Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kórsalir 3 íbúð 303 - Kóp - Laus Opið hús í dag milli kl. 15 og 16 BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI Mjög falleg 124,6 fm 4ra herberja endaíbúð með rúmgóðum suðursvölum og frábæru útsýni. Eignin skiptist í anddyri, gang, þvottahús, baðherb, 2 svefnherb., sjónvarpshol, eldhús, stofu og borðstofu. Fallegar samstæðar innr. (kirsuber). Parket og flísar á gólfum rúmgóðar sv.svalir með frábæru útsýni. Lyftuhús. Stæði í bílgeymslu fylgir. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning. Verð 31,9 millj. Þorsteinn og Kristín taka vel á móti gestum milli kl. 15 og 16. Teikningar á staðnum. Í ALLRI umræðunni um lág- launastéttir hefur aldrei verið minnst á eina mjög fjölmenna stétt sem vissulega getur ekki talist á háum launum: listamenn þjóð- arinnar. Ástæða þess að svo fátt heyrist um launamál frá þessum annars fjölmenna hópi er líklega sú að kjarabarátta þeirra verður ekki háð með sama hætti og gengur og gerist um almennt launafólk. Hér á ég einkum við einyrkj- ana, þá sem stunda listsköpun að mestu sjálfstætt og án af- skipta vinnuveitenda: myndlistarmenn, rit- höfunda og tónskáld. Þessir þrír hópar hafa sérstaka launa- sjóði á vegum ríkisins, en fjórði sjóðurinn, Listasjóður, er síðan fyrir alla aðra lista- menn. Þetta kerfi hef- ur verið við lýði frá 1991, en var síðast haggað árið 1996. Til út- hlutunar eru 1.200 mán- aðarlaun árlega og mið- ast við lektorslaun II við Háskóla Íslands. Nú er svo komið að allir vilja endurskoða lög um starfslaun listamanna, og þar eru stjórn- arflokkarnir engin und- antekning. Lögunum verður því örugglega breytt innan tíðar og mun meira fé veitt í málaflokkinn. Það hefur nefnilega gefist vel að veita listamönnum starfslaun. Þetta er fjárfesting sem borgar sig. Innan stjórnkerfisins lítur enginn á þetta sem virðingarvott einan við vel metna listamenn, jafnvel ekki heldur sem réttlætismál gagnvart þeim sem helst halda uppi lifandi þjóðmenn- ingu hér. Þetta telst einfaldlega sjálf- sagt framlag til starfsemi sem þjóð- félagið í heild nýtur góðs af. Til þess liggja tvær ástæður. Í fyrsta lagi hefur það komið fram að listir og menning eru vaxandi hluti af hagkerfi þjóðarinnar. Á Íslandi er framlag menningar til vergrar lands- framleiðslu 4%, svo vitnað sé í grein eftir Ágúst Einarsson frá árinu 2005. Hann skrifaði ennfremur bók um hagræn áhrif tónlistar og kom mörg- um á óvart með niðurstöðum sínum, sem tónlistarfólk hefur síðan verið að sanna með margvíslegum sigrum sínum. Einnig má minna á skýrslu Aflvaka um kvikmyndagerð í land- inu, sem varð til þess að iðnaðarráðu- neytið hóf að greiða fyrirtækjum til baka 12% af því fé sem varið er í kvikmyndaverkefni á Íslandi. Svo vel hefur það tekist að á síðasta ári var endurgreiðslan hækkuð upp í 14%. Það hefði ekki gerst ef ráðuneytið væri ekki sannfært um að þessi starfsemi borgaði sig og vel það. Þetta er hagræna ástæðan. Hin ástæðan snýr að ímynd Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Við viljum vera menningarþjóð. Við viljum geta státað af líflegu listalífi, blómlegri bókaútgáfu, leikhúsum, dansi og óperuflutningi, að ógleymdum