Morgunblaðið - 06.11.2007, Page 29
börnum og fjölskyldum dýpstu samúð.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Hvíl í friði, kæra Gúkka.
Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir,
Jóhanna Á. Þorvaldsdóttir,
Sólveig Helga Jónasdóttir.
Okkur langar með nokkrum orðum
að kveðja kæran fjölskylduvin, Guð-
nýju, eða Gúkku, eins og hún var oft-
ast kölluð.
Við fjölskyldan á Álfhólsvegi 31 urð-
um þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í
næsta húsi við hana og fjölskyldu
hennar í yfir 40 ár. Samgangurinn á
milli fjölskyldnanna var alla tíð mikill,
ekki síst vegna vinskapar húsmæðr-
anna úr Húsmæðraskólanum.
Með Gúkku er gengin góð kona sem
allir sakna sem hana þekktu. Gúkka
var yndisleg manneskja sem hafði
notalega nærveru, var traust og hlý og
sérlega næm. Hún hafði góðan húmor
og átti auðvelt með að sjá spaugilegu
hliðarnar í lífinu og smitaði þá dillandi
hláturinn svo sannarlega út frá sér.
Það var ætíð gott að leita til þeirra
hjóna þegar eitthvað kom uppá og það
fengum við fjölskyldan svo oft að
reyna, stuðningur þeirra var ómetan-
legur. Gúkka var alltaf tilbúin að gefa
af sér, spjalla og gefa góð ráð. Hún var
víðlesin og hafði mikinn áhuga á þjóð-
málum og málefnum líðandi stundar.
Hún var óspör á að miðla fróðleik sín-
um hvort sem var til barna eða fullorð-
inna. Þess vegna sóttumst við krakk-
arnir m.a. eftir því að fara yfir og þá
var nú notalegt að koma í eldhúsið
hennar þar sem yfirleitt var kveikt á
kerti og okkur alltaf jafnvel tekið.
Seinna meir endurtók sagan sig þegar
barnabörnin fóru að leggja leið sína
yfir.
Gúkka og Kúddi voru einstaklega
samrýnd hjón og samstiga við að fegra
heimili sitt og ekki síður garðinn sinn
sem þau lögðu mikla alúð við og fengu
viðurkenningu fyrir fegursta garð
Kópavogs.
Við þökkum af heilum hug fyrir
samfylgdina og kveðjum elskulega
vinkonu með sömu orðum og hún
kvaddi móður okkar í síðasta skipti
sem þær hittust, Guð veri með þér.
Við vottum Guðmundi, Skeggja,
Fríðu og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Haukur, Alma og Valur.
Fleiri minningargreinar um Guð-
nýu Skeggjadóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
mín og Helgi maðurinn hennar komu
ofan af Skaganum. Setið var langt
fram eftir nóttu við að spila Kana,
Gömlu jómfrú, Fimm upp, Tíu o.fl.
Það var mikið fjör sem fylgdi þessum
kvöldum. Kalla fannst mikilvægt að
víkka sjóndeildarhringinn. Hér á ár-
um áður þegar hann stundaði sigl-
ingar og sjómennsku lá leið hans til
ýmissa framandi landa og hafði hann
alltaf gaman af því að heyra af slíkum
ferðum hjá öðrum. Þær voru ófáar
sunnudagsferðirnar sem við fórum
með honum og móður okkar og þann-
ig kynntumst við landinu og nátt-
úrunni. Kalli var barngóður mjög og
hafði yndi af því þegar barnabörnin
komu, sérstaklega tók hann ástfóstri
við systurson minn Axel. Þeir gerðu
margt saman og var Axel honum
mikils virði. Hann var okkur sem fað-
ir og afi þótt hann reyndi aldrei að
koma í stað föður okkar sem við
misstum allt of fljótt. Það voru
blendnar tilfinningarnar þegar Kalli
og móðir mín slitu samvistum og við
fluttum austur á Höfn. En við héld-
um sambandi við hann, hittum hann
oft þegar leiðin lá til Reykjavíkur og
fannst mér yndislegt þegar hann
heimsótti okkur austur, hann var
ánægður með hvað gekk vel hjá okk-
ur. Í huga barna minna var hann afi
þeirra, þau kölluðu hann Kalla afa
þegar þau voru yngri. Hann fylgdist
vel með þeim í íþróttunum, skólanum
og lífinu og talaði um hversu mik-
ilvægt það væri að lifa heilbrigðu lífi.
