi Sigurgeir afa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Guðríður Hrund og Helga Dröfn. Með þessum orðum viljum við minnast afa okkar, Sigurgeirs Svan- bergssonar, sem lést 6. september síðastliðinn. Við systkinin vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa alla tíð mikil samskipti við afa og eigum við margar góðar minningar um hann. Afi var listrænn í sér, en hann sótti mörg námskeið í útskurði en einnig myndlistar- og glerskurðarnám- skeið, en hann hafði sem ungur mað- ur lært steinsmíði. Eftir hann liggja margir munir sem bera honum fag- urt vitni. Allt sem hann lét frá sér var vandað og lágu þar að baki ófáar stundir í geymslunni í Miðleiti þar sem hann hafði vinnuaðstöðu. Afi var snyrtimenni og herramað- ur af gamla skólanum. Hann lagði mikið upp úr því að vera vel til fara og var einn af fáum sem við munum eftir sem notaði skóhlífar utan yfir spariskóna á tyllidögum. Hann var ávallt vel klipptur en það var fastur liður til margra ára að nafnarnir fóru saman í klippingu á Suðurlands- brautina. Hann opnaði iðulega dyrn- ar fyrir kvenfólkinu, nokkuð sem hann gerði fram undir það síðasta þrátt fyrir að kraftarnir væru að þrotum komnir og dyrnar í raun honum ofviða. Er við systkinin vorum lítil gistum við oft hjá afa og ömmu á meðan þau bjuggu í Seljugerðinu. Fyrir háttinn var gjarnan farið á ,,barinn“ í kjall- aranum og þótti það einn af hápunkt- um heimsóknarinnar. Þar klifruðum við upp á háu barstólana í náttföt- unum á meðan afi setti á sig virðu- lega marglita barsvuntu, hellti en- giferöli í glös sem við gerðum auðvitað góð skil og stemningin var slík að minningin er ljóslifandi hjá okkur öllum þremur. Svo voru tenn- urnar burstaðar og farið að sofa. Við vorum oft samferða afa í ýmiss konar útréttingum í bænum þar sem hann oftar en ekki rakst á gamla skipsfélaga eða viðskiptavini af bíla- leigunni. Þessar ferðir enduðu gjarnan á Múlakaffi þar sem afi bauð upp á kakó og kleinur. Síðustu árin hrakaði bæði líkam- legri og andlegri heilsu afa, elli kerl- ing hafði knúið dyra og sett mark sitt á hann. Eftir sitja þó minningar um ljúfan mann sem vildi okkur allt hið besta. Elsku afi, blessuð sé minning þín. Margrét, Laufey og Sigurgeir. Sigurgeir Svanbergsson framúrskarandi vel og aðsóknin var gífurleg, þannig að félagið gat sent dágóða upphæð í söfnunina. Kristín starfaði lengi sem for- stöðukona eldhússins í Norræna hús- inu. Rak hún veitingastofu hússins af miklum myndarskap og eignaðist þar fjölda aðdáenda fyrir lipurð og hlýtt viðmót. Hún var ein þessara kvenna sem leggja sig fram við að þjóna öðrum, en hugsa síður um eigin frama eða þarfir. Hún gekk að öllum störfum með prúðmennsku og ósérhlífni og við félagar hennar kveðjum hana með virðingu og þökk. Blessuð sé minning Kristínar Egg- ertsdóttur. Sigrún Magnúsdóttir. Ég ætla að kveðja Kristínu vin- konu mína. Kristín hafði stjórnað kaffistofu Norræna hússins í um 15 ár þegar hún réð mig í vinnu, ég 18 ára og í menntaskóla. Hún stjórnaði kaffi- stofunni í um 15 ár til viðbótar, og ég vann alltaf hjá henni af og til, með námi. Kristín var alveg hreint yndisleg, hún var svo frísk og ung í anda, skemmtileg og gaman að vera nálægt henni. Hún hafði farið aðrar leiðir en kynsystur hennar jafnaldra, var ógift og barnlaus og hafði farið utan til náms. Hún var spennandi manneskja og skemmtilegar sögurnar sem hún hafði að segja af mannlífinu og lífi sínu. Hún var með skemmtilega kímnigáfu og hikaði ekki við að gant- ast um sjálfa sig. Eins og þegar hún bað mig að elda heita matinn því hún sjálf væri „kold jomfru“! Hún leit á mig glottandi þegar hún sagðist vera „kold jomfru“ og við hlógum og gönt- uðumst mikið, en það var heitið á því sem hún hafði lært, að útbúa smørre- brød með köldu áleggi. Hún var góð vinkona okkar stelpn- anna í kaffistofunni þó við værum margar miklu yngri og við fundum hvað hún var veraldarvön og mikill lífskúnstner. Við vorum jafningjar, hún hikaði ekki við að vinna öll sömu verk og við, hvort sem það var upp- vaskið eða setja í þvottavélina, ásamt sínum eigin verkum, að reka kaffi- stofuna. Við áttum margar góðar stundir í vinnunni saman, í hversdeg- inum jafnt sem veislum í kaffistof- unni. Það var oft fjör, mikið að gera og gekk oft á ýmsu, og inn á milli var ljúft að setjast niður saman og spjalla. Hún var réttlátur og góður stjórnandi. Gott dæmi um þægilega skapgerð hennar voru viðbrögð hennar ef súpan brann við. Þá leit hún á mann, sagði bara og glotti: „við hljótum að vera ástfangnar fyrst súp- an brennur svona við hjá okkur!