Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 25 Ranghugmynda hefur gætt í um- ræðunni um efna- hagsmál að und- anförnu. Sá tónn hefur verið sleginn í fjölmiðlum að pen- ingamálastefna Seðlabankans sé til húðar gengin og að hún þjóni engan veginn þeim markmiðum sem henni er ætlað að ná – lágri og stöðugri verðbólgu. Hið ein- kennilega er að á meðan Seðla- bankinn stendur nánast einn í brúnni og sinnir lögboðnu hlut- verki sínu, að stemma stigu við verðbólgu með hækkun stýrivaxta, heyrist ramakvein þeirra sem segja vaxtabyrði sliga heimili og fyrirtæki í landinu. Menn vilja bæði halda og sleppa. Sú villandi söguskýring er lífseig að viðskiptabankarnir hafi einir stuðlað að hækkun fasteignaverðs undanfarin ár með því að lána of mikið til húsnæðiskaupa almenn- ings á lágum kjörum. Þannig er þeirri afdrifaríku ákvörðun stjórn- valda að víkka veðheimildir Íbúða- lánasjóðs og stórauknum íbúða- lánum í kjölfar alþingiskosn- inganna 2003 sópað undir teppið, þótt það sé kjarni málsins. Þannig voru það fyrst og fremst ráðstaf- anir stjórnmálamanna sem leiddu til þeirrar útlánaþenslu á íbúða- lánamarkaði sem landsmenn hafa orðið vitni að. Það er óneitanlega einkennilegt að menn býsnist yfir þeirri eðlilegu þróun að þegar fjármögn- unarkostnaður banka hækkar, m.a. vegna aðgerða Seðlabankans, þá skili hærri fjármagnskostnaður þeirra sér út í verðlag á lánum til fasteignakaupa. Í sömu andrá hækka þær raddir sem krefjast þess að hið opinbera setji kraft í að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga við að koma þaki yfir höfuðið með því að styrkja Íbúðalánasjóð. Öllu er snúið á haus. Sagan hefur sýnt okkur að þeg- ar veðheimildir voru rýmkaðar með tilheyrandi útlánaaukningu Íbúðalánasjóðs létu afleiðingarnar ekki á sér standa, eins og fjöl- margir höfðu varað við. Í fyrsta lagi jókst verulega framboð á lánsfé sem eitt og sér leiddi til hækkunar fasteignaverðs, því lítið framboð af lánsfé hafði haldið verðinu niðri. Í öðru lagi leiddi þetta til þess að bankarnir sáu fram á að missa spón úr aski sín- um þegar húsnæðiskaupendur myndu í ríkari mæli leita á náðir Íbúðalánasjóðs. Bankarnir stóðu því í raun frammi fyrir tveimur kostum, að sitja hjá og horfa á út- lán minnka, eða að fara inn á þenn- an markað í beinni samkeppni við Íbúðalánasjóð, sem varð raunin. Auðvitað sáu bankarnir sér þann kost vænstan að taka slaginn við Íbúðalánasjóð. Þessari atburðarás var búið að lýsa af öllum helstu sérfræðingum á sviði efnahagsmála á Íslandi en einnig af þeim alþjóðastofnunum sem láta sig efnahagsmál varða. Lausnin sem jafnframt var bent á var að losa ríkið út af íbúða- lánamarkaði með því að hætta starfsemi Íbúðalánasjóðs. Mistökin voru að gera þetta ekki. Að kenna bönkunum einum um atburða- rásina lýsir mikilli vanþekkingu á lögmálum efnahagslífsins. Það er þroskamerki á íslenskum fjármálamarkaði að hræringar á alþjóðlegum mörkuðum og vaxta- hækkanir Seðlabankans skili sér í vaxtakostnað húsnæðislána, enda endurspeglar hann fjármögn- unarkostnað viðskiptabankanna. Nýleg vaxtahækkun Íbúðalána- sjóðs endurspeglar að sama skapi fyrst og fremst hækkandi fjár- mögnunarkostnað sjóðsins. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn rjúfi ekki tengsl á milli fjármögn- unarkostnaðar lánastofnana og út- lánavaxta þeirra. Frekari nið- urgreiðsla hins opinbera á lánsfé til húsnæðiskaupa væri vanhugsuð aðgerð eins og sakir standa. Eftir eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar er þensla í hag- kerfinu komin að þolmörkum. Uppsveifla á fasteignamarkaði er ekki náttúrulögmál og sterk rök hníga að því að kólnun sé fram- undan á fasteignamarkaði. Slík hjöðnun getur verið sársaukafull en er nauðsynleg til lengdar litið. Ekkert vinnur meira gegn verð- bólgumarkmiði Seðlabankans en hækkun húsnæðisverðs. Þannig er algerlega nauðsynlegt að fjár- mögnun