Anna systir mín og fjölskylda hennar
var honum mikil stoð og stytta á
seinni árum og veit ég að hann mat
það mikils. Við eigum honum margt
að þakka og kveð ég hann með sökn-
uði en um leið miklu þakklæti. Hvíl í
friði elsku Kalli, minningin lifir.
Eyrún Axelsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 29
✝ SigmannTryggvason,
vélstjóri, smiður og
sjómaður frá Hrís-
ey, fæddist í Syðri-
Vík í Árskógshreppi
19. október 1917.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 28.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Tryggvi Ágúst Jó-
hannsson frá Galm-
arsstöðum í Arnar-
neshreppi í Eyja-
firði og Margrét
Gísladóttir frá Ytri-Haga í Ár-
skógshreppi. Alsystkini Sigmanns
eru: Marta, f. 22. ágúst 1907, d. 13.
maí 1981, maki Jóhann Kristinn
Þorsteinsson, látinn; Jóhann Gísli,
f. 25. janúar 1909, d. 31. maí 1971;
Jónas Kristinn, f. 28. ágúst 1911,
d. 10. júní 1994, maki Helga Krist-
ín Baldvinsdóttir; Sigrún Rakel, f.
1. október 1914, d. 8. apríl 1991,
maki Þorsteinn Dagbjartsson, lát-
inn; og Árni Baldvin, f. 19.
september 1917, maki Kristín
Nikulásdóttir. Sam-
feðra var Baldvina
Anna, f. 31. október
1900, d. 25. maí
1971.
Sigmann kvæntist
28. desember 1946
Lilju Sigurðardótt-
ur frá Mói í Dalvík.
Foreldrar hennar
voru Anna Sigurð-
ardóttir og Sigurð-
ur Guðjónsson. Sig-
mann og Lilja
eignuðust fimm
börn, þau eru: Sig-
urður Draupnir, f. 10. maí 1947,
maki Magnea Henný Pétursdóttir;
Hanna Kristín, f. 27. ágúst 1948,
maki Jakob Þorsteinsson; Sigur-
jóna Margrét, f. 3. júlí 1951, maki
Guðmundur Skarphéðinsson;
Tryggvi J., f. 18. ágúst 1953; og
Gísli Viðar, f. 6. júlí 1966. Barna-
börn Sigmanns og Lilju eru 11 og
barnabarnabörnin eru 20.
Útför Sigmanns verður gerð frá
Hríseyjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Traustur, heiðarlegur, ljúfur og
barngóður er það sem mér kemur
fyrst til hugar þegar ég minnist
ástkærs tengdaföður míns Sig-
manns Tryggvasonar frá Hrísey,
sem jarðsunginn verður frá Hrís-
eyjarkirkju í dag. Manni Tryggva
(eins og hann var ávallt kallaður)
kemur fyrst upp í minningu mína
frá uppvaxtarárum mínum á Siglu-
firði þegar þeir bræður Manni og
Gísli komu þangað til löndunar eftir
róðra er lengra þurfti að sækja frá
eyjunni. En það er ekki fyrr en árið
1971 sem ég sem ungur maður
hafði fyrstu kynni mín af Manna,
en þá var ég farinn að gera hosur
mínar grænar fyrir dóttur hans
Margréti sem nú hefur verið eig-
inkona mín í yfir 35 ár.
