Morgunblaðið - 06.11.2007, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Áhugavert Labrador-got
Von er á súkkulaðibrúnum hvolpum
undan Sölku Völku IS07959/04 og
Llanstinan Lucas IS08110/04.
Báðum foreldrum hefur gengið vel á
sýningum HRFÍ. Spennandi ættir.
Salka er undan Uncletom of Brown-
bank Cottage (Úlla) sem er Íslands-
og Norðurlandameistari. Lucas er
undan Llanstinan Llewelyn sem er
enskur meistari.
Nánari upplýsingar í síma
699 8280 eftir kl. 13.00.
Heilsa
Mikið úrval fæðubótarefna
Prótein - Kreatín - Glútamín - Gainer
Ármúla 32. Sími 544 8000
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18.
Hljóðfæri
STAGG-ÞJÓÐLAGAGÍTAR
Poki, ól, stilliflauta, auka-strengja-
sett, eMedia-tölvudiskur. Kr.13.900.
Fáanlegir litir: viðarlitaður, sunburst,
svartur og blár.
Gítarinn, Stórhöfða 27, s. 552 2125
www.gitarinn.is
Húsnæði í boði
Hús til leigu á Sauðárkróki
Fallegt einbýlishús 130 fm.
5-6 herbergi til langtímaleigu eða
sölu. Sjá www.simnet.is/swany.
Upplýsingar í síma: 845 3730.
Húsnæði óskast
3ja herbergja íbúð óskast á svæði
101 eða 107. Reglusöm, reyklaus og
skilvirkar greiðslur. Upplýsingar í
síma 696 5900.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Einstakt enskunámskeið
Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn,
tala og skilja enska tungu.
• Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum
• Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist
frá Friðriki Karlssyni
• Vinnubók með enska og íslenska textanum
• Taska undir diskana
• Áheyrnarpróf í lok náms
Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið
Allar uppl‡singar
www.tungumal.is
eða í símum 540-8400 eða 820-3799
Matreiðslunámskeið NLFR
Grænt og gómsætt - hollustan í
fyrirrúmi laugardag 10 nóvember.
Kennari er Dóra Svavarsdóttir mat-
reiðslumeistari, Á næstu grösum
Verð kr. 8.500 félagsmenn kr. 6.000
Skráning nlfi@nlfi.is eða í síma
552 8191 kl. 10:00-12:00.
Félagsfundur Lífssýnar
Félagsfundur verður í kvöld 6. nóv.
kl. 20:30 að Bolholti 4, 4. hæð.
Jóhanna Þormar fjallar um erlendar
lækningajurtir. Kaffiveitingar.
Aðgangseyrir 500 kr.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Tómstundir
Tilboð á þrívíddar-klippimyndum.
Tómstundahúsið, Nethyl 2,
sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Fjarstýrðir bensín- og rafmagnsbílar í
miklu úrvali.
Tómstundahúsið, Nethyl 2,
sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Þjónusta
SMIÐUR
Vantar þig smið til ýmissa verka?
úti sem inni, í parket, flísalagnir,
eldhúsinnréttingar o.m.fl.
Upplýsingar í síma 865 7115.
Sandblástur
Granít- og glersandblástur gefur mun
fínni áferð heldur en hefðbundinn
sandblástur. Blásum boddíhluti -
felgur - ryðfrítt efni og hvaðeina –
smátt sem stórt.
HK Blástur - Hafnarfirði
Sími 555 6005.
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
580 7820
Nafnspjöld
580 7820
og góðir kuldaskór fyrir veturinn.
Stærðir: 37 - 42. Verð: 5.685.-
Vetrarstígvélin vinsælu komin af-
tur. Margar gerðir og víddir.
Stærðir: 37 - 42 Verð: 6.850.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Mjög vel fylltur og flottur í ABC
skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr.
1.250,-
Flott snið í BCD skálum á kr. 2.350,-
buxur í stíl á kr. 1.250,-
Mjúkur, samt haldgóður og fer
vel í CDEF skálum á kr. 2.350,- buxur
í stíl á kr. 1.250,-”
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18, lau 10-14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is.
Lífsorka. Frábærir hitabakstrar
Gigtarfélag Íslands, s. 530 3600,
Betra líf, s. 581 1380, Kringlunni. Um-
boðsm. Hellu, Sólveig sími 863 7273.
www.lifsorka.com
GreenHouse haust -vetrarvaran
er komin. Verið velkomin að sækja
frían bækling.
Opið í dag, þriðjudag 13-19.
GreenHouse, Rauðagerði 26.
