Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 30
tíska 30 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Nú þegar vetur konungur er geng- inn í garð með sínu ótrúlega hlý- indaskeiði er ekki úr vegi að taka mark á veðurspám undanfarið sem eru alltaf að reyna að segja að veður fari kólnandi. Þá er um að gera að draga fram úr skúffum fylgihlutina og dúða sig til að verj- ast frostinu, enda verður manni kalt alls staðar ef manni verður kalt á höfðinu eða höndunum. Og ekki má gleyma að minna á að gíf- urlegt hitatap á sér stað ef engin er húfan á höfðinu í kuldanum. Allir vita sem reynt hafa hvað það getur verið vont að verða illa kalt á höndunum, hálsinum eða höfðinu vegna vanbúnaðar. Hver man ekki eftir því að hafa komið inn sem barn úr kuldanum eftir langan tíma við leik í snjónum og fingurnir svo loppnir og gegn- umkaldir að þeir voru nánast lam- aðir og til lítils gagns um tíma. Þá gat naglakulið orðið svo sárt að stundum var stutt í tárin. Mikið hefði verið gott að eiga almenni- legar lúffur eða vatnshelda hlýja vettlinga í þá daga. Nú eru verslanir stútfullar af hvers konar búnaði til að forða kroppnum frá kulda og úrval höf- uðbúnaðar, trefla og handskjóla er slíkt að valkvíði getur jafnvel hellst yfir fólk. Fjölbreytileiki lita, gæða og útlits er svo mikill að all- ar manngerðir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En húfur og höfuðföt hverskonar, fingraskjól, sjöl og treflar eru ekki aðeins til að halda hita á dýrmætinu sem er fyrir innan, heldur ekki síður er það til skrauts og skemmtunar. Það má lífga upp á svartan vetr- arklæðnað með litríkum treflum eða húfum. Og í dumbungi myrk- ursins er alltaf gleðilegra að vera með rauða húfu en svarta. Full- orðið fólk yngist líka í anda við það eitt að setja upp sprellfjöruga hanska eða hamingjusamt höf- uðfat. Morgunblaðið/Kristinn Sprellfjörugt Litegleðin í húfum og sjölum frá Spútnik kallar fram bros. Fingraskjól Skemmtilegir hanskar og húfa frá Rammagerðinni. Herðaskjól Gamla góða lopapeysumunstrið heldur velli í axlarhitandi slá frá Rammagerðinni. Húfan hvíta frá Útilífi ætti ekki að bregðast í frosti. Fjallarefur Gott er að láta alvöru ref hringa sig um hálsinn og hann kann vel við sig með barðastórum hatti. Hvort tveggja fæst í Gyllti kettinum. Spáir ekki kólnandi? Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Fréttir í tölvupósti Skráning á skrifstofu FÍ Ferðafélag Íslands – Mörkinni 6 – s. 568-2533, www.fi.is Ævintýrahelgarferð – Hlöðuvellir og heillandi fjöll 24.-25. nóvember Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir Helgarferð í Hlöðuvelli og gist í skála FÍ. Gengið á Hlöðufell, Högnhöfða eða Skriðu eftir því sem aðstæður leyfa. Ekið á breyttum fjallajeppum, sameiginlegur kvöldverður, kvöldvaka, sögustund og sprell. Góður útbúnaður nauðsynlegur, hlífðarfatnaður, svefnpoki, góðir gönguskór, broddar og nesti til ferðarinnar utan kvöldverðar á laugardegi. Verð kr. 16.000/18.000. Innifalið: Akstur, gisting, fararstjórn og sameiginleg máltíð. Helgarferð í Þórsmörk – gönguferðir og kvöldvökur 30. nóvember - 2. desember Fararstjóri: María Dögg Tryggvadóttir Brottför á föstudegi kl. 18.00, farið á breyttum fjallajeppum. Kvöldvökur, sögustundir og leikir í skálanum á kvöldin, þátttakendur leggja til efni í kvöldvökur. Verð kr. 18.000/20.000. Innifalið: Akstur, gisting, fararstjórn, sameiginl. kvöldverður. M b l 9 37 83 1 La m pa r Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími 561 6262 • www.kisan.is Opið MÁN - FIM 10:30 - 18:00 FÖS 10:30 - 19:30 LAU 10:30 - 18:00 C O N C E P T S T O R E Jielde, Heico, Tse & Tse, Design House Stockholm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.