Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 51 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Í tilefni af degi ís- lenskrar tungu munu nemendur úr 10. bekk Háteigsskóla koma og lesa upp fyrir kaffigesti 19. nóvember kl. 10.15. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús, tískusýning í félagsheimilinu Gull- smára kl. 14. Kaffiveitingar o.fl. Skvettuball í félagsheimilinu Gullsmára 13 kl. 20-23. Miðaverð 500 kr. Þor- valdur Halldórsson leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9. Hana-nú-ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Gerðuberg- skórinn syngur við opnun myndlist- arsýningar Þorgríms Kristmundssonar kl. 14.30, stjórnandi Kári Friðriksson. Mánud. 19. nóv. kl. 13.30 les Edda Andrésd. úr bók sinni. Alla föstud. er leikfimi o.fl. í ÍR heimilinu við Skóg- arsel, kaffi og spjall. Hrafnista, Reykjavík | Jólabasar í dag kl. 13-17 og mánudaginn 19. nóvember kl. 9-16. Fallegt handverk og munir til sölu á hagstæðu verði. Einnig verður happdrætti iðjuþjálfunar. Hæðargarður 31 | Gönguferð kl. 10. Listasmiðjan býður upp á ýmislegt í handverki. Leiðbeinendur eru Laufey Jónsdóttir og Selma Jónsdóttir. Bók- menntahópur á þriðjudagkvöld kl. 20- 21.30. Uppl. í s. 568 3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla, Víðigrund, kl. 9.30. Uppl. í síma 564 1490. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Karlakór Kópavogs heldur tónleika í kirkjunni kl. 16. Einnig mun Regnbogakórinn taka nokkur lög. Aðgangseyrir 1.500 kr. Kaþólska kirkjan | Stykkishólmur: Messa virka daga kl. 18.30, sunnudaga kl. 10. Ísafjörður: Messa sunnudag kl. 11. Flateyri: Messa kl. 16, 2. og 3. sunnudag í mánuði. Suðureyri: Messa kl. 16, 1. og 4. sunnudag í mánuði. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Messa sunnudaga kl. 11. Á laug- ardögum er messa á ensku kl. 18.30. Virka daga er messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Messa sunnudaga kl. 16 og miðvikudaga kl. 20. Akureyri, Péturskirkja: Messa kl. 18. Reyðarfjörður: Messa á sunnudag kl. 11. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru: Messa á sunnudaga kl. 11. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Messa sunnudaga kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur: Messa sunnu- daga kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Keflavík, Barbörukapella Skólavegi 38: Messa sunnudaga kl. 14. Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti: Messa sunnudaga kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 8.10 (á latínu). Á laugardögum er barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. dagbók Í dag er laugardagur 17. nóvember, 321. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) ÍReykjavíkur Akademíunni verð-ur fluttur fyrirlestur í dag, kl. 14til 16, um sögu byggðar og nú-tímavæðingu á Snæfjallaströnd. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi akademíunnar og Snjáfjallaseturs í til- efni útkomu bókarinnar Undir Snjá- fjöllum – þættir um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd, og er það höfundur bókarinnar, Engilbert. S. Ingvarsson, sem talar: Fólkið á bæjunum „Bókin skoðar aðallega áratuginn frá 1930 til 1940 og fram á miðja öld- ina, sem er það tímabil sem ég fer fyrst að muna eftir mér,“ segir Engilbert, sem ólst upp á svæðinu. „Frá 5 að 7 ára aldri kom ég á alla bæina á Snæfjalla- strönd, sem voru þá 22 talsins, og íbú- arnir um 140 til 150. Þannig atvikaðist að móðir mín var ljósmóðir og fór á alla bæi til að bólusetja við bólusótt, og fékk ég að fara með og man þess vegna vel eftir fólkinu og bæjunum.