Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 27 lánsöm þegar rifa var á dyrum græna bakhússins 14 A + B því þá gátum við smeygt okkur inn og þar var vænt að vera, Biggi sýslaði og blik leiftruðu í augum. Birgir Andr- ésson var gjöfull, gæluorðin höfðu sérstakan tón og það var svo óum- ræðanlega gott að finna þau strjúka sér um vangann. Birgir Andrésson var stór og hjartað hans hlýtt, við þá hlýju ornuðu sér margir. Biggi var Andrés sonur, Arnalds faðir og Brekans afi. Við mæðgin biðjum ástvinum hans blessunar og þökkum tilveru Birgis Andréssonar. Margrét H. Blöndal, Sölvi Magnússon. „Þegar öllu er á botninn hvolft.“ Birgir Andrésson vinur okkar er farinn. Maðurinn með stóra hjartað, sem erfitt er að lýsa án þess að hugsa til hans eigin mannlýsinga. Myndlist Birgis er stór. Hún hrífur bæði þá sem þekktu hann, og þá sem sjá verk hans í fyrsta sinn – hvaðan sem þeir koma. Hún hjálpar fólki að ná utan um hugmyndina um sam- tímalist. Það hefur verið virkilega ánægju- legt fyrir okkur í i8 að fá að vinna ná- ið með Bigga í allan þennan tíma. Á meðan við höldum áfram að njóta þess sem hann hugsaði og bjó til – munum við sakna hans sárt. Við sendum fjölskyldu Birgis og vinum okkar öllum innilegustu sam- úðarkveðjur. Edda Jónsdóttir, Börkur Arnarson. Stuttu eftir að Birgir Andrésson tók þátt í myndlistartvíæringnum í Feneyjum 1995 hafði galleristi í Par- ís samband við hann og bað um að hann gæfi fána suður til Sarajevo. Meðal verka sem Birgir hafði sýnt í Feneyjum voru þjóðfánar Íslands, Bretlands og Bandaríkjanna prjón- aðir úr íslenskri ull. Og Birgir sagði við galleristann að það væri allt í lagi að gefa þeim fána í Sarajevo vegna þess að ef þeir færu að stríða aftur þarna suður frá þá gætu þeir vafið sig inn í fánana því að þetta væru hlýjustu teppi sem hægt væri að fá. Birgir Andrésson er mikill harm- dauði vegna þess að hann var svo hlýr og vegna þess að hann var svo fyndinn og vegna þess að hann tók sjálfan sig ekki hátíðlega og vegna þess að hann var svo örlátur og vegna þess að hann sá hlutina frá öðru sjónarhorni en aðrir og vegna þess að hann gat sagt sögur. En Biggi hafði líka gaman af því að rugla fólk í ríminu. „Allt er þetta í einhverju ákveðnu samhengi,“ sagði hann, „en ég hef mest gaman af röngu samhengi.“ Þetta gat sett jafnvel einföldustu samskipti við Bigga í uppnám og hvað þá viðtökur verka hans. Þau eru oft og iðulega á mörkum gamans og alvöru, hæðni og ígrundunar. „Það er djókurinn,“ sagði Biggi þegar hann hafði útskýrt fyrir mér háspekilegar pælingar sín- ar um íslensku litina svokölluðu. Og það var alltaf einhver djókur. Í sumar hringdi hann alveg hreint óvenjusnemma einn sunnudags- morgun til þess að segja mér að hann vissi hvernig ég ætti að byrja bókina sem ég er að skrifa um hann og verkin hans: „Þröstur minn, þú átt að byrja bókina svona: Birgir Andrésson er alger vitleysingur.“ Í samhenginu mátti síðan lesa með ýmsum hætti í þessi orð. Ég man ekkert hvenær ég hitti Bigga í fyrsta sinn. Ég hafði heyrt svo margar sögur af honum áður en við kynntumst að líklega finnst mér ég hafa þekkt hann lengur en raunin er. En það eru um það bil tíu ár síð- an ég tók að venja komur mínar á vinnustofu hans sem stendur við hliðina á Gröndalshúsi á Vesturgötu. Gaman og alvara. Þeir áttu það sam- eiginlegt að vera einhversstaðar á þeim mörkum Gröndal og Biggi. Og ég var ekki nema nokkur ár að átta mig á því að um þennan mann yrði ég að skrifa bók. Ég sagði honum frá þessari fyrirætlun árið 2004. Og hann svaraði: „Ha!? Ætlarðu að skrifa bók um Bigga Andrésar!?