Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 22

Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ OLÍUVERÐ OG ATVINNULÍF Olíuverð hefur farið hækkandiað undanförnu og er nú fariðað nálgast eitt hundrað dali á tunnu. Þótt ótrúlegt megi virðast hef- ur raunverð olíu þó ekki náð því stigi, sem það komst á í byrjun og aftur í lok áttunda áratugarins. Olíuverðs- hækkanir þá áttu mikinn þátt í að kynda þá óðaverðbólgu sem gekk yfir Ísland í tvo áratugi frá því upp úr 1970 og fram til 1990. Þótt olíuverð hafi hækkað mjög hefur lækkandi verð Bandaríkjadoll- ars þó leitt til þess að raunhækkun er ekki jafn mikil og kannski virðist við fyrstu sýn. Engu að síður er augljóst að hækk- andi olíuverð endar með því að verða þung byrði fyrir þjóðarbúskap okkar. Fiskiskipaflotinn er knúinn með olíu. Hátt olíuverð kemur fram í afkomu útgerðarfyrirtækja en getur einnig leitt til þess að útgerðarmenn sæki síminnkandi afla á ódýrari skipum. Hið mikla magn af stáli sem nú er notað til þess að sækja 130 þúsund tonn af þorski er ekki endilega hag- kvæmasta leiðin til þess. Flutningaskipin, sem sigla milli Ís- lands og annarra landa, eru knúin áfram með olíu. Hækkandi olíuverð getur leitt til hækkandi flutnings- gjalda sem að lokum kemur fram í hærra verði til neytenda. Flutningabílarnir, sem keyra um Ísland þvert og endilangt með fisk og aðrar vörur, ganga fyrir olíu. Hækk- andi olíuverð leiðir einnig til hækk- andi flutningsgjalda á landleiðum. Millilandaflugið gengur fyrir flug- vélaeldsneyti og hækki það verða far- gjöldin dýrari og um leið fækkar þeim sem fljúga á milli landa. Heimilisbíllinn gengur fyrir benz- íni. Á áttunda áratugnum var áber- andi að fólk fór um á litlum og spar- neytnum bílum enda benzínverðið hátt. Nú eru allar götur fullar af dýr- um bílum sem eyða miklu. Ef benz- ínverðið heldur áfram að hækka end- ar það með því að fólk vill losna við þessa eyðslufreku bíla sem þá falla í verði. Það er alveg ljóst að hækkandi ol- íuverð á heimsmörkuðum kemur okk- ur Íslendingum við. Það kemur beint við afkomu hverrar einustu fjöl- skyldu í landinu og með einum eða öðrum hætti þýðir það aukinn kostn- að í rekstri fyrirtækja. Þegar olían hækkar í verði aukast umræður um að leita að öðrum orku- gjöfum. Þegar olían lækkar í verði gleymast þær umræður. En nú er spurningin ekki bara sú hve mikið ol- ían á eftir að hækka í verði heldur einnig hversu mikið er eftir af henni. Ráðist Bandaríkjamenn á Íran, sem vel getur orðið á næstu tveimur miss- erum, mun olíuverðið hækka gífur- lega með þeim afleiðingum sem því fylgja fyrir þjóðarbúskap okkar. Það er kominn tími til að við Ís- lendingar mörkum okkur stefnu í orkumálum, ekki einungis vegna þeirrar orku sem við viljum virkja og selja heldur einnig vegna þeirrar orku sem við verðum að kaupa. MISSKIPTING Í HEILSUGÆSLU Ákveðið misrétti virðist vera inn-byggt í hið félagslega heilbrigð- iskerfi á Íslandi. Þar er fólki mismun- að eftir efnum og sjúkdómum. Í viðtali við Freystein Jóhannsson í Morgunblaðinu á sunnudag segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði, að rannsóknir sín- ar hafi leitt í ljós að mikill munur