Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FÓLKSFLÓTTI FRÁ HÖFUÐBORGARSVÆÐINU? Eins og staðan er nú í húsnæðis-málum og ef hún breytist ekkimá búast við fólksflótta frá höfuðborgarsvæðinu og út á land á næstu misserum og jafnvel er hægt að halda því fram að sjá megi fyrstu merki um slíka búferlaflutninga. Skýringin er augljós. Það er orðið of dýrt fyrir fólk á venjulegum launum að búa á höfuð- borgarsvæðinu. Einu gildir, hvort fólk stefnir á kaup á húsnæði eða að leigja húsnæði. Í báðum tilvikum er kostnaðurinn orðinn svo yfirgengi- legur að annað eins hefur ekki sést hér í nokkra áratugi. Hvernig bregzt fólk við? Með því að flytja til nágrannabyggða höfuð- borgarsvæðisins þar sem húsnæðis- kostnaður er mun lægri. Sumir flytja austur fyrir fjall til Hveragerðis eða á Árborgarsvæðið. Aðrir flytja á Suð- urnes og enn aðrir upp í Borgarfjörð. Margir sækja eftir sem áður vinnu til Reykjavíkur eða nágrannasveitar- félaga. Þá eru dæmi um að fólk flytji enn lengra, jafnvel til Ísafjarðar. Í mörg- um tilvikum er fólk ekki bara að leita að ódýru húsnæði heldur einnig meiri friði og ró. Í minni byggðarlögum er t.d. ekki nauðsynlegt að eyða stórum hluta dagsins í að keyra börn til og frá skóla, í sérnám eða til íþróttaiðk- unar. Í minni byggðarlögum er hægt að komast ferða sinna án mikilla öku- ferða. Við það losnar mikill tími í lífi fólks sem hægt er að nota til annars en að keyra um í bíl í erfiðri umferð. Það er auðvitað bara ánægjulegt að fólk flytji frá Reykjavík og nágrenni til annarra byggðarlaga og styrki þar með og efli byggðarlögin utan höfuð- borgarsvæðisins. Og ekkert nema gott við það að fólk geti notið lífs- gæða, sem tilheyra ekki lengur lífinu á höfuðborgarsvæðinu, annars stað- ar. En auðvitað er það alvarlegt um- hugsunarefni að staða húsnæðismála skuli vera orðin með þeim hætti að fólk flýi háan húsnæðiskostnað á höf- uðborgarsvæðinu. Að sumu leyti bendir margt til þess að staðan í hús- næðismálum sé að verða svipuð og hún var fyrir þremur til fjórum ára- tugum. Það er t.d. augljóst að húsnæðismál efnaminnsta hópsins í samfélaginu eru komin í öngstræti. Fyrir 42 árum var það lykilþáttur í kjarasamningum að samið var um byggingu 1.250 íbúða fyrir láglaunafólk í Breiðholti. Getur það verið að tæpri hálfri öld síðar séum við komin í heilan hring og nú sé aftur nauðsynlegt að grípa til slíkra ráðstafana til þess að tryggja efnaminnstu þjóðfélagsþegnunum þak yfir höfuðið? Það væri skammarlegt ef svo væri en því miður hljótum við að spyrja þeirra spurninga. Það er ekki hægt að sitja auðum höndum og fylgjast með því sem er að gerast án aðgerða. Í þessum efnum er horft til Jóhönnu Sigurðardóttur. RÉTTARBÓT FYRIR ÚTLENDINGA Staða innflytjenda á Íslandi lá PaulNikolov á hjarta þegar hann flutti jómfrúræðu sína á Alþingi á miðvikudag. Í ræðunni talaði hann um mikilvægi þess að gera vel í þeim efnum: „Þjóð sem hefur góða sam- þættingarstefnu byggir upp traust og blómstrandi hagkerfi, en land án samþættingarstefnu sáir fordómum, eykur stéttaskiptingu, og stuðlar að óstöðugu hagkerfi.