Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 18
Ánægð Forstjóri og stjórnarmenn SPRON við opnun skrifstofunnar í Berl- ín, f.v. Gunnar Þór Gíslason, Erlendur Hjaltason, Guðmundur Hauksson, Hildur Petersen, Ari Bergmann Einarsson og Ásgeir Baldurs. SPRON Verðbréf, dótturfélag SPRON, hefur opnað skrifstofu í Berlín. Meginhlutverk hennar er að veita ráðgjöf og annast fjárfest- ingar í fasteignum og fyrirtækjum í Þýskalandi, sem og nálægum svæð- um. Fram kemur í tilkynningu að fyrirtækjaráðgjöf SPRON Verð- bréfa hefur fyrir hönd fjárfestinga- félags sparisjóðsins og hóps ís- lenskra fjárfesta nýlega lokið kaupum á fasteignum í miðborg Berlínar fyrir um 5,5 milljarða króna. Taka fjárfestingarnar til 430 íbúða og rúmlega 40 þúsund fer- metra á „góðum stöðum“ í Berlín. Hlutur SPRON í þessum fjárfest- ingum er 35%. Haft er eftir Guðmundi Hauks- syni, forstjóra SPRON, að skrif- stofan í Berlín geri félaginu kleift að fylgja betur eftir þeim fjárfest- ingum sem ráðist hafi verið í á meginlandi Evrópu. Frekari tæki- SPRON opnar í Berlín færi séu á þessum markaði og einn- ig sé horft til baltnesku landanna og Mið-Evrópu. Aukin áhersla á fjárfestingabankastarfsemi sé í samræmi við stefnu SPRON. 18 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði um 1,45% í gær og stendur nú í 7.219 stigum en viðskipti með hlutabréf námu 6,4 milljörðum króna. Gengi bréfa Atlantic Petro- leum lækkaði mest eða um 9% og þá lækkaði gengi bréf Kaupþings um 2,5%. Gengi bréfa Marels og Icelandair Group hækkaði mest eða um 1% og gengi bréfa FL Group hækkaði um 0,7%. Enn lækkun ● MOSAIC Fas- hions á í við- ræðum við bandarísku versl- anakeðjuna Bloomingdales um að opna verslanir innan keðjunnar undir merkjum Coast og Karen Millen. Þetta kemur fram á vefsíðu Baugs Group, þar sem vitnað er í frásögn tímaritsins Retail Week. Gangi þessi áform eftir verða vörur frá Coast fáan- legar í Bandaríkjunum í fyrsta skiptið. Hyggst Mosaic Fashions opna nýju sölustaðina í fjórum verslunum Bloomingdales næsta vor en ekki er upplýst um ná- kvæmari staðsetningu. Verslanir undir merkjum Karen Millen eru sjö talsins í Bandaríkjunum. Blo- omingdales er dótturfyrirtæki Ma- cy’s og velti 2,3 milljörðum dollara á síðasta ári, jafnvirði um 140 milljarða króna. Fyrirtækið starf- rækir 40 verslanir víða um Banda- ríkin. Mosaic Fashions ræð- ir við Bloomingdales Fatnaður frá Coast á tískusýningu. ● ICELANDIC Group var rekið með 346 þúsund evra eða tæplega 31 milljónar króna tapi tapi á þriðja árs- fjórðungi en á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 3,3 milljónir evra. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur tap Icelandic 2,5 milljónum evra eða 223 milljónum króna á móti 953 þúsund evra hagnaði á sama tímabili í fyrra. Í hálffimm- fréttum Kaupþings banka segir að uppgjörið hafi verið langt undir þeim væntingum sem greiningardeild Kaupþings banka hafi haft til félags- ins. Tekjur á fjórðungnum hafi numið 327 milljónum evra eða um 8% undir spá deildarinnar. Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningu að stóra breytan hafi legið í afkomu Pickenpack Gel- mer í Frakklandi þar sem rekstrarnið- urstaðan hafi verið slök og langt frá áætlunum. Afkoma Icelandic Group undir væntingum um, Telekom Slovenije, en ekki er enn ljóst hvort af þeim kaupum verður. Á meðan sú óvissa ríkir þyk- ir kauphöll OMX á Íslandi ráðlegt að fresta skráningunni, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu í gær segir að ákvörðun fjármálaráðherra byggist á að þátt- taka Skipta í söluferli slóvenska símafélagsins geri það að verkum að ekki sé eins og sakir standa unnt að uppfylla þau skilyrði sem lög setja um að skráningarlýsing á fyrirtæk- inu skuli innihalda þær upplýsingar sem með hliðsjón af eðli útgefand- ans og verðbréfanna séu nauðsyn- legar fjárfestum til þess að þeir geti metið eignir og skuldir, fjárhags- stöðu, afkomu og framtíðarhorfur útgefanda. Haft hefur verið eftir Jóni Sveins- syni, fyrrverandi formanni einka- væðingarnefndar, að Skipti komist ekki undan því að selja almenningi þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupandinn sé skyldugur til að upp- fylla þetta atriði samningsins. Að öðrum kosti væru forsendur hans brostnar. Fjármálaráðuneytinu sé þó heimilt með undanþágu að veita frest á sölunni í stuttan tíma. Sölu til almennings frestað til marsloka Ráðuneyti má heimila frestun á sölu Símans í stuttan tíma Morgunblaðið/Kristinn Tillit „Við tókum mið af ráðleggingum frá kauphöllinni,“ segir ráðherra. Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Árni Mathiesen, hefur veitt móðurfélagi Símans, Skipta, frest til marsloka 2008 á að bjóða almenningi að kaupa 30% hlutafjár í móðurfélagi Símans, en það átti að gera í síðasta lagi fyr- ir árslok. „Auðvitað hefði verið betra ef hægt hefði verið að gera þetta á til- settum tíma. Aðstæður eru hins vegar þessar í dag að erfitt er um vik. Við tókum mið af ráðleggingum frá kauphöllinni og þetta er niður- staðan,“ segir Árni. Ber að bjóða almenningi 30% Íslenska ríkið seldi Símann árið 2005 félagi í eigu Exista og Kaup- þings fyrir 66,7 milljarða króna. Eitt meginatriði kaupsamningsins laut að því að selja almenningi 30% hlut í fyrirtækinu fyrir árslok 2007, með skráningu á almennan hlutabréfa- markað. Undanfarnar vikur hafa þó farið að heyrast raddir þess efnis að sótt yrði um frestun þessarar skrán- ingar og þar með sölu til almenn- ings. Hins vegar var haft eftir Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Skipta, sem á Símann, í lok október sl. að undirbúningur fyrir skráningu félagsins gengi vel og stefnt væri að henni fyrir árslok. Ástæða þess að farið var fram á frest er þátttaka Skipta í útboðsferli á helmingshlut í slóvenska síman- HOLLENSKI bankinn NIBC, sem Kaupþing banki hef- ur keypt, var rekinn með 204 milljón evra eða um 18,2 milljarða króna hagnaði af undirliggjandi starfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins á móti 182 milljónum evra á sama tímabili í fyrra og nemur hagnaðaraukningin 13%. Arðsemi eigin fjár reiknuð á ársgrundvelli á tímabilinu var um 19%. Tekjur jukust um 10% Rekstrartekjur NIBC á fyrstu níu mánuðum ársins námu 394 milljónum evra eða liðlega 35 milljörðum króna og jukust um 10% miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður af undirliggjandi starfsemi NIBC á þriðja ársfjórðungi nam 73 milljónum evra á móti 35 milljónum evra í fyrra og jókst um 110% en tekið skal fram að NIBC seldi eignasafn sitt sem tengdist áhættusömum veð- lánum í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi og fylgir það ekki með í kaupum Kaupþings banka á NIBC. Samanlagt hefur NIBC afskrifað 139 milljónir