sé á milli þjóðfélagshópa hvað sem líði stjórntækjum til að jafna út kostn- aðarbyrðar. Hann segir að hlutfall heilbrigðisútgjalda af heimilisút- gjöldum sé hæst hjá tekjulágum, fötl- uðum og öldruðum og fólki á aldrin- um 18 til 24 ára. Rúnar bendir einnig á að útgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjón- ustu hafi aukist á undanförnum árum. Árið 1987 námi þessi útgjöld einum hundraðshluta af vergri þjóðarfram- leiðslu, en árið 2004 var hlutfallið komið upp í 1,7 hundraðshluta. Hann segir að almennt hafi kaup- máttaraukning í samfélaginu valdið því að þessi aukning hafi ekki dregið úr aðgengi fólks að heilbrigðiskerf- inu. „Þetta er meðaltalsmyndin,“ seg- ir Rúnar, „en hækkunin hefur auðvit- að komið illa við þá, sem ekki hafa notið kaupmáttaraukningarinnar til fulls og þá tölum við iðulega um sömu hópana; aldrað fólk, atvinnulausa, ör- yrkja, langveika og láglaunafólk.“ Rúnar bendir einnig á ákveðnar mótsagnir í sambandi við verðstjórn- un og niðurgreiðslu lyfja. „Krabba- meinslyf eru svokölluð stjörnumerkt lyf og kosta sjúklinginn ekkert,“ seg- ir Rúnar. „Hins vegar taka hjarta- og æðasjúklingar þátt í kostnaði við sín lyf, þó svo að hjarta- og æðasjúkdóm- ar séu algengustu dánarorsakir Ís- lendinga. Þá þurfa einstaklingar með geðræn vandamál að taka þátt í kostnaði við sín lyf, nema þegar um sterkustu geðlyfin er að ræða.“ Það er ekki eðlilegt að fólki sé mis- munað með þessum hætti í kerfinu og það fari eftir sjúkdómum hversu mik- inn kostnað sjúklingar þurfi að bera. Fólk gerir aðrar og meiri kröfur til heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Hér er á ferðinni mál, sem þarfnast endurskoðunar. Hér geta Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson tekið höndum saman. Það er ekki eðlilegt að sjúklingar séu dregnir í dilka, hvort sem það er eftir efnum eða sjúkdómum. Full ástæða er til að fara ofan í saumana á því hvort of langt hafi verið gengið í gjaldtöku, en eins þarf að gera heilbrigðiskerfið að- gengilegra hverjum og einum. Ein af niðurstöðum Rúnars er að fólk leiti síður til læknis ef það þekkir ekki heimilislækninn sinn. Það er hins vegar ekki hægt að verja það að þeir, sem minnst mega sín í samfélaginu beri þyngstu byrðarnar. Það var ekki markmiðið í upphafi og fyrst svo er orðið hefur eitthvað farið alvarlega úrskeiðis. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Áhverju ári hinn 11. nóv-ember kl. ellefu f.h.minnast Ástralar þeirrahermanna sinna sem lát- ið hafa lífið á vígvöllum erlendis. Ástralar hafa tekið þátt í einum átta meiri háttar styrjöldum – allt frá Búastríðinu og heimsstyrjöld- unum tveimur, Kóreu og Víetnam, til Afganistans og Íraks. Allt í von um stuðning frá Bretum eða Bandaríkjunum síðar meir ef á þyrfti að halda. Að margnýta vatnið Vorið stökk hjá og sumarið hefur gengið í garð með tilheyrandi þurrkum, roki og sólskini. Vart er talað um annað en vatn, jafnt í fjöl- miðlum sem meðal manna – eða öllu heldur vatnsskort, enda sjöunda þurrkárið í gangi. Tveir þriðju af ræktuðu landi Ástralíu eru nú op- inberlega yfirlýst þurrkasvæði. Sumir reyna að hughreysta fólk með því að tala um að plágurnar