Bátar
Til sölu Sómi 860 , dekkaður,
árg. 1987. Bátur í góðu standi, í 0.
kerfi. Tæki: radar, talstöð, dýptar-
mælir, gps, sjálfstýring og fl. Ath.
ýmis skipti: bíl, bát, bústað, lóð og
fleira. Verð 4.800 þús. Sími 864 7622.
Bílar
VW POLO 1400 COMFORTLINE
Árg. 2002 ekinn um 60 þús.
Sjálfskiptur. Dekurbíll . Verð 870
þúsund. Upplýsingar í síma 698 9190
eða 897 6491.
Insa turbo vetrardekk með nöglum
175/70 R 13, kr. 5700
175/65 R 14, kr. 6900
195/65 R 15, kr. 7400
205/55 R 16, kr. 9500
215/55 R 16, kr. 10200
225/45 R 17, kr. 13900.
Kaldasel ehf, hjólbarðaverkstæði
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4333.
INSA TURBO VETRARDEKK
185/65 R 14, kr. 5900
185/65 R 15, kr. 5900
195/65 R 15, kr. 6400
205/55 R 16, kr. 8500
225/45 R 17, kr. 12900
Kaldasel ehf, hjólbarðaverkstæði
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4333.
Kerrur
Kerrur margar stærðir til sölu,
Kerrur undir krossara, fjórhjól,golfbíla
ofl, ofl. Frábært verð, Vísa,Euro,
Vísalán. Sjá Nánar á TOPDRIVE.IS
Smiðjuvegi 3, Keflavík.
Sími. 422-77-22.
Þjónustuauglýsingar 5691100
ÍSLENSKA landsliðið í skák í
opnum flokki hefur staðið sig með
mikilli prýði í Evrópukeppni lands-
liða sem lýkur í dag, þriðjudaginn 6.
nóvember 2007, með níundu og síð-
ustu umferð. Þegar þessar línur eru
ritaðar hefur íslenska liðið unnið
þrjár viðureignir, gert eitt jafntefli
og tapað þrem viðureignum sem
þýðir að liðið hefur sjö stig eins og
Norðurlandaþjóðirnar, Noregur,
Danmörk og Svíþjóð. Íslenska liðið
er skipað þeim Hannesi Hlífari Stef-
ánssyni (2.574), Héðni Steingríms-
syni (2.533), Henrik Danielsen
(2.491), Stefáni Kristjánssyni (2.458)
og Þresti Þórhallssyni (2.448).
Fyrirfram mátti búast við að liðið
myndi lenda í 31. sæti af 39 keppnis-
liðum, en það er sem stendur í 19.
sæti. Sveitinni hefur tekist að leggja
lið frá Póllandi, Svartfjallalandi og
Króatíu, sem hafa öll á að skipa
þrautreyndum atvinnustórmeistur-
um. Allir nema Þröstur hafa staðið
sig mun betur en stig þeirra segja
til um. Hannes hefur staðið vaktina
vel á fyrsta borði og Stefán Krist-
jánsson hefur átt góða spretti á
fjórða borði. Að öðrum ólöstuðum
hefur frammistaða þeirra Héðins og
Henriks verið framar björtustu von-
um, en árangur þeirra hingað til
samsvarar frammistöðu upp á tæp
2.700 stig.
Liðsstjóri sveitarinnar er Gunnar
Björnsson sem jafnframt er ritstjóri
www.skak.blog.is.
Hann hefur verið
einkar duglegur
að rita skemmti-
lega pistla um
mótið sem birtast
á síðunni sem
hann ritstýrir. Af
pistlunum að
dæma er góð
stemmning á með-
al liðsmanna og
aðbúnaður kepp-
enda eins og best
verður á kosið.
Hjörvar og Hallgerður
meistarar
Drengja- og stúlknameistaramót
Íslands fór fram um síðustu helgi og
mætti 31 keppandi til leiks. Tefldar
voru níu umferðir í húsakynnum
Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni
og vann Hjörvar Steinn Grétarsson
allar skákir sínar. Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir lenti í öðru sæti með
sjö vinninga og fékk jafnframt
stúlknameistaratitilinn. Nánari upp-
lýsingar um mótið er að finna á
www.skak.blog.is.
Misritun í síðustu viku
Í skákþætti sem birtist í síðustu
viku var fjallað um mótið Æskan og
ellin sem fram fór fyrir skömmu í
Strandbergi í Hafnarfirði. Þar mis-
ritaðist nafn Björns Víkings Þórð-
arsonar sem varð hlutskarpastur í
flokki 75 ára og eldri. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Gott gengi á EM
SKÁK
Krít, Grikkland
EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA 2007
27. október – 7. nóvember 2007
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
H-in tvö Héðinn og Henrik hafa staðið sig vel á EM.