Það var með hálfgerðum kvíða
sem ég lagði leið mína út í Hrísey
haustið 197l til að kynna mig fyrir
væntanlegum tengdaforeldrum,
Lilju og Sigmanni, en sá kvíði
reyndist óþarfur. Mér var ákaflega
vel tekið, og þegar til kom spillti
það ekki fyrir mér að vera Siglfirð-
ingur en þangað höfðu væntanlegir
tengdaforeldrar mínir sterkar
taugar, þar höfðu þau hafið sinn
búskap og stofnað sitt fyrsta heim-
ili, og áttu þar sína vini og skyld-
menni. Á þessum tíma starfaði ég
hjá KEA á Akureyri, ég hugðist
breyta um starf og flytja suður á
land, en hlutir æxluðust svo að ég
var beðinn um að starfa tímabundið
við útibú KEA í Hrísey þegar yf-
irmenn mínir vissu um tengsl mín
við eyjuna. Í Hrísey stofnuðum við
Margrét okkar heimili og ílengd-
umst við þar í hartnær sex ár. Á
þessum árum í Hrísey voru kynni
mín við tengdaforeldra mína mikil
og náin, og aldrei man ég eftir því
að þar hafi borið skugga á frekar
en hingað til.
Þegar ég rita þessi minningarorð
um tengdaföður minn koma upp í
hugann orðtök sem Manna var
tamt að segja við mig allt frá okkar
fyrstu kynnum til hinstu stundar;
„farðu vel með hana,“ en honum
var alla tíð mjög umhugað um
börnin sín, og síðan kom „skulda ég
þér nokkuð“ en alla tíð var það of-
arlega að standa alls staðar í skil-
um og hafa hreint borð.
Ég veit það og skynjaði að það
var erfitt fyrir Manna að yfirgefa
eyjuna sína fyrir nokkrum árum
þegar hann fór að eldast og vinnu-
þrekið var senn búið, en hann naut
þess til hins síðasta að dvelja í
Hrísey nokkrar vikur á hverju
sumri eins og hann gerði undanfar-
in ár. Ég ætla að lokum að þakka
tengdaföður mínum fyrir samfylgd-
ina og öll elskulegheitin við mig,
börnin mín og fjölskyldur þeirra,
það var aðdáunarvert að sjá hversu
yngstu börnin hændust að honum
og hversu vel hann náði til þeirra
allt til hans síðustu daga. Nú er
Manni Tryggva kominn í heima-
höfn eftir langa og gæfuríka ævi,
örugglega sáttur við sitt lífsskeið
sem hann og hans afkomendur
mega vera stoltir af. Ég veit að
hann bíður okkar hinna á bryggju-
sporðinum í nýjum heimkynnum
þegar okkar leið liggur þangað,
eins og hann oft gerði í Hrísey.
Hann segir þá ef til vill við mig:
„Fórstu vel með hana?“
Að lokum vil ég votta Lilju, börn-
unum, bróður og öðrum aðstand-
endum mína dýpstu samúð, en ég
veit að minningin um vel gerðan
mann styrkir ykkur öll. Hvíl í friði,
Manni minn.
Guðmundur Skarphéðinsson.
Elsku besti afi minn. Nú er kom-
ið að kveðjustund. Á stundum sem
þessari lítur maður til baka og fyll-
ist þakklæti yfir að hafa fengið að
eiga þig að. Þú varst svo sterkur,
svo klár og svo skemmtilegur. Ég
er mjög stolt af þér og þú kenndir
mér svo margt sem ég bý að alla
ævi. Þegar ég var unglingur naut
ég þeirra forréttinda að fá að búa
hjá þér og ömmu í Hrísey á sumrin.
