Morgunblaðið - 06.11.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 06.11.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● GLITNIR hefur hækkað óverð- tryggða innláns- og útlánsvexti um 0,45 prósentustig og tekur breyt- ingin gildi 11. nóvember. Jafnframt hækka vextir á nýjum húsnæð- islánum til viðskiptavina bankans, úr 5,80% í 6,35%. Sú breyting tekur gildi í dag, 6. nóvember. Þessi breyting á vöxtum húsnæð- islána hefur engin áhrif á kjör þeirra sem tekið hafa húsnæðislán hjá Glitni til þessa, segir í tilkynningu frá bankanum. Vaxtahækkunin er vegna hækk- unar á stýrivöxtum Seðlabankans, sem tilkynnt var í síðustu viku. Glitnir hækkar inn- láns- og útlánsvexti ● SAMKVÆMT nýjum nið- urstöðum ís- lensku ánægju- vogarinnar, sem Capacent Gallup framkvæmdi, hefur ánægja al- mennings með íslensku viðskiptabankana aukist, í fyrsta sinn frá árinu 2003 en þessar mæl- ingar hafa farið fram árlega frá 1999. Könnunin fór fram í ágúst og september sl. og símaviðtal tekið við 250 viðskiptavini hvers banka eða sparisjóðs. Mælingin nú leiðir í ljós að mest er ánægjan meðal við- skiptavina Sparisjóðsins, sem gáfu að meðaltali 78,1 stig af 100 mögulegum. Næst kom SPRON með 74,2 stig, síðan Byr, sem mældur var í fyrsta sinn, með 73 stig, Glitnir 72,8, Landsbankinn 72,6 og Kaupþing rekur lestina með 68,9 stig. Ánægja með bankana eykst í fyrsta sinn í 4 ár Mest ánægja er með Sparisjóðinn. Áhrif á íslensk hlutabréf Verð hlutabréfa í íslensku kaup- höllinni lækkaði einnig í gær. Alls nam lækkun úrvalsvísitölu veltu- mestu fyrirtækjanna 2,5% og var vísitalan tæplega 7.705 stig við lok dags. Aðeins eitt íslenskt félag, 365, hækkaði í verði, um 6,8%, í litlum viðskiptum rétt fyrir lokun. Önnur íslensk félög lækkuðu í verði eða stóðu í stað. Mest lækkaði verð hlutabréfa í Kaupþingi banka, um 3,6%, og í Exista, um 3,4%. Fyrr að deginum var lækkunin á íslenska markaðnum heldur meiri en dró úr þegar leið á daginn. Órói á mörkuðum vegna bankavanda Fjárfestar um allan heim óttast aukna lánsfjárkreppu Reuters Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is ÞAÐ hrikti í stoðum hlutabréfa- markaðarins víða um heim í gær þegar tilkynnt var um afsögn Charl- es Prince, stjórnarformanns og for- stjóra Citigroup, stærsta banka í heimi. Stórir hluthafar bankans kröfðust þess að Prince segði af sér eftir að kom á daginn að bankinn þarf að búa sig undir að afskrifa jafn- virði allt að 650 milljarða króna vegna ótryggra lána á fasteigna- markaði í Bandaríkjunum, og að hagnaður bankans á þriðja ársfjórð- ungi dróst saman um 57%. Þetta fóðraði vantrú fjárfesta á bandaríska bankamarkaðinn og hafði víðtæk áhrif á hlutabréfaverð með skörpum lækkunum í fyrstu. Enda eru ekki nema örfáir dagar síð- an forstjóri Merrill Lynch, Stan O’Neal, hætti í kjölfar þess að tap varð á rekstri bankans á síðasta árs- fjórðungi, í fyrsta sinn í fimm ár. Fjárfestar óttast að staða stórra fjármálafyrirtækja sé verri en áður var talið og það muni auka á láns- fjárkreppu og draga úr hagvexti víða um heim. Í Asíu féll Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 5% og Nikkei-vísital- an í Japan um 1,5%, í kjölfar frétta af Citibank. Sömu sögu er að segja af helstu vísitölum á evrópskum hluta- bréfamarkaði. FTSE í London end- aði með 1,1% lækkun, fyrir tilstilli lækkunar á breskum fjármálafyrir- tækjum en mest þó vegna 20% hruns á verði matvörukeðjunnar Sainsbury eftir að fjárfestingarsjóður í eigu stjórnvalda í Quatar dró til baka til- boð sitt í keðjuna, m.a. vegna