Morgunblaðið - 20.11.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 20.11.2007, Síða 29
lands – Háskólabókasafni, kveðjum Ingibjörgu Árnadóttur. Hún var far- in að hugsa til þess að minnka við sig vinnu til að geta betur sinnt fjölskyld- unni og barnabörnunum. Enginn átti von á þessu og hún fór alltof fljótt. Við vottum fjölskyldu Ingibjargar okkar dýpstu samúð. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður. Við kveðjum nú, alltof fljótt og ótímabært, kæra vinkonu og bekkj- arsystur, Ingibjörgu Árnadóttur, sem útskrifaðist með okkur frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1963. Við vorum ekki margar stelp- urnar sem hófum skólagöngu í M.A. haustið 1959 en nú eru fjórar horfnar. Við áttum það sameiginlega markmið að stunda nám og fá að „forframast“ í þessum rótgróna og virðulega skóla í fjögur ár. Við komum víða að, að austan, vestan, sunnan og norðan, þar með voru nokkrir Akureyringar. Inga var ein þeirra; hæglát, traust og yfirveguð og þroskaðri en við hinar enda aðeins eldri og lífsreyndari. Ekki var hægt annað en að láta sér líka við Ingu og þykja vænt um hana. Okkur hinum þótti m.a. mikið til þess koma hversu góð hún var í íslensku og talaði fallegt mál og við vorum líka stoltar af því að eiga góða sundkonu í bekknum. Inga var ekki ein þeirra sem báru tilfinningar og einkamál á torg en við vissum samt að hún var frá unga aldri bundin þeim manni, Hrafni Bragasyni, sem átti eftir að verða lífsförunautur hennar. Þau hæfðu hvort öðru vel, áttu gott líf og eignuðust m.a. tvö óskabörn, Stein- unni og Börk. Inga hóf störf á Háskólabókasafni árið 1976 en B.A.-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði lauk hún árið 1980 með norsku sem aukagrein. Um árabil vann hún í útibúi safnsins í verkfræði- og raunvísindadeild og í jarðfræðahúsi en eftir að Þjóðarbók- hlaðan var tekin í notkun vann hún í upplýsingaþjónustu safnsins og við kennslu í upplýsingaleikni. Einnig sá hún um vef safnsins um árabil og var óþreytandi við að bæta við upplýs- ingum og gera vefinn að heppilegu tæki í þekkingaröflun. Inga var fagmaður fram í fingur- góma og var vakin og sofin við að kynna sér nýjungar í vefsmíð og kennslu í upplýsingaleikni sem hún miðlaði áfram til safngesta. Hún var heil í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur, samviskusöm, vinnusöm og ábyrg. Það var því eðlilegt þegar hug- að var að lögum og reglum fyrir bóka- safnsfræðinga að nafn hennar kom oft upp. Hún var einn af hugmynda- smiðunum við starfs- og siðareglur stéttarinnar, glögg og hlutlæg í við- horfum sínum og sat í mörgum laga- nefndum fyrir stéttina. Inga var mikil fjölskyldumóðir og umhyggja hennar fyrir börnum og barnabörnum mikil. Ekki síst átti Snædís hug hennar og krafta og oft talaði hún um þessa duglegu ömmu- stelpu. Barnabörnin eru alls fimm svo margir hafa þurft að leita til ömmu og ekki er að efa að hún átti nægan kær- leika fyrir þau öll. Nú þegar jólafastan nálgast vorum við bekkjarsysturnar farnar að huga að okkar árlegu skötuveislu. Í fjölda- mörg ár höfum við hist að minnsta kosti einu sinni á ári til að halda tengslunum. Þar var jólasiðum lands- hlutanna slegið saman og m.a. mætti Inga