Morgunblaðið - 06.11.2007, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf.
(FLE) hækkaði aðstöðugjöld sem
hún tekur af flugfélögum fyrir
tækjabúnað, innritunarborð og
fleira um heil 56% frá og með 1.
október síðastliðnum. Matthías Ims-
land, forstjóri Iceland Express, hef-
ur mótmælt hækkuninni harðlega
og segir hana fyrirvaralausa með
öllu. Þetta komi sér afar illa fyrir
fyrirtækið sem þegar hafi selt miða
langt fram á næsta ár. Tilkynningin
sé því afturvirk. Matthías segir í
fréttatilkynningu að grunur vakni
um að aðstöðugjöldin séu notuð til
að greiða fyrir bætta veitingaað-
stöðu í flugstöðinni og verið sé að
velta kostnaði af stækkun flugstöðv-
arinnar yfir á flugfélög fyrirvara-
laust.
Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri
FLE, vísar þessu á bug og segir
enga slíka óráðsíu við lýði í rekstri
flugstöðvarinnar. Skýringar á
hækkuninni séu eðlilegar. „Við er-
um að fjárfesta í nýju farangurs-
flokkunarkerfi. Þegar verið var að
vega og meta hvort fara ætti í þessa
fjárfestingu, þá var haft samráð við
fyrirtæki í flugafgreiðslu og helstu
flugfélög sem fljúga til Keflavíkur,
þ.á m. bæði Iceland Express og Ice-
landair. Niðurstaðan af þessu sam-
ráði varð sú að fara í sjálfvirka
flokkun,“ segir Höskuldur, en hing-
að til hefur verið handflokkað. Að
sögn Höskuldar var hækkunin til-
kynnt flugafgreiðsluaðilum bréflega
í ágústmánuði 2006 og afrit sent til
flugfélaganna. Þar hafi krónutala
hækkunarinnar verið tilgreind og
hvenær hún kæmi til framkvæmda,
þ.e. 1. maí 2007 en svo hafi verið
fallist á að fresta hækkuninni fram
til 1. október. Iceland Express hefði
því átt að geta gert ráð fyrir þessum
kostnaði í sölu sinni fyrir næsta ár.
Lækkað að raunvirði frá 1987
Hækkunin er engu að síður mikil,
og í andstöðu við þá þróun að sífellt
meiri umferð er um flugstöðina, en
skv. því ætti gjald sem þetta að
lækka á hvern farþega. „Gjaldið var
hækkað síðast árið 2003, úr 5 doll-
urum í 6. Nú er það ekki lengur í
dollurum, en þörfin fyrir að hækka
gjaldið hefur meðal annars stafað af
veikingu dollarans síðustu fjögur ár-
in. Hún hefur rýrt gjaldið um 100
krónur. Við síðustu hækkun, árið
2003, var gengi dollarans í kringum
80 krónur og gjaldið því 480 krónur,
en það var komið niður í 370 krónur
miðað við gengi dollarans eins og
það hefur verið undanfarna daga,“
svarar Höskuldur.
Ríflega helmingshækkun á
aðstöðugjöldum í Leifsstöð
„Fullt samráð við
flugfélögin,“ segir
forstjóri FLE
Dýrt Töskuflokkunarkerfið kostar 550 milljónir og flokkar 3.000 töskur á
klukkustund. Aðstöðugjald hækkaði úr 450 í 700 krónur á hvern farþega.
GÆSIRNAR, sem oft hafa viðkomu við Tjörnina í
Reykjavík, flugu lágflug yfir miðborgina í gær. Hall-
grímskirkjuturn er 73 metrar hár og það vantar mikið
upp á að gæsirnar næðu þeirri hæð. Bygging Hallgríms-
kirkju hófst árið 1945 og á næsta ári verða 60 ár liðin frá
því að kjallari kórsins var vígður sem kirkjusalur.
Lágflug yfir miðborg Reykjavíkur
Morgunblaðið/Kristinn
MEIRIHLUTI íbúa á Kársnesi, eða
um 57% þeirra sem afstöðu tóku í
könnun Capacent Gallup, er hlynnt-
ur íbúðabyggð yst á Kársnesi. Þá vill
tæpur helmingur íbúanna eða 46%
sjá verslanir yst á Kársnesi, 16%
vilja skóla og/eða leikskóla, 14% al-
menna þjónustu og 13,3% kaffihús.
Þetta eru helstu niðurstöður
könnunar sem Capacent Gallup
gerði meðal íbúa á Kársnesi í sumar
fyrir fasteignaþróunarfélagið Nes-
bryggju ehf.
Þegar svör þeirra sem voru
óákveðnir eru reiknuð með reyndust
50% fylgjandi íbúðabyggð, 12% voru
óákveðin og 38% á móti.
Stækkun hafnarinnar og athafna-
svæðis sem tengist henni mæltist illa
fyrir samkvæmt sömu könnun, en
67% reyndust andvíg áformum þar
um og 33% fylgjandi. Bæjaryfirvöld
hafa sem kunnugt er tekið tillit til
þessara viðhorfa og hætt við fyrir-
hugaðar hafnarframkvæmdir.
