Morgunblaðið - 06.11.2007, Side 23

Morgunblaðið - 06.11.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 23 1940-1945, og varaformaður síðan allt til ársins 1973, er Flugleiðir hf. voru stofnaðar. Náinn sam- starfsmaður hans í stjórn Flugfélagsins var Örn O. Johnson, sem varð forstjóri félagsins frá 1940. Bergur var stjórnarmaður í Flugleiðum árin 1973- 1981. Hann var einn af þeim, sem var ákveðinn tals- maður þess að sameina íslensku flugfélögin í eitt. Hér skal þessi saga ekki frekar rakin nema því að lokum bætt við, að Bergur sat í Flugráði í tólf ár, og hafði þar vettvang til að koma áhugamálum sínum um uppbyggingu mannvirkja innanlands á þágu flugsins á framfæri jafnframt því að skapa tengsl við hinn erlenda flugheim. Í dag þeysumst við til allra átta og erum betur sett um flugsamgöngur en margar aðrar þjóðir. Þetta kemur ekki fram aðeins á þann veg, að okkur er auðvelt að fara utan eins og hugur girnist. Ár- angurinn lýtur einnig að því, að erlendum aðilum þykir einnig sjálfsagt að koma hingað, sem gerir ýmiss konar starfsemi í landinu auðveldari og sjálf- stæðari. Flugið á ríkan þátt í lífskjörum og lífs- gæðum íslensku þjóðarinnar. Fyrstu áætlunarflug til útlanda voru flogin sum- arið 1945 til Skotlands og Danmerkur. Fyrsta áætl- unarflugið til Kaupmannahafnar var farið í ágúst 1945. Ferðin til Kaupmannahafnar tók fjóra daga, tveir í flug og tveir dagar í bið vegna veðurs. Þá var flugið heim eftir. Í dag er flogið til Kaupmanna- hafnar mörgum sinnum á dag, eins og allir vita. Gjarnan flogið út að morgni og til baka að kvöldi að loknu erindi. Flugið 1945 þótti afrek. Flugleiðir minntust fimmtíu ára afmælis þessa flugs og upp- hafs millilandaflugs með ferð til Kaupmannahafnar í ágúst 1995. Bergur og kona hans Ingibjörg voru glaðir og reifir gestir í þeirri ferð. Það var gaman að vera með þeim og minnast árangurs frumherj- anna. Bergur Gíslason er þrautseigur hugsjónamaður, sem setti varanlegt mark á tilurð og þróun ís- lenskra flugsamgangna. Bergur hefur ekki sveipað um sig sviðsljósinu við að vinna að áhugamálum sín- um. Hann hefur látið árangurinn nægja. Við fögn- um með honum á hundrað ára afmælinu, þökkum honum störfin og óskum honum og fjölskyldu hans farsældar. Hörður Sigurgestsson, fyrrv. stjórnarformaður Flugleiða. ar í dag við sam- r hefur varð ung- nútíma -1930 er g starfaði s, Garðars náið flugi fylgt hon- ína árið mherjum nginn ir, örfáir né fjár- mótun verkefnið g aðbúnað. ugrekst- fnið ör, en síð- eglubundið kur þátt- nun og með Agn- ulltrúi rík- Klemm- rægri ugs- tir manna ngu Flug- rið 1937. tu um það m fé til að ram st það s breytt í grund- rgvísleg rfiðleika, öllu inn- jafnframt uleika, Gíslason s árin Í þá þrjá áratugi eða svo sem við Bergur töluðum reglulega saman kom hann alltaf við og við með úrklippur úr erlendum dagblöðum og tímaritum með efni sem hann taldi eiga erindi við lesendur Morgunblaðsins. Bergi fannst Morgunblaðið undir rit- stjórn okkar Matthíasar Johannessens heldur þungt og vildi stuðla að því að í blaðinu væri meira léttmeti. Þessi gagnrýni var alltaf sett fram af sömu kurteisi en hann var líka ákveðinn í þess- ari afstöðu. Raunar átti það við um flesta eigendur