Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 19
MIRALE
Síðumúla 33
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–16
sunnudag 13–16
www.mirale.is
Fegraðu
þitt heimili!
Öll ljós
á 20% afslætti
um helgina
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
LÖGGJÖF um hlutafélög, markaði
og réttindi hluthafa er skapleg hér á
landi, en nokkuð skortir á almennan
skilning á efni laganna og eftirlit með
því að þeim sé fylgt. Kom þetta fram í
máli Vilhjálms Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra Samtaka fjárfesta, á
fundi samtakanna um fjárfestavernd,
sem haldinn var á Hótel Sögu í gær.
Sagði Vilhjálmur að svo virtist sem
Fjármálaeftirlitið léti sig nánast ekk-
ert varða viðskipti með bréf í félögum
sem ekki eru fjármálafyrirtæki og að
þar þyrfti að bæta úr.
Ótilhlýðilegir hagsmunir
Í máli sínu fjallaði Vilhjálmur um
nokkur atriði sem snúa að fjárfesta-
vernd og réttindum hluthafa í fyrir-
tækjum. Nefndi hann ákvæði í hluta-
félagalögum um að stjórn og
framkvæmdastjórn félags megi ekki
gera neinar þær ráðstafanir sem ber-
sýnilega séu fallnar til þess að afla
ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótil-
hlýðilegra hagsmuna á kostnað ann-
arra hluthafa eða félagsins.
Sem dæmi um ákvarðanir sem
vektu upp spurningar í þessa átt
nefndi Vilhjálmur annars vegar sölu
Straums-Burðaráss á 550 milljón
hlutum í eigu félagsins til ónefndra
fjárfesta og hins vegar kaup Glitnis á
hlut Bjarna Ármannssonar, fráfar-
andi forstjóra bankans, en báðir
gerningarnir áttu sér stað fyrr á
þessu ári. Benti Vilhjálmur á að það
verð sem var greitt fyrir bréfin í
Straumi, 18,6 krónur á hlut, hefði ver-
ið undir dagsloka- og meðalgengi við-
skipta með bréf í Straumi dagana fyr-
ir og eftir viðskiptin og það ætti að
vekja spurningar um réttmæti við-
skiptanna. Sömuleiðis hefði verð það
sem greitt var fyrir tæplega 235 millj-
ónir hluta í Glitni, á genginu 29, verið
töluvert yfir hæsta gengi sem bréf í
Glitni hefðu farið á dagana fyrir og
eftir kaupin á hlut Bjarna.
Vilhjálmur ræddi einnig heimildir
stjórnar til að ráðstafa hagnaði félags
til annarra en hluthafa. Nefndi hann
sem dæmi ákvörðun stjórnar félags
um að greiða starfsmönnum sérstaka
launauppbót vegna góðrar afkomu fé-
lags, eða að gefa viðskiptavinum sér-
stakan afslátt af sömu ástæðu. Sagði
hann að hagnaðurinn væri sameign
allra hluthafa og velti upp þeirri
spurningu hvort stjórn hlutafélags
hefði vald til að ráðstafa hagnaði fé-
lagsins á þennan hátt.
Þá fjallaði Vilhjálmur um kauprétt-
arsamninga, sem hann sagði gjarnan
vera óháða gengi fyrirtækis á samn-
ingstímanum. Sagði hann eðlilega
kröfu að í kaupréttarsamningum
væru ákvæði um að þeir yrðu aðeins
að kaupauka væri skilgreindum lág-
marksárangri náð. Þá yrðu hluthafar
að gera kröfu um gagnsæi við gerð
kaupréttarsamninga.
Undir einn hatt
Vilhjálmur sagði að samtökin
myndu skoða einstök mál tengd fjár-
festavernd og sæju þau ástæðu til
myndu þau fylgja eftir ákveðnum
málum og ef til vill standa undir máls-
kostnaði, kæmi til málaferla.
Á fundinum tók Jón Þór Sturluson,
aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, til
máls og sagði að athuga bæri hvort
ekki væri rétt að færa öll málefni
markaðarins undir einn hatt. Nú væri
málum svo háttað að lagasetning og
reglugerðavinna væri á höndum við-
skiptaráðuneytis en stór hluti eftirlits
með markaðnum heyrði hins vegar
undir fjármálaráðuneyti. Hagkvæm-
ara og einfaldara væri ef málefni
markaðarins, lagasetning og eftirlit,
heyrðu öll undir sama ráðuneyti.
Fjárfestavernd og
hagsmunir hluthafa
Morgunblaðið/G.Rúnar
Fjárfestar Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta,
fjallaði um fjárfestavernd og réttindi hluthafa á fundi samtakanna í gær.
VELTA í dag-
vöruverslun var
10,5% meiri í
október sl. en í
sama mánuði í
fyrra. Frá því í
september sl.
jókst veltan um
2,2%, samkvæmt
tölum frá Rann-
sóknasetri versl-
unarinnar. Eru
þetta umskipti frá mánuðinum á
undan þegar veltan minnkaði um
rúm 9%. Samkvæmt verðmælingu
Hagstofunnar hækkaði verð á dag-
vöru um 1,1% milli mánaða. Aukning
varð í veltu flestra annarra tegunda
smásölu í október. Sala áfengis dróst
þó heldur saman, annan mánuðinn í
röð. Velta í fataverslun jókst um
7,5% á milli september og október og
skóverslun um 7,1%.
Aukin velta
í dagvöru
Verslun jókst
í október sl.