Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 39 MINNINGAR ✝ Gústav AxelGuðmundsson matreiðslumeistari fæddist í Reykjavík 15 september 1937. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 12. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðmundur Pétursson, f. í Reykjavík 10. sept- ember 1904, d. 29. febrúar 1972 og Ingibjörg Jónasdóttir, f. í Reykja- vík 27. ágúst 1906, d. 14. júní 1980. Gústav var fjórði í röð sex systk- ina. Systkinin eru Pétur fyrrver- andi flugvallarstjóri Keflavík, f. 2. september 1928, Jónas stýrimað- börn. Þau eru 1) Guðfinna, f. 7. október 1956, hún á 3 börn og 1 barnabarn. 2) Einar Axel, f. 20. maí 1961, kvæntur Jónasínu Hall- dórsdóttir, f. 15. október 1961, þau eiga 3 syni og 1 barnabarn. 3) Guð- mundur Ingi, f. 25. maí 1963, sam- býliskona Ragnheiður Bóasdóttir, f. 30. desember 1964, þau eiga 4 börn saman. 4) Hjördís, f. 10. ágúst 1966, gift Gunnlaugi Svein- björnsyni, f. 20. maí 1964, þau eiga 4 börn og 1 barnabarn. Gústav Axel lauk sveinsprófi í matreiðslu 17. júlí 1962 og lauk meistaraprófi 28. júlí 1971. Hann starfaði við matreiðslu mest allan sinn starfsaldur, m.a. á Hótel Sögu og Hótel Húsavík, en lengst af á Heilbrigðiststofnun Þingeyinga, eða í um 27 ár. Gústav Axel gekk í Frímúrararegluna 1972 og starf- aði þar um árabil. Gústav Axel átti mörg áhugamál utan við fjölskyld- una, m.a. Stangveiði, fluguhnýt- ingar, bókalestur og ljósmyndun. Gústav Axel verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur, rithöfundur og listmálari, f. 15. októ- ber 1930, d. 9. júní 1985, Þórir Atli fyrr- verandi skipstjóri, f. 20. október 1933, Sigríður Jóhanna McLean verslunar- maður, f. 5. ágúst 1943, og Steindór verkfræðingur og forstjóri Keflarvík- urverktaka, f. 8. júní 1947, d. 15. febrúar 2000. 22. september 1957 kvæntist Gústav Ingunn Ernu Einarsdóttir, f. 12. apríl 1939. Foreldrar Ingunnar Ernu voru Einar Ermereksson og Guð- finna Jóhannsdóttir. Gústav Axel og Ingunn Erna eignuðust fjögur Nú þegar ég fylgi tengdaföður mínum síðasta spölinn kemur margt upp í huga mér. Ég kynntist honum fyrst fyrir rúmum 25 árum, þegar við Hjördís yngsta dóttir hans byrjuðum að vera saman. Ég sá strax að þarna var ákveðinn, vel lesinn og fróður maður á ferð. Oft vorum við búnir að sitja saman með blöðin og skiptast á skoðunum um fréttir dagsins, ekki vorum við alltaf sammála en skildum alltaf sáttir. Mest af sinni starfsævi starfaði hann sem matreiðslumeist- ari á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík. Tengdafaðir minn var tryggur og trúr sínum, og t.d. mátti helst enginn flytja vörurnar fyrir eldhúsið hans nema fyrirtækið sem ég vann hjá. Börnum okkar Hjördísar reyndist hann alltaf vel, t.d. braut hann blað í sögu eldhússins þegar hann réð Sveinbjörn elsta son okkar Hjördísar sem aðstoðarmann í eldhúsið innan um allar konurnar. Einnig fylgdist hann vel með nafna sínum Gústav Axel sem fetar í fótspor afa síns og er að læra matreiðslu. Þegar Anna Margrét tapaði símanum sínum, þá var það afi Gústi sem hafði samband „Anna mín, það er nýr sími hjá Frið- rik í Bókabúðinni, þú mátt ná í hann því að afi þarf að geta hringt í þig“ Hjörvari var hann byrjaður að kenna fluguhnýtingar en því miður brast heilsa hans áður en því var lokið. Hann var veiðimaður af líf og sál á meðan heilsan leyfði og mikil flugu- hnýtingamaður, bókaunnandi og áhugamaður um ljósmyndun. Einnig átti hann mikið safn góðra bóka, mynda, og heimilda um land og þjóð. Nú er þinni þrautagöngu lokið, þú kvaddir þennan heim sáttur við guð og menn. Takk fyrir samfylgdina. Þinn tengdasonur, Gunnlaugur Sveinbjörnsson. Ég minnist þín, kæri Gústi minn, í fyrsta sinn þegar ég var lítil stelpa, þegar þú varst að koma í heimsókn á heimili okkar í Nökkvavogi 48 í Reykjavík til að hitta Ernu systur mína sem síðar varð eiginkona þín. Gústi mágur eins og ég kallaði Gústa var í þá daga matreiðslumaður