Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 33

Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, postulínsmálning og útskurður kl. 13-16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16, handav. kl. 9-16.30, smíði/útskurður kl. 9, leikfimi kl. 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, vefnaður, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fóta- aðgerð, hádegisverður, línudans, kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, framsögn kl. 17, félagsvist kl. 20. Félagsfundur verður í Stangarhyl 4, 22. nóvember kl. 17, Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mætir á fundinn. Aðventuhátíð 30. nóvember. framhaldssaga. Helgistund og fyrirbænastund í kirkju. Fríkirkjan Kefas | Fræðslukvöld kl. 19. Bryndís Svavarsdóttir kennir um Rómverjabréfið. Kvöld- ið hefst á léttum kvöldverði og þarf að skrá sig í síma 564-1124 eða á bjorg@kefas.is Ekkert gjald er tekið fyrir kvöldið. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spilað og spjallað, kaffiveitingar. TTT fyrir 10-12 ára kl. 16- 17 í Engjaskóla. TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í Borgaskóla. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf fyrir eldri borg- ara alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11-14. Leik- fimi, súpa, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15- 11, í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar hér- aðsprests. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK Holtavegi 28, kl. 20. Lofgjörðar og bænasamvera í umsjón Þórdísar Klöru Ágústsdóttur. Kaffi eftir fundinn. Allar konur velkomnar. Veislufundur verður í AD KFUM 22. nóvember kl. 19. Herrakvöld með villi- bráðarveislu. Sigtryggur Baldursson skemmtir. Verð kr. 3.300. Skrá þarf þátttöku í síma 588- 8899, fyrir hádegi 21. nóvember. Allir karlmenn velkomnir. Laugarneskirkja | T.T.T. fundur (5.-6. bekkur) kl. 16, umsjón sr. Hildur Eir og Andri Bjarnason. Kvöldsöngur kl. 20. Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn og sóknarprestur flytur Guðsorð og bæn. Fræðsla um sorg og sorgarviðbrögð kl. 20.30. Sigrún Guðmundsdóttir og sr. Bjarni Karlsson tala. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús hefst með kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð kl. 12.30. Opið fyrir alla. Spilað kl. 13-16, vist, brids o.fl. Pútt- græjur á staðnum. Kaffi kl. 14.45. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl. 895-0169. skóla kl. 14.20. Uppl. í síma 564-1490 og 554- 5330. Korpúlfar Grafarvogi | Félagsvist á Korpúlfs- stöðum á morgun kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-16, vinnust. í handm. kl. 9-16 m/leiðb. Halldóru kl. 13-16, mynd- list m/Hafdísi kl. 9-12. Þrykk og postulín m/ Hafdísi. kl. 13-16, leikfimi kl. 13. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæð- inu | Bingó kl. 19.30, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir, myndmennt kl. 9-16, enska kl. 10.15, hádegis- verður kl. 11.45, leshópur 13.30, spurt og spjallað /myndbandasýning kl. 13, bútasaumur og spil kl. 13-16, kaffiveitingar kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handavinnustofan opin kl. 9-16.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa opnar alla daga, morgun- stund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, upplestur fram- haldssaga kl. 12.30, félagsvist kl. 14. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Hjúkrunarfræðingur (fyrsta þriðjudag í mánuði) kl. 9. Bænastund kl. 10, bón- usbíllinn kl. 12 og bókabíll kl. 16.45. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús kl. 10-14. Föndur, spjall og spil. Bænastund í umsjá sóknarprests kl. 12, létt- ur hádegisverður eftir bænastundina. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 17.30. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, kirkjustarf aldraðra kl. 11.45, léttur málsverður. Helgistund og samvera, umsjón Anna Sigurkarlsdóttir og sr. Magnús Guðjónsson. Kaffi. KFUM&K fyrir 10-12 ára kl. 17-18.15. Æskulýðsstarf Meme fyrir 9-10 bekk kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur, íhugun og bæn. Kirkjustarf eldri borgara kl. 13-16. Gerður Óskarsdóttir fyrrv. fræðslu- fulltrúi spjallar um kirkjumyndir. Kaffiveitingar, Félag kennara á eftirlaunum | Tölvustarf í Ár- múlaskóla kl. 15.15. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, gler- og postulínsmálun kl. 9.30, handa- vinna kl. 10, leiðbeinandi við til hádegis. Jóga kl. 10.50, tréskurður kl. 13, róleg leikfimi kl. 13, al- kort kl. 13.30. Kaffii til kl. 16, stólajóga kl. 17, jóga á dýnum kl. 17.50. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, myndlistahópur kl. 9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.40, búta- saumur kl. 13, síðdegisvaka kl. 14 og jóga kl. 18.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Karla- leikfimi kl. 13, boccía kl. 14, línudans kl. 12, tré- smíði kl. 13.30, spilað í kirkjunni kl. 13, vatns- leikfimi kl. 14, byrjendanámskeið í brids kl. 13 í Jónshúsi. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður og perlusaumur, létt ganga kl. 10.30, postulínsnámskeið kl. 13. Alla föstud. kl. 10.30 er fjölbreytt leikfimi (frítt) o.fl. í ÍR-heimilinu v/Skógarsel, kaffi. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna, glerskurður, hjúkr- unarfræðingur kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 12, bónusbíllinn kl. 12.15, kaffi kl 15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, myndmennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, glerskurður frjálst kl. 13.00, brids kl. 13, myndmennt kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-11, Björg F. Námskeið í mynd- list kl. 13.30-16.30 hjá Ágústu. Helgistund kl. 14 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Böðun fyrir há- degi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Gönguferð alla laugardags- morgna kl. 10. Listasmiðjan með ýmislegt í hand- verki. Leiðbeinendur: Laufey Jónsdóttir og Selma Jónsdóttir. Bókmenntahópur þriðjudag- kvöld kl. 20-21.30. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogs- Brúðkaup | Gefin voru saman í Dómkirkjunni 6. október síðastlið- inn af sr. Hjálmari Jónssyni, Þór- unn María Pálmadóttir og Stefán Hjörleifur Snorrason. Ljósm. Kristín Brúðkaup | Guðrún Jónsdóttir og Øvind Mo Sogndal, Oslo, voru gef- in saman í Grasagarðinum í Ósló 20. september síðastliðinn. dagbók Í dag er þriðjudagur 20. nóvember, 324. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66, 9.) Tónlist Grafarvogskirkja | Sænska söngkonan Carola verður með jólatónleika kl. 20. Hún kemur fram ásamt sænsku tónlistarfólki og flytur lög af nýjum jóladiski. Miðaverð 5.900 kr. Miðasala og nánari upplýsingar á hljomar.is Samtökin ’78 | Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræð- ingur leiðir fólk í allan sannleikann um helstu samkyn- hneigðu tónskáld sögunnar og hvernig kynhneigðin hafði áhrif á listsköpun þeirra. Fyrirlesturinn verður 22. nóv. kl. 21, í Regnbogasal Samtakanna ’78. Fyrirlestrar og fundir Náttúrufræðistofnun Íslands | Hrafnaþing NÍ í Mögu- leikhúsinu kl. 12.15-13. Friðgeir Grímsson jarðfræðingur heldur erindið „Steingerðar flórur Íslands“. Hann lýsir fornum gróðursamfélögum og segir frá rannsóknum á plöntusteingervingum. Nánar á http://www.ni.is/ midlun-og-thjonusta/hrafnathing/greinar/nr/678 ReykjavíkurAkademían | Umræðufundur kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi þess að lögreglan óskaði eftir að Miriam Rose yrði vís- að úr landi vegna mótmælaaðgerða á vegum Saving Iceland. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895- 1050. Sími 533 4800 Góð 98,7 fm 4ra herbergja íbúð á jarðhæð við Hofsvallagötu. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, geymslu, sameiginlegt þvottahús í sameign. Eldhúsið er fallegt og bjart með ljósum innréttingum og flísum á gólfi. Stofa parketlögð og rúmgóð. Stutt í gönguleiðir við sjóinn. V. 26,5 millj. Opið hús þriðjudaginn 20. nóvember milli kl. 17.30 og 18.00, Þorvarður sýnir, 892-6101. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Hofsvallagata 59 – Opið hús Ráðgátan um Olgu Tsékovu Njósnari í Þýskalandi nasista. Mögnuð bók eftir hinn geysivinsæla Antony Beevor M bl 9 36 50 9 holar@simnet.is FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. FORVARNARDAGUR verður haldinn í öllum grunnskólum lands- ins á morgun, miðvikudaginn 21. nóvember. Í 9. bekkjum verður dag- skrá helguð baráttunni gegn fíkni- efnum þar sem áhersla er lögð á uppbyggilegar forvarnir og þátttöku ungmennanna sjálfra. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands en aðrir aðstandendur eru Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Ung- mennafélag Íslands, Bandalag ís- lenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og lyfjafyrirtækið Actavis sem er að- alstuðningsaðili verkefnisins. Á forvarnardaginn er lögð megin- áhersla á að koma því til skila sem áratugalangar rannsóknir íslenskra fræðimanna hafa sýnt að skili mest- um árangri í forvörnum gegn fíkni- efnum, m.a. að foreldrar og ung- menni verji sem mestum tíma saman, að börn og unglingar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og æsku- lýðsstarfi og að ungmenni fresti því sem lengst að hefja neyslu áfengis. Fulltrúar íþrótta- og æskulýðs- samtaka og aðrir aðstandendur for- varnardagsins munu heimsækja grunnskóla og taka þátt í umræðum um aðferðir sem gagnast best í bar- áttunni við fíkniefni. Niðurstöður úr hópastarfi ung- menna á forvarnardaginn, tillögur þeirra og hugmyndir verða teknar saman og gefnar út í skýrslu. Myndband sem sérstaklega er gert í tilefni af forvarnardeginum verður sýnt í öllum grunnskólum. Þar flytur forseti Íslands ávarp auk þess sem upplýsingar eru veittar um heilræðin þrjú, rætt er við ungmenni og þjóðþekkt afreksfólk úr heimi íþrótta og lista flytur boðskap for- varnardagsins. Heimasíðan forvarnardagur.is Forvarnardagurinn 2007 Rannsóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum býður til fyr-irlestrar í Norræna húsinunæstkomandi fimmtudag kl. 12. Þar mun Guðbjörg Lilja Hjartar- dóttir, doktorsnemi í kynjafræði, flytja erindið Kynjatengsl og mannréttindi í alþjóðasamskiptum. „Skort hefur á að Íslendingar skoði samskipti sín við aðrar þjóðir, og þá ekki síst útrás viðskiptalífsins, frá sjón- arhorni mannréttinda og jafnréttis kynjanna,“ segir Lilja, sem vinnur að doktorsrannsókn um viðskiptatengsl Íslands og Kína. „Íslensk stjórnvöld hafa nú tekið ákvörðun um að gefa mannréttindum meira vægi en áður í al- þjóðasamskiptum, og geta vissulega fal- ist í því áskoranir.“ Athafnir og athafnaleysi á alþjóða- vettvangi geta haft mikil áhrif á líf og aðstæður fólks á hverjum stað: „Við þurfum að gæta þess að vera meðvituð um þær ákvarðanir sem við tökum, og er ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna og athafnamanna mikil,“ segir Lilja. „Sem dæmi má nefna að viðskipti ís- lenskra fyrirtækja í Kína eru að hluta tilkomin vegna þess að þar er vinnuafl ódýrt. Það er þó hvorki náttúrulögmál né tilviljun. Við nánari skoðun virðist þar halla sérstaklega á ungar konur. Við þessar aðstæður hafa íslensk fyrir- tæki og ráðamenn tækifæri til að láta gott af sér leiða, til dæmis með því að greiða ekki lægstu mögulegu laun og huga að öllum aðbúnaði.“ Lilja segir óneitanlega geta reynst vandasamt að setja mannréttindi í for- grunn í samskiptum við erlendar þjóðir, hvort heldur á vettvangi viðskipta eða stjórnmála: „Í tilfelli Kína má nefna að stjórnvöld þar í landi eru gjörn á að líta á umræðu um mannréttindi sem óeðli- leg afskipti af innanríkismálum þeirra,“ segir hún. „Íslenskum fyrirtækjum ætti þó að vera í lófa lagið að móta starfsemi sína erlendis með kynjajafnrétti og mannréttindi að leiðarljósi, og getur varla orðið þeim til annars en tekna sú bætta ímynd og orðspor sem slíkar að- gerðir myndu færa þeim.“ Fyrirlesturinn á fimmtudag er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Finna má nánari upplýsingar um viðburði á veg- um Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum á rikk.hi.is. Utanríkismál | Fyrirlestur á vegum RIKK í Norræna húsinu á fimmtudag Mannréttindi og útrás  Guðbjörg Lilja Hjartardóttir lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Ís- lands, BA-gráðu í alþjóðastjórnmál- um frá Háskólan- um í Cincinnati og MA-gráðu í stjórn- málafræði frá sama skóla. Hún stundar nú dokt- orsnám í kynjafræði við Háskóla Ís- lands og er jafnframt stundakennari við félagsvísindadeild. Áður var Lilja verkefnisstjóri í félagsráðgjöf við HÍ, varaformaður UNIFEM, og átti sæti í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.