Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 30
tíska
30 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Nú þegar vetur konungur er geng-
inn í garð með sínu ótrúlega hlý-
indaskeiði er ekki úr vegi að taka
mark á veðurspám undanfarið sem
eru alltaf að reyna að segja að
veður fari kólnandi. Þá er um að
gera að draga fram úr skúffum
fylgihlutina og dúða sig til að verj-
ast frostinu, enda verður manni
kalt alls staðar ef manni verður
kalt á höfðinu eða höndunum. Og
ekki má gleyma að minna á að gíf-
urlegt hitatap á sér stað ef engin
er húfan á höfðinu í kuldanum.
Allir vita sem reynt hafa hvað
það getur verið vont að verða illa
kalt á höndunum, hálsinum eða
höfðinu vegna vanbúnaðar. Hver
man ekki eftir því að hafa komið
inn sem barn úr kuldanum eftir
langan tíma við leik í snjónum og
fingurnir svo loppnir og gegn-
umkaldir að þeir voru nánast lam-
aðir og til lítils gagns um tíma. Þá
gat naglakulið orðið svo sárt að
stundum var stutt í tárin. Mikið
hefði verið gott að eiga almenni-
legar lúffur eða vatnshelda hlýja
vettlinga í þá daga.
Nú eru verslanir stútfullar af
hvers konar búnaði til að forða
kroppnum frá kulda og úrval höf-
uðbúnaðar, trefla og handskjóla er
slíkt að valkvíði getur jafnvel
hellst yfir fólk. Fjölbreytileiki lita,
gæða og útlits er svo mikill að all-
ar manngerðir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. En húfur og
höfuðföt hverskonar, fingraskjól,
sjöl og treflar eru ekki aðeins til
að halda hita á dýrmætinu sem er
fyrir innan, heldur ekki síður er
það til skrauts og skemmtunar.
Það má lífga upp á svartan vetr-
arklæðnað með litríkum treflum
eða húfum. Og í dumbungi myrk-
ursins er alltaf gleðilegra að vera
með rauða húfu en svarta. Full-
orðið fólk yngist líka í anda við
það eitt að setja upp sprellfjöruga
hanska eða hamingjusamt höf-
uðfat.
Morgunblaðið/Kristinn
Sprellfjörugt Litegleðin í húfum og sjölum frá Spútnik kallar fram bros. Fingraskjól Skemmtilegir hanskar og húfa frá Rammagerðinni.
Herðaskjól Gamla góða lopapeysumunstrið heldur velli í axlarhitandi slá
frá Rammagerðinni. Húfan hvíta frá Útilífi ætti ekki að bregðast í frosti.
Fjallarefur Gott er að láta alvöru ref hringa sig um hálsinn og hann kann
vel við sig með barðastórum hatti. Hvort tveggja fæst í Gyllti kettinum.
Spáir ekki kólnandi?
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Fréttir
í tölvupósti
Skráning á skrifstofu FÍ
Ferðafélag Íslands – Mörkinni 6 – s. 568-2533, www.fi.is
Ævintýrahelgarferð – Hlöðuvellir og heillandi fjöll
24.-25. nóvember
Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir
Helgarferð í Hlöðuvelli og gist í skála FÍ. Gengið á Hlöðufell, Högnhöfða
eða Skriðu eftir því sem aðstæður leyfa.
Ekið á breyttum fjallajeppum, sameiginlegur kvöldverður, kvöldvaka,
sögustund og sprell. Góður útbúnaður nauðsynlegur, hlífðarfatnaður,
svefnpoki, góðir gönguskór, broddar og nesti til ferðarinnar utan
kvöldverðar á laugardegi.
Verð kr. 16.000/18.000.
Innifalið: Akstur, gisting, fararstjórn og sameiginleg máltíð.
Helgarferð í Þórsmörk – gönguferðir og kvöldvökur
30. nóvember - 2. desember
Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir
Brottför á föstudegi kl. 18.00, farið á breyttum fjallajeppum.
Kvöldvökur, sögustundir og leikir í skálanum á kvöldin, þátttakendur
leggja til efni í kvöldvökur.
Verð kr. 18.000/20.000.
Innifalið: Akstur, gisting, fararstjórn, sameiginl. kvöldverður.
M
b
l 9
37
83
1
La
m
pa
r
Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími 561 6262 • www.kisan.is
Opið MÁN - FIM 10:30 - 18:00 FÖS 10:30 - 19:30 LAU 10:30 - 18:00
C O N C E P T S T O R E
Jielde, Heico, Tse & Tse, Design House Stockholm