“ Paul er fyrsti innflytjandinn sem tekur sæti á þingi og á miðvikudag kynnti hann frumvarp sem hann er fyrsti flutningsmaður að og er mik- ilvægt að það nái fram að ganga. Nú eru atvinnuleyfi útlendinga bundin við atvinnurekandann. Þetta samræmist ekki nútímalegum hug- myndum um rétt einstaklingsins og frelsi og þýðir að starfsmaðurinn er algerlega á valdi atvinnurekandans sem hefur dvalarleyfi hans í hendi sér. Með gildandi lögum er atvinnurek- andanum gert kleift að brjóta rétt er- lendra starfsmanna vegna þess að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þeir leiti réttar síns. Það er engin ástæða til að færa atvinnurek- endum þessi völd yfir einstaklingun- um sem hjá þeim vinna og tímabært að breyta lögunum. Samkvæmt frumvarpinu yrði tíma- bundið atvinnuleyfi veitt útlendingi til að ráða sig í tiltekið starf og fylgir heimild til að ráða sig í nýtt starf inn- an þriggja mánaða frá starfslokum. Paul vísaði til stefnu ríkisstjórnar- innar um að „tryggt verði að útlend- ingar á vinnumarkaði njóti sambæri- legra réttinda og íslenskt launafólk“ og bætti við: „Frelsi til að vinna þar sem maður vill, þar sem þess er þörf, til að byrja þegar maður vill byrja og hætta þegar maður vill hætta – það er hluti af grunnréttindum starfsfólks. Því miður hafa komið upp nokkur dæmi um að erlent starfsfólk fái borgað minna en íslenskir verka- menn, fái ómannsæmandi húsnæði og viti ekki einu sinni að stéttarfélög séu til hér á landi.“ Í frumvarpinu er ekki síður mik- ilvægt ákvæði til að tryggja rétt kvenna af erlendum uppruna sem gifst hafa íslenskum karlmönnum. Eins og Paul bendir á eru dæmi um að konur af erlendum uppruna hafi verið fórnarlömb heimilisofbeldis en ekki þorað að slíta sambúð af ótta við að missa rétt til dvalar í landinu. Í frumvarpinu er einnig tekið á réttindum afkomenda útlendinga sem flutt hafa til landsins og kveðið á um afnám hinnar svokölluðu 24 ára reglu, sem kveður á um að erlendur maki undir 24 ára aldri fái ekki dval- arleyfi á Íslandi. Það er mikilvægt að tryggja rétt- indi innflytjenda á Íslandi. Þetta frumvarp er liður í því og nái það fram að ganga yrði það tímabær rétt- arbót. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Jón Sveinsson, Nonni, fæddist 16.nóvember árið 1857 á Möðruvöllumí Hörgárdal. Síðastliðinn föstudagvoru því liðin 150 ár frá fæðingu hans en svo merkilega vill til að þeir eiga sama afmælisdag, Nonni og Jónas Hall- grímsson. Og óhætt er að segja að Jónas hafi stolið senunni um síðustu helgi. Brynhildur Pétursdóttir, Zontakona á Akureyri og safnstjóri Nonnahúss, segir jesúítaprestinn og rithöfundinn Jón Sveins- son án efa meðal bestu sendiherra Íslands. „Bækur hans voru gefnar út í milljónum eintaka og lesnar af börnum jafnt sem full- orðnum víðsvegar um heiminn. Sjálfur var hann óþreytandi í að segja sögur og kynna þannig landið sitt. Árangurinn af starfi hans er óumdeilanlegur, það sést m.a. ef skoðaðar eru gestabækur Nonnahúss. Í þeim má lesa að áhugi margra erlendra gesta á Íslandi hafi einmitt kviknað við lest- ur Nonnabókanna.“ Brynhildur segir við hæfi að Íslendingar minnist þessa merkismanns á þessum tíma- mótum. „Þrátt fyrir að örlögin hafi hagað því svo að Nonni hlaut að lifa og starfa með- al framandi þjóða var ævi hans helguð Ís- landi og hans skal ætíð minnst sem eins af bestu sonum þjóðarinnar,“ segir hún. Foreldrar Nonna, Sveinn Þórarinsson, skrifari amtmanns, og Sigríður Jónsdóttir, bjuggu á Möðruvöllum í Hörgárdal til árs- ins 1865 en þá flutti fjölskyldan til Akureyr- ar í lítið svart timburhús sem kallað var Pálshús. Það voru erfiðir tímar og Sveinn var heilsulítill og skuldum vafinn. Fór svo um síðir að hann var gerður gjaldþrota. Þegar Nonni var ellefu ára lést Sveinn og var Sigríði ofviða að sjá börnum sínum far- borða. Ári eftir andlát Sveins barst Sigríði bréf þar sem Nonna var boðið að halda til Frakklands og nema þar við kaþólskan skóla í boði fransks greifa. Greifi þessi bauðst til að kosta tvo íslenska drengi til náms og fyrir tilstilli Einars Ásmundssonar á Nesi var Nonni annar þeirra. Hinn