Morgunblaðið - 06.11.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 06.11.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 303. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SMEKKLAUS BÓK SANNSÖGLI OG LYGI Í LJÓÐABÓK EINARS ARNAR OG BRAGA ÓLAFS >> 36 Leikhúsin í landinu Gjafakort í leikhúsið - góð gjöf. >> 37 FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is GRÍÐARLEG ólga er í Pakistan eftir þá ákvörðun Pervez Musharrafs forseta að setja neyðarlög, reka flesta dómara í hæsta- rétti landsins og loka fyrir útsendingar allra frjálsra sjónvarpsstöðva. Allra augu beinast að Pakistan við þessar aðstæður, enda gæti stjórnleysi í landinu haft afdrifaríkar afleið- ingar. Múslímskir öfgamenn eru áhrifamikl- ir í Pakistan og hafa ber í huga í þessu sam- bandi að Pakistan er kjarnorkuríki og stöðugleiki í stjórnmálum því mikilvægur fyrir heiminn allan. Óvinsældir Musharrafs hafa vaxið jafnt og þétt en misheppnaðar tilraunir hans til að víkja forseta hæstaréttar úr starfi fyrr á þessu ári vöktu reiði landsmanna. Gagnrýn- endur segja að Musharraf geri hvaðeina til að halda völdum. Hann hafi nú verið farinn að óttast að hæstiréttur lýsti endurkjör hans í atkvæðagreiðslu á þingi í síðasta mánuði ólöglegt og því hafi hann gripið inn nú um helgina. Örvæntingarfullt útspil? Sumir segja þó raunar að framganga Musharrafs geri það að verkum að dagar hans sem forseta séu senn taldir. Honum muni aldrei takast að halda niðri þeirri ólgu sem nú er komin upp, enda hljóti einræðis- stjórn aðeins að magna öfgar í landinu. Pakistanskir ráðamenn sögðu reyndar í gær að þingkosningar yrðu haldnar í janúar eins og að var stefnt en höfðu áður sagt að af því yrði varla; og vafi leikur vitaskuld á – í ljósi atburða helgarinnar – um gildi yfirlýsinga um skjóta endurreisn lýðræðisins. Uppnámið í Pakistan er sérstakt áhyggju- efni fyrir Bandaríkjastjórn sem litið hefur á Musharraf sem einn sinn mikilvægasta bandamann í hinu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum. Frammistaða pakistanskra stjórnvalda hefur raunar valdið von- brigðum, Osama bin Laden leikur enn laus- um hala og íslömskum öfgamönnum í landa- mærahéruðum Pakistans og Afganistans hefur vaxið ásmegin hvað sem líður lof- orðum um að á því yrði tekið. Bush Banda- ríkjaforseti hefur engu að síður lagt mikið traust á Musharraf og verið ákafur í að styrkja hann í sessi – m.a. með efnahags- aðstoð upp á alls ellefu milljarða dollara – en Bandaríkjamenn hafa þannig lagt öll sín egg í eina körfu. Þeir verða því a.ö.l. að standa með Musharraf í gegnum þykkt og þunnt, einnig nú þegar hann augljóslega hefur valið leið sem er í hróplegu ósamræmi við þá yf- irlýstu stefnu Bandaríkjamanna að styðja lýðræðisöfl hvarvetna í heimi hér. | 14 AP Neyðarlög Her og lögregla eru í við- bragðsstöðu í Pakistan. Hættulegt upplausn- arástand Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MENN telja sig hafa verið að gera einhvern frá- bæran viðskiptasamning fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, með því að fá óefnislegar eignir metnar á 10 milljarða króna í samrunasamningi REI og GGE, en þegar betur er að gáð er sú saga ekki sögð nema að hluta til,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OR. Vísar hann þar til minnisblaðs Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra OR, um verðmat GGE í sam- runa við REI sem lagt var fram á síðasta stjórn- arfundi OR að beiðni Júlíusar Vífils. Þar kemur fram að Hjörleifur telur að færa megi gild rök fyrir því að eignasafn GGE sé hátt metið í samrunaefnahagsreikningi REI og GGE og beri ekki það yfirmat sem samningsverðið fól í sér. „Samkvæmt mati forstjóra OR er GGE ofmetið, enda er gríðarlegur munur á bók- færðu virði GGE og samn- ingsvirði,“ segir Júlíus Vífill, en munurinn nemur tæpum 7 milljörðum. „Það