mynd- listarsýningunum og tónleikunum. Við viljum að gerðar séu íslenskar bíómyndir og við fylgj- umst spennt með fram- gangi þeirra hérlendis og ekki síður á erlendri grund. Mörg þeirra íslensku listaverka sem vekja at- hygli erlendis hafa hlot- ið einhvern opinberan stuðning. Sum þeirra hefðu ekki orðið til ef ekki væri til staðar kerfi til að umbuna listamönnum að ein- hverju leyti fyrir vinnu sína. Sú umbun er sjaldnast há í krónum talið, en nægir samt furðu oft til að blása lífi í viðkomandi verk. Í þessu felst ágæti starfslaunanna – frá sjónarhóli almennings. Ríkið fær svo fjarska mikið fyrir svo fjarska lítið. Í fyrra var gerður skurkur í op- inberum stuðningi við kvikmynda- gerðina í landinu. Í gangi er áætlun sem gerir ráð fyrir stigvaxandi fjár- festingu ríkisins á því sviði. Það var vel að þessu staðið og raunar afar spennandi að sjá hver útkoman verð- ur. Framlag til Sjónvarpsins hefur nú kallað á sömu upphæð úr einka- geiranum, og ef þetta samanlagt leið- ir ekki til byltingar í leiknu sjón- varpsefni er ég illa svikinn – og raunar listamenn allir. Nú er rétt að taka starfslaun lista- manna sömu tökum. Á því græða all- ir, fyrir nú utan þá nauðsyn sem það er fyrir þjóðarstoltið – eða öllu held- ur: fyrir sjálfsmynd okkar sem þjóð- ar. Og sú sjálfsmynd skiptir ekki litlu máli. Ein stærsta láglaunastéttin Ágúst Guðmundsson skrifar um laun listamanna Ágúst Guðmundsson » Það hefurnefnilega gefist vel að veita listamönn- um starfslaun. Þetta er fjár- festing sem borgar sig. Höfundur er forseti Bandalags ís- lenskra listamanna. ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra undirritaði 2. nóvember sl. á umhverfisdegi Garðabæjar, yfirlýsingu um frið- lýsingu Vífilsstaða- vatns og nágrennis í Garðabæ, sem frið- lands. Markmiðið með friðlýsingunni er að friða og vernda vatnið, lífríki þess og nánasta umhverfi ásamt því að treysta svæðið sem útivist- arsvæði. Friðlýsingin er sú fyrsta í Garða- bæ og með henni er almenningi tryggður réttur til að njóta ósnortinnar náttúru á miðju höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Friðlýsing Vífilsstaðavatns og nágrennis er gerð að tillögu Um- hverfisstofnunar og umhverf- isnefndar Garðabæjar og með samþykki bæjarstjórnar Garða- bæjar. Friðlýsingin er eitt skref í átt að því markmiði Garðabæjar að verða einn umhverfisvænsti og snyrtilegasti bær landsins. Hverfisvernd á Grunnuvötn Bæjarstjórn Garðabæjar hafði áður, á fundi sínum þann 18. októ- ber sl., samþykkt tillögu formanns bæjarráðs um hverfisvernd á Grunnuvötn og nágrenni þeirra en þau eru hluti af vatnasviði og um- hverfi Vífilsstaðavatns. Vernd- argildi svæðisins er mikið sem nærsvæði Vífilsstaðavatns og Búr- fellshrauns, sem útivistarsvæðis og vegna menningarminja sem þar er að finna eins og tóftir Vífils- staðasels norðan við svokallaða Svarthamra. Á svæðinu er víða að finna náttúrlegt birkikjarr, val- lendi, vötn og votlendi án afrennsl- is. Afmörkun hverfisverndarsvæðis er frá suðvesturhorni friðlands Vífilsstaðavatns um hábrúnir Sel- áss, að hábungu Víkurholts, þaðan í beina stefnu að bæjarmörkum við Kópavog við Hjallabrúnir, með- fram bæjarmörkum að Arnarbæli og þaðan í suðausturhorn