dreng- urinn var Gunnar sonur Einars. Nonna hafði lengi dreymt um að ferðast til fjar- lægra landa og kynnast ólíkum menningar- heimum og hér bauðst honum bláfátækum og föðurlausum tækifæri til að láta drauma sína rætast. Tilhugsunin um að yfirgefa fjölskylduna og vini var honum þó erfið. Sérstaklega fannst honum sárt að eiga að skilja við móður sína. Þegar hér var komið sögu hafði Sigríður orðið að láta tvö yngstu börnin, Friðrik og Sigríði, í fóstur. Elstu dóttur sína hafði hún orðið að láta frá sér við fæðingu og þrjú börn sín hafði hún misst úr barnaveiki á Möðruvöllum. Ákvörðun Sigríðar um að senda son sinn burtu til náms hefur ekki verið henni auðveld en hún vissi að tækifærið sem syni hennar bauðst var einstakt. „Elsku Nonni minn! Þú getur víst ímynd- að þér, hversu sárt það er fyrir móður að skilja við eitt af börnunum sínum, sem hún elskar. Og þegar ég nú, þrátt fyrir það, læt þig fara frá mér, þá geri ég það eingöngu vegna þess, að ég er sannfærð um, að það er þér fyrir bestu,“ sagði móðir hans. Kveðjustundinni um borð í litla seglskip- inu, sem drengurinn fór með frá Akureyri, lýsir Nonni á eftirfarandi hátt í bókinni Nonni: „Mamma var fljót að kveðja mig. Hún faðmaði mig að sér og sagði: „Nú verðum við að skiljast elsku Nonni minn. Það er ekki víst að við sjáumst aftur í þessu lífi, en ég vona, að Guð lofi okkur að finnast á himnum.“ Því verður ekki með orðum lýst hvernig mér var innanbrjósts. Ég elskaði móður mína svo innilega. Ég gat ekki svarað henni fyrir gráti. Tárin streymdu án afláts niður vanga mína. „Við verðum að binda enda á þetta,“ sagði hún. „Vertu sæll, elsku drengurinn minn! Guð varðveiti þig! Hann er verndari mun- aðarleysingjanna. Og ég skal biðja hann að ganga þér í föður og móður stað.“ Þetta voru síðustu orðin, sem hún sagði við mig.“ Fyrstu dagar ferðarinnar voru Nonna erfiðir en dönsku sjómennirnir voru honum góðir og eftir fimm vikna sjóferð steig Nonni á land í Kaupmannahöfn. Vegna stríðs sem geisaði á milli Frakka og Þjóð- verja frestaðist ferðin um sinn. Nonni og Gunnar dvöldu því saman í Kaupmanna- höfn í eitt ár en þegar stríðinu slotaði sneri Gunnar aftur til Íslands. Nonni hélt til Frakklands og hóf nám við kaþólskan menntaskóla í Amiens. Nokkrum árum síð- ar kom Ármann – Manni, yngri bróðir Nonna, til Amiens. Þeir bræður stunduðu nám saman og gengu báðir í jesúítaregluna. Manni lést úr berklum aðeins 23 ára gam- all, þá við nám í Belgíu. Nonni var þá við störf í Danmörku og fékk ekki leyfi regl- unnar til að vera viðstaddur jarðarför bróð- ur síns. Það kom í hlut Nonna að flytja móð- ur sinni fréttirnar um andlát Manna. Sigríður var þá flutt til Vesturheims þar sem hún bjó allt til dauðadags. Sigríður reyndi af öllum mætti að hugga Nonna eftir bróðurmiss ekki á nafn bréfum sem um eftir lát andi línur í „Kæri N Fyrst nú bréfið þitt Manna fyri bréfið þá o haldið áfra saman og h Að loknu fræði, heim í Frakkland þar sem ha síðan kenn Danmörku nemendum frá Íslandi vina fór No Besti sendi Mikill áhugi fyrir sýningu um rithöfundinn Jón Sveinsso EFTIR að N aði Valtýr stjóri Morg grein um r birti í Lesb 1945. Þar r fund þeirra stjórans, þe boðið til Ísl ishátíðina 1 Valtýr se Nonni hitt dreng, Má hafði lesið mikið í mun Nonna. No drenginn o frá lífsregl hans hafði gefið honu kvöddust u seglskipinu „Þetta b sagði hinn eins og sjáa Mjer þótti e það, eins og brjósti mér leiðsla möm yfir hafið o mín.“ Og Valtý Hæt Í Japan Nonnabækurnar hafa löngum verið vinsælar í Japan. Nonni er hér með þarlendum börnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.