í millilandasiglingum, ég hlakkaði alltaf svo mikið til komu hans, hann var svo stór og myndarlegur, eins og kvikmyndastjarna að mínu mati. Hann kallaði „Sigga komdu“ og gaf mér útlenskan sleikibrjóstsykur og ég varð yfir mig hrifin. Við Gústi vor- um alltaf góðir vinir þótt við hittumst sjaldan en við töluðum oft og mikið í síma þegar ég hringdi norður í Ernu systur. Aldrei hallmælti hann nein- um við mig, honum leiddist öll leið- indi og gerði alltaf gott úr hlutunum. Ég heimsótti hann þegar hann var á Reykjalundi, ég færði honum pakka og sagði við hann að hann mætti ekki opna pakkann fyrr en hann væri kominn norður. Hann var eins og lít- ill strákur og vildi opna pakkann strax en lofaði mér að lokum að bíða þangað til hann kæmi norður. Gústi var mjög tillitssamur þegar við syst- urnar hittumst, ég minnist þess þeg- ar Erna systir og hann komu með mér í sumarbústaðinn fyrir nokkrum árum, þá sagði hann við okkur: „Ég ætla í útsýnisferð svo þið systurnar getið talað saman.“ Hann var áhuga- samur um landið sitt og tók mikið af myndum og fékk ég sendar myndir frá honum sem hann tók af sumar- búðstaðasvæðinu mínu og fleiri myndir af sögufrægum stöðum. Hann var áhugasamur um þau störf sem ég var að vinna við, og spurði ótal spurninga um það, einnig spurði hann mig alltaf hvað væri að frétta af Ella bróður. Hann hafði gaman af því sem ég hafði að segja og við hlógum dátt að því öllu saman. Gústi var laxveiðimaður og mikill snillingur í fluguhnýtingum, sem voru hans áhugamál. Hann var alltaf svo stoltur þegar ég spurði hann um flottu flugurnar hans, hann fræddi mig um hvernig hann hnýtti þessa flugu og hina fluguna, það var vanda- samt starf sem hann vann af mikilli snilld. Guð blessi minningu þína elsku Gústi minn og gefi eftirlifandi fjöl- skyldu þinni styrk. Við deyjum og allt gleymist, þá er að vita hvernig lífið reynist. Vandinn er þar eflaust enginn hér á jörðu er hann auðfenginn. (Höf. ók.) Kveðja, þín mágkona Sigríður Einarsdóttir. Það var mikill hugur í Húsvíking- um á áttunda áratugnum. Þeir höfðu opnað nýtt og glæsilegt hótel og mál skipuðust þannig að Einar Olgeirs- son, sem hafði starfað sem aðstoð- arhótelstjóri á Hótel Sögu, var ráð- inn sem hótelstjóri og tók með sér þaðan Gústav Axel matreiðslumeist- ara. Með samstarfi þeirra og fleiri var Hótel Húsavík á þessum tíma með fremstu hótelum utan Reykja- víkur. En Gústi staldraði stutt við á Hótel Húsavík því eftir tvö ár fékk hann stöðu matreiðslumeistara við Sjúkra- húsið á Húsavík og við það starfaði hann alla starfsævina, hætti fyrir hálfu þriðja ári. Ég kynntist Gústa fljótlega eftir að hann flutti til Húsavíkur. Kom þar bæði til frændsemi og eins höfðu hann og Katrín kona mín þekkst frá fyrri tíð, en Gústi var kokkur á Fjall- fossi þegar Eymundur faðir hennar var þar skipstjóri. Auk þess hafði Gústi fengið þann heiður að sjá um veislumatinn í fermingarveislu Kötu. Gústi var listakokkur og hafði un- un af að reiða fram veislumat en óneitanlega urðu tilefnin til „exót- ískra“ tilbrigða í matargerð alltof fá við sjúkrahúsið. Þess betur naut maður veislufanga hjá honum þegar tækifæri gafst. Allt sem Gústi gerði gerði hann vel, sýndi sérhverju viðfangsefni mikla virðingu. Þannig var hann veiðimaður af lífi og sál, stúderaði veiðiárnar, tók t.d. sérstöku ástfóstri við Litluá í Kelduhverfi og þar veiddi hann stærsta urriða sem veiddur hef- ur verið á flugu úr íslenskri veiðiá, 17,5 pund. Ég held að það met standi enn. Hann lét stoppa risann upp og gaf hann Náttúrufræðasafninu á Húsavík. En Gústi var ekki bara veiðimað- ur. Allt í kringum veiðina var hans heimur, útbúnaðurinn, umgengnin, meðferð veiðinnar og að sjálfsögðu matreiðslan. Hann hnýtti allar flug- urnar sjálfur og gerði það listilega. Eins og af þessu má vera ljóst var Gústi mikið náttúrubarn og læs á til- brigði hennar og þá sérstaklega á fuglalíf auk lífríkis ánna. Hann