alltaf með sitt norðlenska, heimabakaða laufabrauð sem var ómissandi í veisluna. Nú er skarð fyr- ir skildi og verður þessarar kæru vin- konu sárt saknað. Um leið og við kveðjum Ingu með þakklæti og söknuði sendum við að- standendum hennar innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd hópsins Sigrún Klara, Bryndís og Lára. Það er sárt að missa konu eins og Ingibjörgu með svo snöggum hætti sem raun bar vitni. Þó er það huggun í harmi að eiga svo margar góðar minningar um jafn einstaka mann- eskju og Ingibjörg var. Við störfuð- um á sama vinnustað í nærri 28 ár, fyrst á Háskólabókasafni og svo í Þjóðarbókhlöðu eftir að bókasafnið flutti þangað. Frá fyrstu tíð var gott að þekkja Ingibjörgu. Hún var ein af þeim sjaldgæfu konum sem hafa ein- staklega þægilega nærveru. Hún var jafnlynd, jákvæð og átti auðvelt með að slá á létta strengi, en var þó ákveðin þegar á þurfti að halda. Við hana var gott að ræða málin, hvort sem samræður snerust um bóka- safnsmál eða önnur efni. Ingibjörg útskrifaðist sem bóka- safns- og upplýsingafræðingur vorið 1980. Fjórum árum áður hafði hún hafið störf á Háskólabókasafni, fyrstu árin í hlutastarfi. Um árabil starfaði hún í útibúi safnsins í verk- fræði- og raunvísindadeild og einnig um tíma í safndeild Jarðfræðahúss. Í árdaga tölvuvæðingar á íslenskum bókasöfnum var Ingibjörg í farar- broddi, ásamt Halldóru Þorsteins- dóttur, hvað varðar heimildaleitir í rafrænum gagnasöfnum á Netinu. Þær stöllur fylgdust vel með og voru fljótar að tileinka sér nýjungar á þessu sviði. Hún kenndi ófáum nem- endum og kennurum að leita heim- ilda og var einn af frumkvöðlum safnsins í uppbyggingu safnkennslu. Við sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókasafns 1994 tók Ingi- björg við stöðu deildarstjóra í upp- lýsingadeild og gegndi hún því starfi þar til hún veiktist svo skyndilega. Sérstaklega ber að nefna að Ingi- björg var ritstjóri vefjar safnsins, starf sem hún innti af hendi af mikl- um glæsibrag. Ég mun sakna Ingibjargar, bæði sem starfsfélaga og vinkonu. Eftir lifa minningar um ljúfa og hæfileika- ríka konu sem mér er mikils virði að hafa fengið að kynnast. Það verður erfitt að fylla hennar skarð. Við Ósk- ar sendum Hrafni, Steinunni, Berki og barnabörnunum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi hún hvíla í friði. Áslaug Agnarsdóttir. Maður kveður að kvöldi vinnudags í þeirri trú að halda áfram næsta dag þar sem frá var horfið. En fljótt skip- ast veður í lofti. Fyrirvaralaust er endi bundinn á áratugalangt farsælt samstarf. Kær samstarfsmaður og vinkona hefur verið hrifin á brott. Leiðir okkar Ingibjargar lágu fyrst saman fyrir 30 árum þegar ég hóf störf í Háskólabókasafni sem þá var í aðalbyggingu Háskólans. Ingi- björg hafði umsjón með nýju og glæsilegu útibúi safnsins í húsi verk- fræði- og raunvísindadeildar og stundaði jafnframt nám í bókasafns- fræði við Háskóla Íslands. Hún var nokkrum árum eldri en ég, gift kona og móðir tveggja barna sem komin voru á skólaaldur. Kynni okkar hóf- ust eiginlega í kaffistofunni í kjallara aðalsafns en þangað kom hún iðu- lega, létt í lund og frjálsleg í fasi, til að blanda geði við vinnufélagana. Einhvern veginn sóttist