Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 55
GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa
í dag eru Anna Pála Sverrisdóttir laganemi og
Kristian Guttesen rithöfundur. Á milli þess
sem þau velta fyrir orðum eins og „kýrfættur“
og „skotsilfur“ botna þau þennan fyrripart til
Jónasar:
Þú höfuðskáld og heillason,
til hamingju með daginn.
Um síðustu helgi var fyrriparturinn þessi:
Verðkönnunarvörurnar
virðast kosta minna.
Í þættinum botnaði Davíð Þór Jónsson:
Verst er þó að víðast hvar
þær vart er hægt að finna.
Halldóra Kristín Thoroddsen:
Snúa þeir mér snörurnar,
snuða mig og ginna.
Hlustendur lögðu sitt til mála, m.a.
Óskar Jónsson:
Snjallir leggja snörurnar
snauða í þær ginna.
Þorgils V. Stefánsson:
Sjálfur baka „Sörurnar“,
sérstakt bragð má finna.
Hallberg Hallmundsson:
Betra að vera viðbragðssnar
vilji menn þær finna.
Auðunn Bragi Sveinsson:
En því miður, eitt mun svar:
Er þær hvergi að finna.
Jónas Frímannsson:
Þótt búnar séu birgðirnar,
búðarmenn þær kynna.
Magnús Halldórsson á Hvolsvelli:
Geymdar þar sem vonlaust var,
varninginn að finna.
Guðni Þ.T. Sigurðsson;
Best er að grípa börurnar
ef bráðina á að finna.
Björn Stefánsson m.a.:
Kíktu’ í Bónus-kisturnar
Krónu-verð að finna.
Orð skulu standa
Hann á afmæli’ í dag …
Morgunblaðið/Kristinn
Í Hljómskálagarði Ef kallið skyldi koma ...
Hlustendur geta sent sína botna í netfangið
ord@ruv.is eða bréfleiðis til Orð skulu standa,
Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík.