Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dhaka. AFP, AP. | Talið er ljóst að mörg hundruð manns hið minnsta hafi farist í Asíuríkinu Bangladesh þegar fellibylurinn Sidr gekk yfir suðurhluta landsins í fyrrinótt. Töl- ur voru raunar nokkuð á reiki, fréttastofan UNB sagði fórnarlömb óveðursins vera a.m.k. 1.100 manns, en fulltrúar stjórnvalda sögðu staðfestan fjölda látinna vera 612 en að sú tala ætti eftir að hækka. Þúsundir manna eru jafnframt heimilislausar eftir óveðrið sem var með því versta sem gerist á þess- um slóðum, en áætlað er að vind- hraði hafi farið í 67 metra á sek- úndu. Vindar léku fátækleg húsakynni landsmanna nálægt Bengal-flóa afar grátt og gríðarleg- ar rigningar ollu flóðum í landi sem er láglent og illa undir það búið að ráða við mikla vatnavexti. Stór svæði voru undir vatni í gærmorg- un þegar veðrinu slotaði nokkuð en þar hafði einnig áhrif að 1,2 metra háar öldur skullu á landinu úr Ben- gal-flóa þegar verstu vindhviðurnar riðu yfir. Rafmagn fór af í landinu öllu og var ekki gert ráð fyrir að það kæmist á fyrr en seint í gær. Símasamband lá líka víða niðri. Að minnsta kosti 650.000 manns sem bjuggu nálægt strönd Bengal- flóa höfðu flúið heimili sín í aðdrag- anda fellibyljarins að ráði yfir- valda, sem vissu hvað var í vænd- um. Fólkið var flutt í neyðarskýli en þar var í gær verið að færa því matargögn. Hjálparstarf gekk ann- ars hægt á þeim svæðum sem hvað verst urðu úti, enda samgöngur erfiðar við vond veðurskilyrði. Flestir þeirra sem fórust voru taldir hafa dáið þegar risavaxin tré, sem rifnuðu upp í heilu lagi í veðr- inu, lentu á húsakynnum fólks og krömdu það til bana. „Ég get ekki lýst því hversu hrikalegt veður þetta var. Það var eins og dóms- dagur væri runninn upp, þetta voru hræðilegustu fimm klukku- stundirnar sem ég hef upplifað,“ sagði Mollik Tariqur Rahman sem býr í suðvesturhluta Bangladesh en hann sagði að 80% allra húsa í heimabyggð hans hefðu jafnast við jörðu. „Eins og dómsdagur væri runninn upp“ AP Náttúran söm við sig Kona ein heldur á barnabarni sínu sem fæddist á meðan fellibylurinn gekk yfir í fyrrinótt en í baksýn sést heimili hennar í bænum Barishal, 120 km suður af Dhaka, sem er í rúst eftir náttúruhamfarirnar. Í HNOTSKURN »Ljóst er að hundruðmanna týndu lífi í felli- bylnum í Bangladesh. Staðfest tala fallinna var í gær komin í 612 en hærri tölur heyrðust einnig, þ.e. 1.100, og var talið að talan myndi hækka. »Láglendi er mikið íBangladesh og landið er illa varið fyrir flóðum og mikl- um rigningum. Prag. AP. | Leikritið fjallar um leið- toga ónefnds ríkis sem hættir þátt- töku í stjórnmálum eftir mörg ár á valdastóli og neyðist til að aðlagast nýju lífi. Höfundurinn ætti víst að vita um hvað hann er að fjalla: hann heitir Vaclav Havel, andófsskáldið sem fór fyrir „flauelsbyltingunni“ í Tékkóslóvakíu fyrir tæpum tveimur áratugum og varð síðar forseti. Havel lét af embætti sem forseti Tékklands árið 2003 og tók að skrifa á ný en hann var á sínum tíma vel metið leikritaskáld. Og hann snýr nú aftur með nýtt leikrit, það fyrsta í á annan áratug. Leikritið heitir upp á íslensku „Vistaskipti“ og fer í sölu eftir helgi og verður síðan sett upp í fyrsta skipti í Prag í júní nk. Havel viðurkennir að tími hans sem forseti marki leikrit hans, sem er í fimm þáttum, en hann fullyrðir þó að það sé ekki sjálfsævisögulegt. Raunar