Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 51
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Í tilefni af degi ís-
lenskrar tungu munu nemendur úr 10.
bekk Háteigsskóla koma og lesa upp
fyrir kaffigesti 19. nóvember kl. 10.15.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið
hús, tískusýning í félagsheimilinu Gull-
smára kl. 14. Kaffiveitingar o.fl.
Skvettuball í félagsheimilinu Gullsmára
13 kl. 20-23. Miðaverð 500 kr. Þor-
valdur Halldórsson leikur fyrir dansi.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9. Hana-nú-ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Gerðuberg-
skórinn syngur við opnun myndlist-
arsýningar Þorgríms Kristmundssonar
kl. 14.30, stjórnandi Kári Friðriksson.
Mánud. 19. nóv. kl. 13.30 les Edda
Andrésd. úr bók sinni. Alla föstud. er
leikfimi o.fl. í ÍR heimilinu við Skóg-
arsel, kaffi og spjall.
Hrafnista, Reykjavík | Jólabasar í dag
kl. 13-17 og mánudaginn 19. nóvember
kl. 9-16. Fallegt handverk og munir til
sölu á hagstæðu verði. Einnig verður
happdrætti iðjuþjálfunar.
Hæðargarður 31 | Gönguferð kl. 10.
Listasmiðjan býður upp á ýmislegt í
handverki. Leiðbeinendur eru Laufey
Jónsdóttir og Selma Jónsdóttir. Bók-
menntahópur á þriðjudagkvöld kl. 20-
21.30. Uppl. í s. 568 3132.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ-
landsskóla, Víðigrund, kl. 9.30. Uppl. í
síma 564 1490.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Karlakór Kópavogs
heldur tónleika í kirkjunni kl. 16. Einnig
mun Regnbogakórinn taka nokkur lög.
Aðgangseyrir 1.500 kr.
Kaþólska kirkjan | Stykkishólmur:
Messa virka daga kl. 18.30, sunnudaga
kl. 10. Ísafjörður: Messa sunnudag kl.
11. Flateyri: Messa kl. 16, 2. og 3.
sunnudag í mánuði. Suðureyri: Messa
kl. 16, 1. og 4. sunnudag í mánuði.
Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel:
Messa sunnudaga kl. 11. Á laug-
ardögum er messa á ensku kl. 18.30.
Virka daga er messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Messa sunnudaga kl. 16
og miðvikudaga kl. 20.
Akureyri, Péturskirkja: Messa kl. 18.
Reyðarfjörður: Messa á sunnudag kl.
11.
Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru: Messa
á sunnudaga kl. 11.
Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Messa
sunnudaga kl. 10.30 og virka daga kl.
18.30. Karmelklaustur: Messa sunnu-
daga kl. 8.30 og virka daga kl. 8.
Keflavík, Barbörukapella Skólavegi 38:
Messa sunnudaga kl. 14.
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti:
Messa sunnudaga kl. 10.30. Messa á
ensku kl. 18. Virka daga er messa kl.
18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga kl. 8.10 (á latínu). Á laugardögum
er barnamessa kl. 14 að trúfræðslu
lokinni.
dagbók
Í dag er laugardagur 17. nóvember, 321. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér elska hver annan. (Jóh. 13, 34.)
ÍReykjavíkur Akademíunni verð-ur fluttur fyrirlestur í dag, kl. 14til 16, um sögu byggðar og nú-tímavæðingu á Snæfjallaströnd.
Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi
akademíunnar og Snjáfjallaseturs í til-
efni útkomu bókarinnar Undir Snjá-
fjöllum – þættir um búsetu og mannlíf
á Snæfjallaströnd, og er það höfundur
bókarinnar, Engilbert. S. Ingvarsson,
sem talar:
Fólkið á bæjunum
„Bókin skoðar aðallega áratuginn
frá 1930 til 1940 og fram á miðja öld-
ina, sem er það tímabil sem ég fer fyrst
að muna eftir mér,“ segir Engilbert,
sem ólst upp á svæðinu. „Frá 5 að 7 ára
aldri kom ég á alla bæina á Snæfjalla-
strönd, sem voru þá 22 talsins, og íbú-
arnir um 140 til 150. Þannig atvikaðist
að móðir mín var ljósmóðir og fór á alla
bæi til að bólusetja við bólusótt, og
fékk ég að fara með og man þess vegna
vel eftir fólkinu og bæjunum.“
Í riti Engilberts er m.a. að finna
myndir af öllum húsráðendum, skrá yf-
ir fæðingardaga þeirra, barna og
maka: „Síðan er skrifað um ýmsa aðra
þætti daglegs lífs, sjósókn og sam-
göngur, og geta lesendur glöggvað sig
á hvernig mannlífið var á svæðinu á
þessum tíma,“ segir Engilbert.