húsnæðislána í gegnum Íbúðalánasjóð taki mið af almennri stefnumörkun í efnahagsmálum. Það gengur ekki að hið opinbera stígi látlaust á bensíngjöfina en eftirláti Seðlabankanum einum um að stíga á bremsuna. Stjórn- málamenn verða að standast þá freistingu að styrkja Íbúðalánasjóð til að auðvelda almenningi að eign- ast húsnæði með niðurgreiddu fjármagni. Aðeins með því að leyfa fasteignamarkaðnum að kólna skapast skilyrði fyrir lækkun stýri- vaxta og tækifæri til að auka trú- verðugleika peningastefnunnar á nýjan leik. Þannig lækkar verð- bólga og velferð heimilanna eykst. Þær raddir verða sífellt hávær- ari að ríkið selji Íbúðalánasjóð, eða leggi hann niður, og styðji frekar markaðinn til að tryggja að fé- lagsleg markmið nái fram að ganga eða að ríkið noti einfaldlega tilfærslur í skattkerfinu til að koma til móts við þá hópa sem þess þurfa. Hér ríður mikið á að skilja á milli þeirra sem þurfa og þeirra sem vilja. Niðurgreitt fjár- magn til húsnæðiskaupa á að vera þrautalending þeirra sem þurfa en ekki valkostur allra sem vilja. Ís- lenskur fjármagnsmarkaður hefur tekið stakkaskiptum á síðustu ár- um og er fullkomlega undir það búinn að taka við hlutverki Íbúða- lánasjóðs. Yfirlýsing frá stjórnvöldum þess efnis að ekki verði farið í sértækar aðgerðir til að styrkja Íbúðalána- sjóð eru til þess fallnar að hemja væntingar um þróun húsnæð- isverðs, sem er ráðandi þáttur í verðbólgu í landinu. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að hemja verð- bólguvæntingar strax í dag. Bar- áttan við verðbólguna er stærsta hagsmunamál íslenskra heimila og kæling á fasteignamarkaði er her- kostnaður sem við verðum einfald- lega að leggja í. Eins og sakir standa væri sala á Íbúðalánasjóði mikilvægt skref til þess að hemja verðbólguvæntingar og styðja við peningamálastefnu Seðlabankans til að skapa skilyrði fyrir lækkun stýrivaxta. Engin ein aðgerð í efnahagsmálum væri þjóð- inni til meiri heilla nú um stundir. Dagur vonar Eftir Tryggva Þór Herbertsson og Karl Werners- son » Aðeins með því aðleyfa fasteigna- markaðnum að kólna skapast skilyrði fyrir lækkun stýrivaxta og tækifæri til að auka trúverðugleika peningastefnunnar á nýjan leik. Tryggvi Þór Herbertsson Tryggvi Þór er forstjóri Aska Capital. Karl er stjórnarformaður Milestone. Karl Wernersson sinn en sína eigin sorg nefndi hún n. Þau minntust ekki á Manna í m þeim fóru á milli fyrr en 20 ár- t Manna. Þá fékk Nonni eftirfar- í bréfi frá móður sinni: Nonni minn! úna í dag hef ég lesið til enda t, sem þú skrifaðir mér um lát ir tuttugu árum. Þegar ég opnaði og sá, hvað í því var, gat ég ekki am lestrinum. Ég braut bréfið hef geymt það ósnert, þar til nú.“ u stúdentsprófi nam Nonni guð- mspeki og bókmenntir við háskóla di, Belgíu, Hollandi og í Englandi ann tók prestvígslu. Hann gerðist ari við kaþólskan skóla í Ordrup í u og vann þar í 20 ár. Hann hélt m sínum hugföngnum með sögum i og fyrir áeggjan nemenda og onni að skrifa sögurnar niður og Nonnabækurnar urðu til. Nonni hafði skrif- að greinar og sögur sem birtust í dönskum blöðum en það var fyrst þegar bókin Nonni kom út í Þýskalandi árið 1913 að frægðarsól Jóns tók að skína. Alls urðu Nonnabæk- urnar 12 og hafa vinsælustu bækurnar ver- ið þýddar á yfir 30 tungumál, m.a. á arab- ísku, kínversku, japönsku, baskamál og esperanto. „Nonni hafði einstaka frásagnarhæfi- leika og var eftirsóttur fyrirlesari. Hann bjó yfir mikilli málakunnáttu sem gerði honum einnig kleift að halda fyrirlestra um allan heim og alls urðu fyrirlestrarnir um 5.000 talsins,“ segir Brynhildur Pétursdóttir. Áttræður hélt Nonni í heimsreisu og dvaldi í Japan í eitt ár. Við það tækifæri voru bækur hans gefnar út víða í Asíu. Nonni lést 16. október 1944 í Köln þar sem hann er jarðsettur. Í dag verður ein- mitt opnuð í Köln sýning um Nonna og á morgun verður haldið málþing í borginni á vegum þýsk-íslenska vináttufélagsins, þar sem m.a. verður haldið erindi um Nonna. Brynhildur segir mikinn áhuga á Nonna- sýningunni í Þýskalandi og fjölmiðlar hafi fjallað töluvert um hana. „Það þarf ekki að segja þýskum blaðamönnum frá Nonna, þeir þekkja hann svo vel. Arthúr [Björgvin Bollason] sendi fréttatilkynningu til þýskra fjölmiðla um hátíðahöldin í tilefni þessara tímamóta, og fékk ótrúleg viðbrögð. Ég hef tekið á móti sex þýskum blaðamönnum sem komu sérstaklega til Akureyrar til þess að skoða æskuslóðir Nonna í tilefni afmælis- ins.