komi sjö sinnum í röð og áttunda árið hljóti að færa regn – en hvað þá með tólf ára gömul börn í Drottn- ingarlandi sem hafa aldrei séð regn? Ávaxtabændur eru sérlega illa settir vegna vatnsskorts og margir sem hafa ræktað grænmeti heima við hafa nú gefist upp við slíkt vegna mjög strangra vökv- unarskilyrða. Svona löng þurrka- tímabil eru ekki óþekkt fyrirbæri hér í álfu en alvara þessara þurrka er meiri en nokkru sinni fyrr. Aldr- aður þulur sem man skelfilega þurrka á árunum eftir 1930 spáir flóðum í Narrabri (8.000 manna bæ í Nýju Suður-Wales) í lok nóv- ember. Vonandi rætist það. Það er fátt eins dapurlegt og að horfa á græna akra skrælna niður smátt og smátt. Fljótandi gull Fólk leggur óspart höfuðið í bleyti til að finna upp ráð og aðferð- ir til að spara vatn. Alríkisstjórnin hefur veitt 400 milljónum ástr- alskra dala til vatnssparandi að- gerða víða um álfuna. Hér í kjör- dæminu Parkes í Nýju Suður-Wal- es eru ráðagerðir um að bjarga 145 milljónum lítra af vatni árlega með slíkum aðgerðum. Sem dæmi má nefna að safna regnvatni af þökum skólahúsa í vatnstanka tengda áveitum, efla meðvitund almenn- ings um verðmæti vatns, margnota vatn og það eitt að setja gervigras á grasflöt fyrir keiluleik sparar 4 milljónir lítra af vatni á ári. Vita Ís- lendingar hve vel þeir þurfa að vernda hið fljótandi gull sitt í fram- tíðinni? Af sem áður var Útlitið er vægast sagt ekki gott í landbúnaðarmálunum. Bregðist vetraruppskeran nú í lok ársins hefur það í för með sér hækkandi verðlag á matvöru, grænmeti og ávöxtum. Ýmis teikn eru á lofti um vaxandi verðbólgu sem nú er um það bil 3%. Alríkisstjórnin býður bændum allt að 170 þúsundum ástralskra dala ef þeir vilji hætta búskap og hverfa af jörðum sínum. Kveður þetta gera þeim kleift að hætta bú- skapnum með reisn. Gerir stjórnin ráð fyrir að einir þúsund bændur velji þennan kost. Hins vegar geta bændur vart gert ráð fyrir að nokk- ur vilji kaupa, hvorki hús þeirra né jörð og þessi upphæð dugir skammt við kaup á húsnæði í borg. Baðm- ullin þarf mikið vatn, en það þurfa vínberin líka. Rætt hefur verið um að flytja búskapinn frá hinu þurra suðri til norðurhluta álfunnar þar sem vætan er meiri, en Bænda- flokkurinn (The National Party), sem situr í alríkisstjórninni með Frjálslynda flokknum, er ekki of hrifinn af slíkum hugmyndum. Ástralar hafa verið seinir að átta sig á því að það er einfaldlega ekki lengur hægt að stunda hér land- búnað á Englandsvísu eins og gert hefur verið sl. 200 ár. Næringarefni í jarðveginum eru miklu minni en gert var ráð fyrir, auk þess sem of- beit, veðrun, saltmyndun og þurrk- ar af mannavöldum eru alvarleg vandamál. Á árinu 1962 voru land- búnaðarvörur 62% af útflutningi Ástralíu en eru nú 14%. Á sama ári unnu 10,3% við landbúnað en nú að- eins 3,1%. Greinilega þarf að taka landbúnaðinn til endurskoðunar. Leiðtogafundur Asíu og Kyrrahafsríkja APEC-ráðstefnan var haldin í Sydney í september sl. við mikla at- hygli fjölmiðla. Bob Hawk fyrrum forsætisráðherra Verkamanna- flokksins átti hugmyndina að stofn- un APEC og Keating, sá sem tók við af honum sem forsætisráðherra sama flokks, raungerði hana. 60% af