Framtakssemi og dugnaður
Að sögn Engilberts bjuggu undir
Snæfjöllum framtakssamir ein-
staklingar: „Ungmennafélag sem starf-
andi var í Snæfjallahreppi á 4. ára-
tugnum byggði sér
ungmennafélagshús úr torfi, grjóti og
rekaviði sem fluttur var norðan af
Ströndum. Ungmennafélagið Ísafold
byggði einnig sundlaug frammi í Un-
aðsdal þar sem er heit laug, og var þar
kennt sund frá 1936 til 1941,“ segir
Engilbert. „Allt var gert í sjálf-
boðaliðastarfi og sprottið upp úr
sjálfsbjargarviðleitni heimamanna.“
Finna má nánari upplýsingar á
www.akademia.is. Reykjavíkur Aka-
demían er til húsa á 4. hæð JL-hússins,
Hringbraut 121. Aðgangur að fyrir-
lestrinum er öllum heimill og ókeypis.
Heimasíða Snjáfjallaseturs er
www.snjafjallasetur.is.
Sagnfræði | Fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni í boði Snjáfjallaseturs
Lífið undir Snjáfjöllum
Engilbert S.
Ingvarsson fæddist
í Unaðsdal 1927,
flutti að Lyngholti
9 ára og til Ísa-
fjarðar 17 ára. Þar
lærði hann bók-
band í prentsmiðj-
unni Ísrún. Hann
bjó á Tyrðilmýri
1953 til 1987 og flutti þá til Hólmavík-
ur þar sem hann starfaði hjá hreppn-
um við félagsheimili staðarins og síð-
ar sem vigtarmaður, samhliða
bókbandi. Eiginkona Engilberts er
Kristín Daníelsdóttir hárgreiðslu-
meistari og eiga þau sjö börn og fjölda
barnabarna.
Mendelssohn var aðeins 16 ára
þegar hann samdi þetta meist-
araverk. Miðasala á www.sinfonia-
.is, í síma 545 2500 og við inn-
ganginn.
Myndlist
ART 11 | Laufey A. Johansen og
Maja Siska sýna nýjustu málverk
sín í dag og á morgun, 18. nóv., á
milli kl. 13 og 17 á vinnustofu ART
11, Auðbrekku 4, Kópavogi.
Energia Smáralind | Mynd-
verkasýning Kolbrúnar Róberts
stendur út nóvember. Hún sýnir
olíumálverk og myndverk unnin
með blandaðri tækni.
Gallerí Ágúst | Magnea Ásmunds-
dóttir opnar einkasýningu sína, Á
ferð, kl. 16. Magnea notar ólíka
miðla, svo sem ljósmyndir, mynd-
bandsverk, postulín o.fl., til þess
að skapa sögu, ferðalag, sam-
hengi og heild. Sýningin stendur
til 29. desember.
Listasalur Mosfellsbæjar | Síð-
astliðin þrjú ár hafa Grunnskól-
arnir í Mosfellsbæ verið þátttak-
endur í grafíklistaverkefni í
samvinnu með Billedskolen í
Kaupmannahöfn. Nafn sýning-
arinnar, Trílogía, stendur fyrir þau
þrjú árþúsund sem verkefnin túlka
í sögunni. Sýningin stendur yfir til
24. nóvember.
Dans
Iðnó | Tangóhljómsveitin Silencio
spilar á tónleikum og leikur fyrir
dansi. Húsið verður opnað kl. 21.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. Nánari
upplýsingar á tango.is.
Uppákomur
Bókasafn Hafnarfjarðar | Barna-
kór Leikskóla Hörðuvalla syngur
kl. 11, upplestur úr jólabókum fyrir
yngri börnin. Kaffi og snarl fyrir
börnin. Upplestur úr jólabókum
fyrir eldri börnin kl. 13. Hrund
Þórsdóttir – Loforðið, Gunnar Lár-
us Hjálmarsson (dr. Gunni) –
Abbababb, Marta María Jón-
asdóttir – Ef þú bara vissir.
Hrafnista, Reykjavík | Árlegur
jólabasar iðjuþjálfunar Hrafnistu í
Reykjavík verður kl. 13-17 í dag. Á
sama tíma verður vöfflukaffi Ætt-
ingjabandsins frá kl. 13.30 á 4.
hæð Hrafnistu.
Mannfagnaður
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í
Breiðfirðingabúð 18. nóvember kl.
14. Annar dagur í þriggja daga
keppni. Sjá nánar á heimasíðu
Breiðfirðingafélagsins, www.bf.is.
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum |
Basar kl. 12-17. Handverk unnið af
börnum, foreldrum og kennurum.
Brúðuleikhús, ævintýrahellir,
kaffisala, veiðitjörn og súpuleik-
hús. Á basarnum má finna ýmsa
handmuni og spil. Allt handverk er
unnið úr náttúrulegum efnivið.
Kvikmyndir
Kringlubíó | Kvikmyndin Foreldrar
hefur verið tekin aftur til sýninga
en hún hlaut flest Edduverðlaun á
verðlaunahátíð Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíunn-
ar, sex talsins. Foreldrar eru sýnd-
ir í SAM-bíóunum í Reykjavík og á
Akureyri, takmarkaður sýn-
ingafjöldi.
MÍR-salurinn | Kvikmyndin „Og
hér ríkir kyrrð í dögun“ (frá 1972)
verður sýnd á morgun, sunnudag,
kl. 15. Hún gerist á vordögum
1942 og fjallar um fimm ungar
konur í Rauða hernum og liðþjálfa
þeirra, karlmann, sem send eru til
leitar að þýsku fallhlífaliði sem
lenti á sovésku landi að baki víg-
línunnar. Ókeypis.
Fyrirlestrar og fundir
Askja – Náttúrufræðahús HÍ | Í
tilefni árs jarðarinnar 2008
stendur raunvísindadeild Háskóla
Íslands fyrir fyrirlestraröðinni
Undur veraldar fyrir almenning
(sjá http://undur.hi.is). Sigurjón
Arason, HÍ, flytur erindið „Stýring
þorskveiða með spálíkönum“.
Meðhöfundur er Sveinn Margeirs-
son doktorsnemi. Erindið hefst kl.
14 í stofu 132.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-
samtakanna er 895 1050.
Kvenfélagið Heimaey | Jólabasar
kvenfélagsins verður í Kringlunni í
dag. Á boðstólum eru heimagerð-
ar kökur og sultur. Basarinn opnar
kl. 10.
Tónlist
Dillon | Útgáfutónleikar Sigga
Lauf. Noise-bræður spila undir.
Íslenska óperan | Óperutónleikar
með leikrænu ívafi með Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur sópran, Sigríði
Aðalsteinsdóttur mezzósópran,
Ágústi Ólafssyni barítón og
Bjarna Thor Kristinssyni bassa.
Kurt Kopecky leikur undir á flyg-
ilinn í þekktum óperuaríum. Hægt
er að kaupa miða á www.opera.is
og í síma 511 4200.
Ráðhús Reykjavíkur | Stórsveit
Suðurlands heldur tónleika kl. 16.
Með sveitinni koma fram þær
Kristjana Stefánsdóttir og Guð-
laug Dröfn Ólafsdóttir djass-
söngkonur. Stórsveit Suðurlands
er fullskipuð stórsveit (big band)
og var stofnuð árið 2006. Stjórn-
andi er Vignir Þór Stefánsson.
Selfoss - Litla leikhúsið við Sig-
tún | Nýr kvennakór við Háskóla
Íslands flytur m.a. Jónasarlög
Atla Heimis Sveinssonar í sal Tón-
listarskólans á Selfossi kl. 15,
ásamt Benedikt Kristjánssyni ten-
ór, Páli Palomares á fiðlu, Víði Pet-
ersen á klarínett, Þorkatli Sigfús-
syni á selló og Sólveigu
Jónsdóttur á píanó. Stjórnandi er
Margrét Bóasdóttir.
Von, tónleikasalur SÁÁ | Tón-
leikar yngri og eldri strengjasveita
og klarínettukórs, málmblásara
og annarra kammersveita Tónlist-
arskólans í Reykjavík verða kl. 14 í
tónleikasal SÁÁ Efstaleiti 7.
Þjóðmenningarhúsið | Strengja-
oktett Mendelssohns. Tónleikarnir
eru liður í Kristalnum, kamm-
ertónleikaröð Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, og hefjast kl. 17.
KONA í bænum Mitrovica í skugga veggjakrots sem vísar
jafnt til frelsis og hnattvæðingar. Kosningar fara fram í
dag í héraðinu sem enn tilheyrir Serbíu að nafninu til.
Kósóvó kóla frelsisins
Reuters
FRÉTTIR
TOYOTA verður einn af að-
alstyrktaraðilum Lands-
sambands hestamanna og
Landsmóts. Samningur þessa
efnis var undirritaður á for-
mannafundi Landssambands-
ins föstudaginn 9. nóvember en
Toyota styrkir bæði Landsam-
band hestamanna og Landsmót
hestamanna næstu þrjú árin.
