Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
AKSTUR fimm ölvaðra ökumanna að
meðaltali var stöðvaður af lögreglu á
hverjum degi í októbermánuði.
Drukknir ökumenn ollu níu banaslys-
um á síðasta ári og meginorsakir fjór-
tán banaslysa af 28 mátti rekja til
áfengis, fíkniefna og ofsaaksturs.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
stöðumanni Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa má rekja að minnsta kosti
þrjú af þeim þrettán banaslysum sem
orðið hafa á árinu til ölvunaraksturs.
Þrátt fyrir hert viðurlög og aukið
eftirlit lögreglu virðist lítið ef nokkuð
hafa dregið úr því að einstaklingar
haldi út í umferðina undir áhrifum
einhverskonar vímugjafa. Erfitt er að
segja til um hvort aukning hafi orðið á
akstri ökumanna undir áhrifum fíkni-
efna, þar sem lagabreyting sem fól í
sér mun afdráttarlausari afstöðu
gegn slíku en áður var, tók aðeins
gildi í júní á síðasta ári. Það hefur
hins vegar komið mörgum á óvart
hversu margir virðast teknir dag
hvern undir áhrifum og vakna spurn-
ingar um almennt öryggi í umferð-
inni. Að sögn Sigurðar Helgasonar,
verkefnastjóra hjá Umferðarstofu, er
einn ökumaður tekinn fyrir vímu-
akstur á meðan fjórir eru teknir fyrir
ölvunarakstur.
Haft var eftir Stefáni Eiríkssyni,
lögreglustjóra höfuðborgarsvæðis-
ins, í Morgunblaðinu í gær að lögregl-
an treysti mikið á ábendingar frá
borgununum. Sigurður tekur undir
það. „Við reynum að höfða til almenn-
ings að láta vita þegar menn hafa rök-
studdan grun um að ökumaður sé
undir áhrifum. Með því er verið að
stórminnka áhættuna fyrir aðra og
það er nú einu sinni skýr réttur hvers
borgara að þurfa ekki að lenda í þeirri
aðstöðu að mæta svo óhæfum öku-
mönnum.“
Sá maður sem hvað best þekkir af-
leiðingar ölvunaraksturs er Ágúst
Mogensen, forstöðumaður Rann-
sóknarnefndar umferðarslysa. Hann
segist merkja aukningu á ölvunar-
akstri í tengslum við banaslys. „Und-
anfarin tvö, þrjú ár höfum við séð
meira um að ölvunarakstur er meg-
inorsök slysa en áður. Oft spila aðrir
þættir inn í, s.s. tilfinningalegt ójafn-
vægi, rifrildi og þess háttar og þess
vegna er þetta mjög erfitt viðureign-
ar. Þegar við blöndum saman reiði og
ölvun erum við með mjög vonda
blöndu. Þá er skynsemin víðs fjarri
og áróðurinn ekki bakvið eyrað.“
Ágúst telur ekki óvarlegt að telja
að í kringum 15 þúsund einstaklingar
haldi út í umferðina undir áhrifum
áfengis á ári hverju, en það er fram-
reiknuð tala sem fundin var í könnun
sem gerð var fyrir nokkrum árum.
Ölvunarakstur var þriðja algeng-
asta orsök banaslysa í umferðinni ár-
in 1998-2005. Það sem af er ári hafa í
það minnsta þrjú banaslys orsakast
af slíkum akstri og segir Ágúst ekki
öll kurl komin til grafar enn. „Við er-
um ekki komin með heildarmyndina
en mér sýnist sem eitthvert framhald
verði á því að áfengi sé stór þáttur á
þessu ári.“
Fimm drukknir ökumenn á dag
ÁFENGISMÆLAR í bílum hafa verið í þróun
um nokkurra ára skeið og eru nú þegar komnir
í allnokkrar atvinnubifreiðar. Eitt af mark-
miðum Norræna umferðarráðsins er að mæl-
arnir verði staðalbúnaður í atvinnubílum fyrir
árið 2012.
