Morgunblaðið - 20.11.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 20.11.2007, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld voru haldnir líflegir tónleikar, eða allt að því ball, á Nasa. Ballið stóð langt fram eftir nóttu með und- irspili Sprengjuhallarinnar, Jeff Who? og Mo- tion Boys. Tilefnið ku hafa verið að fagna breyttum tímum í íslenskri popptónlist, sem fjölmiðlar, og reyndar hljómsveitarmeðlimir sjálfir, hafa verið óhræddir við að básúna að undanförnu. Hvort sem um velheppnaða kynn- ingarherferð eða uppblásið fjölmiðlafár er að ræða þá virðist engu að síður sannleikskorn leynast í staðhæfingunni. Ekki þarf að líta lengra en 10 ár aftur í tímann til að sjá að meiri fordómar ríktu gegn vissum tegundum tónlist- ar en tíðkast í dag. Flestir voru ákaflega upp- teknir af tískusveiflum tíðarandans og höfðu afdráttarlausar skoðanir á vinsælustu ball- sveitum þess tíma. „Poppið“ fékk á sig óorð, þótti ómerkilegt og jafnvel lágkúrulegt. Vin- sæl tónlist var litin hornauga af gagnrýn- endum sem virtust hafa ímugust á öllu sem spilað var í útvarpi þegar verst lét og það eina sem þeim var þóknanlegt fékkst eingöngu í plötubúðum. Í dag er þetta hins vegar farið að snúast við. Vinsæl tónlist er orðin betur metin af gagn- rýnendum og hin umdeilda „lélega tónlist“ á meira undir högg að sækja. Hverju er um að kenna? Óhlutdræg rýni á tónlist víkur oft fyrir annaðhvort tískudýrkun eða tískumótþróa, sem snýst annað hvort um að gera eins og hin- ir eða feta aðrar slóðir – í jaðartilvikum að standa einn á kletti og arga í mót vindinum. Fyrir rúmum áratug fóru að birtast merki- miðar á allar tegundir tónlistar, en ekki dugði að merkja samtímann heldur þurfti einnig að raða fortíðinni snyrtilega ofan í þægileg hólf. Ósköp venjuleg poppsveit var ekki „popp“ heldur „indí“, og metalsveit var ekki „black“ heldur „doom“. Núna er hins vegar allt það sem er „underground“ orðið „mainstream“ og hvað gera bændur þá? Upplýsinga- og aðgeng- isbylting netsins hefur gert sjálfstæðum hljómsveitum kleift að blómstra á kostnað risaplötuútgáfufyrirtækjanna. Með myspace, lastfm og radioblogclub að vopni hafa völdin færst frá útgáfufyrirtækjunum til neytandans. Nú getur hann valið sér uppáhaldssveitina sína án þess að nokkur annar fái um það ráðið. Og þjóðin hefur kveðið upp dóm sinn. Á um- ræddu kvöldi var saman komin stórskemmti- leg flóra af fólki á öllum aldri og jafndreifðu milli kynja. Þetta heilbrigða þýði var ekki ósvipað handahófskenndu úrtaki í boði Gallup og gaf augljóslega til kynna að tónlist Sprengjuhallarinnar, Jeff Who? og Motion Bo- ys nær til flestra. Og þegar útvarpsslagararnir dundu yfir mannskapinn þá sungu allir með af sameinaðri þjóðarsál, ósundraðri af fordómum og tískubylgjum. Mikið væri samt gaman ef svona viðburðir byrjuðu á auglýstum tíma. Droll er ekki lengur í tísku. Motion boys Birgir Í. Gunnarsson í góðri sveiflu. Viðar Hákon Gíslason spilar undir. Morgunblaðið/Eggert Poppaðir Sprengjuhöllin hélt uppi fínni stemningu og sýndi að hún er fyrirtaks tónleikasveit. Jeffararnir Jeff Who? var fyrst á svið og flutti nokkur glæný lög í bland við „gamlar lummur“. Jaðar orðið aðal TÓNLEIKAR NASA Föstudaginn 16. nóvember Sprengjuhöllin, Jeff Who? og Motion Boys  Alexandra Kjeld SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 8 - 10:15 B.i. 12 ára Dark is Rising Síðustu sýn. kl. 3:45 B.i. 7 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 3:45 - 6 Wedding Daze kl. 8 - 10 B.i. 10 ára Rogue Assassin kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Balls of Fury kl. 6 B.i. 7 ára Ævintýraeyja IBBA kl. 6 m/ísl. tali Sími 564 0000Sími 462 3500 La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 - 8 - 10 Superbad kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 10:30 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! Stórkostleg ævintýra- mynd í anda Eragon. eeee - H.J. Mbl. eeee - T.S.K., 24 Stundir BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" - Kauptu bíómiðann á netinu - Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! MEÐ JASON BIGGS ÚR AMERICAN PIE MYNDUNUM OG ISLA FISHER ÚR WEDDING CRASHERS ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST Vönduð frönsk stórmynd, sem er að fara sigurför um heiminn, um litskrúðuga ævi Edith Piaf. SVONA ER ENGLAND HEPPNI CHUCK ROUGE LEYNIMORÐINGI ÁSTARSORG MYRKRIÐ RÍS BORÐTENNISBULL LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF LJÓN FYRIR LÖMB eeee - V.J.V., Topp5.is eeee - Empire

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.