Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKA gamanmyndin Balls
Of Fury var tekjuhæsta myndin í ís-
lenskum kvikmyndahúsum um
helgina, þótt fleiri hafi að vísu séð
tölvuteiknimyndina Íþróttahetjuna.
Ástæða þess er sú að miðar á Íþrótta-
hetjuna voru ódýrari en á Balls Of
Fury, sem er því á toppnum. Myndin
segir af fyrrum atvinnumanni í borð-
tennis, Randy Daytona, sem má
muna sinn fífil fegri. Líf hans breytist
heldur betur þegar alríkislög-
reglumaður ræður hann til þjónustu í
leyniverkefni. Randy setur sér þá
það markmið að ná fyrri reisn í heimi
borðtennissins og hefna föðurmorðs.
Alls sáu um 2.500 manns Balls Of
Fury um helgina.
Athygli vekur að tvær stórmyndir
sem frumsýndar voru um helgina ná
aðeins fimmta og sjötta sætinu. Fyrst
ber að nefna Michael Clayton sem
skartar sjálfum George Clooney í að-
alhlutverkinu. Hann leikur fyrrver-
andi saksóknara sem vinnur skít-
verkin hjá stóru lögfræðifyrirtæki.
Hann er útbrunninn í starfi en er of
bundinn fyrirtækinu til þess að geta
hætt. Stórt mál rekur á fjörur hans
sem neyðir hann til þess að gera upp
við sig hvernig maður hann vill vera.
Rétt rúmlega 1.000 manns skelltu
sér á þá mynd um helgina, en aðeins
tæplega 800 sáu hasarmyndina
Rogue Assassin með þeim Jet Li og
Jason Statham sem fjallar um alrík-
islögreglumanninn Jack Crawford
sem leitar leigumorðingjans Rogue í
því skyni að hefna morðs á vinnu-
félaga.
Loks vekur athygli að tvær myndir
sem frumsýndar voru um helgina eru
ekki á meðal tíu mest sóttu mynd-
anna. Þetta eru Elizabeth: The Gol-
den Age sem um 440 manns sáu, og
This Is England með um 360 gesti.
Vinsælustu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum
Æsingsboltar og Íþrótta-
hetjan berjast á toppnum
G
@*
!
"#$%
&
' ($
)$*
+
, - .
$
/0$1
2!!
3
"$,$$-
4
%
5 %6 *"+ *"
Flottur Stórleikarinn Christopher Walken í hlutverki sínu í Balls Of Fury.
SMÁATRIÐIN eru óaðfinnanleg, en
framhaldsmyndin um ensku mey-
drottninguna, Elizabeth: The Golden
Age, veldur vopnbrigðum í heild.
Hún hefst á ofanverðri 15. öld, of-
stækistrúarmenn, útsmognir kaupa-
héðnar og pólitískir bragðarefir að
koma öllu í bál og brand, rétt eins og
í dag. Sjóraufarinn Walter Raleigh
(Owen), kemur úr Vesturheimi með
indíána, kartöflur, tóbak og gull og
kemur sér í mjúkinn hjá drottningu
sem fellur samtímis í ónáð hjá Spán-
arkonungi, sem hefur verið að bíða
færis á að kristna heiðnu mótmæla-
hundana á Englandi og hernema
landið í leiðinni.
Mary Stewart drottning af Skot-
landi (Morton), situr í dýflissu El-
ísabetar frænku sinnar og sam-
þykkir á laun að standa með
pápiskum öflum og taka við stjórn-
artaumum eftir byltingu, en mey-
drottningin fær veður af ráðabrugg-
inu og um sama leyti snýr Raleigh
við henni bakinu og giftist Bess
Throckmorton (Abbie Cornish),
hægri hönd Elísabetar. Enski sjó-
herinn vinnur frækinn sigur á þeim
spænska og blómatíð upphefst í Eng-
landi en drottningin er sem fyrr
hrein sem mjöll.
Kapur tókst betur upp fyrir tæp-
um áratug þegar hann fjallaði um
ungdómsár Elísabetar, að þessu
sinni er frásögnin gisin, dramað
sundurlaust, hver stórviðburðurinn
rekur annan. Það er lítill tími aflögu
til að fanga athygli og áhuga áhorf-
enda, hver rétturinn tekur við af öðr-
um, glæsilega framborinn en nær-
ingarlítill. Blanchett er heillandi og
fjarlæg sem fyrr í hlutverki Elísabet-
ar, sem nýtir ekki færið sem gefst á
að losna við meydóminn og eru öll
ástarmál myndarinnar ljóður á henni
frekar en hitt. Reyndar á drottningin
að vera komin á sextugsaldurinn
þegar hér er komið sögu, en vanda-
laust að horfa fram hjá því. Erfiðara
er að sætta sig við Owen sem er eins
og sjórekinn Errol Flynn og ósann-
færandi í hlutverki ævintýramanns-
ins Raleigh.
Flaustursleg og yfirborðskennd
framvindan er megingalli myndar
sem kemst ekki nálægt forvera sín-
um. Búningar, leiktjöld, munir og
kvikmyndataka eru í góðu meðallagi
og Blanchett bregst ekki bogalistin,
þó hún sé ekki beinlínis sannfærandi.
Meydrottning
á miðjum aldri
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIR
Háskólabíó, Sambíóin
Leikstjóri: Shekhar Kapur. Aðalleikarar:
Cate Blanchett, Geoffrey Rush, Clive
Owen, Rhys Ifans, Samantha Morton.
115 mín. England/Frakkland 2007.
Elizabeth: The Golden Age
Gisin „Kapur tókst betur upp fyrir
tæpum áratug þegar hann fjallaði
um ungdómsár Elísabetar, að þessu
sinni er frásögnin gisin, dramað
sundurlaust [...].“
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Balls of Fury kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
Balls of Fury kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS
Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 - 8 B.i. 7 ára
Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6
Good Luck Chuck kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára
Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára
Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50
Balls of Fury kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
Dark is Rising kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
Eastern Promises kl. 10 B.i. 16 ára
Heartbreak Kid kl. 6 B.i. 12 ára
Sími 564 0000Sími 462 3500
This is England kl. 6 - 8 - 10
Rouge Assassin kl. 5:50 - 8 - 10:10
Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Good Luck Chuck kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára * Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími 551 9000
Ver
ð aðeins
600 kr.
Stórkostleg ævintýramynd í anda Eragon.
BÚÐU ÞIG
UNDIR
STRÍÐ
HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR HEITUSTU TÖFFUR-
UNUM Í DAG SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA
Ve
rð a
ðeins
600 kr
.
HVER SAGÐI AÐ RISA-
EÐLUR VÆRU ÚTDAUÐAR
Með íslensku tali
Gríðarstór gamanmynd
með litlum kúlum!
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
SVONA ER ENGLAND
„Þetta er einfaldlega besta kvikmynd síðustu ára.
Hrá, mikilvæg og stórskemmtileg!“
- Glamour
HANN BEIÐ ALLT
SITT LÍF EFTIR
ÞEIRRI RÉTTU...
VERST AÐ HANN
BEIÐ EKKI VIKU
LENGUR