“ Í riti Engilberts er m.a. að finna myndir af öllum húsráðendum, skrá yf- ir fæðingardaga þeirra, barna og maka: „Síðan er skrifað um ýmsa aðra þætti daglegs lífs, sjósókn og sam- göngur, og geta lesendur glöggvað sig á hvernig mannlífið var á svæðinu á þessum tíma,“ segir Engilbert. Framtakssemi og dugnaður Að sögn Engilberts bjuggu undir Snæfjöllum framtakssamir ein- staklingar: „Ungmennafélag sem starf- andi var í Snæfjallahreppi á 4. ára- tugnum byggði sér ungmennafélagshús úr torfi, grjóti og rekaviði sem fluttur var norðan af Ströndum. Ungmennafélagið Ísafold byggði einnig sundlaug frammi í Un- aðsdal þar sem er heit laug, og var þar kennt sund frá 1936 til 1941,“ segir Engilbert. „Allt var gert í sjálf- boðaliðastarfi og sprottið upp úr sjálfsbjargarviðleitni heimamanna.“ Finna má nánari upplýsingar á www.akademia.is. Reykjavíkur Aka- demían er til húsa á 4. hæð JL-hússins, Hringbraut 121. Aðgangur að fyrir- lestrinum er öllum heimill og ókeypis. Heimasíða Snjáfjallaseturs er www.snjafjallasetur.is. Sagnfræði | Fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni í boði Snjáfjallaseturs Lífið undir Snjáfjöllum  Engilbert S. Ingvarsson fæddist í Unaðsdal 1927, flutti að Lyngholti 9 ára og til Ísa- fjarðar 17 ára. Þar lærði hann bók- band í prentsmiðj- unni Ísrún. Hann bjó á Tyrðilmýri 1953 til 1987 og flutti þá til Hólmavík- ur þar sem hann starfaði hjá hreppn- um við félagsheimili staðarins og síð- ar sem vigtarmaður, samhliða bókbandi. Eiginkona Engilberts er Kristín Daníelsdóttir hárgreiðslu- meistari og eiga þau sjö börn og fjölda barnabarna. Mendelssohn var aðeins 16 ára þegar hann samdi þetta meist- araverk. Miðasala á www.sinfonia- .is, í síma 545 2500 og við inn- ganginn. Myndlist ART 11 | Laufey A. Johansen og Maja Siska sýna nýjustu málverk sín í dag og á morgun, 18. nóv., á milli kl. 13 og 17 á vinnustofu ART 11, Auðbrekku 4, Kópavogi. Energia Smáralind | Mynd- verkasýning Kolbrúnar Róberts stendur út nóvember. Hún sýnir olíumálverk og myndverk unnin með blandaðri tækni. Gallerí Ágúst | Magnea Ásmunds- dóttir opnar einkasýningu sína, Á ferð, kl. 16. Magnea notar ólíka miðla, svo sem ljósmyndir, mynd- bandsverk, postulín o.fl., til þess að skapa sögu, ferðalag, sam- hengi og heild. Sýningin stendur til 29. desember. Listasalur Mosfellsbæjar | Síð- astliðin þrjú ár hafa Grunnskól- arnir í Mosfellsbæ verið þátttak- endur í grafíklistaverkefni í samvinnu með Billedskolen í Kaupmannahöfn. Nafn sýning- arinnar, Trílogía, stendur fyrir þau þrjú árþúsund sem verkefnin túlka í sögunni. Sýningin stendur yfir til 24. nóvember. Dans Iðnó | Tangóhljómsveitin Silencio spilar á tónleikum og leikur fyrir dansi. Húsið verður opnað kl. 21. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Nánari upplýsingar á tango.is. Uppákomur Bókasafn Hafnarfjarðar | Barna- kór Leikskóla Hörðuvalla syngur kl. 11, upplestur úr jólabókum fyrir yngri börnin. Kaffi og snarl fyrir börnin. Upplestur úr jólabókum fyrir eldri börnin kl. 13. Hrund Þórsdóttir – Loforðið, Gunnar Lár- us Hjálmarsson (dr. Gunni) – Abbababb, Marta María Jón- asdóttir – Ef þú bara vissir. Hrafnista, Reykjavík | Árlegur jólabasar iðjuþjálfunar Hrafnistu í Reykjavík verður kl. 13-17 í dag. Á sama tíma verður vöfflukaffi Ætt- ingjabandsins frá kl. 13.30 á 4. hæð Hrafnistu. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð 18. nóvember kl. 14. Annar dagur í þriggja daga keppni. Sjá nánar á heimasíðu Breiðfirðingafélagsins, www.bf.is. Waldorfskólinn í Lækjarbotnum | Basar kl. 12-17. Handverk unnið af börnum, foreldrum og kennurum. Brúðuleikhús, ævintýrahellir, kaffisala, veiðitjörn og súpuleik- hús. Á basarnum má finna ýmsa handmuni og spil. Allt handverk er unnið úr náttúrulegum efnivið. Kvikmyndir Kringlubíó | Kvikmyndin Foreldrar hefur verið tekin aftur til sýninga en hún hlaut flest Edduverðlaun á verðlaunahátíð Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunn- ar, sex talsins. Foreldrar eru sýnd- ir í SAM-bíóunum í Reykjavík og á Akureyri, takmarkaður sýn- ingafjöldi. MÍR-salurinn | Kvikmyndin „Og hér ríkir kyrrð í dögun“ (frá 1972) verður sýnd á morgun, sunnudag, kl. 15. Hún gerist á vordögum 1942 og fjallar um fimm ungar konur í Rauða hernum og liðþjálfa þeirra, karlmann, sem send eru til leitar að þýsku fallhlífaliði sem lenti á sovésku landi að baki víg- línunnar. Ókeypis. Fyrirlestrar og fundir Askja – Náttúrufræðahús HÍ | Í tilefni árs jarðarinnar 2008 stendur raunvísindadeild Háskóla Íslands fyrir fyrirlestraröðinni Undur veraldar fyrir almenning (sjá http://undur.hi.is). Sigurjón Arason, HÍ, flytur erindið „Stýring þorskveiða með spálíkönum“. Meðhöfundur er Sveinn Margeirs- son doktorsnemi. Erindið hefst kl. 14 í stofu 132. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA- samtakanna er 895 1050. Kvenfélagið Heimaey | Jólabasar kvenfélagsins verður í Kringlunni í dag. Á boðstólum eru heimagerð- ar kökur og sultur. Basarinn opnar kl. 10. Tónlist Dillon | Útgáfutónleikar Sigga Lauf. Noise-bræður spila undir. Íslenska óperan | Óperutónleikar með leikrænu ívafi með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran, Sigríði Aðalsteinsdóttur mezzósópran, Ágústi Ólafssyni barítón og Bjarna Thor Kristinssyni bassa. Kurt Kopecky leikur undir á flyg- ilinn í þekktum óperuaríum. Hægt er að kaupa miða á www.opera.is og í síma 511 4200. Ráðhús Reykjavíkur | Stórsveit Suðurlands heldur tónleika kl. 16. Með sveitinni koma fram þær Kristjana Stefánsdóttir og Guð- laug Dröfn Ólafsdóttir djass- söngkonur. Stórsveit Suðurlands er fullskipuð stórsveit (big band) og var stofnuð árið 2006. Stjórn- andi er Vignir Þór Stefánsson. Selfoss - Litla leikhúsið við Sig- tún | Nýr kvennakór við Háskóla Íslands flytur m.a. Jónasarlög Atla Heimis Sveinssonar í sal Tón- listarskólans á Selfossi kl. 15, ásamt Benedikt Kristjánssyni ten- ór, Páli Palomares á fiðlu, Víði Pet- ersen á klarínett, Þorkatli Sigfús- syni á selló og Sólveigu Jónsdóttur á píanó. Stjórnandi er Margrét Bóasdóttir. Von, tónleikasalur SÁÁ | Tón- leikar yngri og eldri strengjasveita og klarínettukórs, málmblásara og annarra kammersveita Tónlist- arskólans í Reykjavík verða kl. 14 í tónleikasal SÁÁ Efstaleiti 7. Þjóðmenningarhúsið | Strengja- oktett Mendelssohns. Tónleikarnir eru liður í Kristalnum, kamm- ertónleikaröð Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, og hefjast kl. 17. KONA í bænum Mitrovica í skugga veggjakrots sem vísar jafnt til frelsis og hnattvæðingar. Kosningar fara fram í dag í héraðinu sem enn tilheyrir Serbíu að nafninu til. Kósóvó kóla frelsisins Reuters FRÉTTIR TOYOTA verður einn af að- alstyrktaraðilum Lands- sambands hestamanna og Landsmóts. Samningur þessa efnis var undirritaður á for- mannafundi Landssambands- ins föstudaginn 9. nóvember en Toyota styrkir bæði Landsam- band hestamanna og Landsmót hestamanna næstu þrjú