Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 20
daglegt líf
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ég átti mér draum alvegfrá því ég var lítil stúlkaum að koma til Íslandsog ég held að mér hafi
verið ætlað að koma hingað,“ segir
Japsy K. Jacob en ólíkt því sem
hún hefði nokkurn tímann trúað þá
leiddu örlögin hana alla leið frá
Indlandi til Íslands, landsins í
norðrinu sem hún hélt að væri ekki
raunverulegt land.
„Þegar ég var átta ára að leika
mér heima í Delí fann ég dag einn
blaðbút úti á götu. Þetta var bútur
af landakorti og þarna blasti Ísland
við mér. Ég fór heim með þetta
bréfsnifsi með skrýtna landinu og
sýndi mömmu, en hún sagði mér
að henda því og bætti við að það
land væri lítið spennandi sem væri
þakið ís. Og hún bætti við að slíkt
land væri varla raunverulegt. Ég
hlýddi mömmu og henti Íslandinu
mínu sem ég hafði fundið svona
óvænt, en alla tíð síðan hefur mér
fundist þetta framandi land hafa
sérstaka merkingu fyrir mig.
Núna, eftir að ég er komin hingað,
held ég að Guð hafi verið að segja
mér með fundi þessa litla papp-
írsblaðs, að þetta væri landið sem
ég ætti eftir að fara til seinna á
lífsleiðinni.“
Nuddið leiddi hana til Íslands
Þóra Guðmundsdóttir er örlaga-
valdur í lífi Japsy en hún er konan
sem leiddi hana hingað á hjara ver-
aldar. Fundum þeirra bar saman í
Kerala á Indlandi fyrir nokkrum
árum þar sem Japsy bjó og starf-
aði á nuddstofu en hún hefur lært
Ayurveda-nudd, sem er eldfornt
indverskt nudd.
„Ég ætlaði vart að trúa því þeg-
ar mér var sagt að kona frá Íslandi
væri að koma í nudd til mín. Það
fyrsta sem ég spurði hana var
hvort það væri virkilega til land
sem væri allt hulið ís. Þóra sagði
mér allt um Ísland en hún hefur
verið mikið á Indlandi og hún er
með indverska verslun á Seyð-
isfirði og rekur líka gistiheimilið
Hafölduna. Hún kom reglulega í
nudd til mín eftir þennan fyrsta
fund okkar og við urðum góðar
vinkonur. Dag einn stakk hún upp
á því að ég kæmi til Íslands til að
bjóða Íslendingum upp á Ayurveda
nudd. Það tók langan tíma að fá öll
leyfi en loksins í mars á þessu ári
kom ég og settist tímabundið að á
Seyðisfirði þar sem ég bý heima
hjá Þóru. Ég lít á hana og allt
hennar fólk sem hina fjölskylduna
mína, enda hafa þau tekið mér
opnum örmum. Það hefur haft
mikil áhrif á líf mitt að eignast
þessa nýju og stóru fjölskyldu hér
á Íslandi.“
Á Seyðisfirði er Japsy með sína
eigin nuddstofu og til hennar koma
ekki aðeins Seyðfirðingar, heldur
líka fólk frá Egilsstöðum, Nes-
kaupstað og jafnvel frá Akureyri. Í
október fluttist Japsy síðan tíma-
bundið til Reykjavíkur þar sem
hún býður upp á hið forna ind-
verska nudd í Baðhúsinu. „Hér í
Reykjavík er miklu meiri hraði en
á Seyðisfirði en það er ágæt til-
breyting, því stundum finnst mér
tíminn standa í stað fyrir austan.“
Braust gegn karlahefðinni
Japsy hefur alla tíð haft mikinn
áhuga á jurtum og öllum þeim
virku efnum sem þar er að finna
og nýtast til lækninga. „Ég lærði
Ayurveda-fræðin hjá Joy That-
umkal. Þetta eru elstu lífsvísindi
veraldar og þau ganga mikið út á
fræði um jurtir og jafnvægi hugar,
sálar og líkama. Ég fékk mjög litla
hvatningu til þessa náms og reynd-
ar drógu flestir úr mér vegna þess
að á Indlandi er hefð fyrir því að
nánast eingöngu karlmenn læri og
stundi þessi fræði og þetta nudd.
En ég var ákveðin og lét ekkert
stoppa mig í að taka þetta stóra
skref gegn viðteknum gildum og
það tók mig sjö ár að ljúka þessu
námi. Þá fór ég að vinna á stofunni
hjá kennaranum mínum þar sem
ég var eingöngu látin nudda konur.
En hér á landi nudda ég bæði kyn-
in. Ég lærði ekki einungis að búa
til olíu úr jurtum til að nudda með,
heldur lærði ég líka að gera úr
þeim vökva til inntöku og hreins-
unar, því heildarmeðferð Ayur-
veda-fræðanna felur í sér fimm
stig en hér á Íslandi býð ég aðeins
upp á fyrsta grunnstigið, sem felst
í nuddi með ákveðnum strokum
með heitum olíum sem ég bý sjálf
til,“ segir Japsy sem ætlar að
skreppa til Indlands í janúar og
gifta sig.