Morg- unblaðsins á þessum árum. Segja má að ríkt hafi stöðug tog- streita á milli eigendanna og ritstjóranna um þetta efni og eimir eftir af henni enn. Bergur hefur alla tíð þekkt vel til í brezkum blaðaheimi enda ólst hann upp að hluta til í Bretlandi snemma á 20. öldinni. Í samtölum okkar benti hann mér ítrekað á Daily Mail, sem athyglisverða fyrirmynd, en það er blað, sem stendur miðja vegu á milli gæðablaðanna í London og götublaðanna. Bergur hefur alla tíð haft jafnan áhuga á bílum og flugvélum og á yngri árum keyrði hann um á bifhjólum, alla vega í Bret- landi. Sjálfur hefði ég aldrei þorað að fara upp í þær flugvélar sem Bergur G. Gíslason flaug í við upphaf flugs á Íslandi. Hann hefur haft gaman af því að sýna mér nýja bíla sem hann hefur eignazt og gjarnan boðið mér í bíltúr til að kynnast þeim. Það eru ekki mörg ár síðan við Bergur fórum saman í slíkan bíltúr. Að koma inn á heimili Bergs G. Gíslasonar og Ingibjargar er að koma inn á heimili höfðingja 20. aldarinnar. Þeirra stíll er hógværð og reisn. Þar átti ég eitt sinn eftirminnilega stund, þeg- ar Bergur og Ingibjörg höfðu hvatt mig til að taka tengdamóður mína með, Huldu Jakobsdóttur, sem þá var komin nokkuð við aldur. Hulda hafði verið fastagestur á æskuheimili Ingibjargar vegna vináttu hennar og systur Ingibjargar. Þar urðu fagn- aðarfundir. Það er ómetanlegt fyrir ungt fólk að kynnast góðu og lífs- reyndu fólki á lífsleiðinni. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi bæði í sveit í Flókadal í Borgarfirði og meðal eigenda Morg- unblaðsins fyrr og nú. Kynni mín af hinu hundrað ára gamla af- mælisbarni hafa verið ómetanleg og fyrir það verð ég Bergi æv- inlega þakklátur. Það hefur alltaf verið næðingur um ritstjóra Morgunblaðsins og er enn. Þegar mest gengur á skiptir öllu máli að til staðar séu sterkir bakhjarlar. Slíkan bakhjarl hef ég fundið í Bergi G. Gíslasyni, hljóðlátan en öflugan. Nú er sá dagur runninn upp sem við Bergur höfum stundum talað um að gæti orðið. Myndin af þeim hjónum Bergi og Ingi- björgu, sem birtist hér á miðopnu Morgunblaðsins í dag, segir meira en flest orð um þá svipmiklu og sterku einstaklinga, sem við fögnum með í dag. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. B ergur G. Gíslason hló þegar ég sagði við hann fyrir allmörgum árum að hann ætti eft- ir að verða 100 ára. En nú hefur þessi gamli vinur minn náð þessum glæsilega aldri. Ég óska honum, Ingibjörgu konu hans, og fjöl- skyldu þeirra allri til hamingju á þessum merku tímamótum í lífi þeirra. Kynni okkar Bergs hófust eftir að ég hafði verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins fyrir 35 árum. Ég vissi af honum löngu áður enda var hann þekktur maður í viðskiptalífi þjóðarinnar um miðbik 20. aldarinnar. Smátt og smátt komust samskipti okkar í fastan farveg. Hann kom í reglulegar heimsóknir til mín, um langt árabil nánast mán- aðarlega, og við ræddum um málefni líðandi stundar og Morg- unblaðið. Eftir því sem árin liðu gerði ég mér grein fyrir að þessi samtöl voru kennslustundir fyrir mig jafnframt því sem þau auð- velduðu Bergi að fylgjast með ákveðnum þáttum í rekstri fyr- irtækis sem fjölskylda hans hafði lengi átt hlut í. Bergur