Hlynnt
íbúðabyggð
67% íbúa andvíg
stækkun hafnarinnar
ÞRJÚ ungmenni voru í gær sakfelld
í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir pen-
ingafals. Þau voru dæmd til tveggja
til níu mánaða fangelsisvistar en
dómurinn taldi ástæðu til að fresta
fullnustu refsingar og falla þær nið-
ur haldi þau skilorð í þrjú ár.
Ungmennin settu í umferð 12 eitt
þúsund króna seðla og 37 fimm
hundruð króna seðla í apríl síðast-
liðnum. Nítján ára stúlka tók þá við
seðlunum en hún vann á kassa í
verslun Bónuss og afhenti til baka 6
fimm þúsund króna seðla.
Raunar fékk stúlkan bakþanka
vegna málsins og tilkynnti yfirmanni
sínum þá þegar sama kvöld um at-
hæfið – en sagði að vísu annan
starfsmann hafa tekið við peningun-
um. Þegar upp komst að hún hefði
sjálf tekið við peningunum tók hún
30 þúsund krónur út af bankareikn-
ingi sínum og afhenti verslunar-
stjóra verslunarinnar í von um að
halda starfi sínu.
Öryggisfulltrúi hjá Bónus kærði
peningafalsið og lagði fram mynd-
bandsupptökur máli sínu til stuðn-
ings. Á þeim sjást ungmennin fremja
verknaðinn.
Í niðurstöðu héraðsdóms segir
m.a. að þykja megi binda refsingar
skilorði, s.s. vegna játningar tveggja
sakborninga og ungs aldurs en öll
eru þau um tvítugt.
Héraðsdómarinn Jónas Jóhanns-
son kvað upp dóminn. Hulda Elsa
Björgvinsdóttir, fulltrúi ríkissak-
sóknara, sótti málið af hálfu ákæru-
valdsins og Bragi Björnsson hdl. og
Ingimar Ingimarsson hdl. vörðu
ungmennin.
Komu fölsuðum
seðlum í umferð
Þrjú dæmd í skilorðsbundið fangelsi
TRUFLUN varð í rafmagni Flug-
stjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík
upp úr hádegi í gær. Leiddi hún af
sér bilun í síafli en á því eru keyrð
kerfi flugstjórnarmiðstöðvarinnar.
Umferð um íslenska flugstjórnar-
svæðið var takmörkuð meðan unnið
var að enduruppsetningu aðalkerfis-
ins en sú aðgerð tók innan við tvær
klukkustundir. Á meðan var unnið á
varakerfi flugstjórnarmiðstöðvar-
innar, samkvæmt upplýsingum frá
Flugstoðum.
Vegna bilunarinnar urðu nokkrar
tafir á flugumferð frá Keflavík og
Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt
upplýsingum frá Flugfélagi Íslands
urðu talsverðar tafir á innanlands-
flugi í um þrjá tíma um miðjan dag.
Að sögn Hrafnhildar Brynju Stef-
ánsdóttur, upplýsinga- og kynning-
arfulltrúa Flugstoða, er ekki vitað
hvað olli biluninni, en orsaka hennar
verður leitað og reynt að grípa til
fyrirbyggjandi ráðstafana.
Tafir
á flug-
umferð
Íslenska flugstjórn-
arsvæðinu lokað
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
farbannsúrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur yfir fjórum Litháum
vegna aðildar að yfir tuttugu þjófn-
aðarbrotum í íslenskum verslunum.
Mennirnir sæta farbanni á meðan
lögregla lýkur rannsókn, þó ekki
lengur en til 13. nóvember nk.
Í greinargerð lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu kemur fram að
rannsókn málanna sé langt á veg
komin en hún hafi dregist fram yfir
þann tíma sem áætlaður var, m.a.
vegna umfangs málanna. Um rúm-
lega þrjú hundruð munir hafi verið
haldlagðir og hafi tekið mun meiri
tíma í að yfirfara þá en gert hafi ver-
ið ráð fyrir.
Líkt og áður hefur komið fram í
fjölmiðlum hafa mennirnir takmörk-
uð tengsl við landið og því nauðsyn-
legt að tryggja að þeir geti ekki kom-
ið sér hjá mögulegri saksókn.
Rannsókn
hefur dregist
♦♦♦
KARLMAÐUR á fertugsaldri var í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
dæmdur til að greiða leigubílstjóra
hundrað þúsund krónur í miskabæt-
ur. Að auki var honum gert að greiða
180 þúsund krónur í sekt til ríkis-
sjóðs og 234 þúsund krónur í sak-
arkostnað.
Í dómi héraðsdóms kemur fram að
maðurinn hafi lagt hendur á leigubíl-
stjórann, sem er kona, og tekið um
háls hans með þeim afleiðingum að
bílstjórinn hlaut klórfar hægra meg-
in á hálsi og roðabletti vinstra megin
og eymsli yfir hálsvöðvum.
Konan bar við að maðurinn hefði
reiðst þegar hún stöðvaði bifreið
sína, en það gerði hún þegar annar
farþegi sagðist þurfa að kasta upp.
Auk þess tjáði hún farþegunum að
„þrifagjald“ væri tíu þúsund krónur,
þ.e. ef farþegi kastaðipp inni í bíln-
um. Að sögn konunnar tók maðurinn
ekki vel í það.
Eftir að hafa lagt hendur á konuna
flúði maðurinn af vettvangi með ein-
um farþega en tveir voru áfram eftir
í bílnum.
Greiðir bíl-
stjóra bætur
♦♦♦