Morgunblaðið - 06.11.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 06.11.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 17 SUÐURNES Eftir Björn Björnsson Hólar | Í tilefni eitt hundrað ára sögu landgræðslu á Íslandi var haldið mál- þing á Hólum þar sem Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri fjallaði um upphaf sandgræðslu hérlendis og þá frumkvöðla sem stóðu að því starfi. Í upphafi fundar var undirritaður samstarfssamningur milli Land- græðslu Íslands og Hólaskóla, um héraðsmiðstöð landgræðslunnar á Norðvesturlandi. Sagði Skúli Skúla- son, rektor Hólaskóla, að hér með væri formfest ágætt samstarf skól- ans og Landgræðslunnar, sem vissu- lega hefði áður verið komið á með handsali, en nú formlega staðfest. Frumkvöðlar til varnar Sveinn Runólfsson fjallaði um gróðurfar á landinu til forna, um hnignun gróðurs og rýrnun land- gæða, sem hann taldi að hefði náð há- marki á síðari hluta nítjándu aldar, en þá einmitt risu upp frumkvöðlar sem freistuðu þess að snúa vörn í sókn. Benti Sveinn á starf skáldsins og stjórnmálamannsins Hannesar Hafstein, sem meðal annars fékk danska ráðgjafa til að gera tillögur um skógrækt og uppgræðslu sanda, og í framhaldi þess fékkst frumvarp til laga um þessi mál samþykkt hinn 22. nóvember 1907. Sagði Sveinn að þá þegar hefði hafist mjög gott og öflugt samstarf við Búnaðarfélag Íslands sem enn stæði. Þá drap hann á störf þeirra manna sem mótuðu landgræðsluna fyrstu árin, en þar voru í fararbroddi Gunn- laugur Kristmundsson og svo bræð- urnir Runólfur og Páll Sveinssynir. Sagði Sveinn að mjög afgerandi ár- angur hefði náðst í að stöðva sandfok og gróðureyðingu í tíð Gunnlaugs, en þeir Runólfur og Páll hófu störf í Gunnarsholti þar sem núverandi að- setur landgræðslunnar er, og var Páll frumkvöðull að áburðardreif- ingu með flugvélum, sem staðið hef- ur fram á síðustu ár. Þarf lög um sjálfbæra nýtingu Það sem hæst bæri hjá Land- græðslunni þessi árin, sagði Sveinn vera samstarfsverkefni við 650 bændur víðsvegar um landið, sem ber yfirskriftina Bændur græða landið og gengi það verkefni mjög vel og nú á þessu ári sagði hann í fyrsta sinn grætt upp meira land en það sem yrði örfoka og því hefði náðst sá merki áfangi að snúa þeirri óheillaþróun við að sífellt gengi á gróðurlendið. Sveinn Runólfsson drap á fjöl- margt fleira í fróðlegu erindi sínu, meðal annars fjárveitingar til mála- flokksins á liðnum hundrað árum, reiknað til núvirðis, útflutning þekk- ingar við landgræðslu, val á landi til skógræktar svo eitthvað sé nefnt. Þá taldi hann mikla þörf á heildrænni sýn á forgangsröðun verkefna og nefndi í því tilviki sjálfbæran land- búnað, endurheimt vistkerfa, að- gengi lands vegna aukinna lífsgæða landsmanna, ásamt samvinnu við skóla og ýmis félagasamtök um þessi mál. Sagði hann mikla þörf á löggjöf um sjálfbæra landnýtingu, þannig að landeigendur verði sannir vörslu- menn landsins. „Sáðmenn sandanna“ í eitt hundrað ár Morgunblaðið/Björn Björnsson Staðfest Skúli Skúlason rektor og Sveinn Runólfsson staðfesta samning. Að baki þeim stendur Bjarni Maronsson, starfsmaður Héraðsseturs. Ráðstefna á Hólum um upp- haf landgræðslu Í HNOTSKURN »Landgræðsla ríkisins mið-ar aldur sinn við setningu laga um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“ frá árinu 1907 en þá var Sand- græðsla Íslands stofnuð. »Landgræðslan er ein elstastofnun sinnar tegundar í heiminum. Reykjanesbær | Ungir sjálfstæðis- menn í Reykjanesbæ hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við störf Árna Sigfússonar, og annarra bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokks í Reykjanesbæ, að málefn- um Hitaveitu Suðurnesja og hafna hugmyndum um að bærinn eigi að skuldsetja sig um milljarða til að kaupa meirihluta í HS. Í ályktun Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, er varað við hugmyndum um kaup bæj- arins á meirihluta hlutafjár í Hita- veitu Suðurnesja. Með því yrði sveit- arfélagið að skuldsetja sig um hátt í 10 milljarða króna og krefjast há- marksarðgreiðslu af HS hf. til að greiða niður skuldina. Miðað við um 5 til 7% vaxtabyrði af slíku láni geti dæmið aldrei gengið upp. Við slíkar breytingar á eignarhaldi HS yrðu frekari áform um uppbyggingu fyr- irtækisins hæpin þar, sem og mögu- leiki til fjármögnunar slíkra verk- efna næstu áratugina. Engin ástæða sé til þess að leggja í fjárfestingu af þessu tagi þar sem Reykjanesbær eigi fyrir ráðandi hlut í fyrirtækinu. „Við teljum að nálgun Árna [Sig- fússonar] á þessu máli hafi