evra eða 12,4 milljarða vegna þessara lána, þar af 107 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi. Kostnaðarhlutfall NIBC var 48% fyrstu níu mánuði ársins og eiginfjárhlutfall A var 10,6% en markmið bank- ans er að það sé hærra en 10%. NIBC eykur hagnað Í eina sæng Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, greinir frá kaupunum á NIBC í ágúst. ÆTLA MÁ að verðmæti skráðra eigna FL Group hafi lækkað um í kringum 20 milljarða króna það sem af er fjórða ársfjórðungi en ekki um 25 milljarða eins og sagði í frétt á vef Berlingske Tidende og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þetta segir Halldór Kristmanns- son, framkvæmdastjóri sam- skiptasviðs FL Group, og bendir á að Berlingske Tidende hafi greinilega farið villt vegar í skrif- um sínum um tap af „íslensku tryggingafélagi“ en þar mun hafa verið átt við Tryggingamiðstöð- ina. Halldór minnir einnig á að þegar rætt sé um rýrnun mark- aðsvirðis skráðra eigna í eigu FL Group sé ekki tekið tillit til hugs- anlegra varna sem félagið hafi keypt. Óinnleyst tap FL Group ofmetið "  #  $     #% &'()  *+,!,-  $12 "                                                                                  !"#$%% #$ &'()( #)("!&&% ( "))#%###& % "%$ %' #%'%) %! (!$$#(%)( ( &$ (!#)( ()&'#(# ## #((')(#'' ( &$ &") ((%"&)#) $#"'))) ())($) #(") ' $ (&!(!!"" ###))) !!%&$$#  (($##"(  (%%)!$#'   (#(#$))))   ()*#" '"*#) #!* ) ##*() #'*&) "*(' #%*%) !'"*)) !*)) ($*!) $*% !!*") #*'# $*#$ ($%!*)) $ $*)) (*(( (""*)) '*%# !$* ) # *#) (#*$   (('*))   ()* ) '"*!) #!*') ##* ) #'*"' "*%) #%*") !$%*)) !*() (&*)) $*%$ ()(*)) #*'' $* # ($!#*)) $%)*)) (*(# (!#*)) '*') !&* ) # *&) (#*&) %&*))  ($)*))  $*&' +,-  (# " '! ' %& " #% ! ") %! $ % ' ( $& & ( &   #$   (   .     ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ($((#))& ('((#))& ($((#))& ('((#))& ($((#))& #$()#))& ##"#))& ($((#))& ('((#))& #((#))& 34 #)" "# 4 / 0  12 3  - 0  12 45 12 +6 0  12 0   12 2 4 27 8  9:   0  12  ;  12 6   8  12   3  < +,<2  12  12 =  12 5 3   $' 12 /2: 12 / : >  >?+ 4 3 + 0  12 +@ 3  9: : 0  12 A  12 BC1, 12 >DEB   - 12 F  - 12  67 *   G   /    G 3 0  12 , 12 EAH 8 EAH 9       EAH ( : 3H      .I J  B         +4 ./H      EAH ;(' EAH 6%)         ADAM Applegarth, forstjóri breska bankans Northern Rock og fjórir aðrir stjórnendur innan bankans auk tveggja stjórnarmanna hafa hætt hjá bankanum. Þetta er talið tengjast því að í gær rann út frestur sem gefinn var fyrir áhugasama að- ila til að leggja fram tilboð í Nort- hern Rock sem fór afar illa út úr al- þjóðlegri lausafjárkreppu sem rakin var til erfiðleika á bandarísk- um húsnæðislánamarkaði. Virgin Group, sem er í eigu Rich- ards Bransons, fjárfestingafélagið Cerberus auk JC Flowers sem seldi Kaupþingi hollenska bankann NIB Capital, hafa verið nefndir sem hugsanlegir kaupendur að Nort- hern Rock. Forstjóri Northern Rock hættur TAP Atlantic Petroleum nam 11,1 milljón danskra króna eða 132 milljónum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi á móti 258 þúsund danskra króna tapi á sama tímabili í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum árs- ins nam tap félagsins 50,5 millj- ónum danskra króna eða um 600 milljónum íslenskra en á sama tímabili í fyrra nam tapið 6,6 millj- ónum danskra króna. Tap hjá Atlantic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.