Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HEILDARGREIÐSLA af óverð- tryggðu fasteignaláni á 15,75% vöxt- um er lægri en af verðtryggðu láni hjá Íbúðalánasjóði á 5,3% vöxtum miðað við 2,5% verðbólgu. Miklu hagstæðara er þó að taka erlent lán, þ.e.a.s. ef lánið hækkar ekki vegna breytinga á gengi íslensku krónunn- ar. Allar fjármálastofnanir bjóða við- skiptavinum sínum að reikna út kostnað við lán á heimasíðum sínum. Ef maður hugsar sér að taka 5 millj- ón króna fasteignalán til 40 ára getur hann valið um verðtryggt eða óverð- tryggt lán og einnig erlent lán. Flestir taka verðtryggt lán enda hljómar óverðtryggt lán með 15,75% vöxtum ekki beint aðlaðandi. Af- borgun af slíku láni er mun þyngri í upphafi en af hefðbundnu jafn- greiðsluláni hjá Íbúðalánasjóði eða bönkunum. Heildargreiðsla af óverð- tryggða láninu er 20,9 milljónir, en um 21,5 milljónir af láni Íbúðarlána- sjóðs miðað við 2,5% verðbólgu. Við þennan samanburð er eðlilegt að reikna með einhverri verðbólgu. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5%, en núna er verðbólgan 5,3%. Heildargreiðsla af hefðbundnu íbúðaláni í banka með 6,35% vöxtum (2,5% verðbólga) er 23,6 milljónir. Ef þetta fimm milljón króna lán er tekið í erlendri mynt yrði heildargreiðslan 10,8 milljónir. Erlenda lánið er óverðtryggt og því bætast engar verðbætur við höfuðstólinn þó að umtalsverð verðbólga sé á Íslandi. Á móti kemur að gengi krónunnar get- ur breyst og við gengisfellingu hækkar höfuðstóllinn. Ef gengi krónunnar styrkist eftir að lánið er tekið lækkar hins vegar höfuðstóll lánsins. Eftirstöðvar lækka eftir 19 ár Eignamyndun er mjög hæg þegar tekið er hefðbundið jafngreiðslulán hjá Íbúðalánasjóði eða bönkum. Í þessu tiltekna dæmi hækka eftir- stöðvar lánsins samfellt fyrstu 19 ár lánstímans. 20 árum eftir að lánið er tekið fara eftirstöðvar lánsins loks- ins að lækka. Hagstæðara að taka óverðtryggt lán Í HNOTSKURN »Bankar og Íbúðalánasjóð-ur bjóða fólki að reikna út kostnað við lán og greiðslubyrði á heimasíðum sínum. »Samanburðurinn sýnir aðhagstæðast er að taka er- lent lán, en slíku láni fylgir gengisáhætta sem bæði getur hækkað og lækkað höfuðstól lánsins. »Lækkun á gengi króunnargetur hækkað höfuðstól lánsins, en verðtrygging inn- lendra lána gerir raunveru- lega alveg það sama. Gengis- sveiflurnar geta hins vegar verið mjög snöggar og leitt til þess að greiðslubyrði þyngist tímabundið.                 !"   ##  $ %$& '  (  #)  $ *) +   , , -& &- /&00 &- ,- ,- , , &0&/ &/& &-& &&- .        ! !    Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er sjálfgefið að þetta gleður mann að sjálfsögðu, og er mjög dýrmætt fyrir mig persónulega,“ segir Sigurbjörn Einarsson biskup sem veitti í gær viðtöku Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt á degi ís- lenskrar tungu ár hvert, 16. nóvember, sem jafnframt er fæðingardagur Jónasar. Verðlaunin hlýtur einstaklingur sem þykir hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu, og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kyn- slóðar. Aðspurður segir Sigurbjörn það hafa sérstaka þýðingu fyrir sig að hljóta verðlaun sem kennd eru við Jónas. „Vitaskuld held ég mikið upp á Jónas, og hef unnað honum og dáð hann frá því ég man eftir mér. Ég minnist þess ekki síst hversu mikinn þátt hann átti í þeirri vakningu gagn- vart tungunni sem varð fyrir áhrif Fjölnismanna og Bessastaðaskóla.