maður eftir að fara í kaffi um leið og hún. Veturinn 1979-1980 meðan Ingi- björg var að ljúka háskólanámi sínu kom það í minn hlut að leysa hana af í útibúi verkfræði- og raunvísinda- deildar. Þar með var lagður grunnur að samvinnu og vináttu sem áttu eftir að þróast og styrkjast eftir því sem árin liðu. Á fyrstu starfsárunum sáum við báðar um útibú á sviði raun- vísinda. Við höfðum einnig áhuga á upplýsingaþjónustu og safnfræðslu, starfsþáttum sem vísir var kominn að í safninu og þörf var á að efla. Sam- vinna okkar á þessum sviðum kom því nokkuð af sjálfu sér. Spjaldskrár, uppsláttarrit og þekking reyndra samstarfsmanna voru helstu hjálpar- tækin við heimildaleit á þessum tíma. Síðan kom tölvutæknin til sögunnar með nýja möguleika og miðla sem ná þurfti tökum á. Þar lét Ingibjörg ekki sitt eftir liggja og greip réttu tæki- færin til þess að bæta við kunnáttuna og sinna verkefnum í þágu fagsins. Sameining Háskólabókasafns og Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu í desember 1994 markaði mikil tíma- mót bæði fyrir starfsmenn og safn- gesti hvað varðar tæknilausnir og að- stöðu. Við Ingibjörg réðumst báðar til starfa í upplýsingadeild hins nýja safns. Takast þurfti á við margvísleg- ar tækninýjungar, ofurvæntingar safngesta og finna starfsemi deildar- innar heppilegan farveg. Upplýs- ingamiðlun um veraldarvefinn, sem þá var að ryðja sér til rúms, varð brátt nauðsyn. Árið 1998 sótti Ingi- björg því um rannsóknarleyfi m.a. til þess að kynna sér heimasíðugerð á netinu og síðar var henni falin rit- stjórn vefjar safnsins. Betur þekkt meðal safngesta er Ingibjörg eflaust fyrir störf sín við upplýsingaþjónustu og heimildaleitir. Þar eins og í öðru var fagmennska, lipurð og vönduð vinnubrögð í öndvegi. Sem dæmi um þakklætisvott fyrir góða þjónustu má nefna stærðar blómvönd sem hún fékk eitt sinn frá ánægðum viðskipta- vini í Bandaríkjunum. Á mannamótum gat Ingibjörg ver- ið hrókur alls fagnaðar. Stutt var í glettni, hlátur og söng ef svo bar und- ir. Væri henni misboðið lét hún einn- ig í sér heyra. Fjölskyldan skipaði af- ar stóran sess í lífi Ingibjargar. Samgangur við börnin og barnabörn- in fimm var mikill og umhyggjan ein- stök. Hún var sannkallaður máttar- stólpi. Í samstarfi okkar, sem varað hefur í þrjá áratugi, var hún einnig stoð og stytta. Þennan tíma höfum við deilt verkefnum, skrifstofum, gleði og sorg í starfi og einkalífi. Missirinn er mikill. Ég kveð Ingibjörgu með virð- ingu og söknuði og votta Hrafni, Steinunni, Berki og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Halldóra Þorsteinsdóttir. Ótímabært fráfall vinkonu minnar og starfsfélaga, Ingibjargar Árna- dóttur, minnir áþreifanlega á hversu hverfult lífið er og að enginn má sköpum renna. Það er erfitt að þurfa að kveðja hana svona skjótt og óvænt en auðvelt að velja falleg orð í hennar garð. Ingibjörg var heilsteypt kona, hæversk og hjartahlý, spaugsöm, oft með glettnisglampa í auga, hafði skemmtilegan húmor, ekki síður fyr- ir sjálfri sér en öðrum. Hún var næm á tilfinningar fólks, sýndi öllum virð- ingu og hallmælti engum; var einstök í samskiptum. Hún gaf ríkulega af tíma sínum og veitti umhyggju þeim sem á þurftu að