má vera al- veg ljóst að sá samningur sem gerður var var mjög fýsilegur fyrir GGE. Í ljósi þessa verð- ur maður að ætla það að þeir sem önnuðust þessa samningagerð fyrir hönd OR hafi verið komnir inn á vígvöll sem þeir þekktu lítið til á,“ segir Júl- íus Vífill. Í minnisblaði Hjörleifs kemur fram að hann telur að fyrrgreindar upplýsingar hefðu tvímæla- laust átt að liggja fyrir þegar stjórn og eigendur fjölluðu um samrunasamninginn 3. október sl. En telur Júlíus Vífill að stjórn og eigendur OR hefðu samþykkt samrunasamninginn hefðu þess- ar upplýsingar legið fyrir á sínum tíma? „Nei, alls ekki. Þessar upplýsingar segja okkur það að samningurinn er ekki eins kræsilegur fyrir OR og menn vildu vera láta,“ segir Júlíus Vífill, en bendir jafnharðan á að fleiri þættir í samrun- anum hafi haft þau áhrif að meirihluti borgar- stjórnar hafi ekki getað við hann unað. Nefnir hann í því samhengi bæði þjónustusamning REI og OR til 20 ára sem og umdeilda svokallaða kaupréttarsamninga. Verðmat Geysir Green var hækkað um 6,7 milljarða  Sameiningin við Geysi var ekki frábærir samningar fyrir OR eins og haldið hefur verið fram, segir borgarfulltrúi  Hlutur Geysis hafi verið ofmetinn Júlíus Vífill Ingvarsson  Gild rök að eignasafn GGE | 7 FERMINGARBÖRN úr Grafar- vogssókn gengu í hús í gær til að safna peningum til verkefna Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Að sögn Bjarna Þórs Bjarnason- ar, prests í Grafarvogskirkju, er þetta í 9. sinn sem söfnunin er haldin, en alls ganga fermingar- börn úr 67 sóknum í öllum lands- hlutum í hús nú í nóvemberbyrjun. Segir hann aðallega safnað fyrir brunnum í fátækum löndum Afr- íku þar sem mikill skortur er á hreinu neysluvatni. Í fyrra söfnuðu fermingarbörn 7 milljónum kr. á landsvísu en hver brunnur kostar um 75 þús. kr. og getur þjónað um þúsund manns. Að sögn Bjarna er söfnunin góð leið til að kenna fermingarbörnum mikilvægi þess að gefa og láta gott af sér leiða. Morgunblaðið/Kristinn Rétta hjálparhönd Fermingarbörn ganga í hús til að safna fyrir brunnum í Afríku NIÐURSKURÐUR þorskkvóta mun líklega hafa mest áhrif á efna- hagsleg umsvif á Vestfjörðum og á Vesturlandi, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands (HHÍ) um áhrif afla- samdráttar í þorski á fjárhag sveit- arfélaga. Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri HHÍ, kynnti skýrsluna á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær. Hagfræðistofnun gerir ráð fyrir að heildarframleiðsla atvinnulífs í þessum landshlutum dragist saman um 3-4% á fyrsta ári eftir að til- kynnt var um niðurskurðinn. Þá gætu heildarumsvif minnkað um 2-3% á Suðurnesjum og á Norður- landi fyrsta árið, en minna annars staðar á landinu. Samdrátturinn verður líklega hlutfallslega mestur í Grímsey og er gert ráð fyrir að tekjur Gríms- eyjarhrepps minnki um 13% fyrsta árið eftir kvótaskerðingu. Þá er gert ráð fyrir að tekjur Grindavík- urbæjar, Grundarfjarðarhrepps, Grýtubakkahrepps og Skaga- strandar dragist saman um 5% fyrsta árið. Tekjumissir sveitarfé- laganna er fyrst og fremst fólginn í því að tekjur þeirra af útsvari verða minni en áður. Einnig kann kvóta- skerðingin að hafa áhrif á fast- eignaverð og fasteignagjöld. Þá munu tekjur hafna dragast saman þótt eitthvað kunni einnig að spar- ast í útgjöldum þeirra. Kvótaskerðingin kann að styrkja hag sumra stórra staða því kvóti kann að flytjast frá smærri stöðum til þeirra stærri. | 11 Áhrif aflasamdráttar í þorski á fjárhag sveitarfélaga mjög mismunandi Mest áhrif í Grímsey Í HNOTSKURN »Aflaverðmæti í þorsk-veiðum gæti dregist sam- an um 9,4 milljarða króna með minni veiðum. »Stöðum þar sem þorskurer frystur hefur fækkað úr 50 í 34 frá 1992-2004. »Einnig hefur stöðum þarsem þorskur er saltaður fækkað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.