Morgunblaðið - 06.11.2007, Side 2

Morgunblaðið - 06.11.2007, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR        Ástfangin prinsessa er þriðja bókin í bókaflokknum um Míu Thermopolis, borgarstelpu og prinsessu. Bækurnar hafa hvarvetna hlotið frábærar viðtökur og eftir þeim hafa líka verið gerðar feikivinsælar kvikmyndir. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is 25 þúsund klámmyndir  Lögregla lagði hald á gríðarlegt magn barnakláms hjá Íslendingi í tengslum við alþjóðlega rannsókn  46 klukkustundir af kynferðislegu ofbeldi barna fundust TVEIR Íslendingar voru handteknir í tengslum við alþjóðlega rannsókn vegna dreifingar og sölu barnakláms á Netinu. Rannsókn vegna þáttar þeirra er lokið og hafa málin verið send ríkissak- sóknara til saksóknar. Mennirnir eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og eru á þrítugs- og fertugs- aldri. Íslenskum lögregluyfirvöldum barst tilkynning frá evrópsku löggæslustofnuninni Europol í mars sl. um Íslendingana tvo. Þeir voru viðskiptavinir 42 ára Ítala sem hélt úti vefsíðu þar sem hægt var að kaupa allt að 150 hreyfimyndir sem sýndu kyn- ferðislegt ofbeldi á börnum. Myndirnar hafði mað- urinn sjálfur tekið upp, flestar í Úkraínu en einnig í Belgíu og Hollandi. Viðskiptavinir síðunnar voru um 2.500 og náði rannsóknin til 30 landa. Með átta hundruð hreyfimyndir Annar Íslendinganna viðurkenndi að hafa skoð- að umrædda vefsíðu en við rannsókn málsins kom í ljós að hann hafði ekkert efni keypt þaðan. Engu að síður fundust á tölvu mannsins um eitt þúsund ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Þrátt fyrir að um umtalsvert magn sé að ræða er það lítið samanborið við það sem fannst á tölv- um hins mannsins. Sá hafði sankað að sér rúmlega 24 þúsund ljósmyndum og átta hundruð hreyfi- myndum sem að mati lögreglu sýndu kynferðis- legt ofbeldi á börnum. Innihéldu hreyfimyndirnar um 46 klukkustundir af barnaklámi. Rannsókn málsins sem bar heitið „pokabjarnar- aðgerðin“ (e. Operation Koala) hófst á síðasta ári og hafa þegar verið borin kennsl á 23 börn á aldr- inum 9-16 ára. Flest eru þau frá Úkraínu. Samkvæmt upplýsingum frá Europol hafa 92 verið handteknir í tengslum við rannsóknina en von er á fleiri handtökum. Einnig kemur fram að viðskiptavinirnir 2.500 eru á öllum aldri og úr öll- um stéttum samfélagsins, m.a. nokkrir skólakenn- arar og sundkennarar. Í málinu var lagt hald á undravert magn barnakláms en í mörgum mál- anna var um að ræða meira en eina milljón skráa. FULLT var út úr dyrum á pressu- kvöldi sem Blaðamannafélag Ís- lands stóð fyrir í gærkvöldi í tengslum við alþjóðlegan dag til varnar blaðamennsku. Frummæl- endur á fundinum voru Birgir Guðmundsson, aðjunkt við Háskól- ann á Akureyri, og Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Birgir gerði markaðsvæðingu fjölmiðla að umtalsefni. Sagði hann að meðan tilgangur flokksmiðla hefði verið boðun væri reksturinn aðalatriðið í dag og það setti blaða- mennskunni ný mörk. Hann sagði fjölmiðlana í dag vera einkavætt upplýsingakerfi sjálfs lýðræðisins. Að mati Jóns má greina ákveð- inn slappleika í fjölmiðlum í dag. Benti hann í því samhengi á að það væru of mörg svið samfélagsins sem fréttamenn skorti þekkingu á til þess að geta spurt gagnrýninna spurninga. Hann gagnrýndi þá við- bragðafréttamennsku sem ríkjandi væri hérlendis og kallaði eftir því að fréttamenn væru duglegri í því að finna sjálfir fréttir. Að framsögum loknum sátu Ari Edwald, forstjóri 365, Einar Sig- urðsson, forstjóri Árvakurs, og Páll Magnússon útvarpsstjóri í pallborði og urðu líflegar umræð- ur. Ari gerði tortryggnina í garð markaðsvæðingarinnar að umtals- efni. Hann sagði að líta ætti á fjöl- miðlageirann sem atvinnurekstur sem ætti að fá að þróast. Hann sagði einnig nauðsynlegt að gera kröfur um heilbrigðan rekstrar- grundvöll fjölmiðla. Einar ræddi rekstur fjölmiðla. Hann sagði eig- endur fjölmiðla fyrst og fremst upptekna af því að láta fjárhags- dæmið ganga upp og hingað til hefðu hluthafar í fjölmiðlum fengið skammarlega lítið fyrir sinn snúð. Að hans mati ofgeri menn áhyggj- ur af markaðsvæðingu miðlanna. Páll gagnrýndi það sérstaklega hversu slappir fjölmiðlar væru í viðskiptafréttum. Þarna væri ekki einu sinni um að ræða viðbragða- blaðamennsku heldur viðtöku- blaðamennsku, þar sem aðeins væri sagt frá gróðanum en ekki tapinu. Markaðsvæðing fjölmiðla rædd Morgunblaðið/Sverrir Fjölmenni