Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 43
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BÆRINGS VALGEIRS JÓHANNSSONAR,
Geitlandi 8,
Reykjavík.
Björgvin Ó. Bæringsson, Guðrún H. Guðmundsdóttir,
Stella G. Bæringsdóttir, Jón Hjartarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og systur,
HULDU REYNHLÍÐ JÖRUNDSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Foldabæ og
Skógarbæ, sem annaðist hana síðustu ár.
Björg Sigurðardóttir, Hallgrímur Valdimarsson,
Inga Jóna Sigurðardóttir, Sævar G. Proppé,
Guðlaugur Sigurðsson, Kristrún O. Stephensen,
barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra.
✝
Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúð og
hlýhug og minntust okkar ástkæru eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSU EIRÍKSDÓTTUR,
Helgamagrastræti 6,
Akureyri,
sem lést 26. október.
Starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Sels fær sérstakar
þakkir fyrir kærleiksríka umönnun.
Ragnar Skjóldal,
Kristín S. Ragnarsdóttir, Jakob Jóhannesson,
Ragnar S. Ragnarsson, Inga Úlfsdóttir,
barnabörn og langömmustrákarnir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eigin-
manns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa,
INGVARS CHRISTIANSEN,
Holtsgötu 41,
Reykjavík.
Gíslína Björnsdóttir,
Inga Þóra Ingvarsdóttir
Sigríður Pálsdóttir, Ólafur Hauksson,
Gíslína og Haukur Þór.
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæru
SOFFÍU KRISTÍNAR HJARTARDÓTTUR
skrifstofustjóra,
Brúnastöðum 17,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Krabbameinsdeildar
11E, Landspítalanum við Hringbraut, fyrir einstakan
hlýhug og góða umönnun.
Hörður Barðdal,
Þórður Vilberg Oddsson,
Laura Fr. Claessen,
aðrir aðstandendur.
Glæsilegi afi minn
er farinn.
Það er erfitt fyrir afastelpu eins
og mig að sjá á eftir eina afanum í
lífi sínu sem maður hélt að ekkert
myndi bíta á. En hann varð að láta í
minni pokann í þetta sinn og kveðja.
Alla tíð svo snyrtilegur og glæsi-
legur til fara. Alltaf nýrakaður og
vel ilmandi svo anganin fylgdi
manni lengi á eftir. Meira að segja á
spítalanum fékk skeggið ekki að
vaxa. Ein af mínum fyrstu minn-
ingu um afa er einmitt rakstur inni
á baði með tilheyrandi raksturs-
bursta og kremi. Rjúkandi heitt
vatnið í vaskinum og hljóðið í sköf-
unni.
Eins er mér líka minnisstæðar
sundferðirnar um helgar. Heims-
málin rædd í heita pottinum. Prins-
essutilfinning í nýbónuðum svörtum
Buicknum. Rauð leðursætin ilmandi
og brakandi. Viðkoma í bakaríi eftir
birkirúnstykkjum. Þykkt lagi af
smjöri vandlega smurt út í öll horn,
alveg eins og ég. Súkkulaðibúðingur
með miklum rjóma eða þykkt lag af
kanilsykri á grjónagrautnum. Kaffi-
bollinn með áletruninni Afi. Undir
bláhimni í öllum útgáfum, hvort
sem það var á harmonikkuna,
hljómborðinu eða bara sungið. Og
alltaf var það tileinkað ömmu með
ástleitnu bliki í augum.
Eitt sinn lét ég einn draum minn
rætast og festi kaup á gamalli VW
bjöllu. Hún var blásanseruð með til-
heyrandi krómlistum og hvítum
dekkjahringjum. Þá ákvað afi að
kenna mér réttu handtökin við bíla-
þvottinn en það var hans sérgrein.
Afi bað um að fá að keyra út eftir
og þótti mér það mikill heiður. Það
var frekar kómískt að sjá þennan
hávaxna mann troða sér inn undir
stýrið. En það hafðist og við keyrð-
um saman á stöðina þar sem ég
fékk dýrmæta kennslu í alþrifum og
bóni á bjöllunni. Mér er það sér-
staklega minnisstætt hversu mikil
áhersla var lögð á að brjóta vask-
askinnið rétt saman og setja það
aftur í pokann. Þannig héldist það
mjúkt. Svo hringdi hann í mig
áhyggjufullur ef hann sá bjölluna
einhvers staðar útí kanti vélarvana
og bauð fram aðstoð sína. Já, um-
hyggjan var mikil. Þó að við barna-
börnin værum mörg fékk hvert okk-
ar alltaf innilegt knús og yngstu
krílin voru ávallt kölluð „litla sílið“.
Sem síðan færðist yfir á langafa-
börnin. „Litla sílið mitt“, sagði hann
svo við dóttur mína litla að maður
klökknaði. Eftir smá rölt var hún
steinsofnuð. Enda mikil ró og yf-
irvegun sem fylgdi afa. Síðar tókst
dóttur minni að hringja nokkrum
sinnum í langafa sinn eldsnemma að
morgni ef hún komst yfir símann.
