Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 63 EINKAR ILLKEYTT FERÐAKISTA, ÍMYNDAÐIR DREKAR, TRÖLL, PÚKAR, ÁLFAR, GALDRAMENN, DAUÐINN SJÁLFUR OG HAMINGJUSAMUR TÚRISTI SEM ALLIR VILJA DREPA ,,Einn fyndnasti og besti rithöfundur Bretlands” The Independent ,,Ég hef sjaldan hlegið eins mikið né skemmt mér eins konunglega yfir neinni bók” ,,Ótrúleg saga og ótrúlegt ímynd- unarafl hjá Terry Pratchett. Hvernig fer hann að þessu?” Litbrigði galdranna hefur verið gefin út á 33 tungumálum og selst í yfir 2 milljónum eintaka. Ef þig langar til að hlæja, lestu þá eina skemmtilegustu bók síðari ára. Í BLOODGROUP eru fjögur ung- menni, þrjú systkini af Austurlandi og ferskur piltur frá Færeyjum. Saman hafa þau Lilja Kr. Jóns- dóttir, Hallur Kr. Jónsson, Ragnar Jónsson og Janus Rasmussen soðið saman eina af bestu plötum ársins og ekki vantar mikið upp á að skífan sé full- komin. Sticky Situation inni- heldur 11 lög og var að mestu leyti tekin upp í sumar. Platan er svo sannarlega ein af partíplötum ársins enda er efniviðurinn útúrhress dans- tónlist þar sem hvergi er slegið af. Hér er ekkert verið að tvínóna við hlutina og varla uppfyllingarlag að finna, 100% metnaður. Hljóðgervlarnir eru nýttir til fulls, stíllinn er framúrskarandi og mikil er stemningin. Lilja er virkilega góð söngkona og milli hennar og Janus- ar, sem syngur einnig, er mikill neisti. Hrynfallið ásamt kynþokka- fullum hljóðgervlunum ber hitann og þungann í lögunum á meðan skötuhjúin hrifsa athygli hlustand- ans inn í gleðina svo ómögulegt er að sitja kyrr. Hér er að finna ylhýrt teknó í anda Kraftwerk og glimrandi diskópönk að hætti LCD Soundsys- tem og The Rapture, svo fátt eitt sé nefnt, en þó má að mestu eigna Blo- odgroup þessa klístruðu uppskrift – hún er þeirra. Textarnir eru hin fín- asta skemmtun og falla vel að fjörugri músíkinni, þau Lilja og Ja- nus syngja um dansinn, stuðið og hvetja hlustandann til að taka þátt og hreyfa sig. Platan er þó ekki sérlega fjöl- breytt en ég er viss um að ballöður geta þau samið, slík tilþrif hefðu gert manni gott til að ná púlsinum aðeins niður um miðbik skífunnar og til að auka á breiddina. Hlustandinn þarf betra svigrúm til að meta fjörið að fullu þegar platan er spiluð í heild nema hann sé á balli. Erfitt er að gera upp á milli laga en þau skemmtilegustu eru að mínu mati „Moving Like a Tiger“, „Try On“ og „Hips Again“. Hressasti dansslag- arinn eru þó án nokkurs vafa „Chuck“ en maður kemst bara í gamla reifgírinn og fer að leita að flúorarmböndum og dómaraflautu í skúffunum – hreint út sagt banvænt stuð. „Masterplan“ er líklega með rólegri lögum en það er þó „Rain“ sem lýkur þessari þeysireið með mjúkum raftónum í anda áttunda áratugarins. (Man einhver eftir tón- list Jan Hammers úr Maimi Vice?) Þegar danstónlist af þessari gerð er annars vegar skiptir öllu að upp- tökur, hljóðblöndun og tónjöfnun sé framúrskarandi og það er svo sann- arlega málið á Sticky Situation. Gus Gus, sem hefur borið höfuð og herðar yfir innlendu danssenuna um árabil, er ekki lengur eitt um hituna þegar kemur að góðri danstónlist hér á Fróni. Mikil gerjun er um þessar mundir í dansvænni raf- tónlist og tónlistarmenn eru loksins tilbúnir að æsa hressilega upp í mannskapnum eins og meisturum íslenskrar danstónlistar er einum lagið. Núna þegar myrkrið er sem mest og dagurinn svo stuttur er ekk- ert betra en að láta dansinn duna og lýsa upp nóttina með flúorpinnum – Bloodgroup er með réttu fjörefnin og sveitin er fremst í flokki: Ballið er byrjað! A-flokkur TÓNLIST Geisladiskur Bloodgroup – Sticky Situation  Jóhann Ágúst Jóhannsson Kate Bush Syngur um Lyru. Blá Lyra Lyra Belacqua er leikin af Dakota Blue Richards. Kata syngur um Lyru GYLLTI áttavitinn, sem á ensku nefnist ýmis Northern Lights eða The Golden Compass, verður frum- sýnd um jólin og er fyrsta myndin í þríleiknum Ævintýri Lýru (His Dark Materials). Kvikmyndaspekúl- antar hafa keppst við að spá því að hér sé næsta Hringadróttinssaga komin og nú virðist Chris Weitz ætla að fylgja í fótspor Peter Jackson og fá söngkonu með draumkennda rödd til þess að syngja titillagið – en þær Enya, Emilíana Torrini og Annie Lennox sungu fyrir hobbitana. Það er Kate Bush sem ríður á vaðið en hún hefur áður sungið lög fyrir myndir á borð við Brazil og Cast Away. Hún mun semja bæði lag og texta auk þess að syngja. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.