Pressukvöld Blaðamannafélagsins í Kornhlöðunni í Bankastræti í gærkvöldi var vel sótt. Pressukvöld til varnar blaða- mennskunni Guðmundur Jónsson söngvari er látinn. Guðmundur fæddist 10. maí 1920 í Reykja- vík og var því á 88. ald- ursári. Foreldrar hans voru Halldóra Guðmunds- dóttir frá Akranesi og Jón Þorvarðsson, kaupmaður í Reykja- vík. Guðmundur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1937 og var við framhaldsnám í Wood’s College í Hull veturinn eftir. Árið 1941 hóf hann söngnám hjá Pétri Á. Jónssyni óperusöngvara og fór tveimur árum síðar, haustið 1943, til Bandaríkjanna til framhaldsnáms í Samoiloff’s School of Music í Los Angeles. Frá 1947 til ’49 var Guð- mundur við nám í Konunglegu tón- listarakademíunni í Stokkhólmi og veturinn 1949-50 sótti hann einka- tíma í söng í Vínarborg. Starfsferil sinn hóf Guðmundur sem skrif- stofumaður en að fram- haldsnámi í söng loknu helgaði hann sig söngn- um, söngkennslu og störfum á tónlistar- deild Ríkisútvarpsins. Árið 1966 varð Guð- mundur framkvæmda- stjóri RÚV og gegndi því til ársins 1985. Guð- mundur kenndi við Söngskólann í Reykja- vík um árabil. Fyrri kona Guð- mundar var Þóra Har- aldsdóttir húsmóðir sem lést 1982. Eftirlifandi eiginkona hans er Elín Sólveig Benediktsdóttir sendiráðs- ritari. Guðmundur lætur eftir sig þrjú börn og tvö stjúpbörn. Fáir íslenskir tónlistarmenn hafa markað jafn djúp spor í þjóðarvit- undina og Guðmundur Jónsson. Hann var einn elskaðasti söngvari þjóðarinnar allt frá því hann kom heim úr námi og söng hlutverk Rigo- letto í samnefndri óperu Verdis í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleik- hússins haustið 1951. Hann söng mörg óperuhlutverk á farsælum ferli, meðal annars hlutverk gamla mannsins í Silkitrommunni eftir Atla Heimi Sveinsson sumarið 1982. Varla hefur nokkur einsöngvari sungið jafn mörg íslensk lög og Guð- mundur gerði og skipta upptökur Ríkisútvarpsins með söng hans hundruðum. Söngferill Guðmundar hófst fyrir alvöru meðan hann var enn í námi árið 1946 er hann söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur og Stefáni Íslandi á 60 tónleikum á tveggja og hálfs mánaðar tónleika- ferð um Bandaríkin. Gagnrýnendur vestra sögðu Guðmund hæfan í hvaða óperuhús sem hann kysi að leggja leið sína í. Að ferðinni lokinni var Guðmundur gerður að heiðurs- félaga kórsins, en samstarf kórsins og Guðmundar gat meðal annars af sér lagið Hraustir menn sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma. Guðmundi hlotnaðist fálkaorða fyrir störf sín að tónlist. Guðmundur Jónsson Andlát SNÆDÍS Huld Björnsdóttir sameindalíffræð- ingur og Sólveig K. Pétursdóttir, verkefnisstjóri hjá Matís ohf., hafa fundið áður óþekkta hvera- bakteríu sem virðist bundin við Ísland. Teg- undin, sem nú nefnist Thermus islandicus, fannst í háu hlutfalli í hver á Torfajökulssvæðinu nú síð- sumars og hefur tekist að rækta upp lífvænlegan stofn sem verður skoðaður nánar. Fram kemur á heimasíðu Matís að bakterían hafi fundist með aðferðum sem gera vís- indafólki kleift að greina tegunda- samsetningu án þess að rækta bakt- eríurnar fyrst. Í framhaldinu kviknaði áhugi á að einangra teg- undina og rækta hana upp. Segir Sólveig að ýmsar hverabakt- eríutegundir hafi gefið af sér verð- mæt ensím sem notuð séu við hvers kyns erfðatæknirannsóknir víða um heim, ekki síst bakteríur af Thermus-ættkvísl. Þá hafi í þeim fundist veirur sem búi yfir ensím- um sem geti gagnast við að festa saman DNA-búta. „Fyrst þarf að skoða hvernig hún lifir. Í kjölfarið verður skrifuð um hana grein og reynt að fá hana birta í vísinda- tímariti,“ segir Sólveig. Matís finnur áður óþekkta hverabakteríu Sólveig K. Pétursdóttir TAP deCode á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 63,1 milljón Banda- ríkjadollara. Það svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 62,2 milljónir dollara. Tapið á þriðja ársfjórðungi jókst einnig frá fyrra ári og nam 24,2 milljónum dollara, eða 1,4 millj- örðum króna, samanborið við 23,6 milljónir árið áður. Tekjur félagsins á fjórðungnum námu 10,9 milljónum dollara en 8,6 milljónum í fyrra. At- hygli vekur að á þriðja ársfjórðungi ríflega tvöfaldaðist fjármagnskostn- aður fyrirtækisins, fór úr 1,7 í 4 milljónir dollara. Sami kostnaður jókst á fyrstu níu mánuðum ársins úr 5,1 milljón í 11,5 milljónir dala. DeCode tapar 1,4 milljörðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.