“ Og síðan hófst þessi vinna hægt og ró- lega og stendur enn. Ég var svolitla stund að koma orðum yfir það sem mér fannst verkin hans fjalla um og þegar ég loksins sagði honum hvað ég var að hugsa svaraði hann: „Svona koma verkin alltaf aftan að mér.“ Í samhenginu merkti það að hann varð forvitinn og ánægður. Og hann fór að segja mér sögur sem jafnvel studdu túlkun mína og sögur sem settu hana síðan í eitthvað allt annað og stærra samhengi. Biggi var sagnameistari. Og hann var skáld: „Þú verður að gera þér grein fyrir því Þröstur að sumt af því sem ég segi er bölvuð lygi.“ Smámsaman kynntist ég Bigga betur og komst að því að hann var fjársjóður að svo mörgu leyti. Ég held það hafi slegið í honum hjarta úr gulli. Hugur hans alltaf hjá öðru fólki. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst Bigga. Bókin, sem ég klára bráðum, verður þakklætisvott- ur fyrir þau kynni en vonandi líka vitnisburður um þann stórmerka listamann sem nú er farinn allt of snemma. Eftirlifandi föður Birgis, syni og sonarsyni votta ég mína dýpstu sam- úð. Þröstur Helgason. Ef Birgir Andrésson hefði verið beðinn um eigin eftirmæli, hefði hann sennilega slegið fram með góð- látlegri blöndu af gríni og sjálfshóli: „Biggi Andrésar var góður mynd- listarmaður.“ Biggi er fallinn frá fyrir aldur fram. Hann átti góða listamannsævi og náði að blómstra í verkum sínum. Rammíslenskt náttúrubarn og org- inal, listamaður og einstaklingur í órjúfanlegri heild, sjálfur sýningar- gripur og almenningseign, sérkenni- legt tröll sem reis upp úr flatneskju, erkitýpan af náttúrutalentinu, Sæ- mundur með sextán skó sinnar kyn- slóðar. Strax við fyrstu kynni, þá báðir 10 ára, var alveg ljóst að list- irnar yrðu hans vettvangur, orðhag- ur og sérkennilega forn, með gott tóneyra, brandarakall og góður að teikna. Biggi var hjartahreinn og græskulaus sem gerði hann afar næman og móttækilegan fyrir því sem fram fór, en um leið berskjald- aðan og hjálparþurfi í öllum sollin- um. Í Bigga tókust á tvö öfl. Hið daga- lega líf var honum oft þraut þar sem óreiðan náði undirtökunum. En þeg- ar að listsköpuninni kom var ræktin og reglan í fyrirrúmi þar sem hann bjó yfir einstakri og afar sjaldgæfri fagurfræðilegri innsýn. Biggi var að eðlisfari léttlyndur, skemmtilega fyrirferðarmikill, tilfinningavera svo út úr flóði, á góðri stund kraumandi hugmyndasjóður, stórorður í báðar áttir og tókst oftar en ekki að greina kjarnann frá hisminu. Í samskiptum var hann of sjálfhverfur fyrir reglu- bundna ræktarsemi yfir lengri tíma, en tengdist einstaklingum af báðum kynjum úr hófi fram á tímabilum eins og um formlega sambúð væri að ræða. Fólk eins og datt inn á bylgju- lengd hans í opna og truflunarlausa dagskrá. Síðan dofnaði yfir þessum samböndum sem runnu oftar en ekki út í ófrjóa blöndu af ofvirkni og með- virki. Nærvera Bigga var gefandi og góð þegar allt lék í lyndi, og engum duldist hversu gegnheill hann var á sinn hátt og flestum happ að hafa fengið að