halda; var traustur vinur og afbragðs félagi, bæði í vinnu og utan hennar. Hún var fínleg kona en kraftmikil, kvik í hreyfingum og gekk hratt, líka til verka. Við vinnufélagarnir söknum vinar í stað og samúð okkar er öll hjá Hrafni og fjölskyldunni í sorg þeirra. Barna- börnin áttu afar mikið í Ingibjörgu. Missir þeirra allra er mikill, ekki síst sonardótturinnar Snædísar, sem hún sinnti svo vel frá fyrstu tíð og var henni ákaflega hjartfólgin. Megi allar góðar vættir styrkja fjölskyldu henn- ar á erfiðum tímum. Þótt þessir nóv- emberdagar séu dimmir er bjart yfir minningunni um Ingibjörgu Árna- dóttur. Bryndís Ísaksdóttir. Í 10 ára afmæli Snædísar Bark- ardóttur, í október síðastliðnum, var perukakan hennar Ingibjargar á boðstólum. Ingibjörg gerði heimsins bestu peruköku. Í afmæli Snædísar olli sneiðin ekki vonbrigðum, frekar en fyrri daginn. Bragðmikil, ekki of mikil pera – eins og við Börkur pönt- uðum, kraftmikið súkkulaði, botninn mátulega mjúkur og kakan sjálf glæsileg. Mér finnst sárt til þess að hugsa, að þetta hafi verið mín síðasta sneið af perukökunni hennar Ingi- bjargar. Ég kynntist Ingibjörgu í barn- æsku, þegar við Börkur, nágrannar í Vesturbænum, bundumst órjúfan- legum vinaböndum. Á æskuárum okkar Barkar hafði Ingibjörg alltaf drekkutíma stundvíslega klukkan þrjú eftir dagsins amstur í byssuleik úti í mýri. Allir vinir Barkar voru vel- komnir. Borið var fram ristað brauð með banana og heit mjólk með kókó útí. Þetta var fullkomin hressing og brauðið hvarf alltaf jafn hratt ofan í svanga maga. Þegar Ingibjörg og Hrafn fluttu úr Granaskjólinu, aðstoðaði ég við flutn- ing á húsgögnum og það fyrsta sem ég rak augun í var fallega sófasettið sem prýddi heimili þeirra fyrir 25 ár- um. Ingibjörg bjó fjölskyldu sinni notalegt umhverfi og valdi vandaða og sígilda húsmuni, sem standast tímans tönn og eru ávallt fallegir, hvað sem líður tískustraumum og stefnum. Ég hitti Hrafn og Ingibjörgu oft á göngu á Ægisíðu. Þau hjónin gengu hratt og stundum fannst mér eins og Hrafn vildi hægja ferðina, en Ingi- björg var létt á sér og blés ekki úr nös, hversu hratt sem gengið var. Ingibjörg var smágerð og nett, en hlutverk hennar var stórt. Hún lét lítið fara fyrir miklum verkum. Börk- ur á stóra fjölskyldu og oft reyndi á aðstoð Ingibjargar. Ekki bara fyrir Börk, heldur einnig fyrir okkur, vini hans. Það var notalegt að geta skroppið í sumarbústaðinn til þeirra Hrafns og slakað á í góðra vina hópi. Á sama tíma og Ingibjörg passaði barnabörnin, sá hún um að allt væri klárt í sumarbústaðnum, svo við vin- irnir hefðum allt til alls og gætum notið dvalarinnar. Ingibjörg var amma, eins og ömm- ur eru í barnabókum. Hún var alltaf til staðar. Hún var amman sem börn- in og barnabörnin gátu alltaf leitað til, sama hvert vandamálið eða erind- ið var. Hún var líka umburðarlynda amman sem umvafði barnabörnin skilyrðislausri ást og hafði allan heimsins tíma fyrir þau, eins og ömmum einum er lagið. Minningin um Ingibjörgu er í senn hlý og tregafull. Fjölskylda Ingi- bjargar hefur misst mikið. Ég og fjölskylda mín vottum Hrafni, Berki, Steinunni, tengda- börnum og öllum litlu barnabörnun- um einlæga samúð. Ragnar Þór Valdimarsson. Það