Þangað var alltaf gott að koma og á
unglingsárunum var sérstaklega
gott að fá að leita ráða hjá þér og
má segja að þú hafir gengið mér í
föðurstað því það var enginn pabbi
á mínu heimili sem ég gat leitað til
en alltaf var hægt að treysta á þig,
jafnvel þó að þú værir úti á sjó á
trillunni þinni þá var hægt að tala
við þig í gegnum talstöðina. Dag-
arnir sem ég átti í Hrísey, eyjunni
þinni, voru margir og góðir og þar
bjó ég mitt fyrsta heimili ásamt
Inga og strákunum. Ég gleymi
aldrei þegar ég skírði frumburðinn
minn, Sigmann, í höfuðið á þér,
hversu glaður þú varst – loksins
kominn fyrsti nafninn. Lengi voruð
þið bara tveir sem báruð þetta fal-
lega nafn en síðan skírði Auður
frænka yngri son sinn Sigmann
sem nú býr í Bandaríkjunum.
Það væri hægt að segja margar
góðar sögur af þér og okkar sam-
skiptum en ég ætla að geyma þær
sögur hjá mér. Ég á fullt af
skemmtilegum minningum um þig
og þá sérstaklega frá Hrísey, fyrst
sem barn, síðan sem unglingur þeg-
ar ég bjó hjá ykkur ömmu og svo
þegar ég stofnaði mitt fyrsta heim-
ili þar og þá var nú alltaf gott að
eiga ykkur ömmu að í göngufæri.
Samverustundum okkar fækkaði
þegar ég leitaði nýrra ævintýra í
Reykjavík en alltaf var maður jafn
velkominn til ykkar ömmu hvort
sem það var í Hveragerði þar sem
þið bjugguð í nokkur ár eða á
Hrafnistu þar sem þú eyddir síð-
ustu árum þínum. Elsku afi, ég
þakka þér fyrir öll árin sem við átt-
um saman og megir þú njóta hvíld-
ar og unaðar í nýjum heimkynnum.
Lilja Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Sigmann Tryggvason
Fleiri minningargreinar um Sig-
mann Tryggvason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR J. EINARSSON,
áður Hofslundi 19,
Garðabæ,
sem andaðist á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð,
Garðabæ, föstudaginn 2. nóvember, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
12. nóvember klukkan 13.00.
Sjöfn Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson,
Inga Jóna Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg systir okkar,
JÓNA AUÐUR EVANS,
Lakewood, Kaliforníu, Bandaríkjunum,
frá Súðavík,
lést þann 28. október.
Bálför fór fram í Lakewood, CA, 3. nóvember sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalsteinn Haraldsson,
Guðmundur Haraldsson,
Marinó Haraldsson,
Óli Reynir Ingason.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HALLA JÓNSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 3.
nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 9. nóvember.
Hanna Jónsdóttir, Ingólfur Hrólfsson,
Alda Jónsdóttir, Eyþór Guðmundsson,
Axel Jónsson, Margrét Gísladóttir,
Áki Jónsson, Bryndís Tryggvadóttir,
Jóhann Jónsson, Sigríður Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR,
Dalbraut 16,
Reykjavík,
lést laugardaginn 3. nóvember.
Karl Jensson, Halldóra Hannesdóttir,
Kristín Jensdóttir,
Ingibjörg Karlsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, fósturmóðir,
tengdamóðir, amma, langamma og langalang-
amma,
MARGRÉT BERGSDÓTTIR,
Hvanneyrarbraut 32 A,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn
2. nóvember.
Útförin auglýst síðar.
Júlíus Þórarinsson,
Hreinn Júlíusson, Sigurlína Káradóttir,
Sigríður Þórdís Júlíusdóttir,
Ingi B. Vigfússon, Hrefna Eyjólfsdóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KARL JÓHANN GUNNARSSON,
Fannborg 8,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn
3. nóvember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju
föstudaginn 9. nóvember kl. 11.00.
Þórður Karlsson, Þórsteina Pálsdóttir,
Jón Ólafur Karlsson, Elísabet Sigurðardóttir,
Gunnar Már Karlsson, Matthildur Jónsdóttir,
Ása Kristbjörg Karlsdóttir, Þröstur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.