Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 54
En svo erum við́ nátt- úrlega báðir rauðir- hvítir, hann er Valsari og ég er Þróttari … 60 » reykjavíkreykjavík Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is EINS og kom fram í Morgunblaðinu á dögunum afþakkaði tónlist- arkonan Lay Low boð Lucindu Williams um að hita upp fyrir tón- leikaferð Williams um Evrópu. Ástæðan var sú að tónleikaferðina bar upp á sama tíma og leiksýningu LA á Ökutímum þar sem Lay Low spilar stóra tónlistarrullu. En nú hefur Lay Low fengið tilboð sem hún getur einfaldlega ekki hafnað og því var ákveðið að hliðra til fáeinum leiksýningum fyrir norðan svo Lay Low gæti farið út. Um er að ræða átta daga tónleikaferð um Bret- landseyjar ásamt samísku hljóm- sveitinni Adjágas. Tónleikaferðin er farin á vegum Arts Council Eng- land, menningar- og listaráðs Eng- lands, en hlutverk þess er að styðja við breska menningu en einnig að kynna nýjungar í menningu annarra landa fyrir breskum almenningi. Kemur út á iTunes í Bretlandi Ein ástæða þess að Lay Low ákvað að stökkva á þennan túr er sú að á mánudaginn kemur út á iTunes í Bretlandi plata hennar Please Don’t Hate Me og því ríður á að vera sjáanleg um svipað leyti. Sú plata er þegar komin á iTunes í Bandaríkj- unum og gengur vel í sölu að sögn Lay Low, þó að hún hafi ekki sölu- tölur á reiðum höndum. Hin ástæð- an mun vera sú að mikið er lagt í tónleikaferðina og allur kostnaður er greiddur af Arts Council Eng- land. Hvað þessa samísku sveit varðar hafði Lay Low aldrei heyrt á hana minnst en hefur nú leitað hana uppi á netinu. „Þetta er svolítið öðruvísi. Þau jojka eins og aðrir Samar og ég hlakka mikið til að sjá þau spila.“ Lay Low á túr um England Ljósmynd/Grímur Bjarnason Glimrandi gengi Leikritið Ökutímar hefur gengið fyrir fullu húsi fyrir norðan en Lay Low flytur sína eigin tónlist í verkinu, eins og sjá má. Please Don’t Hate Me kemur út á iTunes í Bretlandi  Björk er um þessar mundir að ljúka tónleikaferð sinni um Suður- Ameríku en þeg- ar hefur hún leikið í Brasilíu, Argentínu, Perú og Chile og kem- ur svo fram í Palacio de los De- portes í Kólumbíu í kvöld. Sem fyrr bloggar Valdís Þorkelsdóttir frá túrnum og af síðustu færslu að dæma er það ekki tekið út með sældinni að vera ljóshærð blóma- rós innan um hörundsdökka og blóðheita karlmenn Suður- Ameríku: „Með hverjum deginum verð ég æ þakklátari fyrir að vera ekki ljóshærð, því blondínurnar í hópnum hafa átt undir högg að sækja gagnvart Chile-búum sem hrópa í sífellu að þeim ókvæð- isorðum út á götu, og urðu sumar að hylja hár sitt í gærkveldi, svo mikill var ágangurinn.“ Wonderbrass-stúlkur vinsælar í Chile Barði dælir þeim út  Barði Jóhannsson er á miklu flugi þessa dagana og er það spá margra að lag hans „Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey“ fari alla leið í undankeppni Evróvisjón á næsta ári. Barði er með iðjusömustu poppurum en auk Laugardagslag- anna þriggja hefur hann nýlega lokið við lag sem mun fylgja stutt- myndinni „Örstutt jól“ sem vonast er til að sýna hér á landi yfir jólahá- tíðina. Lagið er sungið af tónlistar- manninum Eberg en ekki er vitað til þess að þeir kumpánar hafi unn- ið saman áður.  