segist hann hafa byrjað að skrifa það á níunda áratug síðustu aldar þegar hann hafði enga ástæðu til að einu sinni láta sig dreyma um að verða einhvern tíma forseti. Lykilpersóna í leikritinu er dr. Vi- lem Rieger en það á eftir að reynast honum erfitt að láta af embætti kanslara: ný ríkisstjórn lætur henda honum út úr ríkishúsnæðinu sem hann hefur búið í um margra ára skeið og á sama tíma breytast per- sónulegir hagir Riegers óvænt og skyndilega. Havel segir leikritið nýja hafa lauslega tengingu við Lé konung, leikrit Shakespeares, og verk Tsjé- kovs, Kirsuberjagarðinn. „Lér konungur var líka leiðtogi sem missti völdin og þá fór veröld hans að hrynja í kringum hann,“ segir Havel en hvað varðar vísun til verks Tsjékovs þá segir hann að Vistaskipti fjalli líka um þá reynslu að þurfa að yfirgefa heimili sitt. Það fellur í hlut Davids Radoks að leikstýra verki Havels og Dagmar, kona leikskáldsins, mun fara með stórt hlutverk í verkinu. Leikritið verður sett upp í Slóvakíu seinna meir og leikhús víða á Vesturlöndum hafa lýst áhuga á að setja það upp. Þá er ráðgert að þýða verkið á a.m.k. níu erlend tungumál. Havel hefur margoft komið til Ís- lands og Brynja Benediktsdóttir setti á sínum tíma upp tvö verka hans hér á landi, Endurbygginguna í Þjóðleikhúsinu 1990 og Largo desol- ato í Borgarleikhúsinu 1994. Havel varð forseti Tékkóslóvakíu í desember 1989, eftir friðsamlega byltingu sem varð til þess að komm- únistar fóru frá völdum. Eftir að landinu var skipt upp 1993 var hann forseti Tékklands til 2003. Harðneitar því að verkið sé sjálfsævisögulegt AP Tímamót Havel með eintak af verki sínu, Vistaskipti, sem komið er út. Nýtt leikrit eftir Vaclav Havel loks væntanlegt á fjalirnar NASER Khader sagði í gær að flokkur hans, Nýtt bandalag, myndi hætta við- ræðum um aðild að nýrri rík- isstjórn ef núver- andi stjórn- arflokkar gengju ekki að kröfum hans. Nýtt bandalag vann fimm þingsæti í kosningunum á þriðju- dag og Khader hafði lýst því yfir að hann styddi Anders Fogh Rasm- ussen, leiðtoga Venstre, til áfram- haldandi setu á forsætisráð- herrastóli. En Khader vill breytingar á innflytjendastefnunni, sem þykir hafa verið sú allra harð- asta í gervallri Evrópu. „Ef við náum ekki niðurstöðu að því er varðar hælisleitendur og þeirra stöðu verðum við ekki hluti af neinu,“ sagði Khader. Fogh Rasmussen hafði ekki tjáð sig um ummæli Khaders en þau sýna vel þann vanda sem hann stendur frammi fyrir, og þá jafn- vægislist sem hann þarf að stunda, en ríkisstjórn hans hefur til þessa haft stuðning Danska þjóðarflokks- ins en það er einmitt sá flokkur sem á sínum tíma beitti sér fyrir því að innflytjendastefnan yrði hert. Khader er einnig ósammála áherslum Piu Kjærsgaard, leiðtoga Danska þjóðarflokksins, í skatta- málum en Khader vill að þak á tekjuskatt verði sett í 40%. „Ég er dauðþreyttur á hrokanum í Piu Kjærsgaard,“ sagði Khader í gær. Hóta því að hætta viðræðum um aðild að nýrri stjórn Naser Khader EKKI verður af kosningaeftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Rússlandi í desember en þingkosningar fara fram í landinu 2. des- ember nk. Forsvarsmenn ODIHR, undirstofnunar ÖSE sem séð hefur um kosningaeftirlit, segja ráðamenn í Moskvu hafa neitað að gefa út vega- bréfsáritanir handa 70 eftirlitsmönnum. „Við höfum reynt allt. […] En því miður verðum við nú að taka af skarið