Ekki svo flókið þegar afi er fyrsta
númerið í símaskránni. En það kom
ekki að sök því hann var jú löngu
vaknaður, sat inni í eldhúsi með
kaffibollann að taka út daginn.
Elsku afi minn, söknuðurinn er
mikill og sár. En við sjáumst e.t.v.
aftur og þá tökum við saman lagið
þitt, Undir bláhimni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín afastelpa,
Rakel Júlía.
Guðmundur Kristinn
Erlendsson
✝ GuðmundurKristinn Er-
lendsson fæddist í
Hamrahóli í Holtum
í Rang. 3. mars
1932. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 24.
október síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 2. nóv-
ember.
Já, tengdafaðir
minn, Guðmundur, lét
ekki hefta sig í eina
né neina ramma.
Hann var öruggur í
sinni mýkt: tónlistin
sást í limaburðinum.
Ást og umhyggja til
mannanna jafnt sem
dýranna, meðfæddur
kærleikur til ungviðis
í ættinni, og allir sofn-
uðu á öxl afa. Þessi
tignarlega reisn kom
svo berlega í ljós er
hann eitt vorkvöld ók
okkur Steinsa á stefnumót í gamla
Þórskaffi. Þegar „pabbi“ mætti og
steig út úr að því er virtist glæsi-
vagni, hélt ég að hér hefði einhver
farið númera- og húsavillt, en það
var ekki. Síðar varð hann föðurafi
Rakelar minnar Júlíu. Afahálsakot
umvafði þetta heilbrigða stúlku-
barn, í fullkomleika sínum. Og ekki
voru spöruð atlotin og föðurlega
höndin við Eini minn, sem ég átti
fyrir. Báðir með gullhjarta.
Við sem eftir stöndum, hniprum
okkur saman og fáum ei ráðið við
neitt. En þýtt viðmót okkar lýsir
trú okkar og kærleika.
Hinsta kveðja,
Karlína Hólm.
Kveðja frá Strætókórnum
Fallinn er frá mikill heiðursmað-
ur, Guðmundur Erlendsson. Hann
vann hjá Strætisvögnum Reykjavík-
ur fyrst frá því í júní 1954 og vann
þá í 6 ár, og hann kom aftur júní
1968 og vann fram að hausti 1974.
Guðmundur vann við akstur mestan
hluta ævi sinnar. Hann var sérlega
mikill snyrtimaður og þau farartæki
sem hann ók þekktust langa vegu.
Árið 1958 ákváðu nokkrir starfs-
menn Strætó að stofna starfs-
mannakór og kom Guðmundur fljót-
lega inn í kórinn, og var meðlimur í
honum til síðasta dags. Kórinn er í
norrænu samstarfi við vagn- og
sporvagnastjóra og eru mót haldin
á fjögurra ára fresti. Í þeim ferðum
var Guðmundur góður félagi,
fremstur í flokki með íslenska fán-
ann.
Þín verður sárt saknað, kæri vin-
ur.
Elsku Steina og fjölskylda, við
kórfélagar og eiginkonur sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hvíl í friði kæri vinur.
Guðmundur Sigurjónsson
formaður.
Haustið 2001 vorum við á Rhodos
í sumarfríi ásamt svo ótrúlega
hressum eldri hjónum, sem voru
þar í fríi ásamt dóttur sinni og
tengdasyni. Okkur varð fljótlega
ljóst að þetta væri fólk sem okkur
langaði að kynnast, enda geislaði af
þeim orkan og lífsgleðin. Þau tóku
okkur strax fagnandi og það var
eins og við hefðum alltaf þekkst.
Dóttirin og tengdasonurinn sögðust
heita Jonna og Maggi, en pabbinn
sagði „kallið okkur bara pabba og
mömmu“. Þetta var upphafið á ynd-
islegri vináttu, sem hefur styrkst og
þróast með árunum. Saman höfum
við átt frábærar stundir sem ferða-
félagar jafnt innanlands sem utan,
jafnframt því sem við höfum verið
aufúsugestir í Neðstaleitinu.
„Pabbi“ hafði átt við veikindi að
stríða undanfarið, en þegar við hitt-
um hann á sjúkrahúsinu kvöldið áð-
ur en hann lést héldum við að hann
væri allur að hressast. Við áttum
þarna góða stund saman, þar sem
við vorum að skipuleggja að hittast
við fyrsta tækifæri þegar „pabbi“
væri kominn heim. Það var því mik-
ið áfall fyrir okkur að fá þær fréttir
næsta dag að hann væri fallinn frá.
Upp í hugann koma allar þær góðu
stundir sem við höfum átt saman,
jafnframt því sem við þurfum að
horfast í augu við að hér eftir muni
vanta í hópinn okkar. Við höfum
misst mikilvægan vin úr lífi okkar,
en Guðmundur „pabbi“ mun þó lifa
áfram í huga okkar þar sem minn-
ingin um hann mun ylja okkur um
hjartarætur um ókomna framtíð.
Við erum þakklát fyrir að hafa notið
þeirra forréttinda að hafa fengið að
kynnast Guðmundi „pabba“, hann
gaf lífi okkar aukið gildi.