“ Brynhildi finnst merkilegt að enn skuli fólk koma í hálfgerðar pílagrímsferðir til Akureyrar. „Fólk kemur stundum í Nonna- hús og segir við okkur: „Loksins er ég kom- inn hingað!“ Það las bækurnar og sá jafnvel sjónvarpsþættina um Nonna og Manna og fékk Ísland hreinlega á heilann. Þó ekki væri nema fyrir þetta ættum við að minnast Nonna með sóma.“ Þegar Brynhildur er spurð hvort Íslend- ingar sýni Nonna lítinn áhuga dregur hún ekki dul á að henni þykir ótrúlega lítið hafa verið fjallað um 150 ára afmælið. „Ef við Zontakonur hefðum ekki farið í átak vegna þessara tímamóta efast ég um að nokkuð hefði verið gert. Okkar framtak var það eina og það finnst mér áhyggjuefni; Nonni er ekki bara okkar Zontakvenna, hann er allra Íslendinga.“ Það voru Zontakonur á Akureyri sem opnuðu fyrsta höfundarsafnið á Íslandi, Nonnasafn, fyrir 50 árum og hafa rekið hús- ið allar götur síðan. „Þetta voru framsýnar konur á sínum tíma; hverjir aðrir voru að hugsa um höfundarsafn og menningar- tengda ferðaþjónustu á Íslandi á þessum árum? Örugglega enginn. Og þær sýndu ótrúlega þrautseigju og elju. Það tók nokk- ur ár að gera húsið upp en það var vel þess virði vegna þess að safnið þykir mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei séð fólk ganga héðan út vonsvikið. Fólk býst jafnvel ekki alltaf við miklu; að þarna séu bara bækur, en sér svo að auk þeirra eru þarna gam- aldags híbýli og saga manns sem var alveg ótrúlegt ævintýri frá upphafi til enda,“ seg- ir Brynhildur Pétursdóttir. Zontaklúbbur Akureyrar hefur ákveðið að gefa Akureyrarabæ Nonnahús og tekur bærinn við rekstri þess um áramótin. „Við Zontakonur vonum að minning Nonna verði áfram í heiðri höfð og að sem flestir kynnist honum. Við vitum allar að enginn verður svikinn af þeim kynnum.“ iherrann? on, Nonna, sem opnuð verður í Köln í Þýskalandi í dag Nonni lést skrif- Stefánsson, rit- gunblaðsins, rithöfundinn og bókinni 6. maí rifjaði Valtýr upp a á heimili rit- egar Nonna var lands á Alþing- 1930. egir frá því er tólf ára gamlan Árnason, sem bækurnar og var n að hitta sjálfan onni spjallaði við og sagði honum lunum sem móðir skrifað niður og um áður en þau um borð í litla u. lað geymdi jeg, gamli prestur, aldur auga míns. eins vænt um g hjartað í r. Það var hand- mmu, sem náði út og alla leið til ýr skrifar áfram um Nonna: „Jeg man glöggt þegar hann kvaddi mig eftir einasta samtalið sem ég átti við hann, hve heitt og innilega hann tók í hönd mjer og mælti á þessa leið: „Líði ykkur öllum vel. Hættið að rífast, eins og þið gerið. Jeg hefi talað við menn af öllum flokkum. Þið eruð ekki eins ósammála eins og þið haldið. Í raun- inni viljið þið allir það sama. Hag og velferð fóst- urjarðarinnar.“ Þegar jeg horfði á eftir honum ganga niður tröpp- urnar dálítið lotinn í herð- um, með hægum þungum fótaburði ellinnar, sá jeg best hve íslenskur þessi al- heimsborgari var, sem geymdi æsku sína og for- tölur móður sinnar í hjarta sjer á hinni löngu og marg- breytilegu lífsferð sinni um heiminn.“ ttið að rífast, eins og þið gerið Í Þýskalandi Nonni í heimsókn hjá vinum sínum í Þýskalandi. Myndin er tekin 1935. Með Laxness Nonni með hópi fólks á Alþingishátíðinni 1930 á Þingvöllum. Halldór Laxness er við hlið Nonna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.