Tom Waits-tónleikarnir sem fram fóru í Óperunni á haustdögum eru mörgum enn í fersku minni. Til stóð að endurtaka leikinn en nú hefur heyrst að aðstandendur hafi því miður fallið frá þeirri ákvörðun. Waits-tónleikum aflýst Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Við tókum þetta upp í stofunni minni hérna í Hveragerði, ég og Haffi tempó,“ segir Magnús Þór Sigmundsson, einn af kunnustu lagahöf- undum landsins. Hann stígur nú fram með sóló- plötu, Sea Son, einn og óstuddur, en útgáfan er í höndum hans sjálfs. „Maður er auðvitað alltaf að semja, það ferli er fyrir margt löngu orðið sjálfvirkt. Þetta er vani. Það er samt heldur dýpra á tildrögum plötunnar. Þarna fékk ég nokkurs konar köllun, um að láta bara vaða. Gefa út plötu sem inni- héldi lög sem standa mér í raun nær en þessi vinsælustu lög sem ég hef gert.“ Magnús útskýrir það sem svo að „eldri“ gerð af honum sjálfum sé í raun ábyrg fyrir plötunni. „Þegar ég var yngri var ég mjög hugrakkur og lét bara vaða blint á hlutina. Ég var maður sem hætti við að fara heim til Íslands frá Lond- on með klukkustundar fyrirvara, hringdi bara heim og sagði konunni að selja allt draslið og koma bara út. Svo þegar ég fór að eldast fór þessi maður að hverfa, aðallega þar sem ég fann að þetta hentaði ekki, og hann var ekki sér- staklega þægilegur þeim sem næst honum stóðu. En undanfarið hefur þessi náungi verið að banka á dyrnar með æ reglubundnari hætti. Það endaði með því að ég sagði bara: „Jæja … komdu þá bara inn fyrir og við sjáum hvernig þetta fer.“ Látið standa Magnús segir að hann og Haffi tempó, sem heitir fullu nafni Hafþór Karlsson, hafi legið yf- ir lögum í nokkra daga. „Hann kom með fínar græjur en ég var búinn að fylgjast svolítið með honum og hafði hrifist af aðferðafræðinni hans. Við rúlluðum ca. 25 lögum inn á band og skárum þau svo niður í 16. Allt gerðist þetta mjög fljótt, ég var ekkert að velta mér upp úr hlutunum, spilaði bara beint inn með gítarinn og söng yfir, enda ætluðum við að fara með upptökurnar í hljóðver sem leið- beinandi tökur og endurtaka þetta svo. Tommi Tomm Stuðmaður átti að sjá um það ferli en honum fannst óþarfi að vera að renna í gegnum þetta aftur – fannst sem einhver galdur hefði læðst inn þarna í Hveragerðinu. Ég viðurkenni að ég var efins um þetta í fyrstu en nú sé ég að þessar afslöppuðu tökur vinna með plötunni frekar en hitt. Öðrum hljóðfærum var svo bætt við eftir á.“ Magnús mun fylgja plötunni eftir með spila- mennsku og segist orðinn ansi sigldur í því að troða einn upp með gítarinn, en hafi spilað all- nokkuð á pöbbum án þess að vera að auglýsa sig um of. „Ég fæ svo Valdimar vin minn í Kjörís til að dreifa. Fyrirtækið er hér í bænum og þeir keyra ísinn sinn út um alla Íslandsbyggð þannig að platan kemst víða. Annar sveitungi minn, Mýr- mann, sá þá um málverkin sem skreyta texta- bókina. Þannig að það var svona nettrómantísk þorpsstemning í kringum vinnslu plötunnar.“ „Jæja … komdu þá …“ Magnús Þór Sigmundsson sendir um þessar mundir frá sér plötuna Sea Son MorgunblaðiðRAX Rómantískur „Það var svona nett rómantísk þorpsstemning í kringum vinnslu plötunnar,“ segir Magnús Þór Sigmundsson. www.myspace.com/magnusthormusic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.