Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 314. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SVARTI/BJARTI JÓNAS „Í SENN GANGSTER OG KRÚTT“. LESBÓKIN ER HELGUÐ ÞJÓÐSKÁLDINU FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Á MIÐNESHEIÐI stendur til að reisa þrjú kvikmyndaver sem hvert um sig verður 750 til 1.200 fermetrar að stærð. Hlutafélagið Atlantic Stud- ios hefur samið um kaup á þrettán byggingum á gamla varnarsvæðinu undir reksturinn. Þetta er mikil breyting á aðstöðu kvikmyndagerð- arfólks á Íslandi, en hingað til hefur yfirleitt verið tjaldað til fárra nótta í vöruskemmum eða öðru tilfallandi húsnæði. Latibær rekur nú lang- stærsta kvikmyndaver landsins, en það er um 1.600 fermetrar. Til þess að framkvæmdin standi undir sér er nauðsynlegt að fá til landsins stór verkefni frá erlendum framleiðendum og nú er unnið að því að kynna aðstöðuna. Í markaðssetn- ingu hennar er lögð áhersla á stað- setningu kvikmyndaversins rétt við alþjóðlegan flugvöll og skipahöfn, en ekki síður hagstæðar aðstæður til kvikmyndagerðar á Íslandi. Í land- inu er fjöldi fólks með þekkingu og kunnáttu sem nýtist kvikmynda- framleiðendum og stjórnvöld styðja við greinina með því að endurgreiða hluta framleiðslukostnaðar. Það mun vera grundvallaratriði í sam- keppninni við önnur lönd um þennan iðnað. 75 milljónir í endurgreiðslur Kvikmyndaframleiðendur geta sótt um endurgreiðslu á hluta fram- leiðslukostnaðar til iðnaðarráðu- neytisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samanlögð upphæð end- urgreiðslunnar og framlags Kvik- myndasjóðs má til að mynda ekki nema meira en helmingi heildar- kostnaðar. Um síðustu áramót var endur- greiðslan hækkuð úr tólf prósentum í fjórtán prósent af framleiðslu- kostnaði og á þessu ári er gert ráð fyrir að verja 75 milljónum í þessar greiðslur samkvæmt fjárlögum. Hörð samkeppni ríkir milli landa um að laða að þennan iðnað og sem dæmi má nefna að Ungverjar bjóða 20 prósenta endurgreiðslu. Morgunblaðið/Ómar Myndver Til stendur að reisa 3 kvikmyndaver á Miðnesheiði. Myndver sem mun brjóta blað Risavaxið verkefni á Miðnesheiði Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTU GJÖFINA EKKI KENNA OKKUR UM X E IN N IX 0 7 11 0 08 Leikhúsin í landinu Uppskrift að góðri kvöldstund... >> 56 SIGURBJÖRN Einarsson biskup hlaut Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar fyrir að hafa unnið íslenskri tungu ómetanlegt gagn. Sigurbjörn hefur nokkrar áhyggjur af þróun tungumálsins og segir latmælgi og orðfæð vera áberandi meðal ungs fólks og eins sé alltof mikið af enskuslettum, beinum og óbeinum. Þá segir hann að bæta þurfi ís- lenskukennslu í skólum. „Það er til dæmis herfileg aðför gegn tung- unni að hætta að láta fólk læra kvæði utanbókar, því með utanbók- arlærdómi lærir maður mest varð- andi tunguna.“ Biskupinn er þó bjartsýnn þrátt fyrir allt. „Mín trú bannar mér að vera bölsýnn og hamrar gegn því á allan hátt.“ | 6Morgunblaðið/Golli Ensku- slettur og latmælgi Sigurbjörn Einarsson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar EIGENDAFUNDUR Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti samhljóða í gær- kvöldi að staðfesta fyrri ákvarðanir borgarráðs Reykjavíkur og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá byrjun þessa mánaðar um að hafna sam- runa Reykjavik Energy Invest (REI) við Geysi Green Energy (GGE). Jafn- framt samþykkti fundurinn að veita stjórnarformanni Orkuveitunnar umboð til þess að hefja viðræður við ríkið og meðeigendur í Hitaveitu Suðurnesja um framtíð fyrirtækisins í því skyni að tryggja að auðlindir og almennings- veitur verði í eigu almennings, en samþykkt þar að lútandi var einnig gerð á fundi borgarráðs fyrr í gær. Framhaldshluthafafundur REI verður haldinn fyrir hádegi í dag og liggur meðal annars fyrir fundinum að kjósa nýja menn í stjórn, en ekki er líklegt að af því verði að svo komnu. Framhaldseigendafundur Orkuveitunnar er síðan ráðgerður aftur að viku liðinni. | 2 Eigendafundur OR hafnar samrunanum Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að starfsfólki Landspítala hafi yfirsést að greina bráðakransæðastíflu og veita manni meðferð í tæka tíð í febr- úar 2003. Ekki þótti sannað að hjartadrep sem maðurinn varð fyrir hefði orðið það sama ef engin töf hefði orðið og var skaðabótaskylda íslenska ríkisins viðurkennd. Í kjöl- far áfallsins hefur maðurinn átt við mjög erfið veikindi að stríða. Maðurinn höfðaði málið í kjölfar þess að bótaskyldu var hafnað, sem gert var með hliðsjón af umsögn læknaráðs. Ráðið komst að þeirri niðurstöðu að eðlilega hefði verið staðið að greiningu á manninum og er það í andstöðu við álit landlæknis og tveggja sérfræðinga. Maðurinn kom á sjúkrahúsið kl. 16.25 og var þá tekið hjartalínurit. Það hefur hins vegar ekki fundist í sjúkraskrá mannsins og taldi dóm- urinn m.a. ámælisvert að gögn úr sjúkraskrá skyldu ekki finnast. Ann- að línurit var tekið kl. 17.41 og var þá talið að maðurinn væri með gollurs- hússbólgu. Rétt fyrir átta var á nýj- an leik tekið hjartalínurit og að sögn sérfræðinga sem báru vitni fyrir dómi komu þá fram ótvíræðar vís- bendingar um að maðurinn væri með kransæðastíflu. Þó var beðið með hjartalínurit, blóðprufur og ómun í meira en tvær klukkustundir og segaleysandi meðferð hófst ekki fyrr en þremur tímum eftir að hjartalínu- rit benti til hjartadreps. Í niðurstöðu héraðsdóms segir m.a. að við mat á sönnunargildi um- sagnar læknaráðs verði að líta til þess að sá sérfræðingur sem leitað var til starfar hjá Landspítala. „Þá starfar formaður ráðsins hjá spítal- anum og aðrir sem eru í réttarmála- deild ráðsins. Er þetta til þess fallið að draga úr hlutleysi umsagnarinn- ar,“ segir m.a. í niðurstöðunni.  Héraðsdómur | 8 Líkamstjón vegna mistaka við greiningu á Landspítala Skaðabótaskyldu ríkisins hafði verið hafnað á grundvelli álitsgerðar læknaráðs Í HNOTSKURN »Maðurinn leitaði álits land-læknis í janúar 2004 á því hvort mistök hefðu orðið á greiningu starfsmanna Land- spítalans. »Óháður sérfræðingurkomst að því að segaleys- andi meðferð hefði átt að hefj- ast tveimur klukkustundum fyrr en raun varð á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.