er einn af frumkvöðlum flugs á Íslandi. Í samtölum okkar sem spönnuðu áratugi lærði ég mikið um flugmál og fékk verðmæta innsýn í rekstur flugfélaga. Bergi þótti á þessum fyrstu árum okkar kynna að við Matthías Johannessen værum helzt til fordómafullir í garð viðskipta við Sovétríkin. Hann tókst á við það vandamál með því að kynna okkur fyrir helztu eigendum Bifreiða- og landbúnaðarvéla, sem á þeim tíma fluttu aðallega inn bíla frá Sovétríkjunum, en Bergur var hluthafi í því fyrirtæki. Það voru ánægjuleg kynni. Bergur kenndi mér að ritstjórastarfið væri fyrst og fremst þjónustustarf. Hann fylgdist með mér afgreiða viðskiptavin rit- stjórnarinnar í of miklum flýti og sagði við mig: ég var alinn upp við það að kúnninn gengi alltaf fyrir. Ég hef ekki gleymt þeirri áminningu. Þótt fjölskylda Bergs G. Gíslasonar væri ein efnaðasta fjöl- skylda á Íslandi á sínum tíma var hann alinn upp við sterkt að- hald í fjárhagslegum efnum. Raunar átti það við um nánast alla meðeigendur Bergs að Morgunblaðinu og hefur einkennt rekst- ur blaðsins alla tíð. Þessi aðhaldssemi komi skýrt fram í sam- tölum okkar Bergs og þá ekki síður þegar við hittumst ásamt Leifi Sveinssyni og mátti ekki á milli sjá hvor þeirra var betur að sér í því að spara peninga. Til marks um þetta var veiðiferð, sem við Bergur fórum eitt sinn saman í ásamt félögum hans í stjórn Árvakurs hf. í Haukadalsá, sennilega á áttunda áratugnum. Þar notaðist Bergur við línu frá því fyrir heimsstyrjöldina síðari og stöng, sem var ekki mikið yngri, en hvort tveggja nýttist vel. Bergur hefur alla tíð verið nýtinn, sem amma mín Vilborg Run- ólfsdóttir, fátæk stúlka úr Vestur-Skaftafellssýslu, taldi til hinna mestu dyggða. Gíslason hundrað ára Genf 1947 Á ráðstefnu þar sem Ísland tók við alþjóðaflugþjónustunni af Bretum á Norður-Atlantshafi í umboði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Fulltrúar Íslands ásamt ritara nefndarinnar. Lengst til hægri á myndinni er Agnar Kofoed Hansen, form. nefndarinnar, Bergur G. Gíslason, Teresía Guðmundsson veðurstofustjóri og Sigfús Guðmundsson, ritari nefndarinnar. gibjörg Jóns- son fagna 70 u, en þau er árið 1935 nssyni við Í fremstu röð Sandholt, dóttir, jörg Jóns- ára Þór- Ólafsdóttir. nn Jón- dóttir, Atli t Bergs- dóttir, Ása óttir, Krist- nsdóttir, Linda Guð- dholt. Aft- r Magn- urg, Jón stsson, Óm- elmsson, reyr Hilm- Ljósmynd/Baldur Jónsson Í loftið 97 ára gamall í útsýnisflug á svifflugu. „Fyrst var það svolítið skrýtið að fara að taka upp á þessu eftir öll árin, en þegar við vorum lausir við jörðina var þetta alveg eins og í gamla daga. Útsýnið var dásamlegt, það var útsýni í allar áttir og Reykjavík blasti við okkur.“ Krist- ján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélagsins, og Bergur við upphaf flugsins á Sandskeiði. Aðalstræti kvatt Síðla vetrar 1993 komu nokkrir fyrrverandi og þáverandi forráðamenn Morgunblaðsins saman á skrifstofu Matthíasar Johannessens til að kveðja höfuðstöðvar blaðsins í Aðalstræti. Frá vinstri: Bergur G. Gíslason, Styrmir Gunnarsson, Sigurður Bjarna- son frá Vigur, Eyjólfur Konráð Jónsson, Matthías Johannessen, Haraldur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.