árin. Samkvæmt samningnum legg- ur Toyota til fjárframlag ásamt því að sjá samtökunum fyrir bifreiðum til ýmissa þátta starfseminnar. Í fréttatilkynningu segir að stuðningur Toyota við LH og Landsmót sé um 11,5 milljónir króna og er til þess ætlaður að efla kjarnastarfsemi sambands- ins og að renna styrkum stoð- um undir helstu viðburði á veg- um LH á borð við Landsmót, Íslandsmót og starfsemi lands- liðs í hestaíþróttum. Regína Sólveig Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamanna, og Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts ehf., undirrituðu samninginn ásamt Magnúsi Kristinssyni, stjórnarformanni Toyota á Ís- landi. Handsalað Regína Sólveig Gunnarsdóttir(f.v.)framkvæmdastjóri Landssambands hestamanna, Magnús Kristinsson stjórn- arformaður Toyota á Íslandi og Jóna Fanney Friðriksdóttir fram- kvæmdastjóri Landsmóts ehf. að lokinni undirskriftnni. Toyota styrkir Lands- mót hestamanna JÓLAKORT Soroptim- istaklúbbs Grafarvogs eru kom- in í sölu. Myndin „Tilhlökkun“ eftir Guðnýju Eysteinsdóttur prýðir kortin að þessu sinni. Hægt er að fá kortin bæði með og án texta. Verð með um- slagi er 100 kr. stykkið og eru seld tíu saman í pakka. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála. Nánari upplýsingar gefur Hjördís Svavarsdóttir í síma 893–5851 eða hjodda30@visir.is og Sigrún Árnadóttir í síma 820–1516 eða sigrunarn- @hotmail.com Jólakort Soroptimista- klúbbs Grafarvogs MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Ungum jafnaðarmönnum: „Ungir jafnaðarmenn, ung- liðahreyfing Samfylkingarinnar, lýsa yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem ríkir nú á hús- næðismarkaðnum eftir nýjustu vaxtahækkanir bankanna. Stað- an nú er enn fjandsamlegri en áður gagnvart ungu fólki sem er að reyna að koma þaki yfir höf- uðið og í raun orðið erfitt að sjá hvernig eignalítið ungt fólk á yf- ir höfuð að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkaðinn. Hátt fasteignaverð, háir vextir og himinhá húsaleiga eru allt þætt- ir sem leggja stein í götu þess fólks. Ungir jafnaðarmenn harma það að afleiðingar hag- stjórnarmistaka fyrri ríkis- stjórnar skuli nú leggjast þyngst á herðar þess fólks sem minnst má við því og treysta því að núverandi ríkisstjórn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks grípi til tafarlausra aðgerða í þessum efnum og rétti af hið ósanngjarna hlutskipti ungs fólks. Að lokum gagnrýna Ungir jafnaðarmenn harðlega þá ákvörðun ákveðinna banka að banna íbúðarkaupendum að yf- irtaka eldri lán á hagstæðari vöxtum og hvetja þá ásamt öðr- um lánastofnunum sem gætu verið að hugsa í sömu átt, til að sjá að sér.“ Vilja tafarlausar aðgerð- ir í húsnæðismálum JÓLAKORT Barnaheilla 2007 eru komin í sölu. Með kaupum á jólakortum Barnaheilla er verið að styðja starf í þágu barna bæði hérlendis og erlendis. Markmið samtakanna er að vera málsvari barna og hafa frumkvæði að málum og verk- efnum er varða réttindi þeirra og velferð. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Í ár eru í boði sex gerðir korta í stærðinni 14 x 14 með gull- eða silfurhúð og er hægt að fá þau með eða án texta. Um- slög fylgja kortunum. Kortin er hægt að fá á skrif- stofu Barnaheilla, Suðurlands- braut 24, 3. hæð, panta í gegn- um síma samtakanna 553–5900 eða með tölvupósti á netfangið maria@barnaheill.is. Einnig er hægt að nálgast pöntunarblað á vef samtakanna, www.barna- heill.is Jólakort Barnaheilla komin út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.