Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 36
Að standa einn á kletti og arga í mót vindinum … 38 » reykjavíkreykjavík AÐALMÁLIÐ fyrir komandi jól virðist vera að fara á jóla- tónleika Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, sem fara fram aðra helgina í desember í Laugardalshöll- inni. Strax seldist upp á fyrstu tónleikana að kvöldi 8. desem- ber og bætt var við tvennum aukatónleikum, fyrr um dag- inn þann áttunda og öðrum 9. desember. Tæplega 6.000 miðar voru í boði á aukatónleikana og seldust þeir upp á svipstundu. Nú hefur sá orðrómur komist á kreik að verið sé að und- irbúa fjórðu tónleikana þessa helgi til að mæta eftirspurn. Björgvin Halldórsson segir að ekkert sé ákveðið með það en hann finni fyrir mikilli pressu að halda fjórðu tónleikana. „Við finnum fyrir pressu en við erum ekki búin að taka neina ákvörðun og ekkert hefur verið gefið út um fjórðu tónleikana. Að halda ferna tónleika er meira en að segja það því þetta er svo stórt í sniðum, ég er með strengjasveit, stórsveit, gospel-, karla- og barnakór og svo marga á svið- inu að það er hægara sagt en gert að flauta til annars leiks. En það yrði voðalega gaman ef af yrði,“ segir Björgvin að vonum ánægður með viðtökurnar. „Þetta var nú líka svona í fyrra þegar ég hélt tónleika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Þá seldist upp í þrjár hallir og nú gerist sami leik- urinn nema það selst ennþá hraðar upp í þetta skiptið.“ Finnur fyrir pressu Vinsæll Björgvin Halldórsson er undir pressu um að halda fjórðu jólatónleikana.  Bjarkartúrinn lék sína síðustu tónleika á Suður- Ameríkutúrnum nú á sunnudag. Tónleikarnir fóru fram í höfuðborg Kólumbíó, Bo- gotá, en borgin er í tæplega 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Tónleik- arnir gengu vel fyrir sig þrátt fyrir súrefnisleysið sem fylgir slíkri hæð og var dýrindis súrefniskút komið fyrir baksviðs svo hægt væri að fylla á lungu blásaranna sem marg- ir hverjir sáu stjörnur eftir átökin. Þær fréttir berast svo nú að Björk muni fara í tónleikaferð um Bret- land í apríl og maí á næsta ári. Mun þetta vera fyrsta tónleikaferð Bjarkar þar í landi í fjögur ár. Hún hefur þó komið fram á tónleikum í Bretlandi, síðast á Glastonbury- hátíðinni fyrr á þessu ári. Það er ekki bara kalt á toppnum í Bogotá  Útgáfuteiti Senu fór fram með pomp og prakt á laugardag. Meðal gesta var sjálfur Egill Ólafsson og það er eins með hann og Sean Connery, hann verður æ glæsilegri með aldrinum. Viddi í Trabant skundaði um sali en einnig mátti sjá Luxorliða þrammandi um með blóðrauð augu, líklega í leit að Steinþóri Helga Arnsteinssyni, gagnrýnanda Fréttablaðsins, sem sýndi mikið hugrekki í að mæta eftir að hafa slátrað fyrstu plötu söngsveinanna með afgerandi hætti. Steinþór lét sæmilega lítið á sér bera og slógu fagbræður hans, þeir nafnar Atli Bollason og Atli Fannar, um hann skjaldborg svo hann losnaði nú við mestu bar- smíðarnar. Svart, hvítt og blóðrautt Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FRIÐRIK Sturluson, sem er líkast til þekkt- astur sem bassaleikari Sálarinnar hans Jóns míns, hefur iðulega haft mörg járn í eldinum. Hann er grafískur hönnuður að mennt, en lærði líka til hljóðmanns og starfar hann sem slíkur í Sýrlandi. Þar hljóðsetur hann barna- efni, en auk þess að spila með Sálinni hefur hann verið drjúgur í textagerð, bæði fyrir Sál- ina og aðra. Segja má að allir þessir þættir hafi svo runnið saman í verkefni sem Friðrik klár- aði í sumar ásamt Guðmundi Ólafssyni leikara, en þar er á ferðinni barnaplatan Vökuland. „Þannig var að heilmikið eirðarleysi var tek- ið að herja á mig í sumar þar sem Sálin var ekkert að spila,“ útskýrir Friðrik. „Ég er van- ur að spinna sögu um stað sem ég kalla Vök- uland fyrir son minn þegar hann vill ekki fara að sofa og sagan tók að hlaða utan á sig. Ég bar hugmyndina undir Guðmund Ólafsson, leikara og rithöfund, og hann skrifaði sögu og lagatexta og ég samdi svo tónlist.“ Platan er byggð upp á lögum, upplestri frá sögumanni og leiknum atriðum og Friðrik kom ekki að tómum kofunum hvað aðstoðarfólk varðaði. Vinir „Maður vinnur frá 9-5 í hljóðstúdíói og því mikill gegnumgangur af fólki. Sumir eru orðn- ir vinir manns og ég gabbaði marga þeirra inn á plötuna, svona úr því að þeir voru í færi,“ segir Friðrik og kímir. Tónlistarmenn á borð við Jóhann Hjörleifsson og Kjartan Valdemars- son koma við sögu auk þess sem Kristinn Sturluson, einn helsti samstarfsmaður Frið- riks, leggur hönd á plóg“ („Við erum ekki bræður eins og svo margir halda,“ segir Frið- rik, „en bræður í anda svo sannarlega“). Leik- arar og söngvarar eru m.a. Laddi, Selma, Örn Árna, Siggi Sigurjóns og Björgvin Franz. Glaður „Ég er nú kominn á þann aldur að mig var farið að langa til að sjá eitthvað eftir mig,“ segir Friðrik að lokum. „Ég er glaður að hafa kýlt á þetta í stað þess að vera að velta þessu eitthvað um. Á tímabili óaði mér við allri vinnunni, þetta vatt fljótt upp á sig, en þetta er núna komið til hafnar. Nú get ég líka sparað mér að segja söguna og einfaldlega spilað hana!“ Sögur úr Vökulandi Friðrik Sturluson, bassaleikari Sálarinnar, gefur út nýja barnaplötu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Félagar Friðrik Sturluson og Guðmundur Ólafsson í garði þess síðarnefnda, en Guðmundur skrifaði sögu og lagatexta við nýju plötuna. ■ Fim. 22. nóvember kl. 19.30 Pétur Gautur Tónlist Griegs við stórvirki Ibsens. Nótt á Nornastóli eftir Mussorgsky og Ævintýri Ugluspegils eftir Richard Strauss. Stjórnandi: Petri Sakari Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Sögumaður: Gunnar Eyjólfsson ■ Fim. 29. nóvember kl. 19.30 Adés og Stravinskíj. Dáðasta tónskáld Breta af yngri kynslóðinni, Thomas Adés, sækir okkur heim og stýrir hljómsveitinni og Hamrahlíðarkórunum í verkum Stravinskíjs og sínum eigin. ■ Fös. 7. desember kl. 19.30 Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL Group. Uppselt. ■ Lau. 15. desember kl. 14 nokkur sæti laus og kl. 17 Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.