frið- lands. Í verndaráætlun um upp- land Garðabæjar verður sett nán- ari stefnumörkun um verndun svæðisins og nýtingu. Engar framkvæmdir verða leyfilegar á svæðinu nema í þágu útivistar. Allar fram- kvæmdir skulu falla vel að umhverfinu í umfangi og efnisvali. Í deiliskipulagi verða sett nánari ákvæði um legu og frágang stíga, umgengnisreglur og upplýsingaskilti. Stefnt skal að því að Hnoðraholtslína verði lögð í jörð utan svæð- isins, t.d. meðfram Ofanbyggða- vegi. Friðland í þéttbýli Svæðið sem friðlýsingin nær yfir er 188 hektarar að stærð og þar af er vatnið sjálft 27 hektarar. Að viðbættri hverfisverndinni er heildarflatarmál verndarsvæðisins nær 450 hektarar. Svæðið er í eigu Garðabæjar sem er óvenjulegt þar sem flest friðlönd eru í einkaeigu eða á afrétt. Það er einnig óvenju- legt að jafn stórt svæði sé friðlýst í miðju þéttbýlinu. Friðlýsingin tekur til Vífilsstaðavatns og hlíð- anna að sunnan- og austanverðu upp frá vatninu að meðtöldu Grunnavatnsskarði og síðan njóta Grunnuvötn og umhverfi þeirra hverfisverndar sem fyrr sagði. Lífríki Vífilsstaðavatns hefur verið rannsakað um ára skeið. Þar eru sérstæðir stofnar bleikju, urr- iða, áls og hornsíla. Óvenjuleg blanda glerála frá Ameríku og Evrópu gengur upp Vífilsstaðalæk í Vífilsstaðavatn. Hornsílin í vatn- inu eru heimsfræg, en þau eru sér- stök að því leyti að þau skortir kviðgadda. Hornsílin í Vífils- staðavatni hafa komið við sögu í rannsóknum vísindamanna á Ís- landi og í Bandaríkjunum á sviði þróunar- og erfðafræði Eftir að friðlýsingin hefur verið undirrituð er óheimilt að spilla náttúrulegu gróðurfari, hrófla við jarðmyndunum og náttúruminjum í friðlandinu og trufla þar dýralíf. Mannvirkjagerð, jarðrask og aðrar breytingar á landi verða óheimilar nema með leyfi Umhverfisstofn- unar og bæjarstjórnar Garða- bæjar. Umhverfisnefnd Garða- bæjar hefur umsjón með aðgerðum til verndunar landsins og til þess að almenningur geti notið svæðisins. Þegar hefur verið ákveðið að koma upp nýju fræðslu- skilti við vatnið með leiðbeiningum til útivistarfólks. Umferð vélknú- inna ökutækja verður bönnuð á friðlandinu nema vegna þjónustu við það. Heimilt verður að fara á reiðhjólum um svæðið eftir vegum og stígum. Stangveiði verður áfram heimil í vatninu eins og ver- ið hefur yfir sumartímann. Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið eftir afmörkuðum reiðleiðum og áningarstöðum í útjaðri svæðisins. Á stefnuskrá meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ eru enn frekari friðlýsingar. Á borði um- hverfisráðherra er beiðni um að friðlýsa Búrfell, Búrfellsgjá, Selgjá og hraunelfuna til sjávar og þar með talið Gálgahraun. Það er í raun einróma samstaða um það í bæjarstjórn Garðabæjar að Garða- bær verði í fremstu röð bæj- arfélaga er kemur að verndun um- hverfis og náttúru. Vífilsstaðavatn friðland í þéttbýli Erling Ásgeirsson skrifar um friðlýsingu Vífilsstaðavatns og nágrennis »Með friðlýsingu Víf-ilsstaðavatns og nánasta umhverfis er tryggður aðgangur al- mennings að ósnortinni náttúru á miðju höf- uðborgarsvæðinu til framtíðar. Erling Ásgeirsson Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FIMMTUDAGINN 8. nóvember hélt