Við viljum votta Steinu „mömmu“
og fjölskyldu hennar samúð okkar
og biðjum þess að góður Guð styrki
þau á þessum erfiðu tímum.
Ásgerður, Jóhann,
Jónas og Inger.
Lífsskeiðið er svo stutt. Það
skynjum við betur og betur þegar
við eldumst. Þá fyrst skiljum við
orð þeirra sem á undan okkur fóru.
Ráð þeirra sem eldri og reyndari
voru. Gáfu okkur ráð og leiðbein-
ingar um hvað mikilvægast er í
þessum heimi, það að njóta, að
elska, rækta og virða þá vináttu
sem við eigum og berum í brjósti til
hvert annars og til þeirra sem við
höfum fengið tækifæri á að dvelja
með og fylgjast að í gegnum lífið.
Allt svo óbrigðult. Þannig upplifði
ég lífið á þeim árum er ég kynntist
Guðmundi Erlends, fyrst í gegnum
karlakór SVR 27 ára gömul. Ekkert
tæki enda. Guðmundur var stór-
glæsilegur maður, snyrtilegur, vel
klæddur, kíminn og fóru ekki fram
hjá neinum þeir persónutöfrar sem
hann bar.
Í gegnum síðustu áratugina hafa
kórfélagar SVR „nú Strætó“ og við
konur þeirra tengst órjúfanlegum
vináttuböndum. Ég hef ekki tölu á
öllum þeim ferðalögum hér heima
og erlendis sem við höfum farið og
upplifað saman. Í þeim ferðum var
Guðmundur alltaf valinn sem fána-
beri, því þar fór maður sem bar af.
Ég þakka Guðmundi af alhug allar
góðu stundirnar sem við öll eigum
úr þeim ferðum með honum og
geymi í huga mér allar þær hug-
skotsmyndir frá því að hann var að
kenna mér að tjútta almennilega,
ganga og standa virðulega, kunna
sig. Steina með gítarinn og þau að
syngja saman dúett, Vartan, ásamt
öllu öðru þar sem ljósmyndirnar
hennar Steinu geta talað sínu máli.
Guðmundur, ég sakna þín, sakna
þess að þú sért ekki lengur með í
hópnum okkar. Eitt er öruggt, við
komum öll á eftir hvert á fætur
öðru þegar okkar tími rennur upp.
Þangað til bestu kveðjur til hinna
úr hópnum okkar sem þegar eru
farnir.
Elsku Steina mín, Guð veri með
þér og fjölskyldunni þinni. Þú átt
okkur að. Þú veist að hópurinn okk-
ar er og verður alltaf til staðar.
Þeirri ást og fegurð sem ég sé í
huga mér á milli og í lífsgöngu Guð-
mundar og Steinu finnst mér hægt
að lýsa með ljóðlínum Davíðs Stef-
ánssonar.
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti.
Þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Hvíl í Guðs friði.
Eygló og Reynir.
Mig langar að fá að þakka þau
forréttindi sem mér hlotnuðust í líf-
inu að kynnast þér, Guðmundur
minn, og Steina sem hafið ávallt
verið nefnd bæði í sama orðinu, sem
og fjölsk. Það er mjög mismunandi
hvernig maður kynnist foreldrum
vina sinna en að eignast dóttur/
dætur ykkar að vinkonum er mikið
lán sem og ykkar fjölskyldu, sá vin-
skapur er nú kominn yfir þrjá ára-
tugi. Ég komst mjög fljótt að því
hvað þið eruð og hafið ávallt verið
samstillt fjölskylda. Fjölskyldan
hefur ávallt verið í fyrirrúmi og allir
hjálpast að.
Guðmundur og Steina voru ekki
bara hjón og foreldrar barna sinna
heldur voru þau sem ein persóna og
bestu vinir hvort annars, sem og
barna sinna og fjölskyldu og var
ótrúlega sterkt samband milli
þeirra allra. Hlýja, virðing, traust,
vinátta, dans, söngur og ferðalög
voru líf ykkar og yndi. Að horfa á
ykkur hjónin dansa er mér efst í
huga í þessari smá upprifjunar-
kveðju til þín Guðmundur minn og
fjölskyldu. Þrátt fyrir stóra fjöl-
skyldu þá tel ég ekki að böndin milli
ykkar hefðu getað verið sterkari.
Það vita það allir sem þekktu þig,
hvað þú varst stórkostlegur maður í
alla staði. Missir fjölskyldunnar all-
ar er mikill.
Elsku Steina, Jonna mín, Elín,
Kári, systkini og fjölskyldur. Eiga
svo ómetanlegar minningar um
traustan, tryggan og skemmtilegan
eiginmann, föður og afa. Vona ég og
óska þess að þið getið yljað ykkur
við þær perlur á þessum erfiðu tím-
um.
Ég bið Guð að styrkja ykkur öll.
Því missirinn er mikill. Ég þakka
ykkur, Guðmundur og fjölskylda,
ómetanlega vináttu.
Hvíl í friði.
Vinarkveðja.
Olga Björk og fjölskylda.