Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is EIGENDAFUNDUR Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti samhljóða í gærkvöldi að staðfesta fyrri ákvarðanir borg- arráðs Reykja- víkur og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá byrjun þessa mánaðar að hafna sam- runa Reykjavik Energy Invest (REI) við Geysi Green Energy (GGE). Jafnframt samþykkti fundurinn að veita stjórnarformanni Orkuveit- unnar umboð til þess að hefja við- ræður við ríkið og meðeigendur í Hitaveitu Suðurnesja um framtíð fyrirtækisins í því skyni að tryggja að auðlindir og almenningsveitur verði í eigu almennings, en sam- þykkt þar að lútandi var einnig gerð á fundi borgarráðs fyrr í gærdag. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri sagði að þessi niðurstaða þýddi að nú stæði eftir útrásararm- ur Orkuveitunnar, REI, sem væri í eigu OR að langstærstum hluta. „Nú tekur við það verkefni hjá okkur að búa útrásinni heilbrigt umhverfi og læra af þessu máli öllu saman, en jafnframt viljum við huga að orku- umhverfinu almennt og munum, eins og kynnt var á þessum fundi, óska eftir viðræðum við ríkið, sveit- arfélög og meðeigendur okkar í Hitaveitu Suðurnesja um að tryggja það að auðlindir og almenningsveit- ur verði í almenningseign,“ sagði Dagur. Hann sagði jafnframt að það væri eðlilegt að hefja viðræður við GGE. Það væri ágreiningur milli aðila um þá stöðu sem uppi væri og mikilvægt að kanna hvort hægt væri að leysa hann í einhvers konar samkomulagi. Aðspurður hvort hann hefði áhyggjur af því hvort Orkuveitan hefði skapað sér skaðabótaábyrgð, sagði Dagur að þeir væru búnir að fara vandlega yfir alla þætti málsins og hvert skref væri tekið að vand- lega athuguðu máli. „Við erum hins vegar ekki, hvorki í þessu né öðru, í illdeilum eða einhverjum mála- rekstri. Það er alltaf betra ef það er hægt að finna einhverja fleti þar sem hagsmunir fara saman,“ sagði Dagur einnig. Hann bætti því við aðspurður að þetta væru hins vegar skref sem nauðsynlegt hefði verið að taka til þess að vinda ofan af þeim ógöngum sem málið hefði verið komið í og það væri þverpólitísk niðurstaða allra í borgarstjórn og sameigenda þeirra í OR á Akranesi og í Borgarbyggð. Hann bætti því ennfremur við að- spurður að unnið væri að málinu eins hratt og kostur væri á. „Við er- um að stíga hvert skref til þess að standa sem best vörð um hagsmuni Orkuveitunnar og borgarbúa í út- rásinni eins og öðru,“ segir hann Framhaldshluthafafundur REI verður haldinn fyrir hádegi í dag. Þá er framhaldseigendafundur Orku- veitunnar síðan ráðgerður aftur að viku liðinni. Dagur B. Eggertsson Eigendafundur OR samþykkir að hafna samruna við GGE Morgunblaðið/Golli Frá eigendafundinum Þórunn Guðmundsdóttir, fundarstjóri, Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður OR, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í október, sæti áframhaldandi gæslu- varðhaldi til 20. desember. Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms, að sakborningurinn hafi til- kynnt lögreglu að vinur hans og ná- granni lægi rænulaus í rúmi sínu. Sagðist maðurinn hafa farið inn í opna íbúðina og komið að nágrann- anum þar. Lögregla fann manninn í rúminu og var hann með mikla áverka á andliti. Þá mátti sjá duft úr slökkvitæki á vanga hans og í rúm- inu og blóðslettur á vegg. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans en lést þar síðar um kvöldið af sárum sínum. Talið er að hann hafi verið barinn í höfuðið með slökkvitæki Hinn grunaði var verulega ölvaður og með nýlegt hrufl á fingri og á höndum hans var duft úr slökkvi- tæki. Gæsla stað- fest í mann- drápsmáli Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÆTLA MÁ að markaðsvirði skráðra eigna í eigu Exista hafi fall- ið um eina 40 milljarða það sem af er fjórða ársfjórðungi, þ.e. frá 1. október. Áréttað skal að eignarhlut- ur Exista í Kaupþingi og Sampo, sem samtals vegur væntanlega um 50-55% í eignasafni félagsins, er færður samkvæmt hlutdeildarað- ferð þannig að Exista reiknar sér ekki til tekna eða gjalda breytingar á markaðsvirði þessara félaga. Það táknar að breytingar á markaðs- verði hafa ekki áhrif á rekstur eða efnahag Ex- istu nema þá að- eins í því tilviki að markaðsvirði þeirra færi niður fyrir bókfært virði. Ætla má að samanlögð lækkun á markaðsverð- mæti eigna Exista í Kaupþingi og Sampo nemi 30-31 milljarði króna. Aðrar skráðar eignir Existu eru hins vegar færðar við markaðsvirði á hverjum tíma og lækkun á gengi bréfa birtist þá sem óinnleyst tap á rekstrarreikningi. Miklar lækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum og þannig hef- ur gengi bréfa Bakkavarar, þar sem Exista fer með um 40% hlut, lækk- að um 13% frá 1. október og gengi bréfa norska trygginga- og fjár- málafyrirtækisins Storebrand hefur lækkað um 18% en Exista á nær 10% hlut í félaginu. Gengi bréfa Kaupþings banka, sem Exista átti um 23% hlut í í lok september, hefur lækkað um 13,7% frá október. Þá hefur gengi bréfa finnska tryggingafélagsins Sampo, þar sem Exista á um 20% hlut, lækkað um 7,5%. Markaðsverðmæti eigna Exista fellur Hefur væntanlega minnkað um 40 milljarða frá 1. október BLYSFÖR var farin um miðaft- ansbil í gær á Degi íslenskrar tungu frá aðalbyggingu Háskóla Ís- lands að Hljómskálagarðinum. Efnt var til blysfararinnar af hálfu HÍ, Rithöfundasambands Íslands og af- mælisnefndar Jónasar Hallgríms- sonar. Blysförinni lauk við styttu Einars Jónssonar af Jónasi Hall- grímssyni sem afhjúpuð var 16. nóvember 1907, á aldarafmæli þjóð- skáldsins. Pétur Gunnarsson, formaður Rit- höfundasambandsins, flutti þar ávarp í minningu skáldsins. Meðal þátttakenda í blysförinni var Kristín Ingólfsdóttir háskóla- rektor. Dagur íslenskrar tungu var hald- inn hátíðlegur í tólfta sinn í gær en markmiðið með deginum er að beina athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóð- arvitund og alla menningu. Í gærkvöldi var hátíðarsamkoma í Þjóðleikhúsinu þar sem minning Jónasar Hallgrímssonar var heiðr- uð með flutningi verka skáldsins í bundnu máli og lausu í leikstjórn Sveins Einarssonar. Blysför á Degi íslenskrar tungu Morgunblaðið/Kristinn Minning Pétur Gunnarsson formaður Rithöfundasambandsins ásamt fleiri blysförum við styttu af þjóðskáldinu. ÖGMUNDUR Jónasson, formað- ur BSRB, sagði á aðalfundi banda- lagsins í gær þegar hann mælti fyrir ályktun fundarins að menn yrðu að opna augun fyrir þeim alvarlega vanda sem blasti við innan almanna- þjónustunnar. Víða væri erfitt að manna störf. Í næstu kjarasamning- um þyrfti að stórbæta kjör starfsfólks í almannaþjónustu, því að öðrum kosti stefndi jafnvel í neyðarástand. „Við erum að horfa til þess að í mörgum stofnunum velferðarþjónustunnar er ekki hægt að manna stöður lengur,“ segir Ögmundur. „Þetta eru stofnanir sem sinna öldruðum og fötluðum, og einnig í öðrum geirum. Við beinum því til okkar viðsemjenda að þeir opni augu sín fyrir því alvarlega ástandi sem er að skapast.“ Ögmundur segir fulltrúa BSRB hafa haft samband við ýmsar heil- brigðisstofnanir undanfarna daga. „Alls staðar kveður við sama tóninn. Svo dæmi sé tekið staðhæfa forsvars- menn Landspítalans að það bráðvanti tugi hjúkrunarstarfsfólks. Við þetta ástand verður álagið á þá sem eftir eru miklu meira og fólk hrökklast úr starfi af þessum sökum og þannig vindur vandinn upp á sig. Svona er þetta alltof víða. Ef það á að leysa þetta, þá verður að greiða kaup og búa fólki starfsskilyrði sem jafnast á við það besta á almennum vinnu- markaði.“ Þarf að stórbæta kjör fólks á velferðarsviði Ögmundur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.