sveiflast með honum um sinn. Fyrir rúmum áratug gerði Biggi eitt af sínum þekktustu og bestu verkum: Annars vegar fólk. Verkið byggist á nokkrum tugum mynda ásamt stuttum lýsingum af misvel þekktu utangarðsfólki og furðufugl- um. Með árunum fór hann æ meira að nálgast þessi uppáhalds viðfangs- efni sín í eigin lífi, fjarlægðin milli listarinnar og veruleikans óðum að minnka, listamaðurinn og listaverkið ekki lengur aðskilið. Nú hefur Biggi endanlega slegist í hóp þess fólks sem hann skildi og gat samsamað sig svo vel. Nú er myndin af honum sjálfum orðin síðust í seríunni og verkinu endanlega lokið: Biggi Andrésar, myndlistarmaður og költ- fígúra. Þótti gott í staupinu. Hannes Lárusson.  Fleiri minningargreinar um Birgi Andrésson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Kristín S. Kvar-an kaupmaður fæddist í Reykjavík 5. janúar 1946. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans sunnudaginn 28. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Guð- mundsson, f. 30. júlí 1912, d. 27. ágúst 1975 og Guðrún Benediktsdóttir, f. 21. mars 1909, d. 22. maí 1974. Systir Kristínar var Ragna Þórunn Stef- ánsdóttir, f. 13. janúar 1942, d. 19. júní 1999, maki Jón Guðmundsson. Fyrri maður Kristínar er Ólafur Engilbertsson, f. 19. maí 1943. Þau skildu. Kristín giftist hinn 25. sept. 1971 Einari B. Kvaran, f. 9. nóv. 1947. Foreldrar hans eru Böðvar E. Kvaran, f. 17. mars 1919, d. 16. sept. 2002, og Guðrún V. Kvaran, f. 15. mars 1921. Börn Kristínar og Einars eru: 1) Bertha Guðrún, f. 21. júlí 1964, dóttir Kristínar frá fyrra Reykjavíkurborg á árunum 1976- 1977 og 1980-1981 og hjá Hafnar- fjarðarbæ 1982-1983. Kristín var kennari í hagnýtri uppeldisfræði við Fósturskóla Íslands árin 1978- 1980. Kristín sat á þingi fyrir Bandalag jafnaðarmanna og síðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1983-1987. Hún var formaður Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis árin 1986-1988. Kristín stofnaði og gaf út bæjarblað í Garðabæ 1987-1990, Blaðið okkar, og var ritstjóri þess. Hún vann einnig við Ríkissjónvarpið og Stöð 2 að sjónvarpsþáttum um neyt- endamál og umræðuþáttum á ár- unum 1988-1990, leysti auk þess af á fréttastofu. Hún sat í stjórn Nor- ræna félagsins í Garðabæ frá 1987- 1999, formaður þess frá 1988-1994. Hún var formaður Norræna fé- lagsins 1997-1999 og formaður sambands norrænu félaganna á Norðurlöndum 1998-1999. Kristín gerðist kaupmaður og heildsali ár- ið 1990 ásamt Einari manni sínum. Þau stofnuðu kvenfataverslunina Feminin Fashion árið 2002, sem er í Bæjarlind í Kópavogi. Útför Kristínar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. hjónabandi en ætt- leidd af Einari. Maki Jón Ólafsson, f. 12. júlí 1963. Börn þeirra eru Rakel, f. 23. jan. 1990, Karen, f. 29. júlí 1991, Aldís 5. apríl 1994 og Óðinn 28. sept. 1995. 2) Ragna Elíza, f. 29. jan. 1974. Maki Egill Erlends- son, f. 12. apríl 1971. Börn þeirra eru Ey- dís, f. 3. des. 1998 og Einar, f. 24. júní 2004. 3) Thelma Kristín, f. 19. sept 1984. Sambýlismaður Ingvar B. Jónsson, f. 30. júní 1977. Kristín stundaði nám í Fóstur- skóla Íslands á árunum 1973-1976 og fluttist síðan til Noregs með fjölskyldu sína til að nema við Barnevernsakademiet í Osló á ár- unum 1977-1978. Kristín átti sæti í stjórn Fóstrufélags Íslands (nú Fé- lags íslenskra leikskólakennara) frá 1978 og var formaður þess á ár- unum 1980-1981. Hún var for- stöðumaður dagvistarheimila hjá Elsku mamma. Með söknuði og sorg í hjarta kveðjum við þig. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Joch.) Minning þín lifir Þínar dætur, Bertha Guðrún, Ragna Elíza, Thelma Kristín, tengdasynir og barnabörn. Kristín mágkona mín er fallin frá eftir stutt en erfið veikindi. Hún varð að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómn- um óvægna sem stöðugt heggur skörð í raðir fólks á öllum aldri, stundum líknandi, stundum mis- kunnarlaust. Kristín kom inn í fjölskyldu mína fyrir rúmum þremur áratugum en það var fyrst á allra síðustu árum að við náðum að kynnast vel. Eftir að þau Einar fluttu úr Garðabænum í Skipholtið áttu þau til að líta inn í kvöldkaffi fyrirvaralaust til að spjalla, mér og móður minni til mik- illar ánægju. Mér var löngu ljóst að Kristín væri dugnaðarkona, áræðin og rík af hugmyndum, en hún lét sér ekki nægja að fá hugmyndir heldur hrinti þeim í framkvæmd með dyggri aðstoð eiginmanns síns. Samheldnari hjón var varla unnt að hugsa sér. Eftir að Kristín veiktist náðum við að eiga nokkur löng samtöl um lífið, tilveruna og trúna og mér varð það enn ljósara en áður hve góðum kost- um hún var gædd. Hún vissi frá upp- hafi að tíminn var stuttur, sem henni var gefinn, en hún kveið engu sín vegna. Hugur hennar var hjá dætr- unum og fjölskyldum þeirra en þó fyrst og fremst hjá Einari bróður mínum. Hún nýtti hverja mínútu sem gafst, fremur af vilja en mætti, til þess að fjölskyldan mætti eiga sam- an góðar stundir sem síðar væri hægt að minnast með gleði og þakk- læti. Við Jakob og fjölskylda okkar sendum Einari bróður, dætrum hans og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðrún B. Kvaran. Á sólbjörtum degi lagði frænka mín af stað í sína hinstu för. Þetta er þungt högg fyrir fjölskylduna og alla sem áttu hana að sem ættingja og vin. Hugurinn leitar til æskuáranna þegar hún var í sveit hjá foreldrum mínum og sýndi mér litlu frænku sinni ótrúlega þolinmæði og vænt- umþykju, það var mikil tilhlökkun þegar vorið nálgaðist og sú stund þegar hún kæmi í sveitina með áður óþekkt leikföng og kassa með ávöxt- um sem ekki höfðu áður sést í sveit- inni. Hún kynnti fyrir mér dúkkulís- ur og á löngum rigningardögum hönnuðum við á þær nýja kjóla, þetta hafa sennilega verið fyrstu afskipti hennar af tísku. Við undum saman við leik og störf þess tíma, reyndar misskemmtileg og stundum var litla frænkan keypt til að gera eitthvað fyrir svona eins og einn banana og báðar ánægðar með skiptin. Margar minningar á ég úr Hörpu- lundinum þar sem þau Einar byggðu sér og dætrunum fallegt heimili, þar ríkti ótrúleg gestrisni, alltaf opið hús fyrir ættingja og vini, alltaf tími, allt- af pláss, ekkert mál. Þær eru ótelj- andi minningarnar sem eru fjársjóð- ur og sem er huggun vegna þess að það eru góðar minningar um frábæra frænku. Af mörgu er að taka en upp- úr stendur frá frænku minni hvað hún var skipulögð og ábyggileg í sín- um störfum, öll störf voru verkefni sem hún kappkostaði að leysa vel af hendi og ljúka með sóma. Á þessum vegamótum bið ég Ein- ari, dætrunum Berthu Guðrúnu, Rögnu Elízu og Thelmu