um að þetta verði einfaldlega ekki framkvæmanlegt,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Urði Gunnarsdóttur, sem verið hefur talsmaður ODIHR en er raunar væntanleg til starfa í utanrík- isráðuneytinu íslenska um áramót. Sagði Urður að jafnvel þó að vegabréfsáritanirnar yrðu gefnar út núna væri það of seint til að hægt yrði að halda úti eftirliti með framkvæmd kosninganna því að skráning frambjóðenda hefði þegar farið fram, kosn- ingabarátta þegar farin af stað og of lítill tími væri til að koma eftirlits- mönnum á sinn stað. Talsmaður Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta harð- neitaði því hins vegar að ráðamenn í Moskvu hefðu lagt steina í götu eftirlitsstofnunarinnar. „Rússland hefur algerlega uppfyllt þau skilyrði sem það hefur undirgengist sem aðili að ÖSE,“ sagði Dmitry Peskov. Ekkert eftirlit af hálfu ÖSE með kosningum í Rússlandi BAN Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði hart að stríðandi fylkingum í Líbanon í gær að leiða til lykta deilur um skipan nýs forseta en hann ber að skipa áð- ur en kjörtímabil núverandi for- seta, Emile Lahoud, rennur út 24. nóvember nk. Hefð er fyrir því að forsetinn komi úr röðum maróníta, stærsta kristna þjóðarbrotsins í Líbanon, en ekki hefur náðst sátt um nýjan kandídat. Eru þetta erf- iðustu deilur sem upp hafa komið milli núverandi stjórnar, sem nýtur stuðnings Vesturlanda, og stjórn- arandstöðunnar, sem nýtur stuðn- ings Sýrlandsstjórnar, síðan í borg- arastríðinu í Líbanon 1975-1990, og óttast menn framhaldið ef ekki tekst að höggva á hnútinn. Reuters Leitar sátta Ban Ki-moon kom til fundarhalda í Beirút á fimmtudag. Þrýstir á um sátt í Líbanon HILLARY Clinton þótti standa sig best í kappræðum sjö demókrata sem sækjast eftir útnefningu sem forsetaefni flokksins. Clinton fór nokkuð halloka fyrir þeim Barack Obama og John Edwards í kappræðum fyrir hálfum mánuði en þótti ná vopnum sínum í gær. Keppinautar hennar hafa mjög beint spjótum sínum að henni, enda hefur hún yfirburðastöðu samkvæmt könnunum, en í gær svaraði Clinton hins vegar fyrir sig. Sagðist hún ekkert hafa á móti því að vera gagnrýnd á málefna- legum forsendum. „En þegar menn byrja að kasta leðju verðum við að minnsta kosti að vona, að miðið sé ná- kvæmt og ekki sé verið að nota leikkerfi Repúblikanaflokksins.“ Sjö vikur eru til fyrstu forkosninga demókrata, sem verða í Iowa 3. jan- úar, en úrslit þar gætu gefið tóninn um framhaldið. Lét „strákana“ finna fyrir sér Hillary Clinton ÍSRAELSK stjórnvöld eru afar óánægð með Alþjóðakjarnorku- málastofnunina en þau segja að henni hafi mistekist að fletta ofan af augljósum áformum Írana um að koma sér upp kjarnavopnum. Ósátt við IAEA KÍNVERSK stjórnvöld hafna ásök- unum um að þau hafi staðið fyrir iðnaðarnjósnum í Bandaríkjunum. Slíku er þó haldið fram í skýrslu sem lögð var fyrir Bandaríkjaþing. Engar njósnir STJÓRNVÖLD í Georgíu afléttu í gær neyðarlögum og Mikhail Saa- kashvili forseti sagði að lífið væri að komast í eðlilegt horf í höf- uðborginni eftir átök lögreglu og stjórnarandstæðinga á götunum. Ógilda neyðarlög RAJENDA Pachauri, nób- elsverðlaunahafi með meiru, á ráð- stefnu IPCC um loftslagsmál í Val- encia í gær. Ráðstefnan ályktaði að loftslagsbreytingar gætu haft víð- tækar og varanlegar afleiðingar. Varað við vá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.