„Ég verð að gifta mig núna því
ég er orðin 25 ára og ef ég bíð
lengur þá fæ ég ekki nógu góða
menn til að velja úr sem eig-
inmenn,“ segir Japsy og hlær en
hún er kaþólskrar trúar og alveg
harðákveðin í að eignast aðeins tvö
börn. „Helst vil ég aðeins eignast
eitt barn, en það er mikill þrýst-
ingur frá fjölskyldum okkar um að
við eignumst að lágmarki tvö börn
og ég verð að beygja mig undir
það.“
Hélt hún myndi
deyja úr kulda
Japsy á aðeins einn bróður en
foreldrar hennar eru vel menntað-
ir, móðir hennar er hjúkrunarkona
og faðirinn forstjóri. Hún segir að
hjá kynslóð foreldra sinna hafi fjöl-
skyldur verið miklu stærri en hjá
hennar kynslóð. „Þegar allir ætt-
ingjar mínir koma saman þá erum
við 95 talsins og þá gengur mikið á
og það er einna líkast því að
standa á stórri lestarstöð á há-
annatíma,“ segir Japsy og skelli-
hlær en hún er sérlega glaðsinna
þó hún sé föst fyrir.
Japsy ætlar að koma aftur til
Seyðisfjarðar í mars á næsta ári og
halda áfram að nudda Austfirðinga
en henni finnst sólin ekki skína al-
veg nógu mikið á Seyðisfirði. „Ég
er vön mikilli sól og hita á Indlandi
og ég skalf fyrst þegar ég kom til
Seyðisfjarðar og hélt að ég myndi
kannski bara deyja í þessum kulda.
Hér þarf ég að þrábiðja Guð um að
sýna mér sól. Ég held svei mér þá
að sólin sé hrifnari af Indlandi en
Íslandi. Fyrir mig var stórkostlegt
að koma hingað því hér er allt svo
ólíkt því sem ég þekki heima á
Indlandi. Hér eru fjöllin ótrúleg og
snjó hafði ég aldrei áður séð með
eigin augum. Víðáttan er svo mikil
og lítið af trjám en heima í Kerala
eru alls staðar tré.“
khk@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Tveir heimar Japsy er heilluð af fjöllunum og snjónum á Íslandi þó hún sakni sólarinnar heima í Kerala.
Sólin er hrifnari af Indlandi en Íslandi
Kerala á Indlandi og Seyðisfjörður á Íslandi eru afskaplega ólíkir staðir en
Japsy Jacob á heimili á þeim báðum. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti
þessa harðákveðnu ungu konu sem syndir óhrædd gegn karlahefðinni í sínu
fagi, hinum eldfornu Ayurveda fræðum.
listamönnum inn-
blástur. Tveimur ára-
tugum síðar gengust
skötuhjúin við tveimur
morðum til viðbótar en
fórnarlömbin grófu
þau á svonefndri Hæð
utan við borgina Man-
chester.
Tilefni þess að Vík-
verji dregur Hindley
fram í dagsljósið er að
á sunnudaginn var
sýndi Stöð 2 hreint
prýðilega sjónvarps-
mynd sem fjallar um
samband Hindley og
Longford lávarðar sem
barðist um langt árabil
fyrir frelsun hennar – við litlar und-
irtektir.
Öllum ber saman um að Brady,
sem enn er á lífi, sé rotinn í gegn og
eigi ekki skilið að hljóta frelsi en
skoðanir hafa verið skiptar um
Hindley. Þannig útilokaði dómarinn
ekki á sínum tíma að hún gæti síðar
meir snúið til dygðugs lífs. Þessu
trúði Longford lávarður, sem Jim
Broadbent leikur af snilld, eins og
nýju neti og í myndinni er látið að
því liggja að Hindley hafi vafið hon-
um um fingur sér. Hún er látin
koma vel fyrir, full iðrunar og gefur
þær skýringar á gjörðum sínum að
Brady hafi haft sig á sínu valdi.
Niðurstaða myndarinnar er þó sú
að iðrun Hindley hafi aðeins verið
viðbára. Hún hafi blekkt aumingja
lávarðinn, sem var með hjarta úr
gulli, í þeirri von að hann kæmi
henni út. Þegar vonin um frelsið
rann út í sandinn henti hún honum
frá sér eins og notuðu dömubindi.
Fimm árum eftirdauða hennar eru
Bretar enn að velta
vöngum yfir lífi og til-
veru morðkvendisins
alræmda Myru Hind-
ley. Engin kona hefur
setið lengur bak við
lás og slá í Bretlandi,
en Hindley var dæmd
fyrir þrjú hrottaleg
morð á ungmennum
ásamt ástmanni sín-
um, Ian Brady, vorið
1966 og gat aldrei um
frjálst höfuð strokið
aftur.
Ætli megi ekki full-
yrða að myndin af
Hindley við handtökuna sé frægasta
andlitsmynd af afbrotamanni fyrr
og síðar og hefur hún verið ýmsum
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is