Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 29
✝ ÞorbjörgTryggvadóttir
fæddist í Laufási í
Reykjavík 25. sept-
ember 1922. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 14. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Anna Guðrún Klem-
ensdóttir húsmóðir
og Tryggvi Þór-
hallsson prestur,
ritstjóri, forsætis-
ráðherra og banka-
stjóri. Systkini Þorbjargar: Klem-
ens, f. 1914, látinn, Valgerður, f.
1916, látin, Þórhallur, f. 1917,
Agnar, f. 1919, Björn, f. 1924, lát-
inn og Anna Guðrún, f. 1927.
Þorbjörg giftist 7. ágúst 1948
dr. Ívari Daníelssyni, fyrrverandi
2005. b) Valgerður Halla, f. 10.
mars 1977, gift Nirði Sigurjóns-
syni, f. 15. janúar 1974. c) Áslaug
Ína, f. 18. júlí 1980, sambýlis-
maður Thomas Már Gregers, f.
16. janúar 1977, dóttir þeirra Ína
Kolbrún, f. 2004. 3) Anna Guðrún,
sérfræðingur hjá Kaupþingi, f. 26.
ágúst 1959, lærði þjóðhagfræði og
tölvunarfræði, í fjarbúð með Þor-
láki Jónssyni verkfræðingi hjá Al-
mennu verkfræðistofunni, f. 13.
júlí 1956.
Þorbjörg bjó alla tíð í Reykja-
vík. Hún brautskráðist frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
1940 og stafaði hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga, Ið-
unnarapóteki og í Útvegsbank-
anum þar til hún giftist. Frá
1963-1985 var hún fram-
kvæmdastjóri Fjölritunarstofu
Daníels Halldórssonar og starfaði
þar þangað til hún lét af störfum
vegna aldurs. Síðustu tæplega
fimm árin bjó Þorbjörg á Hjúkr-
unarheimilinu Skjóli.
Útför Þorbjargar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
lyfsala, f. 18. júlí
1920, þau skildu. Þau
eignuðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Tryggvi
lyfjafræðingur, f. 13.
janúar 1949, d. 24.
júní 1979. Kona hans
Hildur Sveinsdóttir,
lífeindafræðingur á
Landspítala, f. 20.
ágúst 1949. 2) Guð-
rún Ína, ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur
á Landspítala, f. 31.
mars 1950, gift
Kristni Valdimars-
syni kennara, f. 28. september
1949, starfar sem sölufulltrúi hjá
Kassagerðinni. Dætur þeirra eru
a) Þorbjörg Ása, f. 13. júní 1975,
gift Finnboga Hafþórssyni, f. 17.
júlí 1971, börn þeirra eru Skarp-
héðinn, f. 2001 og Hrafnhildur, f.
Mér er það í fersku minni þegar ég
hitti Þorbjörgu tengdamóður mína í
fyrsta skipti. Ég kom með Ínu minni
á heimilið á Ránargötu 19 á laugar-
dagskvöldi í október 1973. Þorbjörg
heilsaði mér hlýlega og bauð mig vel-
kominn og strax leið mér eins og ég
hefði komið þarna oft áður. Ég,
sveitamaðurinn, var hins vegar ekki
búinn undir móttökur yngri heima-
sætunnar á heimilinu en hún settist
við hlið mér og spurði mig spjörunum
úr um ætt, uppruna, starf og fleira.
Oft hefur fjölskyldan skemmt sér yfir
minningum um vandræðalegt and-
rúmsloft sem myndaðist í fáeinar
mínútur við þessar aðstæður. Ég hef
oft litið á þessa prófraun sem nokk-
urs konar vígslu inn í fjölskylduna.
Alla vega átti fjölskyldan á Ránar-
götu hug minn upp frá þessu laug-
ardagskvöldi og hef ég aldrei fundið
annað en að það hafi verið gagn-
kvæmt.
Eftir sex ára búsetu á Vestfjörðum
fluttum við Ína í bæinn ásamt dætr-
um okkar þremur. Ég tel það gæfu
okkar að hafa átt þess kost að búa í
sama húsi og tengdamamma á meðan
dæturnar voru að vaxa úr grasi.
Aldrei þurftum við að hafa áhyggjur
af að þær kæmu að tómu húsi. Amma
var alltaf til staðar og þær í góðum
höndum. Samband dætranna við
ömmu sína var mjög náið. Í þeirra
augum var hún hafin yfir alla gagn-
rýni. Þorbjörg bjó yfir miklum sál-
arstyrk og kom það glöggt fram í
veikindum Tryggva sonar hennar.
Eftir nýrnabilun hjá honum og erfið
veikindi fékk hann gjafanýra frá
móður sinni en því miður hafnaði lík-
ami hans nýranu og hrakaði heilsu
hans eftir það uns hann lést árið
1979.
Snemma á níunda áratugnum tók-
um við hjónin við rekstri fjölritunar-
stofu sem Þorbjörg hafði rekið á
Ránargötunni í mörg ár en var í eigu
hennar og fyrrverandi eiginmanns
hennar, Ívars Daníelssonar. Þar var
oft mikið að gera og vinnudagur jafn-
an langur. Ég varð þess fljótt
áskynja hversu mikil og gagnkvæm
virðing og væntumþykja var á milli
Þorbjargar og starfsfólksins. Orðið
mannauður í sínum fallegasta skiln-
ingi átti svo sannarlega við þann hóp
sem vann á fjölritunarstofunni þegar
við hjónin tókum við rekstrinum.
Alltaf fylgdist Þorbjörg með, eftir að
hún lét af störfum, og leitaði stöðugt
frétta hjá okkur um gang mála á stof-
unni og ekki síður frétta af starfsfólk-
inu sem henni var svo kært.
Fyrir allnokkrum árum fór heilsu
Þorbjargar að hraka og kom að því að
hún varð að fara á Hjúkrunarheimilið
Skjól. Ég hef oft lýst aðdáun minni á
því góða fólki sem vinnur við kröpp
launakjör á stofnunum eins og
tengdamóðir mín dvaldi á síðustu ár-
in. Það er vandi að láta öldruðu fólki,
sem býr fjarri sínum nánustu, líða vel
og búa því heimilislegar aðstæður.
Aldrei fann ég annað en það tækist
vel með tengdamóður mína. Þið, góða
fólk, sem þar stóðuð að málum hafið
þökk fyrir.
Að lokum vil ég þakka elskulegri
tengdamóður fyrir samfylgdina. Ég
vil þakka henni fyrir hennar framlag
í uppeldi dætra minna. Hún átti sinn
hlut í þeim þáttum í fari þeirra sem
mér þykir vænst um.
Blessuð sé minning Þorbjargar
tengdamóður minnar.
Kristinn Valdimarsson.
Í dag kveðjum við elsku ömmu
okkar á Ránargötu. Hún hefur ávallt
verið stór hluti af lífi okkar enda vor-
um við forréttindabörn að eiga ömmu
í húsinu sem var alltaf heima. Amma
hafði alltaf tíma fyrir okkur systurn-
ar. Hún átti marga spennandi hluti
sem við fengum að skoða í æsku,
gamlar dúkkur, skartgripaskrín með
óteljandi skúffum, flotta ballkjóla,
hatta og skó sem við mátuðum eft-
irlitslausar og lékum okkur í.
Amma átti líka alltaf nammi og
kók. Mest spennandi var nammi-
skápurinn í eldhúsinu sem ískraði í
þegar hann var opnaður. Fyrir neðan
hann var hringskápurinn ógurlegi,
stærsta hindrunin í nammið. Hann
var þekktur fyrir að klemma fingur.
Í barnaskóla hlýddi amma okkur
yfir fyrir próf og oft heyrði maður
rödd hennar í prófunum, mundu
þetta og hitt, enda var amma oft ansi
glögg á aðalatriðin. Á neðri hæðinni
sátum við heilu kvöldstundirnar og
horfðum á sjónvarpið með ömmu.
Stundum lét hún okkur halda fyrir
augun, með misgóðum árangri, ef
henni fannst sjónvarpsefnið ekki við
hæfi ungra barna. Þegar hún eign-
aðist vídeótæki tók hún upp bíó-
myndir og þætti fyrir okkur barna-
börnin og reyndar marga fleiri í
ættinni. Spólurnar merkti hún svo
með miðum samviskusamlega og gaf
myndunum stundum umsögn. Til
dæmis: Þrír pabbar, mjög góð mynd.
Oft kom það fyrir að það var heill her
af unglingsstelpum sem lögðu undir
sig stofuna hennar og horfðu á vin-
sæla þætti sem hún hafði tekið upp.
Amma var góð fyrirmynd og mót-
aði okkur á marga vegu. Hún elskaði
okkur systurnar fordómalaust, var
stolt af því sem við tókum okkur fyrir
hendur og stóð alltaf við bakið á okk-
ur. Amma var næm og vissi meira en
henni var sagt. Hún var vitur kona
sem gaf góð ráð án þess að reyna að
stjórna einum né neinum.
Við erum þakklátar elsku ömmu
fyrir allar stundirnar sem við áttum
saman. Það er ljúfsárt að hugsa til
baka og rifja upp minningarnar um
ömmu sem eru allar góðar og dýr-
mætar. Þær munum við varðveita um
ókomin ár.
Þorbjörg Ása, Valgerður Halla
og Áslaug Ína Kristinsdætur.
Frænka okkar, Þorbjörg Tryggva-
dóttir, er látin. Við Þorbjörg, eða
Obba eins og hún var ævinlega köll-
uð, vorum systkinabörn en þó var
heil kynslóð á milli okkar, enda faðir
okkar nítján árum yngri en móðir
hennar. Samskipti okkar við Laufás-
systkinin voru talsverð eftir að við
fluttum heim til Íslands með foreldr-
um okkar í upphafi sjöunda áratugar
síðustu aldar. Ættmóðirin, Anna
frænka í Laufási, var auðvitað mið-
punkturinn en við hittum öll systk-
inin og börn þeirra margoft heima
hjá henni. Sem börn þótti okkur ákaf-
lega gaman og ævintýri líkast að
koma í Laufás og hitta þessa fjöl-
mennu og fjörugu fjölskyldu og hafa
þau tengsl haldist óslitið fram á
þennan dag.
Af systkinunum sjö höfðum við
sérstaklega mikil samskipti við Obbu
, auk Björns bróður hennar. Bæði var
það vegna þess að hún átti börn á
okkar aldri og svo leigði Bjarni her-
bergi á Ránargötunni á menntaskóla-
árum sínum og var jafnframt í fæði
hjá Obbu. Þar bjó Áslaug einnig eitt
sumar. Á meðan foreldrar okkar
bjuggu erlendis nutum við velvildar
hennar þar sem hún bauð okkur öll-
um þremur vikulega í mat, þrátt fyrir
mikið annríki við að reka fjölritunar-
stofu sína af annáluðum dugnaði. Það
er huggun í harmi að eiga margar
góðar minningar um jafn einstaka
konu og Obba var. Hjá Obbu var allt-
af gott að vera og öll samskipti við
hana voru sérlega þægileg og
ánægjuleg því hún var afar skemmti-
leg og hjartahlý manneskja.
Við systkinin sendum Ínu, Önnu og
fjölskyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi hún hvíla í
friði.
Frændsystkinin í Tjarnargötu.
Í ljósmyndabók Sigríðar Zoëga er
mynd af sex elstu systkinunum í
Laufási. Eldri strákarnir þrír eru í
matrósafötum og sést í ber hné Agn-
ars sem situr fremst á myndinni.
Björn er kornabarn á fyrsta ári en
Anna Guðrún enn ófædd. Klemens
ljóshærður. Þórhallur stendur aftast
og kímir út í annað. Stúlkurnar tvær
eru í ljósum pífukjólum og Valgerður
með risastóra slaufu. Þorbjörg er
tveggja ára og með þumalfingur í
munninum og dálítið úfið hár horfir
hún stórum augum framan í heiminn
með þeim eilítið íhugula og vingjarn-
lega svip og þeirri ró sem einkenndi
hana alla tíð.
Síðan eru liðin 83 ár og af sjö Lauf-
ássystkinum eru nú þrjú á lífi. Í ævi
manna skiptast óhjákvæmilega á
skin og skúrir en í það heila áttu öll
systkinin farsælt líf. Obba var næst
Þórhalli föður mínum í aldri og þau
voru sérstaklega náin og samrýmd.
Tvö eldri börn Obbu fæddust áður en
foreldrar mínir eignuðust börn og
föður mínum hefur alltaf þótt vænt
um Ránargötusystkinin, Tryggva,
Ínu og Önnu, sem væru þau hans eig-
in. Obba var fjórða elst og því í
miðjum aldurshópnum en hún var
líka alltaf miðlæg í þessum fjörmikla
hópi og eftir að amma dó var frétta-
miðstöð fjölskyldunnar á Ránargötu.
Alla tíð laðaði Obba að sér bæði unga
og aldna og margir áttu sér athvarf
hjá henni á Ránargötu. Hún var höfð-
ingi heim að sækja, glaðvær og hafði
einstaklega góða nærveru. Tryggvi
var uppáhaldsfrændi minn og hetjan
mín þegar ég var lítil. Ég man eftir að
hafa setið við hlið Obbu í stofunni á
Ránargötu hlustandi á Tryggva og
vini hans spjalla saman og þeir voru
ótrúlega fyndnir og skemmtilegir.
Þegar bróðir minn fæddist var ég 8
ára og send í fóstur á Ránargötu. Bak
við húsið var lokaður garður þar sem
almennt var viðurkennt í fjölskyld-
unni að væri hlýrra á góðum dögum
en annars staðar í Reykjavík, hugs-
anlega að Laufásgarðinum undan-
skildum. Þarna lágum við í sólbaði,
Ína kenndi mér að hjóla og við ókum
Önnu í kerru fram og til baka eftir
götunni. Í stofunni á Ránargötu stóð
mikið húsgagn, plötuspilari, og á hann
voru spiluð lög með Ragnari Bjarna-
syni og Hauki Morthens, Kvöld í
Moskvu og Til eru fræ. Á neðri hæð-
inni var Fjölló, Fjölritunarstofa Daní-
els Halldórssonar, með prentvélar
sem fylltu út í herbergin og lykt af
prentlegi sem sveif á mann. Fremsta
herbergið var móttaka, tekkklædd í
hólf og gólf. Öllu þessu stýrði Obba. Á
sinn rólega hátt var hún hamhleypa í
starfi, einstaklega vandvirk og stóð
enginn henni á sporði í prófarkalestri
og vélritun. Þótt hún væri þessi mikla
nákvæmnimanneskja í vinnu var hún
eins fjarri því að vera smámunasöm
og hugsast getur. Starfsfólkið á Fjölló
starfaði þar margt í áratugi og varð að
góðum fjölskylduvinum. Húsinu á
Ránargötu var smám saman breytt til
að rúma fleiri og þar bjuggu sér heim-
ili öll börnin hennar, fyrst Tryggvi,
svo Ína og loks Anna, og þar uxu
barnabörnin úr grasi í sannkallaðri
stórfjölskyldu. Obbu tími var kominn
en hún skilur eftir sig afkomendur
sem erft hafa mannkosti hennar,
hlýju og umhyggju. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir.
Elskuleg föðursystir mín er gengin.
Hún bjó lengst af á Ránargötu 19, í
sannkölluðu fjölskylduhúsi í nábýli
við börn sín og fjölskyldur. Það var
fyrir rúmum áratug sem hún fór fyrst
að kenna sér meins. Síðustu ár sín
dvaldi hún á Skjóli þar sem hún naut
framúrskarandi umönnunar starfs-
fólks, en dætur hennar og tengdason-
ur ásamt börnum þeirra umvöfðu
hana hlýju og alúð á allan hátt. Hún
sofnaði á Skjóli að kvöldi hins 14. nóv-
ember, en þær systur, Ína og Anna,
hlúðu að henni síðasta spölinn.
Obba, eins og hún var jafnan kölluð,
ólst upp í stórum og glöðum systk-
inahópi í Laufási. Hún átti fjögur eldri
systkini og tvö yngri. Tvö elstu, Klem-
ens og Valgerður, ásamt yngri bróð-
urnum Birni, eru nú látin, en Þórhall-
ur, Agnar og Anna Guðrún lifa systur
sína. Obba mun hafa verið fremur
heilsulítil sem barn. Hún var alla tíð
léttstíg og létt í lund, hafði góða
greind, var farsæl kona og gerði sér
aldrei mannamun. Fólki þótti gott í
nærveru hennar. Vinnusemi var
henni í blóð borin. Obba var dugleg og
skyldurækin. Hún vann sínum það
sem hún mátti. Hún hafði lengst af
yndi af því að spila bridge á meðan
heilsan leyfði. Á seinni árum var hún
ákaflega heimakær og naut þess að
horfa á sjónvarpið og var dugleg að
nota myndbandstækið. Hún tapaði
snemma heyrn og var það henni til
baga.
Heimili hennar stóð okkur frænd-
systkinum og vinum alla tíð opið. Öll
greiðasemi af hennar hálfu var svo
sjálfsögð og minnist ég hennar sér-
staklega með þakklátum huga þegar
ég unglingur kom stundum heim með
þeim Ínu og Tryggva og fékk að seðja
hungrið í eldhúsi hennar, oft yfir
vinalegu spjalli og kóki á glerflösku.
Þeir sem gerst vissu sögðu hana
listakokk. Obba var oftast jákvæð og
glöð. Hún var þó ekki alltaf sólar-
megin í lífinu. Erfiðast átti hún ef-
laust þegar frumburðurinn og einka-
sonurinn, Tryggvi, átti í miklu
sjúkdómsstríði. Hún gaf honum ann-
að nýrað sitt sem þó ekki stoðaði.
Tryggvi lést aðeins þrítugur að aldri,
langt um aldur fram.
Obba sá ekki sólina fyrir dætrum
Ínu og Kristins og naut þess að fá
langömmubörnin í heimsókn.
Ég sá frænku mína fyrir rúmum
mánuði – jákvæða sem endranær en
fann þó að endalokanna yrði skammt
að bíða.
Við faðir minn, Agnar og systkini
mín, þökkum henni farsæla samfylgd
og biðjum Ínu og Kristni, Önnu og
Þorláki, börnum og fjölskyldunni
allri blessunar. Fari hún og hvíli í
Guðs friði.
Anna Agnarsdóttir.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
hjá elskulegri frænku okkar, Obbu,
viljum við systkinin þakka þá góðvild
og áhuga sem hún sýndi okkur ávallt.
Obba var einstaklega jákvæð kona
allt til hins síðasta og það lýsti bein-
línis af henni góðmennskan. Okkur er
minnisstætt hversu innilega glöð hún
varð alltaf þegar við birtumst í heim-
sókn til hennar á Ránargötunni, oft-
ast í fylgd með föður okkar og bróður
Obbu. Milli þeirra systkinanna var
fallegt samband og mikil væntum-
þykja. Við munum aldrei til þess að
nokkurn tíma hafi fallið styggðaryrði
á milli þeirra. Móðir okkar vann í
mörg ár í fjölskyldufyrirtækinu,
Fjölritunarstofu Daníels Halldórs-
sonar, sem var um árabil á neðri hæð-
inni á Ránargötunni. Þar var Obba
vakin og sofin yfir rekstrinum. Það
var gaman að koma þangað, mikið líf
og Obba á þönum, grönn og kvik, að
passa upp á að allt væri nákvæmlega
eins og það átti að vera. Samvisku-
semi og vinnusemi var henni í blóð
borin.
Góð kona er gengin, kona sem með
ljúfmennsku og góðvild hafði bæt-
andi áhrif á allt og alla í kringum sig.
Anna Guðrún Björnsdóttir,
Bjarni Þór Björnsson.
Þorbjörg
Tryggvadóttir
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÖGMUNDUR JÓHANNESSON,
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi miðvikudaginn
21. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín Ögmundsdóttir, Sigurjón Kristinsson,
María Ögmundsdóttir, Sæmundur Einarsson,
Alda Ögmundsdóttir, Erlendur Jónsson,
Sigurður J. Ögmundsson, Guðrún J. Aradóttir,
Jón J. Ögmundsson, Unnur G. Knútsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR ANNAS GUÐJÓNSSON
frá Skjaldabjarnarvík,
lést mánudaginn 19. nóvember.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
1. desember kl. 14.00.
Blóm afþökkuð, en þeim sem vija minnast hans
er bent á Blindrafélagið.
Eyvindur P. Eiríksson,
Guðjón Eiríksson
og aðrir aðstandendur.