Kristínu, tengdasonum og barnabörnum friðar og huggunar og að sorgin megi hörfa fyrir birtu hins liðna. Blessuð verði þeim minningin. Kristín Egilsdóttir. Kæra vinkona. Okkur langar að kveðja þig með þessum ljóðlínum, sem minna okkur á þig og þína lífsskoðun. Standið ekki við gröf mína og fellið tár. Ég er þar ekki. Ég sef ekki. Ég er vindurinn sem blæs. Ég er demanturinn sem glitrar á fönn. Ég er sólskin á frjósaman akur. Ég er hin milda vorrigning. Þegar þú vaknar í morgunkyrrð, er ég vængjaþytur fuglanna. Ég er stjarnan sem lýsir á nóttu. Standið ekki við gröf mína og fellið tár. Ég er þar ekki, ég lifi. (Höf. ók.) Elsku Kiddý, þakka þér fyrir 44 ára dygga og trúa vináttu við okkur öll. Þín verður sárt saknað. Elsku Einar, Bertha, Ragna og Thelma Kristín, tengdasynir og barnabörn, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur í ykkar mikla missi og sorg. Guð blessi ykkur öll. Kristrún og Ingi. Við Kristín Kvaran rötuðum inn á nýjan vinnustað um sama leyti, vorið 1983. Þá vorum við báðar kosnar á þing, hún fyrir Bandalag jafnaðar- manna og ég fyrir Kvennalista. Við vorum nýliðar í stjórnmálum, mál- svarar nýrra stjórnmálaafla sem af hugsjón vildu breyta samfélagi okkar til betri vegar, hvort með sínu lagi. Þarna kynntumst við og unnum saman um nokkurra ára skeið. Krist- ín kom úr umönnunarstarfi, hafði verið fóstra, og hún beitti sér fyrir ýmsum góðum og þörfum málum meðan hún starfaði á Alþingi. Síðan skildu leiðir. Mörgum árum síðar, í maí 2002, stofnaði Kristín ásamt eiginmanni sínum kvenfataverslunina Feminin fashion í Bæjarlind. Hún hafði þá samband við mig þar sem ég vann hjá Krabbameinsfélagi Íslands því að hún vildi að ákveðinn hundraðs- hluti af sölu verslunarinnar rynni til rannsókna á krabbameinum kvenna. Bundumst við sammælum um þetta og hún skilaði stuðningi sínum og þeirra hjóna til rannsókna á vegum félagsins. Nú hefur hún, á örskömm- um tíma og langt fyrir aldur fram orðið krabbameini að bráð. Ég vil nú þakka velvild hennar og stuðning um leið og ég votta eiginmanni, dætrum og öðrum ástvinum innilega samúð við ótímabært andlát ágætrar konu. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Elsku Kiddý Stundin er komin kæra vinkona, kallið kom svo alltof fljótt. Við báðum til Guðs og hættum aldrei að vona, en almættið réði, hjá Guði þú nú sefur rótt. Tilgangur lífsins er ekki alltaf augljós, ljós þitt er slokknað en lifir áfram við annan ós. Ferð þín er hafin sem óumflýjanleg er, þú ert nú komin í Guðs her. Við sem eftir erum, þerrum tár, tendrum ljós, efumst við almættið, en bænir biðjum. Þú í minningunni munt lifa um ókomin ár, ljúf minningin losar sorgina úr viðjum Þinn styrkur var Guð, hann huggar þig nú, huggar og umvefur með ást sinni og trú. Faðirinn umfaðmar fjölskyldu í sárum, fallegar minningar ylja og lina sorgina á kom- andi árum. Þú hjarta mitt snertir með gleði og gæsku, þú varst til staðar fyrir mig frá því í æsku. Nú komið er að kveðjustund, þú komin ert á Guðs fund. Takk fyrir að hafa verið vinkona mín. Elsku Einar, Bertha, Ragna Elíza, Thelma Kristín og fjölskyldur Við samhryggjumst ykkur inni- lega Anna Björg og fjölskylda. Kristín S. Kvaran  Fleiri minningargreinar um Krist- ínu S. Kvaran bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.