Slíkar mælar virka þannig að bifreiðinni
verður ekki komið í gang nema ökumaður blási
í hann. Sé ekkert áfengi í öndunarsýni öku-
manns er hægt að ræsa bílinn. Ágúst Mogen-
sen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa, segist fylgjast grannt með
þróuninni á þessum vettvangi og telur að tækið muni henta afar vel til að
sporna við ölvunarakstri. Innbyggður áfengismælir verður boðinn í nokkr-
um gerðum bifreiða af tegundinni Volvo á næsta ári. Volvo er jafnframt
fyrsti bílaframleiðandinn í heiminum sem setur mæla í bíla sína.
Áfengismælar í bílum framtíðin?
Blásið Tækið er handhægt.
ÞAÐ er ástæða til þess fyrir
dómstólaráð að taka til gaumgæfi-
legrar athugunar hvort ekki sé
ástæða til þess að efla fjölmiðlakynn-
ingu í þágu dómstólanna, að því er
fram kom í erindi Björns Bjarnason-
ar, dómsmálaráðherra á aðalfundi
Dómarafélags Íslands í gær.
Björn sagði að fræða þyrfti al-
menning um þau meginsjónarmið,
sem dómarar eigi að hafa í heiðri og
eftir hvaða leiðum þeir komist að
niðurstöðu. „Festi sú skoðun rætur
meðal almennings, að dómstólar taki
ekki nógu hart á þeirri tegund af-
brota, sem vekur mestan ótta á líð-
andi stundu, getur það hæglega
dregið úr alhliða trausti á dómstól-
um,“ sagði Björn.
Hann ræddi einnig um stöðu
þriggja greina ríkisvaldsins og sagði
í því sambandi: „Hraði breytinganna
hefur verið svo mikill, að allar þrjár
greinar ríkisvaldsins eiga fullt í fangi
með að fylgja þeim eftir. Á það ekki
síst við þá aðila, sem halda uppi eft-
irliti með þróun hins frjálsa við-
skiptalífs og hvers kyns fjármála-
umsvifa. Við það eftirlit duga
aðferðir gærdagsins alls ekki leng-
ur,“ sagði dómsmálaráðherra einnig
í ávarpi sínu á fundinum.
Dómstólar
efli kynningu
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
GRINDAVÍKURBÆR hefur gert
samning við íþróttafélagið á staðn-
um, UMFG, þess efnis að öll börn á
grunnskólaaldri á staðnum geti
stundað íþróttaæfingar án endur-
gjalds. Samningurinn felur í sér að
bærinn greiðir UMFG á bilinu 15 til
40 milljónir króna árlega og sér
ungmennafélagið í staðinn um að
taka á móti öllum börnum, sem vilja
stunda íþróttir. Jafnframt vinnur
félagið að öflugu forvarnastarfi.
Eftir því sem næst verður komizt er
Grindavík fyrsta bæjarfélag á land-
inu, sem býður upp á ókeypis
íþróttaiðkun allra grunnskóla-
barna.
„Þetta er tvímælalaust tímamóta-
samningur í sögu íþróttahreyfing-
arinnar á Íslandi. Við bjóðum öllum
börnum á grunnskólaaldri að æfa
frítt hjá UMFG. Þetta er þannig út-
fært að bærinn borgar ákveðna
upphæð á hvern iðkanda á mánuði.
Þá skiptir það ekki máli hve marg-
ar íþróttagreinar eru stundaðar.
Við erum mjög ánægð með þessa
niðurstöðu og teljum að ekkert
bæjarfélag á landinu geri þetta
svona vel,“ segir Sigurður Enoks-
son, formaður æskulýðs- og íþrótta-
nefndar Grindavíkur.
„Þessi samningur hefur tvíþætta
þýðingu. Annars vegar skiptir
þetta miklu máli fyrir foreldrana,
sem ekki þurfa lengur að greiða æf-
ingagjöld fyrir börn á grunnskóla-
aldri. Á móti höfum við sett okkur
það markmið af auka iðkendafjölda
um 10 til 15%. Það er stærsti þátt-
urinn í þessu. Mér finnst líka skipta
miklu máli að með samningnum er
bæjarstjórnin að viðurkenna það í
verki að íþróttaiðkun er líklega
bezta og auðveldasta forvörn fyrir
krakka á þessum aldri, að halda
þeim frá sollinum. Það hefur komið
vel í ljós undanfarin ár. Það má því
segja að verið sé að setja peninga í
forvarnir fyrst og fremst. Þetta er
því allra hagur,“ segir Gunnlaugur
Hreinsson, formaður UMFG.