útflutningi Ástrala fer til Asíu – kol, járn, úraníum o.s.frv. svo þetta var góð hugmynd og mikilvægt skref til að styrkja samstöðu þess- ara þjóða. John Howard núverandi for- sætisráðherra hafði vonað að þessi atburður myndi styrkja stjórnmálaaðstöðu hans, en sá draumur rættist ekki. Samt birtust myndir af honum með mörgum helstu leiðtogum heims á forsíðum flestra blaða þá daga sem ráð- stefnan stóð yfir. Forseti Kína sem kom á ráð- stefnuna hóf heimsókn sína með ferð til Vestur-Ástralíu þar sem gíf- urlegur námurekstur er og mikill hluti jarðargæðanna er fluttur út til Kína. Forsetinn heimsótti líka fjár- bónda og virtist blanda sér meira meðal fólksins en aðrir leiðtogar. Hin gífurlega öryggisgæsla kring- um forseta Bandaríkjanna ofbauð mörgum. Miðborg Sydney var meira og minna lokuð almenningi og þar var afar strangt eftirlit. Áttu fréttamenn erfitt með að komast ferða sinna, veitingahúsum og kaffihúsum var lokað eða þau stóðu tóm. Meðlimir í frægum gamanþætti („Chaser – war on everything“ eða „Stríð á hendur öllu“) á ABC-sjón- varpsstöðinni settu strik í reikning- inn. Þátttakendur hans dulbjuggu sig sem kanadíska vélhjólagrúppu og var einn klæddur sem Bin Lad- en með skegg og tilheyrand komust mjög nærri bústað forseta í Sydney áður en ör isgæslan tók við sér og bar um leið um heiminn. Bush f fór ekki í grafgötur með stu sinn við John Howard í kom kosningum, enda lofar Kev leiðtogi Verkamannaflokks taka ástralska hermenn he Írak við fyrsta tækifæri, ve kosinn næsti forsætisráðhe Ástralíu. „Doktor dauði“ Heilbrigðiskerfið er ofar baugi þessa dagana. Gífurl skortur er á læknum og hjú fræðingum hér í álfu. Um þ 4.000 erlendir læknar starf alíu, þar af um 1.500 á sjúk í NSW. Læknar erlendis fr gegnum mikið skriffinnsku ur en þeir fá vinnu. Mörgum siðlaust að taka lækna frá A Afríku þar sem þeirra er en þörf en hér og sé tekið dæm Narrabri þá er hægt að kom tannlæknis sem er frá Paki lækna sem eru frá Kína eða des. Sagan af indverska lækn Haneef barst um heiminn o gífurlegu hneyksli. Hann v aður um að hafa vitað um o stoðað við sprengjutilræðið út um þúfur í Skotlandi me lána frænda sínum símkort Eftir margra daga fangelsi yfirheyrslur voru allar ákæ felldar niður og Haneef fór Sat Kevin Andrews ráðher flytjendamála uppi með skö hattinum. Haneef vill koma aftur ti en Andrews veltir enn fyrir hvort hann eigi að gefa hon vegabréfsáritun. Eftir allt húllumhæ með Haneef er f tortryggið í garð útlendu læ var það reyndar fyrir eftir reynslu af einum sem fékk urnefnið „doktor dauði“ en úr landi. Reyna yfirvöld í D ingarlandi að fá hann fram frá Bandaríkjunum en það hægt því maðurinn finnst e Hörmung heilbrigðiske Ekki er ástandið betra á tannlæknaþjónustu. Í NSW 200.000 manns á biðlista til ast til tannlæknis. Þetta er fólk sem hefur ekki efni á a og getur fengið þjónustuna mestu fría hjá þeim sem er Keppinautar John Howard (t.v.), forsætisráðherra Ástralíu, hei Kevin Rudd, nýjum leiðtoga Verkamannaflokksins. Rudd er spáð væntanlegum þingkosningum. Loforð og lygar FRÉTTABRÉF Sólveig Kr. Einarsdóttir skrifar frá Ástralíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.