Morgunblaðið - 14.09.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 14.09.2007, Síða 43
„Sveitin milli sanda“ eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson Hvort segir þú pylsa eða pulsa? Pylsa auðvitað, með sinnepi og hráum í brauðið. Hefurðu þóst vera veikur til að sleppa við vinnu eða skóla? Jájá, örugglega. Hvað hyggstu fyrir á komandi vetri? Vinna við mína listgrein af alúð í leikhúsinu og það sem til fellur utan við leikhúsið og sinna mínum nánustu betur en ég hef gert. Átrúnaðargoð? Guðrún konan mín, ekki spurning. Versta gjöf sem þú hefur fengið? Ef til vill of margir kertastjakar stundum í jóla- gjöf til okkar hjóna. Bara grín, mér þykir vænt um allar gjafir. Helstu áhugamál? Starfið mitt, veiði á bátnum mínum og við ár- bakka og knattleikir. Hvaða kvikmynd eða sjónvarpsefni hefur haft mest áhrif á þig? Myndir Ingmars Bergmans, t.d. Fanny og Al- exander fyrir stórkostlegan leik. Svo er það Drakúlamynd sem ég sá 9 til 10 ára. Síðan hef ég verið myrkfælinn. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Ertu búinn að sjá söngleikinn Ást? (Ef ekki þá skal ég bjóða þér ef þú hefur áhuga.) Ást Theodór Júlíusson leikari. Morgunblaðið/Golli Lýstu eigin útliti. Dálítið feitur, með skalla, en annars bara myndarlegur. Hvaðan ertu? Siglufirði, þeim frábæra stað. Ertu með vörtu? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Sigtryggi Baldurssyni) Nei og hef aldrei verið með. Hefurðu kveikt í hárinu á þér? Ég hef gert margar vitleysur í mínu lífi en ekki þetta. Æskuást eða elliást? Varð ungur ástfanginn af konunni sem ég giftist, sú ást lifir góðu lífi. Draumahlutverkið? Hlutverk í verki sem segir okkur hvað má gera betur í okkar þjóðfélagi í velferð- armálum, fjölskyldumálum og allra sem minna mega sín af einhverjum orsökum. Hvaða bók lastu síðast? Skáldalíf, höfundur Halldór Guðmundsson. Frábær bók. Á hvaða plötu hlustar þú mest þessa dagana? Love með The Beatles sem kom út 2006. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig? Hvað ég get stundum verið leiðinlegur. Besta lag allra tíma? THEODÓR JÚLÍUSSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR LEIKUR Í SÖNGLEIKNUM ÁST SEM BIRTIST NÝLEGA AFTUR Á FJÖLUM NÝJA SVIÐS BORGARLEIKHÚSSINS EFTIR SUMARFRÍ. THEODÓR JÚLÍUSSON ER AÐALSMAÐUR VIKUNNAR OG HANN BORÐAR SÍNA PYLSU MEÐ SINNEPI OG HRÁUM LAUK. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 43 Stærsta kvikmyndahús landsins Miðasala á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6 Astrópía kl. 6 - 8 - 10:10 The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL eeee - JIS, FILM.IS eee - FBL ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? Sýnd kl. 5:45 og 10:20 B.i. 14 ára www.laugarasbio.is MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára eeee JIS, FILM.IS Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Sagan sem mátti ekki segja. eeee „VONANDI EIGA SEM FLESTIR EFTIR AÐ NJÓTA FRÁBÆRAR MYNDAR OG ÚRVALS AFÞREYINGAR.“ - S.V., MORGUNBLAÐIÐ „EDDAN HEFUR FUNDIÐ ARINHILLURNAR SÍNAR Í ÁR.“ - S.V., MORGUNBLAÐIÐ MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 8 og 10:30 eeee “ÉG ÆTLA EKKI AÐ FULLYRÐA AÐ VEÐRAMÓT SÉ BESTA ÍSLENSKA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ, EN ÉG MAN SAMT EKKI EFTIR AÐ HAFA SÉÐ EINHVERJA SEM VAR BETRI.” - B.B., PANAMA.IS STÆRSTI SÖNGLEIKUR ALLRA TÍMA STÆRSTI SÖNGLEIKUR ALLRA TÍMA FRUMSÝNING» KVIKMYNDIN Vacancy er klass- ískur þriller í anda Alfreds Hitch- cock. Í myndinni segir frá ungum hjón- um sem þurfa að eyða nóttinni á óhugnanlegu móteli eftir að bíllinn þeirra bilar. Þar finna þau faldar myndavélar út um allt og fljótlega kemur í ljós að ef þeim tekst ekki að sleppa þá verða þau fórnarlömb í „snuff“-mynd. Handritshöfundur er Mark L. Smith og leikstjóri er Nimrod An- tal. Aðalhlutverk eru í höndum: Kate Beckinsale, Luke Wilson, Frank Whaley og Ethan Embry. Myndin er stranglega bönnuð innan 16 ára og verður sýnd í Smárabíói, Regnboganum og Sam- bíóunum Akureyri. Á óhugnanlegu móteli Vacancy Gerist eins og svo margar spennumyndir á vegamóteli. Erlendir dómar: Metacritic 54/100 Los Angeles Times 70/100 Empire 60/100 Variety 50/100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.