Frítt að æfa í Grindavík
Ljósmynd/Óskar Sævarsson
Íþróttir Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG, og Ólafur Örn Ólafsson
bæjarstjóri undirrita samninginn um gjaldfrjálsa íþróttaiðkun.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu óskar nú eftir liðsinni almenn-
ings vegna sakamáls sem hún hefur
tekið til rannsóknar og vill vita hvort
einhver þekki karlmanninn á með-
fylgjandi mynd. Er maðurinn talinn
tengjast málinu en lögreglan segir
að um alvarlegt sakamál sé að ræða
þótt hún á hinn bóginn svari því ekki
hvers eðlis það er.
Maðurinn er 165 til 170 cm á hæð,
grannvaxinn, dökkhærður, stutt-
klipptur með þunnt yfirvaraskegg og
pinna í tungunni. Hann er talinn af
erlendu bergi brotinn, samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um manninn eru vinsamlega beðnir
um að hringja í lögregluna í síma
444 1000.
Eftirlýstur
af lögreglu
Eftirlýstur Maðurinn er talinn 165-
170 cm á hæð og með pinna í tungu.
Rekja má orsök að minnsta kosti þriggja banaslysa af þrettán á árinu til ölvunaraksturs Skýr réttur
vegfarenda að mæta ekki ökumönnum undir áhrifum, segir verkefnastjóri hjá Umferðarstofu
AFLÍFA þurfti að minnsta kosti tólf
ær eftir meiriháttar búfjárslys sem
varð á hringveginum skammt norð-
an Blönduóss í gær.
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi
voru tildrög slyssins þau að verið var
að reka stóran fjárhóp við veginn
þegar hundur tvístraði ánum með
þeim afleiðingum að ærnar hlupu
upp á braut og í veg fyrir tvær aðvíf-
andi bifreiðar sem óku beint inn í
fjárhópinn. Telur lögreglan á
Blönduósi að um 100 ær hafi verið í
hópnum.
Þegar ökutækin skullu á fjárhópn-
um skemmdust þau töluvert að sögn
lögreglu, að ógleymdu hinu mikla
fjártjóni.
Ekki urðu þó meiðsl á ökumönn-
unum.
Ekið á stór-
an fjárhóp
♦♦♦
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
SÍLDVEIÐISKIPIN halda áfram
að moka upp síldinni á Grundarfirði.
Í gær voru fjögur skip þar að veiðum
og Guðmundur VE fékk risakast upp
undir fjöru, hugsanlega allt að 2000
tonn. Kap VE fékk líka mjög stórt
kast.
Róbert Hafliðason, skipstjóri á
Guðmundi, sagði í gærkvöldi að það
væri erfitt að meta hve mikið væri í
nótinni. Það væri búið að dæla um
1.000 tonnum úr henni, tæplega 500
tonnum um borð hjá þeim og tæp-
lega 600 tonnum um borð í Hákon
EA. Nú væru þeir að bíða eftir þriðja
skipinu, Áskeli EA til að klára að
dæla úr nótinni. „Hún liggur á botn-
inum núna og það er allt í lagi meðan
veðrið er svona gott. Við erum að
flaka og frysta um borð og getum því
ekki tekið nema um 500 tonn í einu,
en afkastagetan er um 100 tonn af
flökum á sólarhring, en það svarar til
um 200 tonna upp úr sjó. Þetta mikla
kast gefur okkur því ekki mikið og
núna saknar maður þess að það
skyldu ekki vera fleiri skip hérna til
að taka frá okkur. Síldin er nokkuð
góð, 280 til 300 grömm að þyngd og
það gengur vel að selja hana, en
verðið er ekkert himinhátt,“ sagði
Róbert.
Síldveiðin hefur til þessa að mestu
leyti verið inni á Grundarfirðinum,
en eitthvað hefur líka verið af síld ut-
an Grindavíkur, en hún hefur verið
smærri og því ekki eins góð til fryst-
ingar. Það háir skipunum hvað síldin
er grunnt á Grundarfirðinum.
Risakast á Grundarfirði
Ljósmynd/Þorbjörn Víglundsson
Veiðar Risakast af síld á Grundarfirði, allt að 2000 tonn.
Guðmundur VE með allt að 2000 tonna
kast í gær og aflanum skipt milli skipa