Samkvæmt samningnum legg-
ur Toyota til fjárframlag ásamt
því að sjá samtökunum fyrir
bifreiðum til ýmissa þátta
starfseminnar.
Í fréttatilkynningu segir að
stuðningur Toyota við LH og
Landsmót sé um 11,5 milljónir
króna og er til þess ætlaður að
efla kjarnastarfsemi sambands-
ins og að renna styrkum stoð-
um undir helstu viðburði á veg-
um LH á borð við Landsmót,
Íslandsmót og starfsemi lands-
liðs í hestaíþróttum.
Regína Sólveig Gunn-
arsdóttir, framkvæmdastjóri
Landssambands hestamanna,
og Jóna Fanney Friðriksdóttir,
framkvæmdastjóri Landsmóts
ehf., undirrituðu samninginn
ásamt Magnúsi Kristinssyni,
stjórnarformanni Toyota á Ís-
landi.
Handsalað Regína Sólveig Gunnarsdóttir(f.v.)framkvæmdastjóri
Landssambands hestamanna, Magnús Kristinsson stjórn-
arformaður Toyota á Íslandi og Jóna Fanney Friðriksdóttir fram-
kvæmdastjóri Landsmóts ehf. að lokinni undirskriftnni.
Toyota styrkir Lands-
mót hestamanna
JÓLAKORT Soroptim-
istaklúbbs Grafarvogs eru kom-
in í sölu.
Myndin „Tilhlökkun“ eftir
Guðnýju Eysteinsdóttur prýðir
kortin að þessu sinni.
Hægt er að fá kortin bæði
með og án texta. Verð með um-
slagi er 100 kr. stykkið og eru
seld tíu saman í pakka. Allur
ágóði af sölu kortanna rennur til
líknarmála.
Nánari upplýsingar gefur
Hjördís Svavarsdóttir í síma
893–5851 eða hjodda30@visir.is
og Sigrún Árnadóttir í síma
820–1516 eða sigrunarn-
@hotmail.com
Jólakort Soroptimista-
klúbbs Grafarvogs
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi ályktun frá
Ungum jafnaðarmönnum:
„Ungir jafnaðarmenn, ung-
liðahreyfing Samfylkingarinnar,
lýsa yfir þungum áhyggjum af
þeirri stöðu sem ríkir nú á hús-
næðismarkaðnum eftir nýjustu
vaxtahækkanir bankanna. Stað-
an nú er enn fjandsamlegri en
áður gagnvart ungu fólki sem er
að reyna að koma þaki yfir höf-
uðið og í raun orðið erfitt að sjá
hvernig eignalítið ungt fólk á yf-
ir höfuð að taka fyrstu skrefin
inn á húsnæðismarkaðinn. Hátt
fasteignaverð, háir vextir og
himinhá húsaleiga eru allt þætt-
ir sem leggja stein í götu þess
fólks. Ungir jafnaðarmenn
harma það að afleiðingar hag-
stjórnarmistaka fyrri ríkis-
stjórnar skuli nú leggjast
þyngst á herðar þess fólks sem
minnst má við því og treysta því
að núverandi ríkisstjórn Sam-
fylkingar og Sjálfstæðisflokks
grípi til tafarlausra aðgerða í
þessum efnum og rétti af hið
ósanngjarna hlutskipti ungs
fólks.
Að lokum gagnrýna Ungir
jafnaðarmenn harðlega þá
ákvörðun ákveðinna banka að
banna íbúðarkaupendum að yf-
irtaka eldri lán á hagstæðari
vöxtum og hvetja þá ásamt öðr-
um lánastofnunum sem gætu
verið að hugsa í sömu átt, til að
sjá að sér.“
Vilja tafarlausar aðgerð-
ir í húsnæðismálum
JÓLAKORT Barnaheilla 2007
eru komin í sölu. Með kaupum á
jólakortum Barnaheilla er verið
að styðja starf í þágu barna
bæði hérlendis og erlendis.
Markmið samtakanna er að
vera málsvari barna og hafa
frumkvæði að málum og verk-
efnum er varða réttindi þeirra
og velferð. Barnaheill hafa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna að leiðarljósi í öllu sínu
starfi. Í ár eru í boði sex gerðir
korta í stærðinni 14 x 14 með
gull- eða silfurhúð og er hægt
að fá þau með eða án texta. Um-
slög fylgja kortunum.
Kortin er hægt að fá á skrif-
stofu Barnaheilla, Suðurlands-
braut 24, 3. hæð, panta í gegn-
um síma samtakanna 553–5900
eða með tölvupósti á netfangið
maria@barnaheill.is. Einnig er
hægt að nálgast pöntunarblað á
vef samtakanna, www.barna-
heill.is
Jólakort
Barnaheilla
komin út