Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30 Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Vacancy kl. 8 - 10 B.i. 14 ára Veðramót kl. 5:40 - 8 Knocked Up kl. 8 - 10:40 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 - 6 Rush Hour 3 kl. 5:50 - 10:20 B.i. 12 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 3:45 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 Hairspray kl. 5:50 - 8 - 10:20 Knocked Up kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 5:50 – Sími 564 0000 –Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Vacancy kl. 6 - 8 - 10 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6 The Simpsons m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 Sýnd með íslensku og ensku tali eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eeee - Ó.H.T., RÁS 2 54.000 G ESTIR Sicko ísl. texti kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára íslenskur te xti SICKO SAGAN SEM MÁTTI EKKI SEGJA. eeee “Svona mynd hefur ekki verið gerð áður. Hún er alvöru, einlæg vel tímasett, frábær. Nauðsyn.” - E.E., DV eeee „Veðramót raðar sér umsvifalaust í þröngan hóp bestu mynda okkar stuttu kvikmyndasögu.“ - S.V., MBL eeee „Þetta er mynd sem allir verða að sjá! Besta Íslenska myndin síðan Með allt á hreinu“ - S.G., Rás 2 eeee “Veðramót er hugrökk ádeila sögð með hlýju og húmor sem hreyfir við áhof-endum frá fyrstu stundu.” - R.H., FBL “Öllum Íslendingum er hollt að sjá þessa mynd, ekki síst fyrir boðskapinn sem hún hefur fram að færa.“ - T.S.K., Blaðið Chris TuCker jaCkie ChaN STÆRSTI SÖNGLEIKUR ALLRA TÍMA Ef þeim tekst ekki að sleppa þá verða þau fórnarlömb í „snuff“ mynd. Óhuggnalegasti spennutryllir ársins HAUSTTÓNLEIKAR Harðar Torfasonar eru fastur liður í dag- skinnu fjölda tónlistarunnenda enda hefur Hörður haldið slíka tón- leika síðastliðin 32 ár. Haust- tónleikar hans verða einmitt í kvöld og haldnir í Borgarleikhúsinu eins og svo oft áður. Að þessu sinni ætl- ar Hörður að vera einn með gít- arinn, en nokkuð er um liðið síðan hann gerði það síðast; alla jafna hefur hann verið með aðra tónlist- armenn sér til liðsinnis. Hörður segir að undirbúningur að hverjum hausttónleikum standi meira og minna í heilt ár og síðasta mánuðinn fyrir tónleika segist hann varla vera mönnum sinnandi, enda undirbýr hann tónleikana af kost- gæfni, skipuleggur þá eins og hann sé að setja upp leikverk. „Ég er löngu búinn að skrifa handrit að tónleikunum,“ segir hann „en er svo í því að tæta það í mig aftur og aftur þangað til kemur að tónleik- unum; þetta er gríðarleg átök. Svo smellur allt saman á sviðinu og ég veit hvað ég ætla að segja þegar ég sest við hljóðnemann,“ segir Hörð- ur og bætir við að þó að hverjir tónleikar séu undirbúnir eins og þeir séu einstakur viðburður sé alltaf sama þemað; „það að þora að vera manneskja. Auður mannsins liggur í því að vera til, að vera glaður“. Sungið fyrir fólk í 40 ár Hörður segir að hausttónleika- rnir séu honum mikilvægir á marga vegu. „Þó að ég sé nú búinn að syngja fyrir fólk í meira en fjörutíu ár finn ég svo mikla gleði í því að setjast niður og tala við fólk, segja því sögur.“ Tónleikarnir að þessu sinni eru ekki bara hefðbundnir haust- tónleikar heldur er Hörður líka að kynna nýja plötu, Jarðsögu, sem kemur út um þessar mundir. Að þeirri plötu hefur hann unnið síð- ustu þrjú ár, en lög af henni hafa verið á tónleikadagskránni síðustu þrjú til fjögur ár. Jarðasaga er hluti af ævintýrinu um Vitann sem Hörður skrifaði fyrst sem ljóð á ár- unum 1988 til 1990, en samdi síðan tónlist við það og flutti á haust- tónleikum fyrir tólf árum. Það er og að finna í ljóðabók hans, Yrk. Jarðsaga er þriðja platan af fimm í ævintýrinu um Vitann, en Hörður segir að í sem stystu máli megi segja að platan fjalli um það að komast í gegnum mótlæti, að sigrast á höfnun. „Margir flaska á því að taka mark á höfnun,“ segir Hörður og leggur áherslu á það lykilatriði lífsins að eiga sér drauma og þora að fylgja þeim eft- ir. Eins og getið er hyggst Hörður vera einn á sviðinu að þessu sinni, en það er orðið býsna langt síðan hann hefur gert það á haust- ónleikum. Tónleikarnir verða haldnir í stóra sal Borgarleikhúss- ins í kvöld og líkt og undanfarin ár verða tvennir tónleikar, klukkan 19.30 og klukkan 22. Hausttónleikar Harðar Torfa Morgunblaðið/Kristinn Hausttónleikar Hörður Torfason þorir að vera manneskja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.