var ástríðufullur ljósmyndari, átti alltaf fínar myndavélar og nýtti sér þær. Ófáar eru myndirnar sem hann hefur sent mér í gegnum tíðina og geyma þær margar dýrar minningar. Gústi átti stórt bókasafn. Hann lagði þó meiri áherslu á efni en fjölda titla, sýndi bókasafninu mikla alúð, bækurnar vandlega innbundnar, engar slitrur, allt í röð og reglu. Á vissum sviðum lá þó við að Gústi mætti kallast „dellukarl“, sérstak- lega í ýmsum tæknimálum, elskaði nýja tækni t.d. í ljósmyndavélum, var fljótur að koma sér inn í tölvuheim- inn og nýtti hann í sambandi við ýmis hugðarefni. Gústi var ræktarsamur, vinur vina sinna og frændrækinn. Hann var mikill sögumaður, hafði gaman af fólki, naskur á sérkenni og naut þess að segja sögur og heyra góðar sögur. Það var alltaf sérstakt andrúm í kringum Gústa. Hann var gæfumað- ur í einkalífi, en átti við mikið heilsu- leysi að stríða síðustu árin og lést fyr- ir aldur fram aðeins sjötugur að aldri. Við Kata þökkum Gústa áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Við sendum Ernu, börnunum og öðrum aðstandendum einlægar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Gústavs Ax- els. Gísli G. Auðunsson. Elsku afi, það er komið að kveðju- stund, en ég bíð þess að mæta þér á ný þegar hlutverki mínu verður lok- ið. Ég kveð þig með miklum söknuði. Þú skipaðir stóran sess í lífi okkar allra. Þegar ég lít yfir farinn veg sé ég hvernig þú hefur mótað líf mitt til hins betra. Fyrir það er ég þér einstaklega þakklátur, afi. Það hlutverk sem þú gegndir mót- aði mig ekki bara sem persónu held- ur varð það einnig til þess að mér áskotnaðist elja til að sækja visku. Þá visku kenndir þú mér að sækja í gegnum lestur bóka frá vísindalegu sjónarmiði. Ég heillast af því enn og mun gera um ókomna tíð, hversu fróðleiksfús þú varst, og hve mikla visku þú hafðir að geyma. Sú visku- leit, sem þú kenndir mér, er mér nú töm. Þess vegna get ég látið drauma mína rætast. Þú varst sagnfræðingur af Guðs náð, afi, og það vísaði mörgum veginn í átt að settu marki. En vegur veganna, er vegur ljóss- ins og þann veg kappkostaðir þú enn- fremur að beina okkur inn á. Þú miðlaðir því til okkar allra í verki. Ég sá þig oft lesa heilaga ritn- ingu og það nægði mér. En þegar þú spurðir einn daginn á unglingsárum mínum heima á Húsa- vík: „Hver var það sem skrifaði boð- orðin tíu? Var það Guð eða Mós- es?“ … kviknaði ljós innra með mér. Ég vildi geta svarað þeirri spurningu og hóf að lesa Gamla testamentið. Í kjölfarið gafstu mér Biblíuna, og ég sá að bók bókanna, ásamt öllum hin- um bókunum þínum, var merkt með Ex-libris. Þegar ég komst til vits og ára sá ég að Ex-libris þýddi bókamerki, og að á miðöldum völdu menn að merkja bækurnar sínar með slíku tákni. Oft- ast var um vopn að ræða. Núna sit ég hér með gömlu Biblíuna þína, og sé að þitt Ex-libris sýnir mynd af lambi á innanverðri bókarkápunni. Ég sé að þú merktir allar þínar bækur með þessu bókamerki, og það segir mér bara eitt. Það segir mér að þú áttir Krist að leiðtoga og vopni í barátt- unni við hið illa á meðan þú lifðir. Kæri afi, alveg eins og við öll hin syndgaðir þú en það sem skiptir mestu máli hér er að þú sóttist ávallt eftir fyrirgefningu, og að þú barst Krist í hjarta þér. Það gefur okkur von þegar guðspjallamaðurinn Jó- hannes skrifar: „ Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn einget- inn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Ég veit í hjarta mínu að Guð kallar þig heim til sín og til Sonarins. Þú opnaðir augu mín fyrir Guðs- ríki og fyrir veginum til frelsunar. Það er sú stærsta gjöf sem nokkrum manni getur áskotnast. Það er erfitt á köflum að vera langt í burtu frá fjölskyldunni, sérstaklega á degi sem þessum. Amma sagðist vita að þú hefðir kosið að sjá mig einbeittan yfir námsbókunum þessa dagana. Ég ætla að virða það, afi, og kom- ast skrefinu nær settu marki. Mínar læknabækur ætla ég að gefa sama Ex-libris og þitt. En umfram allt verður sjálft líf mitt merkt Kristi … þökk sé þér. Guð geymi þig að eilífu, afi minn … vinur, og barnabarn kveður þar til leiðir okkar mætast á ný. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur héðan frá Árósum. Halldór Bjarki Einarsson. Gústav Axel Guðmundsson ✝ Haraldur Karls-son fæddist á Fljótsbakka 8. októ- ber 1936. Hann and- aðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri aðfara- nótt 10. nóvember síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Einars Karls Sig- valdasonar frá Fljótsbakka, f. 13.10. 1906, d. 11.9. 1970, og Sigrúnar Haraldsdóttur frá Heiðarseli, f. 19.10. 1903, d. 27.7. 1988. Haraldur átti eina alsystur, Söru, og fjögur uppeldissystkini, þau Björn Kristinsson, Rósu Dag- mar Björnsdóttur, Kjartan Jóns- son og Hólmfríði Jónsdóttur. Í júní árið 2000 kvæntist Har- aldur Guðrúnu Helgu Friðriks- dóttur frá Akureyri. Guðrún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Sigurlínu, Friðrik og Þorlák, og fjögur barnabörn. Þau slitu sam- vistir sumarið 2007. Haraldur ólst upp á Fljóts- bakka og bjó þar nánast alla sína ævi. Hann vann á sláturhúsinu á Svalbarðseyri á sínum yngri árum ásamt því að stunda búskap á Fljótsbakka. Í seinni tíð, þegar synirnir voru teknir að mestu við búskapnum, vann hann á sumrin við ýmis grjóthleðslustörf gam- alla torfbæja, kirkjugarða og fleira. Haraldur hafði yndi af dansi, söng, skíða- og gönguferð- um og notaði sér það við hvert tækifæri. Útför Haraldar fer fram frá Þorgeirskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Einarsstaðakirkjugarði. Haraldur kvænist hinn 8. apríl 1961 Sig- urbjörgu Helgu Hall- dórsdóttur frá Litla- Hvammi á Svalbarðs- strönd, þau slitu samvistir 1998. Þau eignuðust fjóra drengi: 1) Karl, f. 31.10. 1961, sambýlis- kona Anna Dóra Þor- geirsdóttir, sonur þeirra Þorgeir Auð- unn, fyrir á Karl dótt- urina Hafdísi og Anna Dóra soninn Valgeir. 2) Halldór, f. 5.9. 1963, d. 22.11. 1978. 3) Sigurður, f. 10.9. 1964. 4) Ólafur, f. 1.2. 1971, sambýliskona Elín Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, þau eiga þrjú börn, Helgu Maríu, Arnar Frey og Harald Andra. Elsku Halli, það sárt að þurfa að kveðja þig, það er allt of snemmt! Þú varst kominn heilshugar aftur í sveitina í litla húsið þitt og það var til svo margs að hlakka. Við söknum þín mikið og þú lifir áfram í hjörtum okkar þar sem við eigum svo mörg ár af dýrmætum minningum. Ég kynntist þér fyrst fyrir 17 árum þegar við Óli sonur þinn tók- um saman. Þú varst alltaf svo in- dæll og kátur, syngjandi og far- andi með vísur. Það var alltaf jafn gaman að vera nálægt þér, þú skiptir aldrei skapi og alltaf var stutt í grínið. Ein besta minning mín um þig er þegar við löbbuðum saman yfir Heljardalsheiði í sum- ar, þig hafði alltaf langað þessa leið og lést loks verða af því og ég er svo ánægð að ég skyldi labba með þér, það er mér dýrmæt minning. Þegar við Óli fluttum austur 1998 og tókum við búskapnum á Fljótsbakka bjóst þú áfram hjá okkur um tíma, það var okkur mik- ils virði og þú hjálpaðir okkur mik- ið. Helga María var þá eins árs og þið dýrkuðuð hvort annað. Þegar strákarnir fæddust var það sama með þá, afi var svo in- dæll og góður við barnabörnin. Þau sakna þín mikið, en eiga góðar minningar um þig og verða dugleg fyrir afa. Ég kveð þig Halli minn með vísu eftir þig, hvíldu í friði og vertu duglegur að dansa! Kveðju bónda ber frá mér og börnum þínum vænum. Ljóssins faðir lýsi þér og líti eftir bænum. Þín tengdadóttir Elín. Haraldur Karlsson ✝ Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, GUÐLAUG ELÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, Svertingsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit, lést að kvöldi fimmtudagsins 15. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Haraldur Tryggvason og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.