Lionsklúbburinn Fjörgyn fimmtu stórtónleika sína í Graf- arvogskirkju til styrktar BUGL. Fjöldi listamanna skemmti áheyr- endum með stórkostlegum flutn- ingi og leikrænni tjáningu. Diddú lék stórt hlutverk í upp- hafi tónleikanna. Strengjasveit Gunnars Þórðarsonar ásamt kór Grafarvogskirkju undir stjórn Harðar Bragasonar mynduðu fagr- an bakgrunn fyrir söng Ragga Bjarna og Diddú. Einnig heillaði ungur söngvari, Árni Þór Lár- usson, tónlistargesti þegar hann söng dúett með Ragga Bjarna. Því næst söng Diddú dúett með Agli Ólafssyni og að lokum var komið að systkinunum Diddú og Páli Óskari. Áður hafði Egill Ólafsson sungið einsöng og eins töfraði Mo- nika Abendroth fram tóna á hörpu sína við söng Páls Óskars. Tón- leikagestir tóku vel á móti Braga Bergþórssyni sem sýndi að máls- hátturinn „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ er enn í fullu gildi. Ragnheiður Gröndal heillaði gesti með seiðandi rödd sinni og Hörður Torfason söng sig inn í hjörtu áheyrenda af sinni alkunnu snilld. Óperu-ídýfurnar Davíð Ólafsson og Stefán H. Stefánsson luku fyrri hluta tónleikanna með frábærum kraftmiklum söng og mikilli leikrænni tjáningu. Eftir hlé þar sem gestir gátu keypt veitingar hjá félögum í Lionsklúbbnum Fold, bergmálaði Grafarvogskirkja af kröftugum söng Lögreglukórsins undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. KK sló á létta gítarstrengi á sinn einstaka hátt. Regína Ósk og Karl Olgeirs- son fluttu hugljúf lög af nýútgef- inni plötu þeirra. Ástvaldur Traustason, Birgir Bragason, Hjörleifur Valsson og Steingrímur Guðmundsson betur þekktir sem Hljómsveitin Bardukha spiluðu tónlist sem er blanda af tónlist frá sléttum Austur-Evrópu og sí- gaunatónlistar. Strákarnir í Voces Masculorum fylltu síðan kirkju- skipið með karlmannlegum söng og eru þar snillingar á ferð. Loka- atriði tónleikanna var samsöngur Lögreglukórsins og Voces Mascu- lorum og Ragga Bjarna. Tónlist- argestir tóku kröftuglega undir í gamalþekktu lagi um nótt í Moskvuborg. Tónlistargestir vildu ekki sleppa þessum frábæru kór- um með Ragga Bjarna og voru sungin mörg aukalög þrátt fyrir að klukkan væri komin vel yfir ellefu. Aðal undirleikarar kvöldsins voru Jónas Þórir og Hörður Bragason sem léku við hvurn sinn fingur. Kynnir tónleikanna var Felix Bergsson sem stjórnaði kvöldinu eins og honum einum er lagið. Undir hans stjórn rann dagskráin ljúft áfram og alltaf var jafn spennandi að heyra hverjir væru næstir á dagskránni. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL) og gáfu allir flytjendur sitt fram- lag til tónleikanna. Margir þeirra hafa verið með okkur áður og þó nokkuð margir hafa verið með frá upphafi. Eiga þeir allir miklar þakkir skildar. Fyrir hönd Lions- klúbbsins Fjörgyn viljum við þakka fyrir stuðninginn, öllum sem lögðu hönd á plóginn með okkur, tónleikagestum, tónlistarflytj- endum og öðrum sem tóku þátt í tónleikunum. Þeir hjálpuðu okkur svo sannarlega að leggja öðrum lið. Með þessum fimm tónleikum hafa safnast nærri 8 milljónir fyrir BUGL. FRIÐRIK MÁR BERGSVEINSSON, formaður Lionsklúbbsins Fjörgyn. Tónlistarveisla fyrir BUGL Frá Friðrik Má Bergsveinssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.