versn- andi skilyrða á lánamarkaði. Í Bandaríkjunum lækkaði verð hlutabréfa talsvert yfir daginn í gær en náði sér á strik, eins og svo víða, á síðasta klukkutímanum fyrir lokun, þegar ljóst var orðið að fjármálafyr- irtækin yrðu helst fyrir barðinu á lækkunum. Á endanum hafði Dow Jones lækkað um 0,38% og Nasdaq um 0,54%. HEILDARVAXTAMUNUR hefur farið ört lækkandi hér á landi frá árinu 1995 og er nú í kringum 2%, sem er sambærilegt við vaxtamun í öðrum OECD-ríkjum, að sögn Yngva Arnar Kristinssonar, hag- fræðings og framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbankans á fræðslufundi Samtaka fjármálafyrir- tækja um vaxtamun í gær. Yngvi Örn sagði vaxtamun í einstaklings- viðskiptum bankanna hafa verið um 3,5% árið 2006. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, held- ur því hins vegar fram að ekki gagni að reikna vaxtamun sem Íslendingar búi við út frá tölum bankanna, sem spanni bæði umsvif þeirra hér á landi og erlendis. Þær tölur nái ekki að fanga ólík vaxtakjör bankanna í ólíkum löndum. „Samkeppnin er meiri erlendis og þess vegna er vaxtamunurinn skiljanlega minni þar en hér heima,“ sagði Þorvaldur á fundinum en hann hefur reiknað út að vaxtamunurinn hafi verið 10,7% árið 2006 og rúmlega 10% árið áður. Mismunurinn á tölum Yngva og Þorvaldar liggur í þeim útreikning- um sem liggja að baki en Þorvaldi er umhugað að notaðir séu viðurkennd- ir alþjóðlegir mælikvarðar á vaxta- mun. Enda sé markmiðið lýsa þróun vaxtamunarins í gegnum tímann og bera saman við önnur lönd. „Það er meiri vaxtamunur hér en víða annars staðar. Og vaxtamunurinn minnkaði ekki við einkavæðingu bankanna,“ sagði Þorvaldur. Yngvi Örn var þessu ósammála og sagði líklegt að einkavæðing ís- lenskra fjármálafyrirtækja hefði stuðlað að lækkun vaxtamunar eða að minnsta kosti ekki hamlað henni. Hann benti á að vaxtarófið á Íslandi væri óvenjuflókið enda skiptist það í tvö svið, verðtryggt og óverðtryggt. „Á verðtryggða sviðinu hefur sam- keppnin verið mjög hörð í mjög lang- an tíma [og vaxtamunur því lítill]. Á óverðtryggða sviðinu er vaxtarófið hins vegar dreifðara og þar gætir væntanlega áhrifa af minni sam- keppni,“ sagði Yngvi. Erlend samkeppni svarið Gagnrýni Þorvaldar beinist, að hans sögn, ekki að bönkunum því þeim beri skylda gagnvart hluthöf- um sínum til að hafa vaxtamuninn sem mestan. „Gagnrýnin beinist að stjórnvöldum fyrir að hafa staðið með ófullnægjandi hætti að einka- væðingu bankanna og fyrir að hafa ekki tryggt næga samkeppni á bankamarkaði að lokinni einkavæð- ingu,“ sagði hann og hvatti nýjan viðskiptaráðherra til að sjá til þess, til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, að rauðum dreglum yrði rennt í allar áttir, þannig að erlendir bankar gætu haslað sér völl á Íslandi. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra hafði áður sagt í ávarpi sínu að stærsti vandinn á íslenskum bankamarkaði væri hugsanlega of lítil erlend samkeppni og velti upp hvort að íslenska krónan væri ein ástæðan sem hindraði að erlendir bankar hæfu innrás til Íslands. Munur á innláns- og út- lánsvöxtum 2 eða 10%? Sambærilegur vaxtamunur og erlendis, segja bankar Morgunblaðið/Ómar Krafðist svara Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskiptaráðherra, lýsti óánægju sinni með að engin niðurstaða skyldi fást á fundinum. EIMSKIP hefur opnað fyrstu skrifstofu sína í Víetnam, sem er jafnframt sjötta skrifstofa Eim- skips í Asíu. Hin- ar eru í Kína og Japan. Skrif- stofan er í Ho Chi Minh, (áður Saigon), stærstu borg Víetnam, með yfir níu millj- ónir íbúa. Í tilkynningu frá Eimskip segir að Víetnam sé eitt helsta fisk- útflutningsland heims og vöxturinn verði 25-35% á hverju ári. Upp- bygging félagsins í Asíu er sögð í fullum gangi og hugað sé að frekari landvinningum í álfunni. Starfs- menn í Víetnam verða sex talsins. Eimskip í Víetnam Eimskip Mörg tækifæri í Víetnam. ! " #   $   $% # &% '() % * +, - .  %&' ( ) &                                                                         . / *  1 / 2  3  4 / 6 1 !% ##! !  ""!##$$% ##"  ##$# $"# %#! !$  # $""#" !$$$ ! ## $ # $%" "#"% $$" $#! $ %%!"# $"!$"%  " #! $ !% 0 ""$## 0   0 0 ##%  0 0 )% # ) )% ) #)# ")# ") ) " ) %) #)#  ) )# #)! !#) #") )% %) )$ !!) )! ") 0 0 ) 0 0 )% # ) )! ) #)$ ")! ")  ) " ) %) #)#! ) )! #)" !$) ##) )  ) )$! !!)" )$ ")#$ "$) 0 ) )  #)$ 78 / *  1 ! ! #"  " ! # ! %$ #% !     "# 0 # 0 ! 0 0 $ 0 0 9 2 2 * *   $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $  $ # $  $  $  $ # $ % $  $ % $  $ *+ , - ) ),+  1:  ;  *1:  <=  :  7 1:      :  . < + 1 > 2? / @A / 1:  6 1- 2  :  /  ? /:   +0; 78 :  3B+ :  C:  . / * 0 &  #:  A :    AD +DE7 < ; 7 2 1:  7FB ;  @A / A1:  G  :  HI:8 :  DJKH 3B22 2 +  :  L   :    1 2 0 3   MB +  +M .; / :  . +1 8 :  KGN4 KGN      ' ' KGN 5;N     ' ' 9OP H     ' ' 73< 9 N     ' ' KGN6 KGN1"       ' ' EIGENDUR BM Vallár; eignar- haldsfélag Víglundar Þorsteinssonar og fjölskyldu, hafa keypt Smellinn hf. á Akranesi, sem undanfarin ár hefur sérhæft sig í hönnun og fram- leiðslu á forsteyptum húseiningum. VBS fjárfestingabanki annaðist ráð- gjöf við söluna en kaupverð er sagt trúnaðarmál. Eru kaupin háð sam- þykki samkeppnisyfirvalda og niður- stöðu áreiðanleikakönnunar. Frá árinu 2005 hefur Smellinn verið í dreifðri eigu en fyrirtækið á rætur sínar að rekja allt aftur til árs- ins 1931 innan sömu fjölskyldunnar. Höfuðstöðvar Smellins eru á Akra- nesi en útibú er starfrækt í Reykja- vík. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 80 manns en hjá BM Vallá eru 380. Að sögn Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM Vallár, hefur fyrirtæk- ið átt farsælt samstarf við stjórnend- ur og eigendur Smellins undanfarin ár. Smellinn hafi náð eftirtektar- verðum árangri í framleiðslu og sölu húseininga og hafi á að skipa úrvals starfsfólki og stjórnendum. Mikil tækifæri felist í þessum kaupum, en eins og fram kom nýlega í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins hafa verið áform um að fara með framleiðslu- hugmynd Smellins í útrás og kanna möguleika á svipaðri verksmiðju er- lendis og þeirri sem er á Akranesi. Halldór Geir Þorgeirsson, barna- barn stofnandans Haraldar Krist- mannssonar, var meðal eigenda Smellins og mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri sem og aðrir stjórnendur og starfsmenn. Smellinn á Akranesi til eigenda BM Vallár FØROYA banki hagnaðist um 22,3 milljónir danskra króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs, jafnvirði um 256 milljóna króna. Fyrstu níu mán- uðina nemur hagnaðurinn rúmum 106 milljónum króna dönskum, eða um 1,2 milljörðum króna. Í Morgunkorni Glitnis segir að í ljósi góðrar afkomu hafi bankinn uppfært hagnaðaráætlun sína úr 125 til 140 milljónum DKK í 135 til 150 milljónir DKK. V/H hlutfall bankans miðað við afkomu þessa árs sé því um 14,6 og V/I hlutfallið 1,6 miðað við stöðu eigin fjár í lok þriðja fjórðungs. Bréf bankans héldust óbreytt á markaði í gær en þau eru m.a. skráð hér á landi. Hagnaður Føroya banka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.