“ Hún var svo góð vinkona mín, og það skipti engu máli þó það væri aldurs- munur á okkur. Og veislurnar sem hún hélt fyrir okkur vinkonurnar voru glæsilegar og báru vott um gestrisni hennar, maturinn gómsætur, ekkert til spar- að. Maður var alltaf eins og drottning til borðs hjá henni, borðið fallegt með fínum vínglösum, skreytingum og handmáluðu postulíni af henni sjálfri. Mér brá virkilega við að heyra að Kristín mín væri dáin. Ég hitti hana í sumar þegar ég kom heim í sumarfrí frá námi erlendis. Hún kom í afmælið mitt, hún var svo falleg og glöð, smekkleg og glæsileg, eins og alltaf. Mér þótti svo vænt um að sjá hana. Og mér þótti einnig virkilega vænt um að sjá hana á fyrstu tískusýningu dóttur minnar í Hinu húsinu. Hún hringdi í mig skömmu áður og sagði mér hvað hún væri spennt fyrir þessu, hún hefði alltaf haft áhuga á hönnun og list. Mig grunaði ekki að þetta yrði síð- asta skiptið sem ég myndi sjá hana. Við töluðum saman svo kátar og föðmuðumst og kysstumst. Hún rétti mér blóm sem hún hafði keypt handa dóttur minni í tilefni dagsins. Kristín hafði stórt og hlýtt hjarta. Ég og við öll sem þekktum Krist- ínu höfum misst kæran samferða- mann, sem ég hefði kosið að hafa að- eins lengur með mér gegnum lífið. En minning Kristínar er falleg og yndisleg, falleg og yndisleg eins og hún var sjálf. Og ég kveð þig kæra vinkona. G. Rósa Eyvindardóttir. Elsku frænka mín. Nú ert þú á meðal þeirra sem þú hefur saknað heitt og elska þig fyrir það sem þú ert og það veitir mér mikla huggun. Þegar einhver svo kær manni deyr er fátt um orð. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért ekki lengur á meðal vor. Í hjarta mínu hefur þú alltaf átt stóran sess og munt alltaf eiga. Í nærri hálfa öld höfum við verið samferða í lífinu og deilt bæði gleði og sorg. Kærleikurinn okkar á milli var mikill og tengslin órjúfanleg. Þær voru ófáar stundirnar sem við sátum saman og ræddum tilgang lífsins, hvað tæki við eftir þessa jarð- vist og allt þar á milli. Anna Vilborg Sigurjónsdóttir ✝ Anna VilborgSigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1935. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 17. júlí síðast- liðinn. Útför Önnu var gerð frá Búrfells- kirkju 9. ágúst. Það fara fáir í þín fótspor hvað varðar góðmennsku, sam- hygð og fyrirgefningu og þú fórst ekki í manngreinarálit. Þú aðstoðaðir alla þá sem leituðu til þín svo fremi sem þú hafðir getu til, gerðir það með gleði og af kær- leik. Alltaf tókst þú upp hanskann fyrir minni máttar, þrátt fyrir allt það mótlæti og dómhörku sem þú uppskarst vegna þess, og það sýnir þann mikla styrk sem þú varst gædd og það að þora að lifa eftir þínu eigin hjarta og dómgreind. Trúin á æðri mátt, kærleikurinn og styrkur þinn voru trúlega með þínum sterkustu eiginleikum. Þér auðnaðist ekki að eignast börn en varst samt móðir allra þeirra barna sem umgengust þig, tókst þeim opnum örmum, elskaðir, að- stoðaðir eftir bestu getu og þar á meðal var ég sem þú annaðist sem ég væri þín eigin dóttir. Mun ég verða þér þakklát fyrir það á meðan ég lifi. Líf þitt hefur ekki allaf verið dans á rósum og þú gekkst í gegnum dimman og djúpan dal og seinustu árin sem þú lifðir var mikill sársauki í hjarta þínu en nú er hann horfinn elsku frænka mín. En eins og við sögðum svo oft hvor við aðra; lífið er ekki og á ekki að vera auðvelt og enginn er fullkominn. Okkur er ætl- að að læra af lífinu og mistökum okk- ar því það gerir okkur sterkari og hjálpar okkur að takast á við það sem að höndum ber. Við förum öll ólíkar leiðir í lífinu en oftast eru þær farnar eftir okkar bestu getu og kunnáttu. Hæfileikamanneskja varst þú á svo mörgum sviðum, fagurkeri mikill og miklum gáfum gædd. Allt sem þú gerðir var gert af mikilli ástríðu. Listmálun, öll yndislegu ljóðin sem þú ortir og fegurð og kærleikur í allri mynd var þér mikils virði. Ég fluttist hinum megin hafsins og samband okkar varð ekki eins mikið og við hefðum kosið en það er hugurinn og hjartað sem gildir og sem tengdi okkur saman. Ég hef allt- af fundið mikið fyrir þér í hjarta mínu og geri það enn, jafnvel þótt þú sért ekki lengur á meðal vor. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt elsku frænka, ég mun búa að því allt mitt líf og takk fyrir okkar dýrmætu samverustundir sem ég mun varðveita í hjarta mínu og sakna meir en orð fá lýst. Ég votta ástvinum þínum mína dýpstu samúð. Gegnum Jesú helgast hjarta, í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta, bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta, sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson) Hvíl í friði. Þín ávallt, Hanna Björk. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.