verið hár- rétt fram til þessa og hvetjum hann til að vinna áfram markvisst að því að ná fram þeim fimm megin mark- miðum sem hann hefur kynnt í þessu ferli,“ segir í ályktun Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna. Hafna hug- myndum um kaup á HS Vogar | Umhverfisnefnd Sveitarfé- lagsins Voga leggst gegn öllum hugmyndum Landsnets um endur- nýjun raforkukerfis Suðurnesja með loftlínum. Bæjarráð hafði vís- að tillögum Landsnets til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar. Málið hefur ekki verið afgreitt í bæjarstjórn. Landsnet vill leggja nýjar línur meðfram Reykjanesbrautinni og endurnýja Suðurnesjalínu sem þar liggur og leggja línur að fyrirhug- uðum virkjunum við Trölladyngju. Umhverfisnefnd Voga leggur til að öllum fyrirliggjandi valkostum Landsnets verði hafnað með fram- tíðarhagsmuni íbúa sveitarfé- lagsins og náttúruvernd í huga. „Nefndin álítur að svo miklar raf- línur muni spilla ásýnd lands okkar og hefta möguleika til atvinnusköp- unar, útivistar og annarrar land- nýtingar til frambúðar. Ekki verð- ur heldur séð að þörf sé fyrir svo stór, og afkastamikil mannvirki, jafnvel þó virkjanir stækki og jafn- vel þó 250.000 tonna álver yrði byggt í Helguvík,“ segir í umsögn nefndarinnar. Til að styrkja raf- orkudreifingarkerfið á Suður- nesjum mælir nefndin með jarð- streng sem lagður verði þétt meðfram Reykjanesbraut og að nú- verandi lína fái að halda sér. Telur nefndin að sú lausn þurfi ekki að verða miklu dýrari en loftlínur að teknu tilliti til umhverfiskostnaðar. Umhverfis- nefnd leggst gegn loftlínum Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Öll fjölskylda mín er á Íslandi og það togaði í mig. En mér fannst eins og ég gæti ekki kom- ist til landsins,“ segir Guðlaug Brynj- arsdóttir sem opnað hefur glerblást- ursverkstæðið Iceglass í Keflavík ásamt syni sínum, Lárusi Guð- mundssyni. Guðlaug lærði glerblástur og rak verkstæði í mörg ár í Hals, litlum strandbæ í nágrenni Álaborgar í Danmörku, fyrst ein og síðan í félagi við Lárus. Hún er alin upp í Keflavík og þar búa foreldrar hennar og fjöl- skylda. Hún segir það hafa togað í sig en hún hafi sjaldan komist heim síðustu árin vegna anna við nám og störf og vegna hundanna sinna. Hún segir föður sinn hafi hvatt sig til að flytja heim og hún loksins ákveðið að drífa í því og opna verkstæði. Fyrsta opna verkstæðið Þau fengu aðstöðu í gamla slippn- um í Grófinni, við smábátahöfnina í Keflavík, og þau Lárus hafa verið að setja verkstæðið upp þar. Þau höfðu opið á Ljósanótt í haust en það er ekki fyrr en nú sem allir brennslu- ofnarnir eru tilbúnir og starfsemin komin í fullan gang, að hún treysti sér til að hafa formlega opnun. Framleiðslan fer fram fyrir opnum dyrum og getur fólk fylgst með hlut- unum verða til. Er það fyrsta verk- stæðið með því fyrirkomulagi hér á landi. Verkstæðið og gallerí þar sem hægt er að kaupa framleiðsluna er opið alla daga vikunnar frá klukkan 13 til 20. Guðlaug segir að margir hafi komið um helgina. Fimm brennsluofnar eru í hús- næði Iceglass. Guðlaug og Lárus blása þar og móta muni úr flæðandi gleri sem kemur úr 1.100 gráða heit- um ofni. Og þegar mikið liggur við eru munirnir settir í eldhólfið sem er 1.600 gráða heitt. Þau setja litablönd- ur og ýmis jarðefni saman við og úr verða fjölbreyttir listmunir. Fram- leiðslan er allt frá litlum minjagrip- um og upp í stór föt. Og engir tveir hlutir eru nákvæmlega eins, það ligg- ur í eðli framleiðslunnar. Guðlaug er ánægð með árangurinn það sem af er. „Ég vona að starfsem- in geti gengið hér enda er skemmti- legt að fá hana inn í íslenska menn- ingu,“ segir Guðlaug Brynjarsdóttir. Engir tveir hlutir eru nákvæmlega eins Blásið í gler Lárus Guðmundsson vinnur að fallegum hlut í glerblásturs- verkstæði Iceglass. Gestir geta fylgst með störfum á verkstæðinu. Ljósmynd/Hilmar Bragi LANDIÐ Opinn fundur um málefni Hitaveitu Suðurnesja Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ boða til opins fundar nk. fimmtudag, 8. nóvember, kl. 20 í Njarðvíkurskóla. Frummælendur fundarins verða: • Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja • Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja • Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy Opnar umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri: Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar Opinn fundur - Allir velkomnir! Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ M bl 9 32 75 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.