“ Tungan er okkar fjöregg Eftir Sigurbjörn liggur mikið ritað og hefur hann ávallt lagt sérstaka áherslu á góða málnotkun, bæði í ræðu og riti. „Mér var það eiginlegt frá upphafi að vanda mitt mál, það var mér innrætt snemma,“ segir hann, og bætir því við að gott mál komi ekki af sjálfu sér. „Ég lærði tungutak al- þýðunnar ósjálfrátt í upphafi, og það var býsna auðugt í þá daga. Fólk kunni mikið af góðum textum og talaði gjarnan skynsamlega við börn því það var engin aðgreining á kyn- slóðum í þá daga eins og nú er. Í uppvexti fylgdist maður með fólki við dagleg störf, heyrði á tal þess og nam það. Það var oft gaman þegar gestir komu því þá sóttist maður eftir því að hlýða á samtöl fólks, og hjó eftir orðatiltækjum sem voru ný fyrir manni.“ Sigurbjörn segir tungumálið hafa breyst mikið í seinni tíð og hefur hann miklar áhyggjur af þeirri þróun sem hef- ur átt sér stað. „Til dæmis er orðfæð áberandi, en einnig latmælgi, því fólk nennir ekki að kveða að orðum. Og svo er vitaskuld óhemjumikið af enskuslettum, bæði beinum og óbeinum. Það er meira að segja greinilegt í ritmáli þar sem oft er hugsað á ensku, þótt verið sé að skrifa á ís- lensku,“ segir Sigurbjörn sem telur vandamálið sér- staklega áberandi hjá ungu fólki, og að það liggi því í aug- um uppi að best sé að ráðast gegn vandanum í skólakerfinu. „Það er enginn vafi að skólarnir mættu efla íslenskukennsluna og vanda yfirleitt allt sitt starf. Það er til dæmis herfileg aðför að tungunni að hætta að láta fólk læra kvæði utanbókar, því með utanbókarlærdómi lærir maður mest varðandi tunguna.“ Að sögn Sigurbjörns er þó mikilvægt að hafa bjartsýn- ina að leiðarljósi. „Ég loka ekki augunum fyrir stað- reyndum sem blasa við, en ég er ekki svartsýnn að eðl- isfari og mín trú bannar mér að vera bölsýnn, og hamrar gegn því á allan hátt. En við megum ekki sofa á þessum dýrmæta verði því tungan er okkar fjöregg, og við verðum að átta okkur á því að það er veraldarundur að við skulum umgangast 1.000 ára gamla texta með auðveldu móti.“ Orðfæð og latmælgi áberandi í íslensku Morgunblaðið/Golli Utanbókar Sigurbjörn Einarsson saknar utan- bókalærdóms í skólum. Í HNOTSKURN » Verðlaunin voru fyrst afhent 1996 og var VilborgDagbjartsdóttir fyrsti handhafi þeirra. » Handhafi verðlaunanna hlýtur eina milljón krónaog ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Sigurbjörn Einarsson hlýtur Jónasarverðlaunin ÍSLENSK erfðagreining hleypti í gær af stokkunum nýrri þjónustu, deCODEme. Með þessu er verið að nýta þá sérþekkingu, sem fyrirtækið hefur byggt upp síðasta áratuginn, til að færa erfðafræði nær almenningi, samkvæmt tilkynningu. Á vefsíðunni www.decodeme.com verður hægt að panta þjónustuna, sem er tvíþætt og felur í sér annars vegar vinnslu upplýsinga úr erfða- efni viðskiptavina og hins vegar að- gang að vefsíðunni þar sem erfða- upplýsingar viðskiptavina eru settar í samhengi við þá þekkingu sem er til staðar í heiminum í dag. Meðal þess sem boðið er upp á er greining á uppruna einstaklinga, og hægt er að skoða hvernig erfða- mengi einstaklinga lítur út með til- liti til þeirra erfðaþátta sem vitað er að auka eða minnka líkur á algeng- um sjúkdómum eins og hjartaáfalli, sykursýki og fótaóeirð, sam- kvæmt tilkynn- ingu. „Dagurinn í dag er gleðidag- ur hér í fyrirtæk- inu. Það er myndarlegt skref fyrir okkur að geta nú boðið öll- um þeim, sem áhuga hafa, upp á að skoða eigin erfðaupplýsingar og notfæra sér þannig það sem vís- indin hafa upp á að bjóða,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, í tilkynningu. Þjónustan mun kosta í kringum sextíu þúsund krónur (985 banda- ríkjadali) til að byrja með og munu fyrstu viðskiptavinirnir fá tækifæri til þess að móta