kom mér sem fleirum í opna skjöldu þegar fréttist föstudaginn 9. þ.m. að Ingibjörg Árnadóttir hefði látist þá um morguninn. Kynni mín af Ingibjörgu hófust fyrir hartnær þremur og hálfum ára- tug, þegar hún hóf nám í bókasafns- fræði. Eftir að hún lauk því námi með frábærum vitnisburði árið 1976 hóf hún störf hjá okkur í Háskólabóka- safni, fyrst í smáum stíl, en sem fast- ráðinn starfsmaður fimm árum síðar. Fyrstu árin starfaði Ingibjörg eink- um í útibúum safnsins á háskólalóð- inni, en er á leið alfarið í aðalsafninu sem var til húsa í aðalbyggingu Há- skólans. Meginviðfangsefni Ingibjargar var alla tíð bein þjónusta við notend- ur. Hún naut sín einkar vel í því starfi, hvort heldur var við hinar hefðbundnu aðstæður fyrri ára eða eftir að netvæðing hóf innreið sína og flóðgáttir upplýsinga opnuðust með þeim hætti. Ingibjörg var virkur þátttakandi í þeim vandasömu um- svifum sem fylgdu flutningi Háskóla- bókasafns í nýja byggingu og sam- einingu þess við Landsbókasafn, og svo vel tókst til fyrir tilstuðlan sam- hents hóps starfsmanna, að þjónusta við notendur raskaðist sáralítið við þessa miklu framkvæmd. Ingibjörg varð starfsmaður upplýsingadeildar í hinu nýja sameinaða safni, þar sem hún gegndi burðarhlutverki. Sú fyr- irgreiðsla sem notendur kalla eftir á slíkum stað er ekki ævinlega auðveld viðfangs, en greind Ingibjargar, röskleiki og gott viðmót gerði hana einkar vel fallna til að veita viðskipta- vinunum afbragðs þjónustu. Þeir munu því vera margir, bæði innan háskólasamfélagsins, sem og al- mennir notendur, er hugsa hlýtt til hennar, nú þegar hún er svo snögg- lega kvödd af vettvangi. Sjálfur minnist ég með þakklátum huga ára- tuga samstarfs við Ingibjörgu. Hún var vel kynnt meðal vinnufélaga, enda á sinn hógværa hátt þekkt að því að leggja gott til mála og leita æv- inlega bestu lausna. Atvikin höguðu því svo að við Ingi- björg vorum fyrir nokkrum vikum óvænt orðin nágrannar þar sem þau Hrafn voru að koma sér fyrir í ný- fengnu húsnæði hér í Kringlunni. Missir hans er mikill og óvæntur. Við nágrannarnir vottum honum og öðr- um aðstandendum Ingibjargar Árna- dóttur innilega samúð og heiðrum minningu hennar. Einar Sigurðsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 29  Fleiri minningargreinar um Ingi- björgu Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA LÓRÝ ERLINGSDÓTTIR, Vatnsnesvegi 29, Keflavík, sem lést á Tenerife miðvikudaginn 7. nóvember, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 22. nóvember kl. 14.00. Sigurður Sverrir Einarsson, Sigurður Júlíus Sigurðsson, Marta V. Svavarsdóttir, Helga Ellen Sigurðardóttir, Benjamín Guðmundsson, Ólafía Þórey Sigurðardóttir, Hallgrímur I. Guðmundsson, Ásta Rut Sigurðardóttir, Þórhallur Sveinsson, Pálína Hildur Sigurðardóttir, Rafnkell Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR (Lóa), Þverhamri, Breiðdal, lést laugardaginn 10. nóvember á hjartadeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 21. nóvember kl. 13.00. Hermann Guðmundsson, Svava Björg Sveinsdóttir, Birgir Gunnarsson, Jón Ben Sveinsson, Jóhanna Guðný Halldórsdóttir, Páll Ben Sveinsson, Linda Stefánsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.