þjónustuna þar sem hún mun verða löguð að þörfum þeirra á næstu vikum. Erfðagreining fyrir almenning Kári Stefánsson Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞRÁTT fyrir að Íbúðalánasjóður hafi í gær hækkað vexti um 0,45 pró- sentustig eru vextir sjóðsins enn um einu prósentustigi lægri en vextir bankanna. Vextir Íbúðalánasjóðs eru núna 5,3% af lánum án upp- greiðslugjalds, en vextir sem bank- arnir bjóða fólki sem er í viðskiptum við þá eru 6,2-6,4%. Íbúðalánasjóður efndi í gær til út- boðs á skuldabréfum, en fjármuni, sem sjóðurinn aflar með þeim hætti, notar hann til að lána til þeirra sem kaupa húsnæði. Eins og búist var við var ávöxtunarkrafan í útboðinu tals- vert hærri en í síðasta útboði og í kjölfarið hækkaði sjóðurinn vexti um 0,45 prósentustig. Vextir sjóðsins eru nú 5,55% af lánum með sérstöku uppgreiðsluálagi og 5,30% af lánum án sérstaks uppgreiðsluálags. Þeir sem lögðu inn lánsumsókn áður en tilkynnt var um hækkun á vöxtum Íbúðalánasjóðs fá lán á vöxt- um eins og þeir voru fyrir hækkun. Allir bankarnir hækka vexti Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að vaxtaákvörðun sjóðsins byggi á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var í gær, ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboði íbúðabréfa og upp- greiddra ÍLS-veðbréfa eru 4,85%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%, vegna varasjóðs 0,20% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,25%, samtals 0,70%. Allir bankarnir hafa nú hækkað vexti í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vextir af íbúðalánum hjá Kaupþingi eru 6,4% fyrir þá sem eru í föstum viðskiptum við bankann. Aðrir þurfa að greiða 7,15% í vexti. Vextir af íbúðalánum Glitnis eru 6,35%. Vextir af íbúðalánum Lands- bankans eru 6,3% af lánum sem eru með fasta vexti út lánstímann. Lán sem eru með vöxtum sem eru endur- skoðaðir á fimm ára fresti bera 7,8% vexti. Vextir af íbúðalánum SPRON eru 6,2%, en vextir af lánum með endurskoðunarákvæði eru 6,9%. Íbúðalánasjóður hækkar vextina Vaxtahækkun sjóðsins er 0,45 punktar Vextir Íbúðalánasjóðs hækkuðu. BIRNA Jóns- dóttir formaður Læknafélags Ís- lands segir stjórn félagsins ekki hafa ályktað um hina nýju þjón- ustu ÍE. Hún bendir á að það sé hlutverk þjóð- félagsins að setja reglur um hvernig nota skuli upplýs- ingar af þessu tagi. Bendir hún á að margir hafi velt því fyrir sér hvort til dæmis tryggingafélög fari fram á að viðskiptavinir, í leit að sjúkdóma- eða líftryggingum, gefi svona upp- lýsingar um sjálfa sig. Sömuleiðis snúi áhyggjur fólks af því hvort vinnuveitendur muni biðja fólk um hið sama. „Mér finnst eðlilegt að í siðuðu samfélagi eigi löggjafinn að setja reglur um hvaða upplýsingar trygg- ingafélögum sé heimilt að biðja um,“ segir Birna og vísar til frumvarps til laga um tryggingavernd sem nú ligg- ur fyrir Alþingi. Að öðru leyti segist hún ekki gera athugasemdir við það þótt fyrirtæki, deCODE eða önnur, selji vörur sínar í frjálsu landi. Á hinn bóginn bendir hún á að sumir einstaklingar, sem ákveða að kaupa upplýsingar um erfðamengi sín, gætu lent í vanda með að túlka upplýsingarnar, þ.e. hvað þær muni þýða í reynd fyrir þá. „Það getur verið mjög gott fyrir fólk að vita af áhættu á sjúkdómum ef um er að ræða sjúkdóma sem má hafa áhrif á með lífsstílsbreytingum, t.d. sykursýki 2.“ Á svipaðan hátt segir hún að slæmt geti verið ef vitneskja um lík- ur á tilteknum sjúkdómum valdi fólki áhyggjum. Segir þörf á reglum um notkun erfðaupplýsinga Birna Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.